Eva skrifaði:
Hvorfor skal det økes på bolen før en strikker vrangborden ?? Kan jeg sløyfe det ??
10.09.2019 - 19:29DROPS Design svaraði:
Hei Eva, Dette er foreslått for å hindre at vrangborden blir stram. Du kan gjerne sløyfe det hvis du vil. God fornøyelse!
11.09.2019 - 10:10
Turid skrifaði:
Hvorfor skal tråden klippes etter deling av armer osv? Skjønner ikke hvor omgangen skal begynne !
15.08.2019 - 20:31DROPS Design svaraði:
Hej Turid, du starter nu omgangen i den ene side ved mærketråden. God fornøjelse!
06.09.2019 - 10:37
Silje skrifaði:
Det er noe feil i oppdelingmaskene etter du har, strikket opp til angitt str på mønster a2 til a4...
30.07.2019 - 10:25
Cristine skrifaði:
Hi, I can't seem to find the pattern "A.7a" on this page.
03.06.2019 - 01:17DROPS Design svaraði:
Hi Christine. We'll upload A.7 shortly. Thank's for letting us know it was missing. Happy knitting
03.06.2019 - 10:06
Helinä skrifaði:
Miksi sama kavennus ohjeistetaan tekemään eri tavoilla? Esim. tässä ohjeessa hihojen kavennusvinkki: 2 o yhteen on käytännössä sama kuin "nosta 1 silmukka oikein neulomatta, 1 silmukka oikein, vedä nostettu silmukka neulotun silmukan yli". Sama asia, ensimmäinen yhdellä kertaa ja jälkimmäinen vaiheittain tehtynä. Kavennus taipuu kummassakin neuleen suuntaan. Jos haluttaisiin kavennus eri suuntaan, pitäisi tehdä 1o, nosta seuraava äsken neulotun yli (neulesuuntaa vastaan).
02.06.2019 - 09:24
Colle skrifaði:
Bonsoir, Où trouver les explications de ce joli modèle ? Merci. Bonne soirée.
20.02.2019 - 22:40
Mette Høj skrifaði:
Hvornår kommer denne opskrift mon? (o:
20.02.2019 - 10:32
Christine skrifaði:
Encore de jolies manches ballon et une allure jeune et pleine de fraicheur pour ce modèle.
13.01.2019 - 22:25
Alison skrifaði:
I love the bell sleeves and interesting diamond pattern that's symmetrical but not entirely symmetrical. This looks like the perfect light jumper for cool summer days in Scotland.
06.01.2019 - 00:15
Campa skrifaði:
Hopelijk zonder rondbreinaald, maar gewoon raglan
01.01.2019 - 19:22
Berry Diamond#berrydiamondsweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu og blöðruermum úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-18 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 78 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 7,8. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð ca 7. og 8. hver lykkja slétt saman. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.8). ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón frá skiptingu á milli erma og bakstykkis, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 86-90-94-98-102-106 lykkjur. Skiptið síðan yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Prjónið A.1 yfir 29 lykkjur (= bakstykki), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 10-12-14-16-18-20 lykkjur sléttprjón (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= laskalína), prjónið A.1 yfir 29 lykkjur (= framstykki), prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 10-12-14-16-18-20 lykkjur sléttprjón (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= laskalína). Nú eru 94-98-102-106-110-114 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur. Þ.e.a.s. á fram- og bakstykki er aukið út í hvorri hlið eins og útskýrt er í A.1. Á ermum er aukið út í hvorri hlið með því að slá uppá prjóninn hvoru megin við lykkjur í sléttprjóni. Laskalína er alltaf 2 lykkjur sléttprjón. Aukið svona út í annarri hverri umferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Á ermum eru útauknar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í sléttprjóni. Á fram- og bakstykki eru útauknar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í mynstur eins og útskýrt er í A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 158-162-166-170-174-178 lykkjur í umferð. Útaukning bæði á ermum og fram- og bakstykki heldur áfram eins og áður, en nú er mynstur A.2 til A.4 prjóna yfir 47 lykkjur í A.1 þannig: Prjónið A.2 (= 2 lykkjur), prjónið A.3 yfir 42 lykkjur (= 3 mynstureiningar með 14 lykkjum) og prjónið A.4 (= 3 lykkjur). Laskalína og ermar er prjónað eins og áður. Þegar prjónað hefur verið til og með umferðar merktri með ör í þinni stærð, hefur verið aukið út alls 18-21-22-24-26-29 sinnum frá byrjun á berustykki og nú eru 230-258-270-290-310-338 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 21-24-25-27-29-32 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 68-74-77-83-89-97 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 44-52-54-56-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í lið undir ermi), prjónið næstu 71-77-81-89-97-107 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 44-52-54-56-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 3-3-4-6-8-10 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 158-170-182-198-218-238 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau merkja hliðarnar. Fyrsta umferðin er prjónuð þannig (byrjið í umferð merktri með ör í þinni stærð þannig að mynstrið haldi áfram): Prjónið 3-6-9-13-4-9 lykkjur sléttprjón, prjónið A.5a (= 15 lykkjur), prjónið A.6a yfir næstu 42-42-42-42-70-70 lykkjur (= 3-3-3-3-5-5 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.7a (= 16 lykkjur), prjónið 6-12-18-26-8-18 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), prjónið A.5a (= 15 lykkjur), prjónið A.6a yfir næstu 42-42-42-42-70-70 lykkjur (= 3-3-3-3-5-5 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.7a (= 16 lykkjur) og endið með 3-6-9-13-4-9 lykkjur sléttprjón. Endurtakið A.5a til A.7a á hæðina (aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður) þar til stykkið mælist ca 4-5-4-6-4-4 cm frá skiptingu – stillið af þannig að endað sé eftir heila einingu af hæðina. Prjónið síðan með A.5b til A.7b, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Prjónið þar til A.5b til A.7b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Prjónið síðan í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 28-27-28-28-28-27 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 30-34-38-38-42-50 lykkjur jafnt yfir = 188-204-220-236-260-288 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, er hægt að fella af með hringprjón 5,5. ERMI: Setjið 44-52-54-56-58-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 52-60-64-66-70-74 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð síðar þegar auka á út lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi (á ekki við um stærð XXL) – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 1-5-2-3-0-2 sinnum = 50-50-60-60-70-70 lykkjur. Þegar stykkið mælist 7-8-8-6-8-6 cm er mynstur prjónað hringinn þannig: Prjónið A.8a yfir allar lykkjur (= 5-5-6-6-7-7 mynstureiningar með 10 lykkjum). Þegar A.8a hefur verið prjónað til loka eru 70-70-84-84-84-84 lykkjur í umferð. Prjónið síðan A.8b. Endurtakið A.8b á hæðina þar til stykkið mælist ca 41-38-38-36-34-32 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla og lengri ermakúpu) – stillið af að endað sé eftir heila einingu á hæðina. Prjónið síðan A.8c. Þegar A.8c hefur verið prjónað til loka eru 35-35-42-42-42-42 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 3-3-6-6-2-2 lykkjur jafnt yfir = 32-32-36-36-40-40 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með sokkaprjón 5,5. Ermin mælist ca 48-45-45-43-41-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #berrydiamondsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.