Mia skrifaði:
Har precis börjat med denna fina klänning men när jag kommer till fjärde varvet i A1 börjar det varvet med en stjärna = ökning. Ska det ökas 1 maska eller hur många maskor ska det ökas?? Har virkat ca 4 cm på arbetet... hittar bara där ökning sker efter 49 cm..
03.07.2018 - 21:58DROPS Design svaraði:
Hej, du behöver inte öka på varven med stjärna innan arb mäter 49 cm. Då ska du öka 6 maskor. Dessa ökningar upprepas 4 gånger på varje följande varv med stjärna.
04.07.2018 - 14:04
Annette skrifaði:
Ich habe das Modell gehäkelt. Bin 160 cm groß, habe eine S-Figur, musste nach der Maschenprobe aber die Maschenzahl für M nehmen. Die Längenmaße habe ich dann wieder Größe S angepasst. Hat alles super geklappt. Das Kleid sitzt perfekt und ist in der Farbe korall ein echter Hingucker und ich fühle mich darin auch in meinem Alter (58 Jahre) wohl.
01.07.2018 - 15:15
Åsa Heldestad skrifaði:
Hej Jättefin klänning! För mig är mönstret lite oklart. Diagrammet A1 visar enl de små stjärnorna, att det skall ske en ökning jämnt fördelat och hänvisar till mönstret. Jag finner ingenstans hur senna ökning skall ske. Vad är det jag inte förstår? Tack
27.05.2018 - 11:23DROPS Design svaraði:
Hej, det hänvisas till ökningarna under stycket om klänningen efter sprundet:...Efter sista minskningsvarvet virkas det mönster som förut i ca 3 cm – anpassa såatt nästa varv är ett varv markerat med stjärna (arbetet mäter nu ca 48-49-50-51-52-53 cm). Nu ökas det 6 maskor jämnt fördelat på varvet genom att virka 2 maskor i 1 maska. Upprepa ökningen totalt 4 ggr på höjden vid de markerade varven i diagrammet...
28.05.2018 - 17:58Maria skrifaði:
Bude tento model přeložený do češtiny? Byla bych velice potěšena.Will this pattern be translated into Czech language?I would be pleased very much.
08.05.2018 - 10:48
Martine skrifaði:
Bonjour, Pour le devant (taille m): après avoir fait les premières diminutions (4m de chaque côté), on continue à chaque rang 2 diminutions de chaque côté... C'est bien cela ? Merci d'avance
07.05.2018 - 15:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Martine, en taille M, on diminue d'abord 4 m de chaque côté en crochetant des mc dans les 5 premières m au début du rang, et en arrêtant le rang quand il reste 5 m avant le marqueur (= 10 m pour les emmanchures) puis on diminue 1 fois 2 m de chaque côté (= en crochetant ensemble 2 par 2 les 4 premières m et les 4 dernières m) et on diminue ensuite seulement 2 m (= crocheter ensemble 2 m ens au début du rang et 2 m ens à la fin du rang) 3 fois tous les rangs = 58 m. Bon crochet!
07.05.2018 - 16:18
Ana Alfonsín skrifaði:
Me encanta este patrón de vestido de ganchillo, sin duda alguna será mi próxima labor para este verano, gracias por vuestras lanas y estos patrones tan bonitos.
01.05.2018 - 11:24
Mai Le skrifaði:
Hej, hvordan kan jeg lave den i xs? har i også opskrift til det? Mvh Mai
28.04.2018 - 23:32
Karolina skrifaði:
Chodzi mi opis oczek w schemacie. \r\nDwukrotnie jest oczko ścisłe w oczko łańcuszka choć znaczek jest inny\r\nMyślę że powinno być \"v \"- oczko ścisłe wokół oczka łańcuszka, a \"+\" - słupek wokół oczka łańcuszka. \r\nPozdrawiam
16.04.2018 - 07:36
Karolina skrifaði:
Dzień dobry Chciałabym zapytać czy opis jest prawidłowy? Wydaje mi się że źle są opisane oczka, że pomylone są wytłumaczenia oczek ścisłych i słupków. Na stronie angielskiej jest inaczej opisane. Łączę wyrazy szacunku
15.04.2018 - 09:00DROPS Design svaraði:
Witaj Karolino! Czy chodzi o wyjaśnienia symboli schematu (na dole strony), czy też o konkretne fragmenty w samym wzorze? Z góry dziękuję za odpowiedź. Pozdrawiamy
15.04.2018 - 22:15
Martine skrifaði:
Au rang 7, faut-il crocheter 2 B écoulées (3m sur le crochet) ou 3B (4 m écoulées) sachant que sur le diagramme et sur la photo il semble n'y avoir que 2B...? Merci d'avance.
09.04.2018 - 17:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Martine, au rang 6 de A.1 (le rang de ms en bas de A.1 ne compte pas comme le 1er rang), on crochète des groupes de 3 brides écoulées ensemble (cf 9ème symbole de la légende). Bon crochet!
10.04.2018 - 08:16
Belladonna#belladonnadress |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður kjóll með áferðamynstri. Stærð S - XXXL. Stykkið er heklað úr DROPS Muskat.
DROPS 187-5 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. A.2 sýnir hvernig umferð byrjar og endar þegar heklað er í hring. HEKLLEIÐBEININGAR: Á við þegar heklað er fram og til baka: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er byrjað með 3 loftlykkjum, þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðul). Í hverri umferð með fastalykkjum er byrjað með 1 loftlykkju (þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju). ÚRTAKA: STUÐULL: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul í fyrstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 stuðul í næstu lykkju/um loftlykkju, þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 stuðull færri). FASTALYKKJA: Fækkið um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur saman þannig: Heklið 1 fastalykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næstu fastalykkju, þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 fastalykkja færri). ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 156 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 26. Í þessu dæmi þá eru heklaðar 25. og 26. hver lykkja saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Það Er 10 cm klauf neðst niðri á kjólnum, stykkið er fyrst heklað fram og til baka þar til klaufin er tilbúin, síðan er stykkið heklað í hring, en snúið er við í hverri umferð og heklað er fram og til baka í umferð til að áferðin verði alveg eins alla leið. Þegar stykkið skiptist upp við handveg er aftur heklað fram og til baka. FRAMSTYKKI. Heklið 90-97-104-111-125-139 loftlykkjur með Muskat með heklunál 4. Haldið áfram með 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 6 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* út umferðina = 78-84-90-96-108-120 fastalykkjur (loftlykkjan sem snúið er við telst eins og 1 fastalykkja). Snúið og heklið 1 fastalykkju til baka í hverja fastalykkju. Heklið nú eftir mynsturteikningu A.1 – lesið HEKLLEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Eftir 10 cm er stykkið lagt til hliðar og bakstykkið heklað. BAKSTYKKI: Heklið 90-97-104-111-125-139 loftlykkjur með Muskat með heklunál 4. Haldið áfram með 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 6 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* umferðina út = 78-84-90-96-108-120 fastalykkjur (loftlykkjan sem snúið er við er einnig talin sem 1 fastalykkja). Snúið og heklið 1 fastalykkju til baka í hverja fastalykkju. Heklið nú eftir mynsturteikningu A.1. haldið áfram þar til stykkið mælist 10 cm – endið í sömu umferð og á framstykki. KJÓLL eftir klauf: Haldið svona áfram með mynstur – heklið fyrstu lykkjur yfir framstykki, síðan eru lykkjur heklaðar yfir bakstykki, að lokum er umferðin hekluð saman við eina keðjulykkju í 1./3. lykkju í umferð, heklið lykkju í A.2, snúið stykkinu og heklið til baka. Setjið 1 prjónamerki í skiptingu á milli framstykkis og bakstykkis = hliðar. Haldið svona áfram fram og til baka með mynstur eftir mynsturteikningu A.1 og A.2. Í umferð með stuðlum eða fastalykkjum eru nú 156-168-180-192-216-240 lykkjur í umferð (A.2 er ekki talin með í lykkjufjölda). Þegar stykkið mælist ca 30-31-32-33-34-35 cm – stilli af þannig að næsta umferð sé umferð með stuðlum eða fastalykkjum (merkt í mynsturteikningu með stjörnu), fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR og ÚRTAKA (jafnt yfir). Endurtakið úrtöku alls 6 sinnum í merktum 6 umferðum með stuðlum eða fastalykkjum = 120-132-144-156-180-204 lykkjur í umferð með stuðlum eða fastalykkjum. Eftir síðustu úrtökuumferð er mynstrið heklað eins og áður í ca 3 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð merkt með stjörnu (stykkið mælist nú ca 48-49-50-51-52-53 cm). Aukið nú um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð með því að hekla 2 lykkjur í 1 lykkju. Endurtakið útaukningu alls 4 sinnum á hæðina við merktu umferðirnar í mynsturteikningu = 144-156-168-180-204-228 lykkjur í umferð með stuðlum eða fastalykkjum á eftir síðustu útaukningu. Þegar stykkið mælist ca 60-61-62-63-64-65 cm – stillið af eftir umferð merktri með stjörnu, heklið kjólinn til loka eftir mynsturteikningu A.3 (snúið eins og áður með mynsturteikningu A.2). Þegar stykkið mælist 62-63-64-65-66-67 cm deilist stykkið fyrir framstykki og bakstykki við handveg. FRAMSTYKKI: Heklið keðjulykkjur yfir fyrstu 4-5-4-5-6-7 lykkjur, síðan er heklað fram og til baka þar til eftir eru 4-5-4-5-6-7 lykkjur á undan prjónamerki í annarri hliðinni, snúið stykkinu. Í næstu umferð eru heklaðar 4 ystu lykkjur í hvorri hlið saman 2 og 2 – lesið ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í hverri umferð 0-0-1-1-2-3 sinnum til viðbótar. Í næstu umferð eru ystu 2 lykkjur heklaðar saman, endurtakið úrtöku í hverri umferð 2-2-2-3-4-5 sinnum til viðbótar. Eftir allar úrtökur eru 54-58-62-64-68-72 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 70-71-73-74-76-77 cm, heklið hvora öxl til loka fyrir sig. ÖXL: Haldið áfram með stuðla yfir fyrstu 17-19-21-22-23-24 lykkjur frá réttu, snúið og heklið 4 fyrstu lykkjur saman 2 og 2 fyrir hálsmáli, síðan er heklað út umferðina. Snúið og heklið fram þar til 4 lykkjur eru eftir á undan hálsmáli, heklið þær saman 2 og 2, snúið. Í næstu umferð eru 2 fyrstu lykkjur heklaðar saman, síðan er heklað út umferðina. Snúið, heklið þar til 2 lykkjur eru eftir, heklið þær saman. Snúið, heklið 2 fyrstu lykkjur saman, heklið út umferðina = 10-12-14-15-16-17 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 80-82-84-86-88-90 cm, klippið frá. Heklið hina öxlina á sama hátt, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. Byrjið frá réttu, úrtaka fyrir hálsmáli er gerð í lokin á umferð frá röngu. BAKSTYKKI: Heklið keðjulykkjur yfir fyrstu 4-5-4-5-6-7 lykkjur, síðan er heklað fram þar til eftir eru 4-5-4-5-6-7 lykkjur á undan prjónamerki í hlið, snúið stykkinu. Í næstu umferð eru ystu 4 lykkjur heklaðar saman 2 og 2 – lesið ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í hverri umferð 0-0-1-1-2-3 sinnum til viðbótar. Í næstu umferð eru ystu 2 lykkjur heklaðar saman, endurtakið úrtöku í hverri umferð 2-2-2-3-4-5 sinnum til viðbótar. Eftir alla úrtöku eru 54-58-62-64-68-72 lykkjur í umferð. Heklið áfram þar til stykkið mælist ca 78-80-82-84-86-88 cm. Heklið nú hvora öxl til loka fyrir sig þannig: Heklið 1 umferð yfir fyrstu 12-14-16-17-18-19 lykkjur, snúið, heklið 2 fyrstu lykkjur saman, heklið út umferðina. Snúið, heklið þar til 2 lykkjur eru eftir, heklið þær saman. Snúið, heklið út umferðina, klippið frá. Endurtakið á hinni öxlinni. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. SKRAUTKANTUR: Kanturinn er heklaður í kringum hálsmál, hvorn handveg og í kringum fram- og bakstykki neðst niðri – einnig upp og niður í hvorri klauf. Skrautkanturinn er heklaður þannig: 1 fastalykkja, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið fram ca 1 cm og gerið 1 fastalykkju *. Endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun á umferð. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #belladonnadress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.