Sally skrifaði:
Ved str. L siges der skal labes mønster lige effter udtagningerne og så er hele arbejdet 12 cm, kan jo ikke være rigtigt?
11.01.2018 - 12:12DROPS Design svaraði:
Du starter med 5 cm rib, strikker 4 cm tager ud, strikker 10 omgange og tager ud igen, strikker 10 omgange og tager 2 masker ud, efter sidste udtagning starter du på mønsteret. God fornøjelse!
30.01.2018 - 10:13Ekaterina skrifaði:
Im Deutschen gibt es einen Fehler fuer Perlmuster: "2. RUNDE: Rechte Maschen rechts und linke Maschen links stricken." Korrekt sollte "2. RUNDE: Rechte Maschen LINKS und linke Maschen RECHTS stricken."
03.01.2018 - 17:50
Anna skrifaði:
Om jag vill sticka modellen Vintermys 185-1 i storlek XXL av Bomull-Lin garnet hur mycket ska jag beställa garn? Kommer masktätheten att stämma om jag följer Vintermys-beskrivningen? Undrar Anna
28.12.2017 - 16:04DROPS Design svaraði:
Hejsan, du kan ersätta Alaska med Bomull-Lin, de hör till samma garngrupp. Eftersom Bomull-Lin har en löplängd på 85 meter/50 g och Alaska har en löplängd på 70 m/50 g behöver du färre nystan av Bomull-Lin. Till stl XXL behöver du 14 nystan av färg 1 och 5 nystan av färg 2.
02.01.2018 - 14:18
Vintermys#vintermyssweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með marglitu norrænu mynstri úr DROPS Alaska. Stærð S - XXXL.
DROPS 185-13 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. ÚRTAKA: Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 312 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 48) = 6,5. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar til skiptis 5. og 6. hver lykkja og 6. og 7. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðunum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef að það herpist saman. ÚTAUKNING: Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg, síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 162-180-192-216-234-264 lykkjur á hringprjón 4,5 með litnum ljós grár Alaska. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig: Prjónið * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið svona í 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 22-26-26-34-38-44 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA að ofan = 140-154-166-182-196-220 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 70-77-83-91-98-110 lykkjur (= hliðar) og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið síðan sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 9 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið (= 4 lykkjur fleiri í umferð) – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í 8.-9.-10.-10.-8.-9. hverri umferð alls 2-2-2-2-3-3 sinnum = 148-162-174-190-208-232 lykkjur. Prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 4-6-2-2-0-0 lykkjur jafnt yfir = 152-168-176-192-208-232 lykkjur. Þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm er mynstur prjónað þannig: Prjónið A.1 hringinn (= 19-21-22-24-26-29 mynstureiningar með 8 lykkjum) – lesið MYNSTUR og LEIÐBEININGAR að ofan. Í síðustu umferð í A.1 er aukið út um 1-0-1-0-2-2 lykkjur jafnt yfir = 153-168-177-192-210-234 lykkjur. Þegar öll mynsturteikning A.1 er lokið á hæðina er A.2 prjónað hringinn (= 51-56-59-64-70-78 mynstureiningar með 3 lykkjum). Í síðustu umferð í A.2 er aukið út um 15-0-15-0-6-6 lykkjur jafnt yfir = 168-168-192-192-216-240 lykkjur. Þegar öll mynsturteikning A.2 er lokið á hæðina er mynstrið prjónað mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð S, M og XXL: Prjónið A.3a (= 18 lykkjur) 1 sinni, prjónið A.3b (= 24 lykkjur) 6-6-8 sinnum og A.3c (= 6 lykkjur) 1 sinni. Í síðustu umferð í A.3 er aukið út um 0-6-0 lykkjur jafnt yfir = 168-174-216 Stærð L, XL og XXXL: Prjónið A.3b hringinn í umferð (= 8-8-10 mynstureiningar með 24 lykkjum). Í síðustu umferð í A.3 er aukið út um 0-12-0 lykkjur jafnt yfir = 192-204-240 lykkjur. Allar stærðir: Þegar öll mynsturteikning A.3 er lokið á hæðina. Prjónið 3 fyrstu umferðir í mynsturteikningu A.4 (= 56-58-64-68-72-80 mynstureiningar með 3 lykkjum). Nú mælist stykkið ca 42-43-44-45-46-47 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 4. umferð í A.4 og fellið af 3-3-3-9-9-9 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (= 1-1-1-4-4-4 lykkjur á undan/2-2-2-5-5-5 lykkjur á eftir báðum prjónamerkjum). Fram- og bakstykki er nú prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 81-84-93-93-99-111 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið). Prjónið mynstur fram og til baka frá 5. umferð í mynsturteikningu A.4 þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.4 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.4, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. Í síðustu umferð í mynsturteikningu er aukið út um 2-3-2-2-0-0 lykkjur jafnt yfir = 83-87-95-95-99-111 lykkjur. Prjónið nú mynstur þannig – frá réttu: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.5 (= 4 lykkjur) þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.5, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar öll mynsturteikning A.5 er lokið á hæðina er prjónað áfram í sléttprjóni með litnum grár með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið til loka. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm fellið af miðju 25-25-27-27-27-29 lykkju fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 28-30-33-33-35-40 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm og fellið af – lesið AFFELLING. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 81-84-93-93-99-111 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið). Haldið áfram alveg eins og á bakstykki þar til stykkið mælist 56-58-60-61-63-65 cm. Setjið nú miðju 13-13-15-15-15-17 lykkjurnar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 3 sinnum = 28-30-33-33-35-40 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. Fitjið upp 42-42-48-48-48-48 lykkjur á sokkaprjón 4,5 með litnum grár Alaska. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig: Prjónið * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið svona í 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 5,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-2-6-4-4-4 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-44-44-44 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= mitt undir ermi) og látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Prjónið síðan sléttprjón. Þegar stykkið mælist 7-7-3-5-8-7 cm aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í 8.-8.-8.-7.-6.-5. hverri umferð alls 13-13-14-15-16-18 sinnum = 64-66-70-74-76-80 lykkjur. Þegar ermin mælist 54-54-53-53-52-48 cm fellið af miðju 4-4-4-10-10-10 lykkjur (= 2-2-2-5-5-5 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) og prjónið litla ermakúpu til loka fram og til baka á hringprjón. Prjónið sléttprjón og fellið af í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fellið af 5-5-6-5-6-6 lykkjur 2 sinnum og fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist ca 56-56-55-55-54-51 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkant. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 66-78 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur á þræði að framan) á sokkaprjón 4,5 með litnum grár Alaska. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 66-66-72-72-78-78 lykkjur. Prjónið síðan þannig: Prjónið * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið svona í 6 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #vintermyssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 185-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.