Monica skrifaði:
Hej! Under fram- och bakstycke står det: Sticka vidare till arbetet mäter ca 29-29-29-29-29-30 cm från delningen till ärmar. Sen stickas 4 cm resår. Längden ska bli totalt ca 58-60-62-64-66-68 cm från axeln och ner. Är det fel i mönstret? Ska resåren verkligen stickas när arbetet mäter 29 cm från delning till ärmar eller ska det stå 39 cm???
22.03.2021 - 12:03DROPS Design svaraði:
Hej Monica. Det stämmer att det ska stickas till 29 cm från delning, om du ser på måttskissen längst ner på mönstret så ser du vilka mått tröjan har. Vill du ha den längre kan du självklart sticka några cm till innan du börjar med resåren. Mvh DROPS Design
22.03.2021 - 13:57
Ruth Østby skrifaði:
Strikker denne genseren. Skal begynne på bolen, men skal man virkelig flytte arm fra siden og til midt foran? Skal strikke 64 masker. Da flytter man jo starten på omgangen
04.03.2021 - 11:39DROPS Design svaraði:
Hej Ruth, det er først når arbejdet skal deles du behøver bestemme hvor din overgang skal være. Vi har lavet den midt bagpå i nakken. De 64 masker er halvdelen af ryggen, så kommer du til et ærme , så forstykket, så ærmet og sidst den sidste halvdel af ryggen. :)
05.03.2021 - 11:55
Jayne Fisher skrifaði:
Can you help with the sleeves please? Bit confused as to where the pattern starts when knitting the sleeves . There are now 35-35-39-43-47-47 stitches left on the round after the last marker thread. Allow the marker threads to follow your work onwards. The marker thread under the sleeve is later used when you decrease under the sleeve and the marker thread on top is used to count to where the pattern starts. This means there will be a seam on the outside of the sleeve??
30.01.2021 - 19:47DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Fisher, sleeve is worked in the round, there won't be any seam. You insert a marker thread mid under sleeve (= in the middle of the new stitches picked up) = this will be used for the decrease mid under sleeve. And you insert another marker thread mid on top of sleeve to help you centering diagrams (see this lesson. Happy knitting!
01.02.2021 - 09:05
Mattheijssens skrifaði:
Hoe kan ik een patroon inde ronde laten uitkomen zonder overgang bij het begin en einde van de naald?
30.01.2021 - 12:32DROPS Design svaraði:
Dag Mattheijssens,
Je zult het altijd een beetje blijven zien, maar er is wel een techniek die vaak voor strepen gebruikt wordt, welke je hier ook zou kunnen gebruiken. Het wordt in deze video uitgelegd.
31.01.2021 - 20:22
Angela skrifaði:
Ho realizzato questo bellissimo modello. Istruzioni chiare e semplici.
14.01.2021 - 23:53
Kate skrifaði:
As I read it, the join will be in middle of back of yoke and body. Can I adjust so the join is at the side instead? Will this throw the pattern out?
22.11.2020 - 13:23DROPS Design svaraði:
Dear Kate, yoke is worked in the round from the beg of back piece but I guess you can start pattern in another place if you like to - you might have to adjust where to start the diagram - you can work body from the side after the division. Happy knitting!
23.11.2020 - 09:27
Minna Viljanen skrifaði:
Voiko kauluksesta tehdä korkeamman vain jatkamalla joustinneuletta pidemmän matkan vai tulisiko neule aloittaa pienemmällä silmukkamäärällä? Tai ehkä vielä pienemmillä puikoilla? =)
26.09.2020 - 14:39DROPS Design svaraði:
Voit hyvin jatkaa joustinneuletta samalla silmukkaluvulla ja samoilla puikoilla.
05.10.2020 - 17:15
Thea skrifaði:
Bij het kleurnummer staat 80 en als naam Roos. De kleurnummers gaan maar tot 44. Is het kleurnummer 33?
14.09.2020 - 11:40DROPS Design svaraði:
Dag Thea,
Er zijn 2 garenalternatieven aangegeven: Voor Merino extra fine nr 32 donker roos en voor Karisma nr 80, roos. Vermoedelijk keek je bij Merino voor de Karisma kleur :)
15.09.2020 - 13:14
Laila,Gjellåm Isvik skrifaði:
Jeg trodde jeg skulle få en oppskrift og bilde av mønsteret, men må printe ut mange kommentarer og ialt 17 sider . Har da bestilt fra Strikkemekka en gang og fikk greit mønster og og fikk mønster.
14.05.2020 - 20:20
Sandra skrifaði:
Hallo, ich habe eine Frage zur Abnahme unter den Ärmeln: wenn ich pro Abnahmerunde 2 Maschen abnehme, geht das Muster ja nicht mehr auf. Muss ich das Muster dann verschieben? Und/oder starte ich das Muster am oberen Markierer neu? Vielen Dank für Ihre Hilfe, Sandra
04.05.2020 - 16:51DROPS Design svaraði:
Liebe Sandra, Muster muss nicht verschoben sein, es wird immer weniger Maschen am Anfang/Ende der Runde die im Muster gestrickt und Muster geht nicht mehr unter den Ärmeln auf, aber in der Höhe muss das Muster immer noch anpassen. Viel Spaß beim stricken!
04.05.2020 - 16:55
Selvik#selviksweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-18 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA: Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 4,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum eru prjónaðar ca 3. og 4. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR -1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LEIÐBEININGAR-2: Mikilvægt er að prjónfestan haldist einnig á hæðina, annars kemur berustykkið til með að verða of stutt og handvegur of þröngur! MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsi, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-108-112-120-124-132 lykkjur á hringprjón með litnum dökk bleikur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-28-32-32-36-44 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 128-136-144-152-160-176 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Lesið LEIÐBEININGAR-1 og LEIÐBEININGAR-2! Prjónið A.1 hringinn (= 32-34-36-38-40-44 mynstureiningar með 4 lykkjum). Haldið áfram með mynstur hringinn. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 er aukið út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í umferð merktri með ör-1 er aukið út um 32-32-32-32-40-40 lykkjur jafnt yfir = 160-168-176-184-200-216 lykkjur (nú er pláss fyrir 20-21-22-23-25-27 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð með ör-2 aukið út um 32-40-40-40-40-48 lykkjur jafnt yfir = 192-208-216-224-240-264 lykkjur (nú er pláss fyrir 24-26-27-28-30-33 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð með ör-3 er aukið út um 32-32-40-48-48-40 lykkjur jafnt yfir = 224-240-256-272-288-304 lykkjur (nú er pláss fyrir 14-15-16-17-18-19 mynstureiningar með 16 lykkjum). Í umferð með ör-4 er aukið út um 32-32-32-32-40-48 lykkjur jafnt yfi (nú er pláss fyrir 32-34-36-38-41-44 mynstureiningar með 8 lykkjum) = = 256-272-288-304-328-352 lykkjur. Í umferð með ör-5 er aukið út um 32-32-32-24-32-32 lykkjur jafnt yfir (nú er pláss fyrir 36-38-40-41-45-48 mynstureiningar með 8 lykkjum) = 288-304-320-328-360-384 lykkjur. Útaukningar hafa nú verið gerðar til loka í stærð S, M og L. Í umferð með ör-6 (á einungis við stærð XL, XXL og XXXL) er aukið út um 24-24-32 lykkjur jafnt yfir = 288-304-320-352-384-416 lykkjur í umferð. Útaukningu á nú að vera lokið í stærð XL, XXL og XXXL. Prjónið áfram þar til síðasta umferð í A.1 er eftir. Stykkið mælist nú ca 22-24-26-28-30-31 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 40-44-46-50-56-64 lykkjur eins og útskýrt er í síðustu umferð í mynsturteikningu (= ½ bakstykki), setjið næstu 64-64-68-76-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 80-88-92-100-112-128 lykkjur slétt eins og útskýrt er í síðustu umferð í mynsturteikningu (= framstykki), setjið næstu 64-64-68-76-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 40-44-46-50-56-64 lykkjur slétt eins og útskýrt er í síðustu umferð í mynsturteikningu (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 176-192-208-224-256-288 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: STÆRÐ S, M, XL og XXL: Prjónið A.2 hringinn (= 22-24-28-32 mynstureiningar með 8 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er A.3 prjónað hringinn (= 11-12-14-16 mynstureiningar með 16 lykkjum). Prjónið síðan eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ L og XXXL: Prjónið A.3 hringinn (= 13-18 mynstureiningar með 16 lykkjum). Prjónið síðan eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR. ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram með A.3 eins og útskýrt er að ofan. A.3 er endurtekið á hæðina eins langt og það nær áður en stroffið byrjar. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í A.3 er aukið út um 16 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 192-208-224-240-272-304 lykkjur (þessi útaukning er einungis gerð í fyrsta skipti sem A.3 er prjónað á hæðina). Haldið áfram með mynstur (nú er pláss fyrir 1 mynstureiningu fleiri með A.3 á breiddina). Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 29-29-29-29-29-30 cm frá skiptingu fyrir ermar – endið fallega eftir heilan mynsturbekk. Prjónið 1 umferð slétt með litnum dökk bleikur þar sem aukið er út um 40-40-44-48-56-60 lykkjur jafnt yfir = 232-248-268-288-328-364 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af – uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið de 64-64-68-76-80-80 lykkjurnar af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-12-12-16-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-72-80-88-96-96 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-12-12-16-16 lykkjur undir ermi, þ.e.a.s. setjið prjónamerki í fyrstu lykkju eftir miðju, teljið 35-35-39-43-47-47 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= miðjulykkja). Nú eru 35-35-39-43-47-47 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónamerkin undir ermi eru notuð síðar þegar fækka á lykkjum og prjónamerki mitt ofan á ermi er notað til að telja út hvar mynstrið byrjar. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðustu umferð í A.1 þannig að A.1 endar alveg eins og á fram- og bakstykki. MYNSTUR: Í stærð S, M, XL, XXL prjónið nú A.2 hringinn (= 9-9-11-12 mynstureiningar með 8 lykkjum), teljið nú út frá miðju – miðjulykkjan í A.2 á að passa við lykkju með prjónamerki í mitt ofan á ermi. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3 alveg eins. Í stærð L og XXXL er prjónað A.3 strax eftir að síðasta umferð í A.1 hefur verið prjónuð og er talin út frá miðjulykkju alveg eins og í öðrum stærðum. A.3 er endurtekið á hæðina þar til stykkið mælist ca 29-28-26-23-22-21 cm frá skiptingu – endið fallega eftir heilan mynsturbekk. Prjónið síðan A.4 hringinn alveg eins. ÚRTAKA: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3-3-3-3-2-2 cm fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-3-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 14-12-16-18-20-20 sinnum = 44-48-48-52-56-56 lykkjur. Þegar ermin mælist ca 39-38-36-34-33-32 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) prjónið 1 umferð slétt með llitnum dökk bleikur þar sem aukið er út um 4 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 48-52-52-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af – uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 43-42-40-38-37-36 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #selviksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.