Tara skrifaði:
I’ve made the front and back vent now moving onto the dress after vent it says continue with pattern first work stitches over front and then back but what stitches are they thanks
25.07.2025 - 22:48DROPS Design svaraði:
Dear Tara, the stitches from the different pieces were set aside after finishing the vent. So, we will work over these stitches set aside, joining them to work in back and forth rounds. The stitches over the back piece and the front piece are worked in A.1, just as before, over those same stitches in the chart. So you start working this round over the front piece stitches, continuing with A.1 over them, then work the back piece stitches with A.1 as well and finally join the round with a stitch worked in A.2. Then continue back and forth over all stitches. Happy crochetting!
27.07.2025 - 18:39
Alice skrifaði:
Hej, i mönstret står det att man ska virka diagram A.1 första biten efter sprundet. A1 har om man bortser från första redan virkade raden 12 rader i mönstret. A.3 består av 6 rader i mönstret. Tittar man på bilden av klänningen ser det ut som att A.1 egentligen ska bestå av A.1+A.3. Virkar man endast A.1 blir mönstret fortfarande väldigt fint men det kommer bli fler större hål i klänningen och upp mot bysten. Ni kanske vill kontrollera om detta stämmer och uppdatera mönstret?
14.07.2025 - 16:21
Coreen skrifaði:
Beautiful pattern but I think I confused my right side and my wrong side. Which rows are right side? I was counting the first row of SC as a right side row and working from there, but I just read a response to a question about the fan row that makes me think I have it backwards.
04.07.2025 - 13:39DROPS Design svaraði:
Dear Coreen, the first sc row in chart A.1 has been worked and explained in the written pattern instructions; you don't need to repeat it. This row had been worked from the wrong side. The fan row should be worked from the right side. Happy crochetting!
06.07.2025 - 22:58
Julia skrifaði:
Hallo, Wie häkel ich die Rückreihe? Sind in der Rückreihe immer feste Maschen zu häkeln oder häkel ich das Muster einfach weiter?
29.06.2025 - 19:57DROPS Design svaraði:
Liebe Julia, das Diagram zeigt alle Reihen, die Hinreihen lesen Sie rechts nach links und die Rückreihen links nach rechts. Viel Spaß beim Häkeln!
30.06.2025 - 09:23
Karin skrifaði:
Eine super Anleitung, ein tolles Sommerkleid, ich finde es genial ,
22.06.2025 - 06:36
Julia skrifaði:
Was bedeutet "1 Stäbchen zwischen 2 Stäbchen"?
20.06.2025 - 21:20DROPS Design svaraði:
Liebe Julia, dieses Stäbchen häkeln Sie nicht wie normalerweise in das Stäbchen der vorigen Reihe sonder zwischen 2 Stäbchen der vorigen Reihe, dh zwischen den 2 Kreuzstäbchen der vorigen Reihe. Viel Spaß beim Häkeln!
23.06.2025 - 07:30
Aude skrifaði:
Bonjour, Pardon d'avance mais moi je compte 12 rangs dans A1... pas 11 comme je le vois écrit à plusieurs reprises dans les commentaires. Donc quand on dit de suivre A1, on répète les 12 rangs du schéma. N'est-ce pas ? Bien à vous ! Et merci pour ce beau modèle.
16.06.2025 - 09:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Aude, vous avez tout à fait raison, A.1 se crochète bien sur 12 rangs. On répète ensuite effectivement ces 12 rangs jusqu'à ce qu'il soit indiqué de crocheter A.3 (quand la robe mesure 60-65 cm, cf taille). Bon crochet!
16.06.2025 - 16:26
Sanne Lindvang skrifaði:
Jeg er næsten færdig med at hæklet Belladonna. Jeg er i tvivl om hvordan jeg hækler forstykket for på side 5 står der gentag indtagninger på hver række 2-2-2-3-4-5 hvordan skal det forstås. ?Hvordan hækler jeg det.?
11.05.2025 - 09:00DROPS Design svaraði:
Hej Sanne du tager ind ved at hækle 2 masker sammen. Antal gange kommer an på hvilken størrelse du hækler :)
20.05.2025 - 13:58
Ančka skrifaði:
Hello, I am currently working on the front piece and am up to the fourth row of the A.1 diagram displaying single crochets and the star symbol beside it. Is this row an increase row or a decrease row? Thank you in advance :)
27.11.2024 - 02:22DROPS Design svaraði:
Dear Ančka, you should increase/decrease evenly on the rows with the star symbol only when requested in the pattern, this means you will start decreasing evenly only when piece measures 30-35 cm, when you work the dress in the round, then increase evenly later, but not before (see your size for correct measurement). Happy crocheting!
27.11.2024 - 07:25
Memo skrifaði:
Do you have a video how to make it
18.10.2024 - 01:26DROPS Design svaraði:
Dear memo, we do not have ONE video on how to make the full dress, however we do have a bunch of videos, that can help you make this dress. All the relevant videos are linked under the "videos" button, just below the title. Happy Crafting!
18.10.2024 - 02:59
Belladonna#belladonnadress |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður kjóll með áferðamynstri. Stærð S - XXXL. Stykkið er heklað úr DROPS Muskat.
DROPS 187-5 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. A.2 sýnir hvernig umferð byrjar og endar þegar heklað er í hring. HEKLLEIÐBEININGAR: Á við þegar heklað er fram og til baka: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er byrjað með 3 loftlykkjum, þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðul). Í hverri umferð með fastalykkjum er byrjað með 1 loftlykkju (þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju). ÚRTAKA: STUÐULL: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul í fyrstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 stuðul í næstu lykkju/um loftlykkju, þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 stuðull færri). FASTALYKKJA: Fækkið um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur saman þannig: Heklið 1 fastalykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næstu fastalykkju, þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 fastalykkja færri). ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 156 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 26. Í þessu dæmi þá eru heklaðar 25. og 26. hver lykkja saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Það Er 10 cm klauf neðst niðri á kjólnum, stykkið er fyrst heklað fram og til baka þar til klaufin er tilbúin, síðan er stykkið heklað í hring, en snúið er við í hverri umferð og heklað er fram og til baka í umferð til að áferðin verði alveg eins alla leið. Þegar stykkið skiptist upp við handveg er aftur heklað fram og til baka. FRAMSTYKKI. Heklið 90-97-104-111-125-139 loftlykkjur með Muskat með heklunál 4. Haldið áfram með 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 6 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* út umferðina = 78-84-90-96-108-120 fastalykkjur (loftlykkjan sem snúið er við telst eins og 1 fastalykkja). Snúið og heklið 1 fastalykkju til baka í hverja fastalykkju. Heklið nú eftir mynsturteikningu A.1 – lesið HEKLLEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Eftir 10 cm er stykkið lagt til hliðar og bakstykkið heklað. BAKSTYKKI: Heklið 90-97-104-111-125-139 loftlykkjur með Muskat með heklunál 4. Haldið áfram með 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, síðan 1 fastalykkju í hverja af næstu 4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 6 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* umferðina út = 78-84-90-96-108-120 fastalykkjur (loftlykkjan sem snúið er við er einnig talin sem 1 fastalykkja). Snúið og heklið 1 fastalykkju til baka í hverja fastalykkju. Heklið nú eftir mynsturteikningu A.1. haldið áfram þar til stykkið mælist 10 cm – endið í sömu umferð og á framstykki. KJÓLL eftir klauf: Haldið svona áfram með mynstur – heklið fyrstu lykkjur yfir framstykki, síðan eru lykkjur heklaðar yfir bakstykki, að lokum er umferðin hekluð saman við eina keðjulykkju í 1./3. lykkju í umferð, heklið lykkju í A.2, snúið stykkinu og heklið til baka. Setjið 1 prjónamerki í skiptingu á milli framstykkis og bakstykkis = hliðar. Haldið svona áfram fram og til baka með mynstur eftir mynsturteikningu A.1 og A.2. Í umferð með stuðlum eða fastalykkjum eru nú 156-168-180-192-216-240 lykkjur í umferð (A.2 er ekki talin með í lykkjufjölda). Þegar stykkið mælist ca 30-31-32-33-34-35 cm – stilli af þannig að næsta umferð sé umferð með stuðlum eða fastalykkjum (merkt í mynsturteikningu með stjörnu), fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR og ÚRTAKA (jafnt yfir). Endurtakið úrtöku alls 6 sinnum í merktum 6 umferðum með stuðlum eða fastalykkjum = 120-132-144-156-180-204 lykkjur í umferð með stuðlum eða fastalykkjum. Eftir síðustu úrtökuumferð er mynstrið heklað eins og áður í ca 3 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð merkt með stjörnu (stykkið mælist nú ca 48-49-50-51-52-53 cm). Aukið nú um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð með því að hekla 2 lykkjur í 1 lykkju. Endurtakið útaukningu alls 4 sinnum á hæðina við merktu umferðirnar í mynsturteikningu = 144-156-168-180-204-228 lykkjur í umferð með stuðlum eða fastalykkjum á eftir síðustu útaukningu. Þegar stykkið mælist ca 60-61-62-63-64-65 cm – stillið af eftir umferð merktri með stjörnu, heklið kjólinn til loka eftir mynsturteikningu A.3 (snúið eins og áður með mynsturteikningu A.2). Þegar stykkið mælist 62-63-64-65-66-67 cm deilist stykkið fyrir framstykki og bakstykki við handveg. FRAMSTYKKI: Heklið keðjulykkjur yfir fyrstu 4-5-4-5-6-7 lykkjur, síðan er heklað fram og til baka þar til eftir eru 4-5-4-5-6-7 lykkjur á undan prjónamerki í annarri hliðinni, snúið stykkinu. Í næstu umferð eru heklaðar 4 ystu lykkjur í hvorri hlið saman 2 og 2 – lesið ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í hverri umferð 0-0-1-1-2-3 sinnum til viðbótar. Í næstu umferð eru ystu 2 lykkjur heklaðar saman, endurtakið úrtöku í hverri umferð 2-2-2-3-4-5 sinnum til viðbótar. Eftir allar úrtökur eru 54-58-62-64-68-72 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 70-71-73-74-76-77 cm, heklið hvora öxl til loka fyrir sig. ÖXL: Haldið áfram með stuðla yfir fyrstu 17-19-21-22-23-24 lykkjur frá réttu, snúið og heklið 4 fyrstu lykkjur saman 2 og 2 fyrir hálsmáli, síðan er heklað út umferðina. Snúið og heklið fram þar til 4 lykkjur eru eftir á undan hálsmáli, heklið þær saman 2 og 2, snúið. Í næstu umferð eru 2 fyrstu lykkjur heklaðar saman, síðan er heklað út umferðina. Snúið, heklið þar til 2 lykkjur eru eftir, heklið þær saman. Snúið, heklið 2 fyrstu lykkjur saman, heklið út umferðina = 10-12-14-15-16-17 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 80-82-84-86-88-90 cm, klippið frá. Heklið hina öxlina á sama hátt, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. Byrjið frá réttu, úrtaka fyrir hálsmáli er gerð í lokin á umferð frá röngu. BAKSTYKKI: Heklið keðjulykkjur yfir fyrstu 4-5-4-5-6-7 lykkjur, síðan er heklað fram þar til eftir eru 4-5-4-5-6-7 lykkjur á undan prjónamerki í hlið, snúið stykkinu. Í næstu umferð eru ystu 4 lykkjur heklaðar saman 2 og 2 – lesið ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í hverri umferð 0-0-1-1-2-3 sinnum til viðbótar. Í næstu umferð eru ystu 2 lykkjur heklaðar saman, endurtakið úrtöku í hverri umferð 2-2-2-3-4-5 sinnum til viðbótar. Eftir alla úrtöku eru 54-58-62-64-68-72 lykkjur í umferð. Heklið áfram þar til stykkið mælist ca 78-80-82-84-86-88 cm. Heklið nú hvora öxl til loka fyrir sig þannig: Heklið 1 umferð yfir fyrstu 12-14-16-17-18-19 lykkjur, snúið, heklið 2 fyrstu lykkjur saman, heklið út umferðina. Snúið, heklið þar til 2 lykkjur eru eftir, heklið þær saman. Snúið, heklið út umferðina, klippið frá. Endurtakið á hinni öxlinni. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. SKRAUTKANTUR: Kanturinn er heklaður í kringum hálsmál, hvorn handveg og í kringum fram- og bakstykki neðst niðri – einnig upp og niður í hvorri klauf. Skrautkanturinn er heklaður þannig: 1 fastalykkja, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið fram ca 1 cm og gerið 1 fastalykkju *. Endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun á umferð. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #belladonnadress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.