Ida skrifaði:
...og endelig fremgår figurbeskrivelserne i diagrammet på norsk - men det her er jo den danske side. Mvh. Ida
31.12.2021 - 14:14
Ida skrifaði:
Hej Drops. Der er flere fejl i jeres mønsterbeskrivelse her nederst. Ved diagrammets angivelse af et kryds (som indikerer vrang masker) henvises i stedet til, hvordan man laver flet. Ved diagrammets figurvisning af flet (den lange hældende streg) fremgår ens beskrivelse ved begge diagrambeskrivelser, men der er jo tale om to forskellige fletningsretninger. Beskrivelsen er fejlagtigt ved begge: sätt 5 maskor på flätsticka bakom arbetet (....)
31.12.2021 - 14:14DROPS Design svaraði:
Hej Ida. Tack för info, nu är det rättat på dansk! Mvh DROPS Design
03.01.2022 - 13:27
Pia L skrifaði:
Hej. Jeg er ved at strikke huen og skal starte på snoningen. Ifølge A1 skal jeg starte med (maske med kryds i) men er det ikke 2 vrangmasker jeg skal begynde med? Og derefter begynde på snoningen? Og til sidst 2 vrang?
03.01.2020 - 12:47DROPS Design svaraði:
Hei Pia. Jo, når du starter med A.1 er det 2 ruter med kryss (=vrangmasker), så strikkes fletten over 10 masker og A.1 avsluttes med 2 ruter med kryss (=vrangmasker). God Fornøyelse!
03.02.2020 - 13:30
Snowbound#snowboundset |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Settið samanstendur af: Húfu, hálsskjóli og vettlingum með köðlum. Settið er prjónað úr 2 þráðum DROPS Air.
DROPS 182-39 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning A.1 á við um húfu Mynsturteikning A.2 á við um hálsskjól. Mynsturteikning A.3 og A.4 um vettlinga. ÚTAUKNING (á við um vettlinga): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um vettlinga): Byrjið úrtöku 1 lykkju á undan prjónamerki í hvorri hlið: Setjið 1 lykkju á hjálpaprjón aftan við stykkið, takið 1 lykkju óprjónaða, setjið til baka lykkju af hjálparprjóni á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir = 2 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona á hvorri hlið = 4 lykkjur færri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 56-60 lykkjur á hringprjón 7 með 2 þráðum Air. Prjónið stroff 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt þar til stykkið mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan þannig: A.1 (= 14 lykkjur), sléttprjón yfir þær 42-46 lykkjur sem eftir eru. Haldið áfram þar til stykkið mælist 18-19 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið 5 prjónamerki í stykkið: Setjið fyrsta prjónamerki 1-3 lykkjum á eftir A.1, síðan eru 4 næstu prjónamerki sett með 8 lykkja millibili (setjið prjónamerkin á milli lykkja, ekki í lykkjurnar). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman (= 5 lykkjur færri) = 51-55 lykkjur. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 5 sinnum, JAFNFRAMT í síðustu úrtöku er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir alls 5 sinnum, JAFNFRAMT í síðustu úrtöku er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir kaðal í A.1 = 27-31 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 14-16 lykkjur. Prjónið 1 umferð, síðan eru lykkjurnar prjónaðar saman einu sinni til viðbótar = 7-8 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 25-26 cm. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 96 lykkjur á hringprjón 7 með 2 þráðum Air. Prjónið stroff 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan þannig: * 6 lykkjur brugðið, A.2 (= 10 lykkjur) *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 30 cm er skipt yfir á hringprjón 7 og prjónið síðan stroff með 2 lykkjum brugðið, 2 lykkjum slétt. Prjónið stroff í 5 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist alls 35 cm. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Stærð S er prjónuð á sokkaprjón 6 og 7. Stærð M/L er prjónuð á sokkaprjón 7 og 8. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 32 lykkjur á sokkaprjón 6-7 með 2 þráðum Air. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 7-8, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 3 lykkjur jafnt yfir = 29 lykkjur. Prjónið síðan þannig: 15 lykkjur sléttprjón, A.3 (= 12 lykkjur), 2 lykkjur sléttprjón. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓFNESTUNA! Setjið 1 prjónamerki í 11. lykkju í umferð. Þegar stykkið mælist 14 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki fyrir op á þumli – lesið ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu hvoru megin við útauknar lykkjur í næstu umferð = 5 lykkjur í op fyrir þumal. Prjónið 2-3 umferðir án útaukninga. Setjið síðan 5 þumallykkjur á þráð. Fitjið upp 1 nýja lykkju aftan við lykkjur á þræði = 29 lykkjur. Setjið 2 lykkjur í stykkið, í 1. lykkju og í 13. lykkju (= í hvorri hlið). Haldið áfram í sléttprjóni og A.3. Þegar stykkið mælist 24-26 cm er lykkjum fækkað hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu í hverri umferð alls 5 sinnum = 9 lykkjur eftir. JAFNFRAMT þegar síðasta úrtaka er gerð er fækkað um 3 lykkjur jafnt yfir A.3, fækkið um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman = 6 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og herðið að. ÞUMALL: Setjið til baka 5 þumallykkjur á sokkaprjón 7-8. Prjónið upp 5 lykkjur aftan við þumal = 10 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni hringinn þar til þumallinn mælist 5-6 cm. Setjið 2 prjónamerki í þumal, í 1. lykkju og í 6. lykkju (= í hvori hlið). Í næstu umferð er lykkjum fækkað hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í næstu umferð = 2 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og herðið að. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp og prjónið eins og vinstri vettlingur, en prjónið A.4 í stað A.3. Prjónamerki fyrir op á þumli er sett í 3. lykkju í umferð. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowboundset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 182-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.