Doris skrifaði:
Der passende Pulli zur Jacke, echt schön. Hoffentlich findet beides den Weg zum Nachstricken ! Das wäre mega!
09.02.2019 - 08:03
Petra skrifaði:
Es wäre so schön, wenn es bald die Anleitung für diesen super super schönen Pulli gibt.. Ich warte die Anleitung sehnsüchtig.
08.02.2019 - 19:30
Jutta skrifaði:
Superschön!
06.02.2019 - 21:10
Laura skrifaði:
Je trouve ce modèle très joli, je suis pressée que vous mettiez le modèle en ligne
04.02.2019 - 23:48
Summer Twinkle Sweater#summertwinklesweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með blaðamynstri, kúlum, hringlaga berustykki og ¾ ermum. Stykkið er prjónað úr DROPS Flora, ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 200-12 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2 og A.3). ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 117 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 39) = 3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki og mitt undir ermum): Aukið út hvoru megin við stroff eins og útskýrt er að neðan: Prjónið fram að A.3, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.3 (= 16-16-16-22-22-22 lykkjur – prjónamerki situr mitt á milli þessa 16-16-16-22-22-22 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næst umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki og mitt undir ermum): Fækkið lykkjum hvoru megin við stroff eins og útskýrt er að neðan: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.3, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið A.3 (= 16-16-16-22-22-22 lykkjur – prjónamerki situr mitt í þessum 16-16-16-22-22-22 lykkjum), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki heldur áfram í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 117-120-123-129-132-138 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Flora. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Þegar stroffið er lokið, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 39-40-41-43-44-46 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1= 156-160-164-172-176-184 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4-5-6-6-7-7 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út um 12-32-40-44-52-56 lykkjur jafnt yfir = 168-192-204-216-228-240 lykkjur. Þegar stykkið mælist 5-6-7-8-9-9 cm frá uppfitjunarkanti, byrjar blaðamynstur, þ.e.a.s. prjónið A.1 hringinn (= 14-16-17-18-19-20 mynstureiningar með 12 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, eru 308-352-374-396-418-440 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 hringinn. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í A.2 er aukið út um 16-8-10-28-34-40 lykkjur jafnt yfir = 324-360-384-424-452-480 lykkjur í umferð. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 48-53-56-62-68-74 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 65-73-79-87-89-91 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 97-107-113-125-137-149 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 65-73-79-87-89-91 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 49-54-57-63-69-75 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). Klippið frá. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 210-230-250-274-302-330 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8-8-12-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Prjónamerkin merkja hliðar á fram- og bakstykki. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn með A.3 yfir miðju 16-16-16-22-22-22 lykkjur í hvorri hlið á fram- og bakstykki (prjónamerkið situr mitt í A.3). Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.3 í hvorri hlið – SJÁ ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 1½ cm millibili alls 5 sinnum í hvorri hlið = 190-210-230-254-282-310 lykkjur. Þegar stykkið mælist 13 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.3 í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½ cm millibili alls 5 sinnum í hvorri hlið = 210-230-250-274-302-330 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 25 cm frá skiptingu í öllum stærðum (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 3 cm til loka). Í næstu umferð er aukið út fyrir stroffi þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir fyrstu 8-8-8-11-11-11 lykkjur í umferð, prjónið 89-99-109-115-129-143 lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út um 27-26-31-34-35-39 lykkjur jafnt yfir þessar 89-99-109-115-129-143 lykkjur, haldið áfram með A.3 yfir næstu 16-16-16-22-22-22 lykkjur eins og áður, prjónið 89-99-109-115-129-143 lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út um 27-26-31-34-35-39 lykkjur jafnt yfir þessar 89-99-109-115-129-143 lykkjur, haldið áfram með A.3 yfir þær 8-8-8-11-11-11 lykkjur sem eftir eru eins og áður = 264-282-312-342-372-408 lykkjur. Lykkjum er aukið út til að koma í veg fyrir að stroffið dragist saman. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm og passið uppá að stroffið haldi áfram fallega yfir A.3 í hvorri hlið. Skiptið yfir á hringprjón 3. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur (fellið af með grófari prjón til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur). Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 65-73-79-87-89-91 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 3, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 73-81-91-99-103-107 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-12-12-14-16 lykkjurnar. Prjónamerkið merkir mitt undir ermi og umferðin byrjar við prjónamerkið. Prjónið A.3 mitt undir ermi (prjónamerkið situr mitt í A.3), þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 2-2-1-1-1-1 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.3 – sjá ÚRTAKA (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 1½-1-1-1-1-1 cm millibili alls 6-9-13-12-12-13 sinnum = 61-63-65-75-79-81 lykkjur. Þegar stykkið mælist 13-13-15-14-14-15 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.3 – sjá ÚTAUKNING-2 (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 1½-1½-1-1-1-1 cm millibili alls 8-7-6-7-5-4 sinnum = 77-77-77-89-89-89 lykkjur. Prjónið nú áfram þar til stykkið mælist 25-24-22-22-20-19 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Útaukningum er nú lokið og gatamynstur neðst á ermum byrjar hér. Þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð þannig: Haldið áfram með A.3 eins og áður yfir fyrstu 8-8-8-11-11-11 lykkjur, prjónið 0-0-0-3-3-3 lykkjur sléttprjón, prjónið A.4 yfir næstu 60 lykkjur (= 5 mynstureiningar í öllum stærðum með 12 lykkjum), prjónið 1-1-1-4-4-4 lykkjur sléttprjón og endið með A.3 yfir þær 8-8-8-11-11-11 lykkjur sem eftir eru eins og áður. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina mælist ermin ca 28-27-25-25-23-22 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð sléttprjón og A.3 eins og áður þar sem aukið er út um 19-19-19-25-25-25 lykkjur jafnt yfir þær 61-61-61-67-67-67 lykkjur sem ekki er stroff = 96-96-96-114-114-114 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón/stuttan hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) og passið uppá að stroffið haldi fallega áfram yfir A.3 mitt undir ermi. Þegar stroffið mælist 2 cm er aukin út önnur hver af 2 lykkjum brugðið yfir í 3 lykkjur brugðið = 112-112-112-133-133-133 lykkjur. Þegar storffið mælist 4 cm, aukið út þær 2 lykkjur brugðið sem eftir eru yfir í 3 lykkjur brugðið 128-128-128-152-152-152 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 34-33-31-31-29-28 cm frá skiptingu (stroffið mælist ca 6 cm). Skiptið yfir á hringprjón 3. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summertwinklesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 200-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.