Reindeer Lineup |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð síð peysa með norsku mynstri úr DROPS Karisma og DROPS Puddel. Vettlingar úr DROPS Camelia og hálsklútur úr DROPS Big Bouclé.
DROPS 63-6 |
|||||||||||||||||||
PEYSA: KANTUR: Prjónið 3 cm sléttprjón, 1 umferð brugðna (= uppábrot), 3 cm sléttprjón. MYNSTUR: Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni. ---------------------------------------------------------- PEYSA: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna á eftir uppábroti og klippt er upp fyrir handveg og við miðju að framan í lokin. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 241-255-269 lykkjur (meðtaldar 2 kantlykkjur) á hringprjón 2,5 með koksgráu Karisma. Prjónið 7 umferðir sléttprjón, 1 umferð brugðin (= uppábrot – HÉÐAN ER NÚ MÆLT). Prjónið síðan 7 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið M.1 hringinn á hringprjóna JAFNFRAMT því sem aukið er út um 3 lykkjur við miðju að framan, þessar 3 lykkjur + 2 kantlykkjur = 5 lykkjur eru til að klippa upp í lokin og eru ekki prjónaðar inn í mynstur = 244-258-272 lykkjur. Eftir M.1 er haldið áfram með M.2 þar til stykkið mælst ca 40-43-46 cm (stillið af eftir M.2 – ca 11-12-13 mynstureiningar á hæðina). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir M.2 er prjónað M.3 og síðan M.4 JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 50-52-55 cm (nú eru eftir 0-4-4 umferðir af M.3) prjónið nú næstu umferð þannig: 5 lykkjur til að klippa upp við miðju að framan, 42-56-56 lykkjur framstykki, fellið af 34-14-21 fyrir handveg, 86-112-112 lykkjur bakstykki, fellið af 34-14-21 lykkjur fyrir handveg, 43-57-57 lykkjur framstykki (1 lykkja fleiri á þessu framstykki til að fá mynstrið til að passa við miðju að framan). Í næstu umferð er aukið út um 5 lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í handveg á hvorri hlið (þessar lykkjur eru til að klippa upp í lokin og eru ekki prjónaðar inn í mynstur) = 186-240-240 lykkjur á prjóni. Eftir M.4 er næsta umferð prjónuð þannig: 5 lykkjur til að klippa upp við miðju að framan, M.5 yfir 42-56-56 lykkjur, 5 lykkjur til að klippa upp í hlið, M.5 yfir 86-112-112 lykkjur, 5 lykkjur til að klippa upp í hlið, endið með M.7 yfir þær 43-57-57 lykkjur sem eftir eru. Prjónið síðan M.6. Eftir M.6 eru felldar af 5 lykkjur til að klippa upp við miðju að framan og stykkið er prjónað til loka fram og til baka með koksgráum (nú eru eftir ca 8-8-8 cm). Þegar stykkið mælist 73-76-79 cm prjónið næstu umferð þannig: setjið 21-23-23 lykkjur á band fyrir kraga, fellið af 48-71-71 lykkjur fyrir öxl, setjið 42-46-46 lykkjur á band fyrir kraga, fellið af 49-72-72 lykkjur fyrir öxl, setjið 21-23-23 lykkjur á band fyrir kraga. ERMI: Fitjið upp 49-56-56 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með koksgráu Karisma, prjónið 7 umferðir sléttprjón, 1 umferð brugðin (= uppábrot – HÉÐAN ER NÚ MÆLT)! Prjónið 7 umferðir sléttprjón, skiptið yfir á sokkaprjón 4 og haldið áfram með M.1. Prjónið síðan M.2 upp JAFNFRAMT með M.2 er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi 24-22-22 sinnum til skiptis í 4. og 5. hverri umferð = 97-100-100 lykkjur. Þegar stykkið mælist 42-36-37 cm stillið af eftir M.2 (= ca 12-10-10 mynstureiningar af M.3, nú eru eftir ca 15 cm af ermi) prjónið M.3 og síðan er prjónað til loka með M.6 – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 48,5-48-48 cm skiptist stykkið upp fyrir miðju undir ermi og prjónað er til loka fram og til baka. Þegar stykkið mælist 57-51-52 cm, (það eru prjónaðar ca 11 umferðir af M.6) prjónið 2 cm sléttprjón með röngu út að saum yfir kant sem er klipptur á búk og síðan er fellt af. FRÁGANGUR: Saumið merkiþráð mitt í útauknu lykkjurnar við miðju að framan og á hvorri hlið. Saumið tvo sauma í saumavél sitt hvoru megin við merkiþráðinn ca 1/2 m frá þræði hvoru megin við þráð. Klippið upp fyrir handveg og við miðju að framan. Saumið axlasauma. KRAGI: Setjið inn lykkjur af bandi í kringum háls á hringprjón 4 = 84-92-92 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki við miðju að aftan og 1 lykkju í hvora hlið – á öxl. Prjónið sléttprjón (séð frá réttu) með koksgráu Karisma fram og til baka. Þegar stykkið mælist 8-8-8 cm er aukið út hvoru megin við prjónamerkin og á hvorri hlið við miðju að framan (= 8 lykkjur fleiri): 1 lykkja 5 sinnum í 5 hverri umferð = 124-132-132 lykkjur. Þegar kraginn mælist 21-21-21 cm er skipt yfir á sokkaprjón 7 og Puddel (prjónað er fram og til baka) – JAFNFRAMT er fækkað um 60-64-64 lykkjur jafnt yfir = 64-68-68 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðna (= uppábrot – HÉÐAN ER NÚ MÆLT). Haldið áfram með sléttprjón og þegar stykkið mælist 3, 7, 11 og 15 cm er fækkað um 5 lykkjur jafnt yfir = 44-48-48 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 22-22-22 cm. Takið upp ca 197-204-210 lykkjur meðfram vinstra framstykki og upp meðfram kraga að uppábroti (þar sem Puddel byrjar) á hringprjón 4 með koksgráu Karisma og prjónið KANTUR – sjá útskýringu að ofan – fram og til baka, fellið af. Endurtakið meðfram hægra framstykki, en eftir 1 cm er fellt af fyrir 12-12-13 hnappagötum jafnt yfir (efsta hnappagat = 1 cm frá toppi og neðsta = 1 cm frá neðri kanti) – 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og aukið út um 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð (munið eftir hnappagati á uppábroti). Brjótið uppá alla kanta tvöfalda að röngu og saumið niður. Saumið Puddel-fóðrið á kraga niður að innanverðu neðst í kringum háls og inn að kanti að framan á hlið. Saumið ermar í, brjótið uppá kant fyrir saum á ermi yfir kant sem klipptur var á búk og saumið niður í höndunum. Saumið tölur í. ---------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR: Fitjið upp 26 lykkjur á prjón 8 með tveimur þráðum Big Bouclé. Prjónið síðan með einum þræði og prjónið 4 umferðir garðaprjóni. Haldið síðan áfram með sléttprjón jafnframt þar sem síðustu 2 lykkjur á hvorri hlið halda áfram með garðaprjóni upp úr. Þegar stykkið mælist 148 cm eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón og fellt er af með tveimur þráðum. ---------------------------------------------------------- FINGRAVETTLINGAR: STROFF: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ---------------------------------------------------------- FINGRAVETTLINGAR: Fitjið upp 83 lykkjur á sokkaprjón 3 með Camelia og prjónið MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan – þar til vettlingurinn hefur verið prjónaður til loka þannig: 18 lykkjur stroff – byrjið umferð með 2 lykkjum brugðnum og setjið eitt prjónamerki mitt í þessar 2 lykkjur brugðnar, M.1 (= miðja á vettling), 52 lykkjur stroff (prjónið stroff þannig að það verði eins báðum megin við M.1, það á að enda og byrja með 2 lykkjum brugðnum). Þegar stykkið mælist 24 cm er fækkað um 24 lykkjur jafnt yfir, en ekki yfir M.1 = 59 lykkjur. Byrjið uppá nýtt með stroff, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar hvoru megin við M.1, byrjið umferð með 2 lykkjum brugðnum. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar stykkið mælist 2 cm er aukið út fyrir op fyrir þumal þannig: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki, þessar 2 lykkjur = op fyrir þumal. Aukið síðan út um 1 lykkju hvoru megin við þessar 2 lykkjur í annarri hverri umferð 6 sinnum = 14 lykkjur í opi (útauknu lykkjurnar eru prjónaðar inn í opið með stroffprjóni jafnóðum). Setjið nú þessar 14 lykkjur + 1 lykkju á hvorri hlið = 16 lykkjur á band og fitjið upp 2 nýjar lykkjur aftan við op = 59 lykkjur. Þegar stykkið mælist 11 cm er aukið út um 1 lykkju yfir M.1 = 60 lykkjur, JAFNFRAMT þar sem M.1 er prjónað eins og stroff. Prjónið síðan næstu umferð þannig: 2 lykkjur yfir op, 21 lykkja, setjið 13 lykkjur á band fyrir litla fingur, fitjið upp 1 nýja lykkju og prjónið þær 24 lykkjur sem eftir eru. Prjónið 4 umferðir yfir þessar 48 lykkjur. Setjið síðan nýjar lykkjur og 16 lykkjur á hvorir hlið á band Vísifingur: Prjónið 15 lykkjur og takið upp 1 nýja lykkju = 16 lykkjur. Prjónið 4 cm yfir þessar 16 lykkjur fellið af. Langatöng: Prjónið 8 lykkjur frá lófa, fitjið upp 1 nýja lykkju, prjónið 8 lykkjur frá handarbaki og aukið út um 3 lykkjur að vísifingri = 20 lykkjur. Prjónið 4 cm yfir þessar 20 lykkjur, fellið af. Baugfingur: Prjónið 17 lykkjur og aukið út um 3 lykkjur að löngutöng = 20 lykkjur. Prjónið 4 cm yfir þessar 20 lykkjur, fellið af. Litli fingur: Prjónið 13 lykkjur af bandi og aukið út um 3 lykkjur að baugfingri. Prjónið 4 cm yfir þessar 16 lykkjur. Fellið af. Þumall: prjónið 16 lykkjur af bandi, aukið út um 4 lykkjur aftan við op = 20 lykkjur. Prjónið 5 umferðir, fellið af. Prjónið hinn fingravettlinginn alveg eins, nema gagnstætt. Aukið út fyrir op fyrir þumal í lok 2. Umferðar. Skiptið upp fyrir litla fingur þannig: Prjónið 24 lykkjur, setjið 13 lykkjur á band, fitjið upp 1 lykkju og prjónið síðan 21 lykkju + 2 lykkjur yfir op. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 63-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.