Bongo the Clown Pillow#bongotheclownpillow |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Heklaður hringlaga púði fyrir börn formaður eins og trúður með dúskum, heklað í hring frá miðju og út. Stykkið er heklað úr DROPS Paris.
DROPS Children 35-1 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR – TRÚÐA NEF: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er fyrstu fastalykkjunni skipt út fyrir 1 loftlykkju. Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur. LITASKIPTI: Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðustu lykkjuna í umferð með fyrsta litnum, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið þráðinn í gegn með nýja litnum, heklið síðan næstu umferð. MYNSTUR: Augun er hekluð eftir mynsturteikningu A.1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PÚÐI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá miðju og út. Það eru heklaðir 2 hringir sem eru heklaðir saman í lokin. Hægt er að hekla andlit á aðra hliðina eða á báða hliðar. Nefið er heklað sem hluti af hringnum, en munnur og augu er heklað í lokin. Það eru gerðir tveir dúskar fyrir hár. HRINGUR: Stykkið er heklað í hring. Fyrst eru hekluð 2 trúða nef sem eru sett saman og hekluð saman, áður en afgangur af andlitinu er heklað áfram hringinn. Trúða nef: Heklið 4 loftlykkjur með litnum hindber og heklunál 4 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju (= fastalykkju) – sjá HEKLLEIÐBEININGAR – TRÚÐA NEF, 7 fastalykkjur um hringinn. Endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju = 8 fastalykkjur. UMFERÐ 2: 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 2 stuðlar í fyrstu fastalykkju, 3 stuðlar í hverja fastalykkju umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 24 stuðlar. UMFERÐ 3: 3 loftlykkjur (= 1 stuðull) í fyrsta stuðul, 2 stuðlar í næsta stuðul, * 1 stuðull í næsta stuðul, 2 stuðlar í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 36 stuðlar. Klippið frá og festið enda. Heklið annað stykki til viðbótar alveg eins (= 2 alveg eins stykki). Leggið bæði stykkin með röngu að röngu og heklið stykkin saman, í gegnum bæði lögn þannig: heklið 1 loftlykkju (= 1 fastalykkja) í fyrsta stuðul, 1 fastalykkja í hvern af næstu 4 stuðlum, 2 fastalykkjur í næsta stuðul, * 1 fastalykkja í hvern af næstu 5 stuðlum, 2 fastalykkjur í næsta stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð = 42 fastalykkjur. Heklið síðan afgang af andliti. Skiptið yfir í litinn ferskja – sjá LITASKIPTI . Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónamerkið fylgir með í stykkinu. Heklið nú áfram hringinn í spíral þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju (= kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju í umferð heldur er hekluð sem viðbót við fastalykkjurnar), * fastalykkjur í aftari lykkjubogann á fyrstu fastalykkju, 1 fastalykkja í aftari lykkjubogann á hverri af næstu 6 fastalykkjum *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 48 fastalykkjur í aftari lykkjubogann. Nú hafa verið heklaðar 2 fastalykkjur í 6 fastalykkjur í umferð. Hver og ein af þessum 6 fastalykkjum = 1 útauknings lykkja. Setjið e.t.v. eitt prjónamerki í hverja af þessum lykkjum og færið prjónamerkin upp á við á meðan heklað er. UMFERÐ 2: Hoppið yfir loftykkjuna og heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju JAFNFRAMT eru heklaðar 2 fastalykkjur í hverja af 6 útauknings lykkjum í umferð = 6 lykkjur fleiri í umferð) = 54 fastalykkjur. Haldið síðan áfram hringinn með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og 2 fastalykkjur í hverja af 6 útauknings lykkjum. Í hverri umferð sem er hekluð verður 1 fastalykkju fleiri á milli hverra útauknings lykkja. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist alls 42 cm að þvermáli (= 21 cm frá miðju og út). Heklið 1 hring til viðbótar alveg eins, en trúða nefið er heklað með litnum ferskja, þ.e.a.s. allur hinn hringurinn er heklaður með litnum ferskja (= bakhlið). Einnig er hægt að heklað andlit á báðar hliðarnar, þá er 2. hringurinn heklaður alveg eins og 1. hringur. MUNNUR: Munnurinn er heklaður yfir 9. umferð með litnum ferskja (= 13. umferð frá miðju). Heklið 1 umferð með keðjulykkjur með litnum hindber, frá réttu þannig: stingið heklunálinni í lykkjuna þar sem þú vilt að munnurinn eigi að byrja í 9. umferð með litnum ferskja, sækið þráðinn (= 1 lykkja á heklunálinni). Stingið heklunálinni niður í næstu lykkju í sömu umferð, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni. Haldið svona áfram með keðjulykkjur í 9. umferð þar til munnurinn hefur náð óskaðri lengd. Klippið frá og festið enda. Heklið alveg eins umferð með litnum vínrauður, yfir 10. umferð. Ef hekla á andlit á báðar hliðar, endurtakið þetta þá á hinni hliðinni. AUGU: Augun eru hekluð sér og síðan saumuð föst á púðaverið. Heklið 4 loftlykkjur með litnum dökk grár með heklunál 4 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. Heklið síðan hringinn eftir mynsturteikningu A.1. Á undan síðustu umferð er skipt yfir í litinn hvítur – sjá LITASKIPTI. Klippið frá og festið enda. Heklið annað auga til viðbótar á sama hátt. Ef andlit er heklað á báðar hliðar eru hekluð 3 augu til viðbótar á sama hátt. Saumið augun á andlitið, yfir trúða nefið – sjá e.t.v. mynd fyrir staðsetningu. DÚSKAR: Gerið 3 dúska ca 6 cm að þvermáli með litnum fífill og 2 dúska í hverjum af hinum litunum (= alls 13 dúskar). Klippið þá til þannig að þeir verði jafnir. Ef andlit er gert á báðar hliðar eru gerðir alls 26 dúskar: 5 dúskar í fífill, 5 dúskar í hverjum af litum að eigin vali og 4 dúskar í hverjum af þeim litum sem eftir eru. FRÁGANGUR: Legið báða hringina saman með röngu á móti röngu og heklið í gegnum bæði lögin með litnum ferskja þannig: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu fastalykkju (um bæði lögin), haldið síðan áfram hringinn með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju þar til eftir er op ca 25 cm – ekki klippa þráðinn frá. Festið dúskana á toppinn á fremsta hringnum, yfir andlitið. Ef andlit er heklað á báðar hliðar, festið 13 dúska í hvora hlið á púðaverinu. Leggið koddan í púðaverið og heklið afgang af opinu saman. Klippið frá og festið enda. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bongotheclownpillow eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 35-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.