Loredana skrifaði:
Le 21 maglie che vanno lavorate a dritto si riferiscono ai 21 aumenti/gettati maniche + dietro/davanti?
16.07.2025 - 07:56DROPS Design svaraði:
Buonasera Loredana, si fa riferimento ai primi 21 aumenti. Buon lavoro!
20.07.2025 - 17:12
Loredana skrifaði:
Buongiorno, sono arrivata agli aumenti per maniche, mentre si fanno i primi 21 ( lavoratina dritto) si prosegue con il diagramma su 13 maglie. Dopodiché si inizia ad inserire allargamento del diagramma, è così? Mi lascia perplessa l'immagine, è verosimile che per la taglia XL lo schema su 13 m venga ripetuto 2 volte in altezza? Grazie
16.07.2025 - 07:23DROPS Design svaraði:
Buonasera Loredana, al momento non sono segnalati errori per questo modello. Buon lavoro!
20.07.2025 - 17:11
Loredana skrifaði:
Buongiorno, adesso mi è tutto chiaro, avevo saltato un pezzo della spiegazione! Buona giornata e buon lavoro
15.07.2025 - 11:30DROPS Design svaraði:
Buonasera Loredana, perfetto, allora buon proseguimento. Buon lavoro!
20.07.2025 - 17:09
Loredana skrifaði:
Buongiorno, gli aumenti per arrotondamento maniche dove vanno fatti? All'interno dello schema A2 ( visto che ci sono ancora aumenti spalla da realizzare)? Cosa s'intende lavorare le prime 21 m a dritto e allo stesso tempo le nuove seguendo il diagramma A2... Vi ringrazio per l'aiuto che saprete darmi
15.07.2025 - 11:02DROPS Design svaraði:
Buonasera Loredana, deve seguire le indicazioni riportate nel paragrafo "AUMENTARE PER L’ARROTONDAMENTO DELLE MANICHE COME SEGUE". Buon lavoro!
20.07.2025 - 17:09
Rosa Alvarez skrifaði:
Buenos días, tengo un problema con este patrón. Después de hacer las vueltas corta como indica el patrón y teniendo los 14 puntos indicados en el delantero de la labor. Hay que recoger todos los puntos en ese momento? O seguimos haciendo la segunda parte de aumentos? Por otra parte al hacer vueltas cortas y tejer el dibujo A2 en el hombro trasero derecho va con una fila de retraso con respecto al hombro trasero izquierdo.
13.11.2024 - 12:26DROPS Design svaraði:
Hola Rosa, después de terminar las vueltas cortas trabajamos en redondo sobre todos los puntos y continuamos con los aumentos. En principio, A.2 debería igualarse después de trabajar las filas cortas de ida y vuelta.
18.11.2024 - 00:02
Małgorzata skrifaði:
Cześć Drops, mam pytanie o dodawanie oczek na ramiona. Robię rozmiar XXXL, więc dodaję 10x2 oczka i 18x1 oczko na tył, co daje 76 dodanych oczek, plus 42 początkowe, to razem 118 oczek. A w opisie jest napisane, że po dodaniu wszystkich oczek na ramiona ma być ich 142- skąd taka liczba?
13.09.2024 - 11:08DROPS Design svaraði:
Witaj Małgosiu, przed rozpoczęciem dodawania oczek, o którym piszesz, czyli po rzędach skróconych, w rozmiarze XXXL było 150 o. (13x2= schematy na ramieniu + 58 o. na przód i 66 o. na tył). Dodawanie oczek na tył: 10 razy 2 oczka (dodanych 40 o.) i 18 razy 1 o. (dodanych 36 o.). Wyjściowe 66 o. + dodanych 76 o. =142 oczka. Pozdrawiamy!
17.09.2024 - 13:45
Małgorzata skrifaði:
Drogi Drops- czy mogłabym otrzymać odpowiedź na moje pytanie z 30.08? Bardzo proszę, bo stoję z robotą
04.09.2024 - 10:22DROPS Design svaraði:
Witaj Małgosiu, wysyłając zapytanie zaznaczyłaś pole komentarz, a nie pytanie, dlatego nie było widoczne. Dziś lub jutro otrzymasz odpowiedź. Pozdrawiamy!
04.09.2024 - 12:24
Małgorzata skrifaði:
Cześć Drops, ja nadal nie rozumiem dodawania oczek na rękaw- o dodanych oczkach z boków A.2 jest mowa, że mają być na lewo (potem one są na bieżąco wchłaniane przez ażur- dobrze rozumiem?), a potem jest mowa, że pierwszych 21 dodanych oczek ma być na prawo- nie rozumiem tego miejsca. Po drugie- te dodane na bokach A.2 oczka kończą się szybciej niż jest potrzeba rozszerzania ażuru- skąd brać nowe oczka? bo moje zachodzą już na tył/przód, czyli przekraczają znaczniki...
30.08.2024 - 11:07DROPS Design svaraði:
Witaj Małgorzato, dodawane oczka są na bieżąco wchłaniane przez ażur, aż schemat A.2 zostanie zakończony. Pozostałe dodane oczka będą oczkami lewymi rękawa, które znajdują się na środku pod rękawem. Schemat A.2 będzie miał taką sama liczbę oczek na końcu we wszystkich rozmiarach. Będzie różniła się za to liczba oczek lewych na środku pod rękawem. Pozdrawiamy!
04.09.2024 - 13:42
Małgorzata skrifaði:
Cześć, ja nie rozumiem momentu dodawania oczek na zaokrąglenie rękawów. Czy mam je dodawać po pierwszych oczkach lewych i przed drugimi oczkami lewymi w schemacie A.2? Jak to zrobić, żeby rozszerzał się ażur na rękawie?
29.08.2024 - 09:48DROPS Design svaraði:
Witaj Małgosiu, dodajesz oczka przed 2 oczkami lewymi i za 2 oczkami lewymi, w ten sposób masz coraz więcej oczek na kolejne powtórzenia ażuru. Pamiętaj, aby cały czas były przerabiane tylko 2 oczka lewe na bokach schematu A.2. Pozdrawiamy!
29.08.2024 - 11:57
Rosa Alvarez skrifaði:
Buenas tardes , mi pregunta es.. Me suelo guiar para escoger una talla por el contorno del pecho y este patrón patrón no tiene. Como podría hacerlo gracias.
23.08.2024 - 22:54DROPS Design svaraði:
Hola Rosa, en este caso, el contorno del pecho de la prenda es la secuencia de números superior en la barra inferior: 44-48-53-59-64-70.
25.08.2024 - 21:00
Vanilla Kiss#vanillakisssweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Peysa með gatamynstri á öxlum og ermum, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Puna eða DROPS Sky. Stærð S - XXXL.
DROPS 178-16 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÖXL: ATH: Öll útaukning er gerð frá réttu! Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Nú er aukið út um 2 lykkjur þannig: AUKIÐ ÚT UM 2 LYKKJUR Á UNDAN 1. OG 3. PRJÓNAMERKI: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, (= 2 lykkjur fleiri). AUKIÐ ÚT UM 2 LYKKJUR Á EFTIR 2. OG 4. PRJÓNAMERKI: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Aukið út um 1 lykkju þannig: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU Á UNDAN 1. OG 3. PRJÓNAMERKI: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= 1 lykkja fleiri). AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU Á EFTIR 2. OG 4. PRJÓNAMERKI: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). ERMAKÚPA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (passið uppá að uppslátturinn sé ekki gerður of laust). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat – Fyrstu 21 lykkjur sem auknar hafa verið út eru prjónaðar slétt síðan eru þær lykkjur sem eftir eru prjónaðar brugðið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo að ekki myndist gat - allar útauknar lykkjur fyrir ermakúpu eru prjónaðar brugðið. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út innan við 4 síðustu lykkjur í hvorri hlið (þ.e.a.s. 3 kantlykkjur í garðaprjóni + 1 lykkja sléttprjón). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat (útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki mitt undir ermi, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður undir ermar, síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka, ermar eru prjónaðar í hring. BERUSTYKKI: Fitjið upp 102-102-106-106-110-110 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með Puna eða Sky. Umferðin byrjar við miðju að aftan. Setjið eitt prjónamerki hér sem fylgir í stykkinu. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN í hring – sjá útskýringu að ofan. Setjið 4 ný prjónamerki í stykkið þannig (án þess að prjóna lykkjurnar): Setjið 1. prjónamerki á eftir fyrstu 19-19-20-20-21-21 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 2. prjónamerki á eftir næstu 13 lykkjur (= öxl/ermi), setjið 3. prjónamerki á eftir næstu 38-38-40-40-42-42 lykkjur (= framstykki), setjið 4. prjónamerki á eftir næstu 13 lykkjur (= öxl/ermi), nú eru 19-19-20-20-21-21 lykkjur eftir síðasta prjónamerki (= ½ bakstykki). Skiptið yfir á hringprjón 4. Nú eru prjónaðar stuttar umferðir yfir lykkjur í hnakka til að flíkin passi betur, JAFNFRAMT er aukið út um lykkjur fyrir öxl og mynstur er prjónað á öxlum/ermum (= 13 lykkjur) þannig: UMFERÐ 1 (frá réttu): Prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir ÖXL – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1A (= 7 lykkjur), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (frá röngu): Prjónið A.1A, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, A.1B (= 7 lykkjur – hér er mynsturteikning lesin frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 3: Prjónið A.1B, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið A.2 (= 13 lykkjur), 2. prjónamerki er hér, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 4: Prjónið A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, prjónið A.2 – byrjið á 2. umferð í mynsturteikningu, 3. prjónamerki er hér, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 5: Prjónið A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur fram að 3 prjónamerki á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl á framstykki, (þ.e.a.s. prjónað er á eftir 2. prjónamerki þannig: 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn), 1 lykkja slétt (= 4 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 6: Prjónið brugðnar lykkjur fram að 2. prjónamerki (= 6 brugðnar lykkjur á framstykki), haldið áfram með A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, haldið áfram með A.2, prjónið 4 lykkjur brugðnar á framstykki (= 4 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki) snúið stykkinu og herðið á þræði. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! UMFERÐ 7: 1 lykkja slétt, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl (= 4 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl á framstykki og prjónið sléttar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 8 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 8: Prjónið brugðnar lykkjur fram að 2. prjónamerki (= 10 lykkjur brugðnar á framstykki), haldið áfram með A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, haldið áfram með A.2 og prjónið brugðnar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 8 lykkjur á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 9: Prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl (= 8 lykkjur slétt + 2 uppslættir á framstykki), haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl á framstykki, prjónið sléttar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 12 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 10: Prjónið brugðnar lykkjur fram að 2.prjónamerki (= 14 lykkjur brugðnar á framstykki), haldið áfram með A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, haldið áfram með A.2 og prjónið brugðnar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 12 lykkjur á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 11: Prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl (= 12 lykkjur slétt + 2 uppslættir á framstykki), haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan 1. prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl á framstykki, prjónið sléttar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 16 lykkjur + 2 uppslættir á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 12: Prjónið brugðnar lykkjur fram að 2. prjónamerki (= 18 lykkjur brugðnar á framstykki), haldið áfram með A.2, prjónið brugðnar lykkjur fram að 4. prjónamerki, haldið áfram með A.2 og prjónið brugðnar lykkjur yfir 2 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð á framstykki (= 16 lykkjur á framstykki), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 13: Prjónið sléttar lykkjur fram að 3 lykkjum á undan prjónamerki, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl (= 18 lykkjur á undan prjónamerki), haldið áfram með A.2, aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl, prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan (= byrjun á umferð). Haldið áfram með mynstur, en án útaukningar fram að 2. prjónamerki. Nú er 11. umferð í A.2 prjónuð. Klippið frá. Nú hefur verið aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl í hvorri hið á framstykki 4 sinnum og 2 lykkjur fyrir öxl í hvorri hlið á bakstykki 6 sinnum = 142-142-146-146-150-150 lykkjur (= 54-54-56-56-58-58 lykkjur á framstykki og 62-62-64-64-66-66 lykkjur á bakstykki) Stuttu umferðirnar hafa nú verið prjónaðar til loka og nú er prjónað í hring á hringprjóna. Byrjið við prjónamerki við miðju að aftan. Í næstu umferð halda útaukningar áfram fyrir öxl (= prjónið útauknar lykkjur á fram- og bakstykki í sléttprjóni) og prjónið mynstur A.2 eins og áður, JAFNFRAMT í umferð með ör í A.2 (þ.e.a.s. áður en útaukning fyrir öxl er lokið) byrjar útaukning fyrir ermakúpu (= prjónið útauknu lykkjurnar brugðið og síðan eru þær prjónaðar inn í A.2 eftir því sem mynstrið eykst út). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina er endurtekið A.3 yfir A.2 til loka. Aukið út fyrir öxl og ermakúpu eins og útskýrt er að neðan þannig: AUKIÐ ÚT FYRIR ÖXL ÞANNIG: ATH: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og í umferð á eftir útaukningu er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat – Munið eftir ÖXL! ÚTAUKNING Á BAKSTYKKI (= á milli 4. og 1. prjónamerkis): Aukið út um 2 lykkjur í annarri hverri umferð alls 2-3-5-7-8-10 sinnum, síðan er aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð alls 9-11-12-14-16-18 sinnum. ÚTAUKNING Á FRAMSTYKKI (= á milli 2. og 3. prjónamerkis): Aukið út um 2 lykkjur í annarri hverri umferð alls 6-7-9-11-12-14 sinnum, síðan er aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð alls 5-7-8-10-12-14 sinnum. Eftir alla útaukningu fyrir öxl eru 88-96-108-120-130-142 lykkjur bæði á framstykki og á bakstykki. AUKIÐ ÚT FYRIR ERMAKÚPU ÞANNIG: Í umferð með ör í mynsturteikningu A.2 byrjar útaukning fyrir ERMAKÚPU – sjá útskýringu að ofan. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.2 á hvorri öxl/ermi (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Aukið svona út í hverri umferð alls 1-4-6-4-4-2 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 25-26-28-32-34-38 sinnum. Það eiga alltaf að vera minnst 2 lykkjur brugðið hvoru megin við gatamynstur A.2 á ermum. Þegar öll útaukning fyrir ermakúpu hefur verið gerð til loka eru 65-73-81-85-89-93 lykkjur á hvorri ermi. Eftir alla útaukningu fyrir ermakúpu eru 306-338-378-410-438-470 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 31-33-35-37-38-41 cm (mælt frá öxl og niður). Nú eru 4-8-12-14-16-18 lykkjur brugðið hvoru megin við gatamynstur (meðtaldar 2 lykkjur hvoru megin við A.2). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 44-48-54-60-65-71 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 65-73-81-85-89-93 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 4 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 88-96-108-120-130-142 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 65-73-81-85-89-93 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 4 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 44-48-54-60-65-71 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-200-224-248-268-292 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Nú skiptist stykkið mitt í 4 nýjum lykkjum undir hvorri ermi og framstykki og bakstykki er prjónað á hringprjóna fram og til baka til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 92-100-112-124-134-146 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 3 kantlykkjum í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 14.-14.-14.-14.-14.-14. hverri umferð alls 4 sinnum í hvorri hlið = 100-108-120-132-142-154 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-24-24-24-25-24 cm frá skiptingu er skipt yfir á hringprjón 3. Prjónið 6 umferðir garðaprjón, skiptið til baka yfir á hringprjón 4 og fellið laust af. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá efst á öxl og niður. FRAMSTYKKI: = 92-100-112-124-134-146 lykkjur. Prjónið alveg eins og bakstykki. ERMI: Setjið 65-73-81-85-89-93 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 4 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 69-77-85-89-93-97 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4 nýjar lykkjur mitt undir ermi og látið prjónamerki fylgja með í stykkinu þegar það er prjónað. Haldið áfram með A.3 eins og áður, prjónið 1 lykkju slétt hvoru megin við prjónamerki undir ermi og prjónið þær lykkjur sem eftir eru í umferð brugðið. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-7-7-6-6 cm = 65-73-81-85-89-93 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 14-12-11-11-11-12 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, skiptið til baka yfir á sokkaprjón 4 og fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur, en endið þegar ca 6 cm eru eftir í hvorri hlið (= klauf). |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #vanillakisssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.