Gaëlle F. skrifaði:
Bonjour merci pour votre aide . J'ai fini les rangs raccourcis. Coupé le fil et recommencé au milieu du dos . Maintenant et jusqu'au rang du diagramme où il y a la flèche de la taille choisie (S), j'augmente seulement d' 1 maille côté dos et devants (de chaque côté des manches = 4 m par rangs , tous les 2 rangs ( 9x4 )? Ensuite j'y ajoute les augmentations de l'arrondi des manches ? Est ce exact ? Je préfère demander avant de tout devoir défaire ... :)
03.06.2018 - 05:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Gaëlle, en taile S vous augmentez sur le dos: 2 x 2 m et 9x 1 m tous les 2 tours (soit 26m augmentées pour le dos) et sur le devant: 6x 2 m et 5x 1 m tous les 2 tours (soit 34 m augmentées pour le devant) . Et, quand vous arrivez au tour avec la flèche, vous augmentez pour l'arrondi des manches: 1x tous les tours et 25x tous les 2 tours (soit 52 m augmentées pour chaque manche) = soit 306 m quand toutes les augmentations sont faites. Bon tricot!
04.06.2018 - 09:13
Gaëlle F. skrifaði:
Bonjour, Merci pour votre réponse. Néanmoins si je continue sur le rang 5 , je me rends au marqueur 1, continuer A2 = rang 3 du diagramme encore ou passer au rang 5 directement ? Puis au rang 6 du tricot , A2 = rang 4 sachant qu\'on est sur l\'env ? Rang 4 du diagramme que je refais sur l\'autre épaule, du côté du marqueur 4 ?? Ai-je bien compris le principe ? Ou je suis dans le champs ?! Merci beaucoup pour votre aide
01.06.2018 - 05:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Gaëlle, les rangs impairs se font sur l'endroit = rangs ajourés de A.2 et les rangs pairs se font sur l'envers (= on tricote les mailles de A.2 à l'envers). Au rang 4, on tricote d'abord le rang 2 de A.2 puis après le marqueur 4, on tricote le rang 2 du diagramme. Bon tricot!
01.06.2018 - 09:00
Gaëlle F. skrifaði:
Bonjour , Je suis encore aux rangs raccourcis et oui j'ai déjà des questions :) Rang 5: tricoter A.2 = sachant qu'au rang précédent il fallait commencer au rang 2 du diagramme pour l'envers , pour ce rang dois-je tricoter le rang 1 ou le rend 3 du diagramme ? Merci beaucoup
30.05.2018 - 04:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Gaëlle, au rang 5, vous tricotez le rang 3 de A.2. Bon tricot!
30.05.2018 - 08:56
Anne Gjestvang skrifaði:
Hei. Har strikket mye,men dette mønsteret forstår jeg ikke. Ser at jeg ikke er alene om det. Står at en skal begynne å øke til ermetopp ved pilen. Og at disse maskene skal strikkes vrangt og inn i mønsteret. men på bildet er det da ikke mer økning enn det som blir av mønster A2. (og øking til skulder) . Forstår det slik at disse økte,vrange maskene er de som blir under ermet. ... Uforståelig.... Anne
19.05.2018 - 08:08DROPS Design svaraði:
Hei Anne. Du skal, som du sier, begynne å øke til ermtopp ved pilen for din størrelse, som anvist i oppskriften. De økte maskene strikkes vrangt. Disse vil inngå i diagrammet etterhvert som A.2 øker utover. Som du kan se er det lagt til en rettelse om at oppskirften er skrevet om i sin helhet: bildet av genseren er derfor ikke nødvendigvis helt identisk med oppskriften i den størrelsen du strikker. Følg anvisningen i oppskriften så skal du se at det blir fint. God fornøyelse
29.05.2018 - 13:48
Romy skrifaði:
Hi, Can I use "Drops Sky" to replace the "Puna" in this pattern? If I can, how many balls of Sky I have to get for a size M ? Thank you, Romy
28.04.2018 - 00:03DROPS Design svaraði:
Dear Romy, Sky and Puna both belong to yarn group B so that you can use Sky as an alternative - read more about alternatives here, do not hesitate to try our yarn converter to calculate new amount of yarn. Happy knitting!
30.04.2018 - 09:51
Franca Ghidoni skrifaði:
Rimando il messaggio...Buongiorno sto eseguendo il modello in taglia L .sono al ferro 13 e ho effettivamente 146 maglie suddivise come descritto, ma non mi tornano le maglie sul centro davanti sulle quali non ho fatto i ferri accorciati. Io ne ho 20 mentre nel modello ne sono indicate 4. Non riesco a capire se e dove sbaglio...mi potete aiutare? Grazie mille!
05.03.2018 - 10:20DROPS Design svaraði:
Buonasera Franca. E' corretto il suo conteggio. Chiederemo di verificare l'indicazione sul numero delle maglie non lavorate con i ferri accorciati. Buon lavoro!
05.03.2018 - 22:00
Hajni skrifaði:
Érdeklődni szeretnék, hogy magyar fordítás is készül-e a javított mintaleírásról.
02.03.2018 - 00:18DROPS Design svaraði:
Kedves Hajni! Amint elkészültek az aktuális katalógusok mintáinak fordításai igyekszünk pótolni a javított változatot is. Még egy kis türelmet kérünk. Sikeres kézimunkázást!
04.03.2018 - 18:41
Franca skrifaði:
Buongiorno sto eseguendo il modello in taglia L .sono al ferro 13 e ho effettivamente 146 magli suddivise come descritto, ma non mi tornano le maglie sul centro davanti sulle quali non ho fatto i ferri accorciati.io ne ho 20 mentre nel modello ne sono indicate 4. Non riesco a capire se e dove sbaglio...mi potete aiutare? Grazie mille!
01.03.2018 - 23:02
Bertazzo Alessia skrifaði:
Buongiorno, non mi è chiaro cosa devo fare alla fine di questo passaggio, alla fine delle 7 maglie: \\\"\\\"FERRO 1 ... lavorare il diagramma A.1A (= 7 maglie), girare il lavoro e stringere il filo\\\"\\\". Cosa si intende per girare il lavoro? \\r\\nChe devo fermarmi all\\\'interno della sezione delle 19 maglie...lavorarne solo 71A e tornare indietro senza proseguire tutto il giro? Grazie
27.02.2018 - 13:28DROPS Design svaraði:
Buongiorno Alessia. Sì esatto. Fino al ferro 13 lavora avanti e indietro, solo sulle maglie indicate e non completa il giro. Buon lavoro!
27.02.2018 - 14:23
Marie skrifaði:
Jag är på det varv där stl M börjar ökning på ärmkullen. Ska alla dessa ökningar/omslag stickas aviga endast första varvet och sedan räta? Hur kan det bli 8 avigmaskor på varje sida om hålmönstret efter alla 30 ökningar?
19.02.2018 - 21:12DROPS Design svaraði:
Hej, du börjar med att sticka de ökade maskorna aviga. Efter hand när de räcker till en ny rapport av hålmönstret i A.2 stickas de in i mönstret.
20.02.2018 - 18:17
Vanilla Kiss#vanillakisssweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Peysa með gatamynstri á öxlum og ermum, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Puna eða DROPS Sky. Stærð S - XXXL.
DROPS 178-16 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÖXL: ATH: Öll útaukning er gerð frá réttu! Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Nú er aukið út um 2 lykkjur þannig: AUKIÐ ÚT UM 2 LYKKJUR Á UNDAN 1. OG 3. PRJÓNAMERKI: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, (= 2 lykkjur fleiri). AUKIÐ ÚT UM 2 LYKKJUR Á EFTIR 2. OG 4. PRJÓNAMERKI: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Aukið út um 1 lykkju þannig: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU Á UNDAN 1. OG 3. PRJÓNAMERKI: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= 1 lykkja fleiri). AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU Á EFTIR 2. OG 4. PRJÓNAMERKI: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). ERMAKÚPA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (passið uppá að uppslátturinn sé ekki gerður of laust). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat – Fyrstu 21 lykkjur sem auknar hafa verið út eru prjónaðar slétt síðan eru þær lykkjur sem eftir eru prjónaðar brugðið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo að ekki myndist gat - allar útauknar lykkjur fyrir ermakúpu eru prjónaðar brugðið. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út innan við 4 síðustu lykkjur í hvorri hlið (þ.e.a.s. 3 kantlykkjur í garðaprjóni + 1 lykkja sléttprjón). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat (útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki mitt undir ermi, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður undir ermar, síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka, ermar eru prjónaðar í hring. BERUSTYKKI: Fitjið upp 102-102-106-106-110-110 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með Puna eða Sky. Umferðin byrjar við miðju að aftan. Setjið eitt prjónamerki hér sem fylgir í stykkinu. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN í hring – sjá útskýringu að ofan. Setjið 4 ný prjónamerki í stykkið þannig (án þess að prjóna lykkjurnar): Setjið 1. prjónamerki á eftir fyrstu 19-19-20-20-21-21 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 2. prjónamerki á eftir næstu 13 lykkjur (= öxl/ermi), setjið 3. prjónamerki á eftir næstu 38-38-40-40-42-42 lykkjur (= framstykki), setjið 4. prjónamerki á eftir næstu 13 lykkjur (= öxl/ermi), nú eru 19-19-20-20-21-21 lykkjur eftir síðasta prjónamerki (= ½ bakstykki). Skiptið yfir á hringprjón 4. Nú eru prjónaðar stuttar umferðir yfir lykkjur í hnakka til að flíkin passi betur, JAFNFRAMT er aukið út um lykkjur fyrir öxl og mynstur er prjónað á öxlum/ermum (= 13 lykkjur) þannig: UMFERÐ 1 (frá réttu): Prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir ÖXL – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1A (= 7 lykkjur), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (frá röngu): Prjónið A.1A, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, A.1B (= 7 lykkjur – hér er mynsturteikning lesin frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 3: Prjónið A.1B, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið A.2 (= 13 lykkjur), 2. prjónamerki er hér, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 4: Prjónið A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, prjónið A.2 – byrjið á 2. umferð í mynsturteikningu, 3. prjónamerki er hér, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 5: Prjónið A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur fram að 3 prjónamerki á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl á framstykki, (þ.e.a.s. prjónað er á eftir 2. prjónamerki þannig: 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn), 1 lykkja slétt (= 4 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 6: Prjónið brugðnar lykkjur fram að 2. prjónamerki (= 6 brugðnar lykkjur á framstykki), haldið áfram með A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, haldið áfram með A.2, prjónið 4 lykkjur brugðnar á framstykki (= 4 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki) snúið stykkinu og herðið á þræði. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! UMFERÐ 7: 1 lykkja slétt, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl (= 4 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl á framstykki og prjónið sléttar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 8 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 8: Prjónið brugðnar lykkjur fram að 2. prjónamerki (= 10 lykkjur brugðnar á framstykki), haldið áfram með A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, haldið áfram með A.2 og prjónið brugðnar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 8 lykkjur á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 9: Prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl (= 8 lykkjur slétt + 2 uppslættir á framstykki), haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl á framstykki, prjónið sléttar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 12 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 10: Prjónið brugðnar lykkjur fram að 2.prjónamerki (= 14 lykkjur brugðnar á framstykki), haldið áfram með A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, haldið áfram með A.2 og prjónið brugðnar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 12 lykkjur á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 11: Prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl (= 12 lykkjur slétt + 2 uppslættir á framstykki), haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl á framstykki, prjónið sléttar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 16 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 12: Prjónið brugðnar lykkjur fram að 2. prjónamerki (= 18 lykkjur brugðnar á framstykki), haldið áfram með A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, haldið áfram með A.2 og prjónið brugðnar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 16 lykkjur á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 13: Prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl (= 18 lykkjur á undan prjónamerki), haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan (= byrjun á umferð). Haldið áfram með mynstur, en án útaukningar fram að 2. prjónamerki. Nú er 11. umferð í A.2 prjónuð. Klippið frá. Nú hefur verið aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl í hvorri hið á framstykki 4 sinnum og 2 lykkjur fyrir öxl í hvorri hlið á bakstykki 6 sinnum = 142-142-146-146-150-150 lykkjur (= 54-54-56-56-58-58 lykkjur á framstykki og 62-62-64-64-66-66 lykkjur á bakstykki) Stuttu umferðirnar hafa nú verið prjónaðar til loka og nú er prjónað í hring á hringprjóna. Byrjið við prjónamerki við miðju að aftan. Í næstu umferð halda útaukningar áfram fyrir öxl (= prjónið útauknar lykkjur á fram- og bakstykki í sléttprjóni) og prjónið mynstur A.2 eins og áður, JAFNFRAMT í umferð með ör í A.2 (þ.e.a.s. áður en útaukning fyrir öxl er lokið) byrjar útaukning fyrir ermakúpu (= prjónið útauknu lykkjurnar brugðið og síðan eru þær prjónaðar inn í A.2 eftir því sem mynstrið eykst út). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina er endurtekið A.3 yfir A.2 til loka. Aukið út fyrir öxl og ermakúpu eins og útskýrt er að neðan þannig: AUKIÐ ÚT FYRIR ÖXL ÞANNIG: ATH: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og í umferð á eftir útaukningu er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat – Munið eftir ÖXL! ÚTAUKNING Á BAKSTYKKI (= á milli 4. og 1. prjónamerkis): Aukið út um 2 lykkjur í annarri hverri umferð alls 2-3-5-7-8-10 sinnum, síðan er aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð alls 9-11-12-14-16-18 sinnum. ÚTAUKNING Á FRAMSTYKKI (= á milli 2. og 3. prjónamerkis): Aukið út um 2 lykkjur í annarri hverri umferð alls 6-7-9-11-12-14 sinnum, síðan er aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð alls 5-7-8-10-12-14 sinnum. Eftir alla útaukningu fyrir öxl eru 88-96-108-120-130-142 lykkjur bæði á framstykki og á bakstykki. AUKIÐ ÚT FYRIR ERMAKÚPU ÞANNIG: Í umferð með ör í mynsturteikningu A.2 byrjar útaukning fyrir ERMAKÚPU – sjá útskýringu að ofan. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.2 á hvorri öxl/ermi (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Aukið svona út í hverri umferð alls 1-4-6-4-4-2 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 25-26-28-32-34-38 sinnum. Það eiga alltaf að vera minnst 2 lykkjur brugðið hvoru megin við gatamynstur A.2 á ermum. Þegar öll útaukning fyrir ermakúpu hefur verið gerð til loka eru 65-73-81-85-89-93 lykkjur á hvorri ermi. Eftir alla útaukningu fyrir ermakúpu eru 306-338-378-410-438-470 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 31-33-35-37-38-41 cm (mælt frá öxl og niður). Nú eru 4-8-12-14-16-18 lykkjur brugðið hvoru megin við gatamynstur (meðtaldar 2 lykkjur hvoru megin við A.2). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 44-48-54-60-65-71 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 65-73-81-85-89-93 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 4 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 88-96-108-120-130-142 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 65-73-81-85-89-93 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 4 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 44-48-54-60-65-71 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-200-224-248-268-292 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Nú skiptist stykkið mitt í 4 nýjum lykkjum undir hvorri ermi og framstykki og bakstykki er prjónað á hringprjóna fram og til baka til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 92-100-112-124-134-146 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 3 kantlykkjum í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 14.-14.-14.-14.-14.-14. hverri umferð alls 4 sinnum í hvorri hlið = 100-108-120-132-142-154 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-24-24-24-25-24 cm frá skiptingu er skipt yfir á hringprjón 3. Prjónið 6 umferðir garðaprjón, skiptið til baka yfir á hringprjón 4 og fellið laust af. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá efst á öxl og niður. FRAMSTYKKI: = 92-100-112-124-134-146 lykkjur. Prjónið alveg eins og bakstykki. ERMI: Setjið 65-73-81-85-89-93 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 4 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 69-77-85-89-93-97 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4 nýjar lykkjur mitt undir ermi og látið prjónamerki fylgja með í stykkinu þegar það er prjónað. Haldið áfram með A.3 eins og áður, prjónið 1 lykkju slétt hvoru megin við prjónamerki undir ermi og prjónið þær lykkjur sem eftir eru í umferð brugðið. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-7-7-6-6 cm = 65-73-81-85-89-93 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 14-12-11-11-11-12 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, skiptið til baka yfir á sokkaprjón 4 og fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur, en endið þegar ca 6 cm eru eftir í hvorri hlið (= klauf). |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #vanillakisssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.