Guðrún Hafdís Bjarnadóttir skrifaði:
Sæl. Nú er ég ekki að skilja munstur 2 línu 5 ? Á ég að gera 4 sléttar eða 3? Kveðja Guðrún
13.04.2025 - 04:00DROPS Design svaraði:
Blessuð Guðrún Hafdís. Þú prjónar 3 lykkjur slétt - slærð 1 sinni uppá prjóninn-lyftir 1 lykkju af prjóni - 2 lykkjur slétt saman-steypir lyftu lykkjunni yfir-slærð 1 sinni uppá prjóninn. Gangi þér vel.
13.04.2025 - 19:04
DANIELA skrifaði:
Salve i passaggi sono sempre gli stessi?
09.09.2023 - 23:34DROPS Design svaraði:
Buonasera Daniela, se usa i ferri circolari e la tecnica del magic loop può seguire le istruzioni riportate. Buon lavoro!
10.09.2023 - 22:03
DANIELA ESPOSITO skrifaði:
Salve posso usare anche i ferri circolari? E quelli normali?
09.09.2023 - 12:34DROPS Design svaraði:
Buonasera Daniela, questo modello è lavorato in tondo, può usare i ferri circolari con cavo lungo almeno 80 cm e la tecnica del magic loop. Buon lavoro!
09.09.2023 - 21:32
Ina skrifaði:
Das Muster ist super. Meine Socken passen perfekt, habe eine Zunahmeferse und eine Bändchenspitze gestrickt.
15.09.2021 - 19:22
Vlada skrifaði:
På A.2 Hur stickas varv 5 med, den ser ut som flyttat på en maska åt vänster? Tack på förhand! Vlada
07.03.2021 - 13:00DROPS Design svaraði:
Hej Vlada. I denna video förklarar vi hur man stickar förskjutning enligt ett diagram. Mvh DROPS Design
08.03.2021 - 07:51
Marian skrifaði:
Ok Thanks for your help 👍. I am going to try this and let you know how it ended up 😊
24.02.2021 - 13:23
Marian skrifaði:
Thank you Drops Design for answering me 😊 Yes it is Diagram No 2. On 5th round ...... the first square is blank and the last is out of the diagram, my question was and is ...... Does that blank square is a slip stitch and how about the last
23.02.2021 - 19:05DROPS Design svaraði:
Dear Marian, at the very beginning of the 5th round, slip the first stitch first repeat on the right needle (it will be worked at the end of the round), then work the last 2 stitches of first repeat with the first st next repeat. The 2nd yarn over is now the first stitch next repeat. At the end of the round, work the last 2 sts tog with the first st of the round, the yarn over will be the first stitch of the round. Hope this will help. Happy knitting!
24.02.2021 - 07:20
Marian skrifaði:
OMG. Round 5 Even after reading and trying what you explained to Barbara , I can’t get it 😢. Starting 5 round on needle no 1 Do I slip the first stitch and knit 3 , yarn over , etc ?
22.02.2021 - 18:17DROPS Design svaraði:
Hi Marian, You don't say which diagram you are having problems with, but all diagrams are worked from right to left and bottom up when working in the round. From your description it sounds like A.2, so on round 5 you knit 3, 1 yarn over , slip 1 stitch, knit 2 together and pass the slipped stitch over the knitted together stitches, then 1 yarn over (the number of stitches remains the same). Repeat with knit 3, 1 yarn over etc. Happy knitting!
23.02.2021 - 07:26
Rea Tuokko skrifaði:
Malli: Spring Snow. Kudontaohje A2. Mitä tarkoittaa avonaiset ruudut oikeassa sivussa
16.11.2020 - 18:55DROPS Design svaraði:
Nämä ruudut ovat siirtyneet mallikerrassa eteenpäin. Eli neulot ruudut piirroksen mukaisesti, kerroksen lopussa ylivetokavennus jatkuu vielä seuraavan kerroksen ensimmäisen silmukan kohdalla (kerroksen lopuksi tehdään 1 langankierto).
17.11.2020 - 14:15
Tonje Hjelle skrifaði:
Hei. Uansett hvor stramt jeg strikker så synes jeg at sokken virker veldig stor i leggen. Vil sokken trekke seg litt sammen i vask?
23.07.2020 - 11:48DROPS Design svaraði:
Hej Tonje, nej det må du ikke regne med... strikker du i DROPS Fabel? Hvis du overholder strikkefastheden, bør du få målene i opskriften. God fornøjelse!
27.07.2020 - 15:56
Spring Snow#springsnowsocks |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónaðir sokkar með gatamynstri úr DROPS Fabel. Stærð 35-43.
DROPS 178-23 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8 l eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 13-15-15 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 72-72-72 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með Fabel. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur, í næst síðustu umferð í A.1 er fækkað um 6 lykkjur jafnt yfir = 66-66-66 lykkjur. Prjónið A.2 yfir allar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næst síðustu umferð í A.2 er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir = 70-70-70 lykkjur. Haldið áfram með A.3 (= 5 mynstureiningar á breidd í öllum stærðum). Þegar stykkið mælist 20-21-22 cm eru fyrstu 43 lykkjur settar á þráð (= ofan á fæti), haldið eftir síðustu 27 lykkjum á prjóni. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur, JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður til 25-27-29 lykkjur á fyrsta prjóni. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki í síðustu umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú HÆLÚRTAKA- sjá útskýringu að ofan! Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið lykkjur frá hæl, prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið lykkjur af þræði og prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram hinni hlið á hæl = 82-86-90 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður ofan á fæti (= A.3) og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á undan 43 miðjulykkjum ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) og prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir 43 miðjulykkjum ofan á fæti slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 13 sinnum = 56-60-64 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 17-19-21 cm frá prjónamerki á hæl (= 5-5-6 cm eftir að loka máli). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 28-30-32 lykkjur undir undir fæti og 28-30-32 lykkjur ofan á fæti. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerki þannig: Á undan prjónamerki: 2 lykkjur slétt saman. Á eftir prjónamerki: 2 lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 7-6-7 sinnum og síðan í hverri umferð 4-6-6 sinum = 12 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springsnowsocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.