Jeanette skrifaði:
Hvordan kan i få så bred en galskaber med Max 92 masker. Min sidder tættere på selve halsen, hvor det på billede er mere ud mod skulderen
31.03.2024 - 22:19DROPS Design svaraði:
Hej Jeanette, hvis du vil have halsen bredere kan du slå op med dobbelt garn, så bliver den mere elastisk :)
05.04.2024 - 12:18
Lotta Ottosson skrifaði:
Jag får inte varv 2 på diagrammet a1a att stämma….visst ska jag läsa diagrammet från höger till vänster….och då kommer på varv 2 avig maska på avig och det stämmer inte på A1b….heller eller är det nåt jag gör fel…..gör xl med 90 maskor på stickan…ska jag flytta markörerna på raglanärmen….är det det som blir fel…..…
08.10.2023 - 18:55DROPS Design svaraði:
Hej Lotta, du strikker ifølge diagrammet med start nederst i højre side. Den økede maske strikkes ret på næste varv, så på varv 2 blir det; 1rm, 1am, 1rm, 1rm osv :)
17.10.2023 - 12:05
Evi Chatzichronoglou skrifaði:
I see many differences in YOCKE section and some differences in BODY section. Thank you for your help!
19.10.2022 - 11:11
Evi Chatzichronoglou skrifaði:
I can see now than there is a difference between patterns in English(GBP/EUR) and English(USD/CAD). Maybe the pattern is not updated in English(GBP/EUR).
19.10.2022 - 10:04DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Chatzichronoglou, can you tell us which kind of difference you noticed between both patterns so that we could check which one is the right one and edit the other one? Thanks for your help!
19.10.2022 - 10:31
Evi Chatzichronoglou skrifaði:
Hello! I cannot understand how to work A.1a in 17 sts when A.1a is worked in 3 sts as shown in the diagram. The same is for A.1b which I should work in 16sts and the diagram shows A.1b in 14 sts. I shoud count the yo in these sts? Also, I cannot see where I have to work A.1c and I cannot see any arrow in sizes S,M for A.1a and A.1b. Maybe the pattern is not updated? Thank you
19.10.2022 - 09:36DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Chatzichronoglou, after diagrams have been worked one time in height, work A.1a (3 sts) over the first of the 17 sts previous A.1a and work A.1b over the next 14 sts previous A.1a, then repeat A.1b as before, and work one more A.1b over the first 14 sts previous A.1c, and finish with the 2 sts A.1c over the last 2 sts previous A.1c - that way you work A.1b 2 more times in width. Hope it can help. Happy knitting!
19.10.2022 - 10:21
Corinna Reicherter skrifaði:
Vielen Dank für die schnelle Antwort. ... Aber A4 kam bisher in der Anleitung noch gar nicht vor....? Leider verstehe ich Ihre Antwort nicht... Ich weiß nicht, wo genau A2a und A2c hin müssen, da die Maschenanzahl dieser Diagrammen nirgends hin zu passen scheint.... VG Coco
26.09.2022 - 17:31DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Reicherter, oops es war einen Tippfehler, entschuldigung, es sollte A.2a über A.1a A.2c über A.1c sein, so stricken Sie: A.2a über die ersten Maschen vom vorrigen A.1a, die Blätter stricken Sie wie zuvor bis die letzten Maschen A.1c, wo Sie dann A.2c stricken. Viel Spaß beim stricken!
27.09.2022 - 08:25
Coco skrifaði:
Danke für die Antwort. Jetzt bin ich mit A.1a bis A.1c 2x durch. Maschenanzahl stimmt, aber ich habe 3,5 Blätter an jeder Ragelanlinie, nicht 4! Und jetzt soll es am Rand mit A.2a und A.2b weiter gehen. Die haben aber 10 bzw. 9 Maschen. Wo kommen die her? Oder müssen erst die Reihen 1-12 von A.1a und A.1c nochmal gestrickt werden und dann erst A.2a und A.2b? Danke für eure Antwort. VG Coco
26.09.2022 - 15:11DROPS Design svaraði:
Liebe Coco, in XL stricken Sie 48 Runden im Muster, dh die Diagramme A.1a bis A.1c stricken Sie 2 Mal in der Höhe , 2 Mal die Diagramme sind 4 Blätter - das 4. Blatt enden Sie in A.2a/c gleichzeitig als Sie das 5. Blatt anfangen sollten. A.2a wird jetzt über die ersten Maschen vorrigen A.4 und A.2c über die letzten Maschen A.1c gestrickt. Dazwischen stricken Sie die Blätter wie zuvor. Viel Spaß beim stricken!
26.09.2022 - 17:11
Coco skrifaði:
Hallo :-) der Pulli sieht toll aus und ich habe gerade angefangen zu streichen - und leider schon eine Frage. Man soll für Größe XL 88 Maschen für die Halsblende anschlagen. Das scheint mir sehr eng... Ob da überhaupt der Kopf durch passt? Auf dem Foto sieht der Halsausschnitt recht weit aus.... Vielen Dank im Voraus für eure Antwort. VG Coco
20.09.2022 - 20:36DROPS Design svaraði:
Liebe Coco, sollte Ihre Maschenprobe stimmen, dann sollten Sie die korrekte Breite für den Halsauschnitt bekommen - sollte es immer noch zu eng für Sie sein, können Sie dann gerne die Maschenanzahl entsprechend anpassen und dann vor der Passe anpassen. Viel Spaß beim stricken!
21.09.2022 - 09:11
Veronika skrifaði:
Hallo,\r\nDanke nochmal, das war mein Fehler, ich stricke doch XXL und nicht XXXL, also stimmen meine Maschenzahl mit der Vorlage überein 😄 Ich wünsche Ihnen noch ein schönes Wochenende Veronika
17.09.2022 - 07:47
Veronika skrifaði:
Hallo, Eine Frage, wo kommen die Maschen her, nach Aufteilung + 14Maschen habe ich auf jede Seite 121 also 242 und nicht 258,habe ich wieder ein Denkfehler. Mit den Angaben alle Größen (115+3 auf jeder Seite) stimmt es noch und beim Rumpfteil stehen auf einmal 258??Danke für eine kurze Antwort 🤗
11.09.2022 - 08:23DROPS Design svaraði:
Liebe Veronika, bei XXXL haben Sie je 115 Maschen für Rücken und Vorderteil + 14 neuen angeschlagen Maschen bei jeder Ärmel so bekommen Sie: 115+14+115+14=258 Maschen. Viel Spaß beim stricken!
12.09.2022 - 10:06
Blue Spruce#bluesprucesweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-16 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 12,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 12. og 13. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LASKALÍNA (á við um ermar): Aukið út 1 lykkju í hvorri hlið á ermi innan við prjónamerki og 1 lykkju slétt (= 4 lykkjur fleiri í umferð + lykkjur sem auknar voru út í mynsturteikningu á framstykki og bakstykki). Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður á milli vinstri ermi og bakstykki. Berustykkið skiptist síðan fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-80-84-88-88-92 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-6-2-2-2-2 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir) = 82-86-86-90-90-94 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, það á að mæla berustykkið frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið nú mynstur þannig: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= í skiptinguna á milli vinstri ermi og bakstykkis), prjónið A.1a yfir fyrstu 3 lykkjur, A.1b yfir næstu 28 lykkjur (= 2 mynstureiningar á breidd), A.1c yfir næstu 2 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli bakstykkis og hægri ermi), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 6-8-8-10-10-12 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli hægri ermi og framstykkis), prjónið A.1a yfir næstu 3 lykkjur, A.1b yfir næstu 28 lykkjur (= 2 mynstureiningar á breidd), A.1c yfir næstu 2 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli framstykkis og vinstri ermi), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, sléttar lykkjur yfir næstu 6-8-8-10-10-12 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt. Nú er 1 prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki í stykkinu – prjónamerkin fylgja nú með í stykkinu). Fyrir utan útaukningar í mynsturteikningu, hefur nú verið aukið út um 1 lykkju hvoru megin við ermar fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur hringinn. Aukið út fyrir laskalínu á ermum í annarri hverri umferð 18-19-22-21-20-20 sinnum til viðbótar og 4. hverri umferð 2-2-2-3-5-6 sinnum (= alls 21-22-25-25-26-27 útaukningar í hvorri hlið á ermi). Þegar A.1a til A.1c hefur verið prjónað til loka á hæðina, haldið áfram með mynstur alveg eins (þ.e.a.s. prjónið A.1a og A.1c að laskalínu í hliðum á framstykki og bakstykki, blaðamynstur eins og áður á milli þessa mynsturteikninga á framstykki og bakstykki og sléttprjón á ermum) þar til prjónaðar hafa verið 36-46-48-48-48-48 umferðir með mynstri á hæðina og það eru 75-85-89-89-89-89 lykkjur á framstykki og bakstykki. Nú eru 3-4-4-4-5-5 blöð meðfram laskalínu. Prjónið nú áfram mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ M: Nú heldur blaðamynstrið áfram alveg eins, en að prjónamerkjum í hverri laskalínu (á framstykki og bakstykki) er prjónað mynstur A.2 (þ.e.a.s. ekki eru auknar út fleiri lykkjur fyrir laskalínu). Nú eru 85 lykkjur á framstykki og bakstykki. Þegar prjónað hefur verið upp til og með umferð með ör í mynsturteikningu (og öll útaukning á ermum hefur verið gerð til loka), eru 278 lykkjur í umferð. Stykkið á nú að mælast ca 22 cm. Ef stykkið er styttra en þetta, prjónið áfram með blaðamynstri (án þess að auka út fyrir laskalínu) að réttu máli. STÆRÐ S. L, XL, XXL og XXXL: Nú heldur blaðamynstur áfram alveg eins, en við prjónamerki í hverri laskalínu (á framstykki og bakstykki) er prjónað mynstur eins og útskýrt er í A.2a og A.2c (ekki er prjónað nýtt blað að röngu, en prjónið sléttprjón og í stærð L, XL, XXL og XXXL er lítið gatamynstur á milli ysta blaðs og útaukninga fyrir laskalínu eins og útskýrt er í A.2a/A.2c). Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka, eru 81-95-97-105-109 lykkjur á framstykki og bakstykki. Þegar prjónað hefur verið upp til og með umferð með ör í þinni stærð í mynsturteikningu (og öll útaukning á ermum hefur verið gerð til loka), eru 262-310-318-338-354 lykkjur í umferð. Stykkið á nú að mælast ca 21-25-25-28-30 cm. Ef stykkið er styttra en þetta, prjónið áfram með blaðamynstri (án þess að auka út fyrir laskalínu) að réttu máli. ALLAR STÆRÐIR: Nú er næsta umferð prjónuð (= umferð eftir þetta með ör) þannig: Prjóni fyrstu 81-85-95-97-106-112 lykkjurnar (= bakstykki), setjið næstu 50-54-60-62-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 4-8-8-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 81-85-95-97-107-115 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 50-54-60-62-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 4-8-8-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Í stærð XXL og XXXl eru nú eftir 1-3 lykkjur í umferð. Prjónið þessar lykkjur slétt – þær tilheyra bakstykki = 81-85-95-97-107-115 lykkjur fyrir bakstykki. Klippið frá. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 170-186-206-218-242-258 lykkjur fyrir fram- og bakstykki. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið mitt í nýjar 4-8-8-12-14-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum í hvorri hlið (= 2-4-4-6-7-7 nýjar lykkjur í hvorri hlið á prjónamerki). Byrjið við eitt af prjónamerkjunum og prjónið mynstur þannig – ATH: Mynstrið á að passa yfir mynstur frá berustykki, stillið af þannig að byrjað sé í réttri umferð í mynsturteikningu: * Prjónið 12-2-7-10-9-13 lykkjur (= 2-4-4-4-5-5 mynstureiningar), A.3c yfir næstu 16 lykkjur,12-2-7-10-9-13 lykkjur slétt, (prjónamerki situr hér) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð. Mynstrið á að passa yfir mynstur frá berustykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 12 cm = 178-194-214-226-250-266 lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 17-16-14-13-15-14 cm – stillið af þannig að endað sé eftir umferð sem er eins og 12. umferð í A.1b, eru eftir ca 5 cm með mynstri og 5-6-7-9-6-7 cm með sléttprjóni á undan stroffi neðst á fram- og bakstykki. Nú er prjónað A.4a yfir A.3a, A.4c yfir A.3c, og A.4b yfir A.1b. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina er prjónað sléttprjón hringinn þar til fram- og bakstykki mælist 27-27-26-27-26-26 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 26-30-34-34-38-42 lykkjur jafnt yfir = 204-224-248-260-288-308 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 50-54-60-62-62-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á sokkaprjóna/hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 4-8-8-12-14-14 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi í hlið = 54-62-68-74-76-76 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 2-4-4-6-7-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-2½-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-13-15-17-17-16 sinnum = 36-36-38-40-42-44 lykkjur. Þegar ermin mælist 37-37-35-36-34-33 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-6-4-6-4 lykkjur jafnt yfir = 40-40-44-44-48-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluesprucesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.