Bente Robertson skrifaði:
I oppskriften står det A.1 over de første 5 maskene, men det må vel være A.2? Ser ut til at dette gjelder videre i oppskriften også.
05.03.2017 - 19:50
Anne Sofie Engan skrifaði:
I mønster forklaringen det det ut som at noe er feil. 2 tegn som begge bare betyr 2 rett sammen. Ser vitterlig ut på bildet som om noe må være med kast?
28.02.2017 - 08:17DROPS Design svaraði:
Tack för info, det är nu rättat!
28.02.2017 - 13:13Fran Cosgrove skrifaði:
I am from Australia. I love this design - Scandinavian yoke, eyelets and feather and fan pattern all combined in a summer cotton top - several favourite design elements all-in-one. I like the pastel colours too.
11.01.2017 - 22:25
Devleeschouwer skrifaði:
Un petit jacquard ajouré aux couleurs printanière fraiche !
30.12.2016 - 18:04
Cydonia skrifaði:
This is very nice, I would love to make this.
14.12.2016 - 18:19
Spring Valley#springvalleytop |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaður toppur með öldumynstri, hringlaga berustykki og marglitu mynstri úr DROPS Flora. Stærð S - XXXL.
DROPS 175-7 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt A.4 er prjónað í sléttprjóni – sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. ÚRTAKA-1: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki í hlið. Prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstur í A.3 í hlið þegar úrtaka er gerð eru prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA-2: Til þess að reikna út hvernig fækka eigi í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 377 lykkjur) mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 42) = 8,7. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá er prjónuð 7. og 8. hver lykkja saman. Ekki er úrtaka yfir kanta að framan. Fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman frá réttu og 2 lykkjur brugðið saman frá röngu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. UPPHÆKKUN: Byrjið frá réttu og prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 53-55-57-59-61-63 lykkjur, setjið eitt prjónamerki (= miðja að aftan), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 7-7-7-8-8-8 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið 14-14-14-16-16-16 sléttar lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið 21-21-21-24-24-24 sléttar lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið 28-28-28-32-32-32 sléttar lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna yfir 7-7-7-8-8-8 lykkjur fleiri í hvert skipti þar til prjónað hefur verið yfir miðju 63-63-63-72-72-72 lykkjur í umferð, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 367-409-451-472-514-556 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna 3 með litnum pistasía. Prjónið frá réttu – þannig: A.1 yfir fyrstu 5 lykkjur, A.2 yfir næstu 357-399-441-462-504-546 lykkjur (= 17-19-21-22-24-26 mynstureiningar á breiddina), endið með A.1 yfir síðustu 5 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar síðasta umferðin í A.2 hefur verið prjónað eru 248-276-304-318-346-374 lykkjur á prjóni, í síðustu umferð í A.2 er lykkjufjöldinn jafnaður jafnt út til 251-281-299-323-353-383 lykkjur. Prjónið síðan frá réttu – þannig: A.1 yfir fyrstu 5 lykkjur eins og áður, A.3 A (= 6 lykkjur), A.3 B yfir næstu 228-258-276-300-330-360 lykkjur, A.3 C yfir næstu 7 lykkjur og A.1 yfir síðustu 5 lykkjur eins og áður. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 65-73-77-83-91-98 lykkjur inn frá hvorri hlið (bakstykki = 121-135-145-157-171-187 lykkjur). Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur færri) – LESIÐ ÚRTAKA-1. Fækkið með 3 cm millibili alls 8-9-9-9-9-9 sinnum = 219-245-263-287-317-347 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-34-35-35-35-35 cm fellið af 10-10-12-12-14-16 lykkjur í hvorri hlið frá réttu (= 5-5-6-6-7-8 lykkjur hvoru megin við hvort prjónamerki)= 199-225-239-263-289-315 lykkjur á fram- og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið kant í handvegi. KANTUR Í HANDVEGI: Kantur í handvegi er prjónaður á stutta hringprjóna. Fitjið upp 70-80-90-92-98-102 lykkjur á stutta hringprjóna 3 með litnum pistasía. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, fellið síðan af fyrstu 10-10-12-12-14-16 lykkjur í umferð = 60-70-78-80-84-86 lykkjur. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. BERUSTYKKI: (1. umferð = frá röngu) Prjónið inn kant í handvegi á sama hringprjón 3 eins og fram- og bakstykki þar lykkjur voru felldar af fyrir handveg, jafnframt er fækkað um 2-0-0-4-6-4 lykkjur jafnt yfir = 317-365-395-419-451-483 lykkjur. Prjónið frá réttu – þannig: A.1 yfir fyrstu 5 lykkjur, A.4 yfir næstu 306-354-384-408-440-472 lykkjur (= 51-59-64-51-55-59 mynstureiningar af A.4), endið með fyrstu lykkju í A.4 og A.1 yfir síðustu 5 lykkjur. Haldið áfram með þetta mynstur. Í fyrstu umferð með ör er fækkað um 24-30-30-24-24-32 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA-2. Fækkið síðan um 36-42-42-40-40-48 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð með ör. Frá 1.-1.-1.-2.-2.-2. umferð með úrtöku er prjónað A.1 í hvorri hlið með litnum natur. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 113-125-155-155-187-163 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu með litnum natur þar sem fækkað er um 6-14-40-36-64-36 lykkjur jafnt yfir = 107-111-115-119-123-127 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu. Til að fá betra form þá er prjónuð smá UPPHÆKKUN aftan við hnakka með litnum natur – sjá útskýringu að ofan. Prjónið að lokum 4 umferðir GARÐAPRJÓN með litnum natur – sjá útskýringu að ofan, fellið síðan af. Toppurinn mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm fyrir öxl. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í jafnt yfir í vinstri kanti að framan, tölum er hneppt í gegnum götin í hægri kanti að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springvalleytop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 175-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.