Sonja skrifaði:
For og bakstykke:Til arbeidet måler 51-53-55... osv... er det nå ca 349-373-379 osv... Dette stemmer ikke. Mellom f.eks str M og L er det bare 6 masker forskjell, men 2 cm!?! Man øker jo 6 masker hver rette omgang, så dette stemmer ikke. Jeg strikker etter antall cm fordi jeg ikke vil ha for kort jakke, men er spent på hva skjer når jeg får en del flere masker enn det som står. Vil tro forskjellen blir enda større på største størrelse.
29.08.2017 - 20:21DROPS Design svaraði:
Hej Sonja, strikker du i DROPS Baby Alpaca Silk? Overholder du strikkefastheden i din strikkeprøve? Hvis du får flere pinde på 10 cm end hvad vi får, så bliver dit arbejde mindre en hvad vi skriver i opskriften. Det er derfor vigtigt at overholde strikkefastheden. God fornøjelse!
05.09.2017 - 16:07
Alice skrifaði:
Hej Beskrivning för fram-och bakstycke: öka efter hörnmaskan, sticka slätstickning fram till hörnmaskan vid markör D, ..Fortsätt fram och tillbaka så till arbetet mäter ca 51-53-55-57-59-61 cm från nacken och ner.. Var sätter man markör D? Den åkte av i avmaskningen. Ska den sitta vid start av de nya maskorna? 53 cm från nacken och till vad? Som det ser ut just nu på stickorna är det en "kupol" och är svårt att avgöra vad som är vad.
14.08.2017 - 21:04DROPS Design svaraði:
Hej Alice, titta på måttskissen längst ner i mönstret, här ser du en klar översikt över markörer och alla måtten enligt beskrivningen.
18.08.2017 - 11:09
Kristine skrifaði:
Siste rad på retten i a3a a3b og a3c har kast mot hverandre mellom a, b og c. Er dette en feil? Om det skal være sånn hvordan strikkes det? 2 kast på pinnen? Mvh Kristine
31.07.2017 - 21:50DROPS Design svaraði:
Hei Kristine, Hvis du leser alle 3 mønster fra høyre til venstre får du bare 1 kast mellom mønstrene, på slutten av A.3A og A.3C. Neste rad strikkes vrangt eller rett og du strikker kasten vrangt eller rett slik at det blir hull. God fornøyelse!
01.08.2017 - 11:16
Anna Strubel skrifaði:
Hallo , kun je mij helpen ? Bij de start van dit patroon ga je op 4 rondbreipennen beginnen met A.1. op regel twee van het telpatroon wordt aangegeven maak 1 omslag tussen twee steken . moet je dan die twee steken samen breien ? Op A.2 staat op regel 2. 4 X dat er een omslag moet komen maar dan krijg je toch teveel steken ? Met vriendelijke groet A.strubel
30.07.2017 - 13:36DROPS Design svaraði:
Hoi Anna, Je begint met 4 breinaalden zonder knop en als je genoeg steken op de naalden hebt, kun je over gaan naar de rondbreinaald. 1 omslag tussen 2 steken betekent: 1 steek, 1 omslag, 1 steek. Het klopt dat er op toer 2 4 omslagen gemaakt moeten worden, op de volgende regel heb je dan 8 steken in totaal.
01.08.2017 - 19:13
Anja skrifaði:
Vielen Dank für die schnelle Antwort. Verstehe ich das richtig A.4 ist die gleiche wie A.4A. Sorry ich möchte mich nur nochmal absichern. Viele Grüße Anja
30.06.2017 - 19:58DROPS Design svaraði:
Liebe Anja, Wenn Sie 308M haben, dann stricken Sie glatt rechts, rechts verschränkt und Umschläge und A.4 (= A.4A und A.4B) wie beschrieben. Viel Spaß beim stricken!
03.07.2017 - 08:50
Anja skrifaði:
Hilfe, leider kann ich die Strickschrift A4 nicht finden wie in der Anleitung beschrieben. Danke für die Hilfe, das Modell ist sehr schön.
30.06.2017 - 08:28DROPS Design svaraði:
Liebe Anja, die Strickschrifte A.4 finden Sie ganz unten, nach dem Maßskizze. Viel Spaß beim stricken!
30.06.2017 - 09:24
Sheybani Catherine skrifaði:
Bonjour! dans la réalisation des côtés,il est dit de tricoter une maille en moins tous les 2 rangs.Puis de tourner l'ouvrage et de serrer le fil.Qu'est ce que je fais de ces mailles non tricotées lorsque je commence le rang suivant? Je vous remercie par avance pour votre réponse. Catherine
24.06.2017 - 21:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Sheybani, on tricote ici des rangs raccourcis: tricotez les mailles indiquées et laissez les autres sur l'aiguille (sans les tricoter). On aura ainsi plus de rangs sur un côté et moins sur l'autre. Cette vidéo montre comment faire des rangs raccourcis. Bon tricot!
26.06.2017 - 09:10Louise Rasmussen skrifaði:
Jeg har vist fundet en fejl i diagram a.3a, 3. Linie, jeg har en maske mere efter første linie, i forhold til hvad der fremgår i diagrammet. Jeg har talt efter og det virker som om der er blevet glemt en maske.
17.06.2017 - 17:30
Marialuisa Caporizzo skrifaði:
Salve, ho realizzato il modello ma il bordo sul davanti e sul collo si arrotola verso l'esterno. Come posso rimediare? Forse lavorando più ferri a legaccio alla fine o cambiando il numero dei ferri? Grazie.
04.05.2017 - 16:53DROPS Design svaraði:
Buonasera Maria Luisa. Può provare a bloccarlo, può provare a fare un bordo picot all’uncinetto o una riga a coste 1 m dir/ 1 m rov prima di intrecciare le maglie . Buon lavoro!
04.05.2017 - 18:48
Andree skrifaði:
Pour le patron Drops 117-32 , apres avoir tricot A.1 et A.3 on me dit que je dois avoir 308 mailles mais j'ai un total de 300 mailles soit 64-86-64-86 mailles .
23.02.2017 - 21:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Andrée, le diagramme A.1 a été corrigé, merci. Bon tricot!
09.03.2017 - 14:02
Altair#altaircardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð ferhyrnd peysa með gatamynstri á baki úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 177-32 |
||||||||||||||||||||||||||||
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 49 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d.3) = 16,3. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 16. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um miðju undir ermi): Aukið út hvoru megin við 5 miðju lykkjur undir ermi þannig: Byrjið 1 lykkju á undan A.7, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, A.7, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ---------------------------------------------------------- FRAM- OG BAKSTYKKI: Peysan er prjónuð eins og ferningur frá miðju að aftan og út. Prjónað er í hring á sokkaprjóna. Skipt er yfir á hringprjón eftir þörf. Þegar ferningurinn hefur verið prjónaður til loka er prjónað niður yfir bakstykki og út að hvorri hlið á framstykki. Að lokum er prjónaður samfelldur kantur í hálsmáli/framstykki áður en ermar eru prjónaðar. FERNINGUR: Fitjið upp 8 lykkjur á 1 st sokkaprjón nr 3 með BabyAlpaca Silk (hafið endann ca 20 cm, það á að nota hann við frágang). UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið allar lykkjur brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): * Prjónið 1 lykkju snúna slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 16 lykkjur. Skiptið lykkjum á 4 sokkaprjóna nr 3 með 4 lykkjur á hverjum prjóni (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju á fyrsta sokkaprjón (= prjónamerki A = byrjun á umferð), setjið að auki 1 prjónamerki í fyrstu lykkju á hverjum og einum af 3 næstu sokkaprjónum (= prjónamerki B, prjónamerki C og prjónamerki D). Nú er 1 prjónamerki í hverju horni – látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið í hring þannig: A.1 (= 4 lykkjur), A.2 (= 4 lykkjur), A.1 (= 4 lykkjur) og A.2 (= 4 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað yfir lykkjur á milli prjónamerkis B og C og prjónamerkis D og A þannig: Prjónið A.3A (= 21 lykkjur), A.3B (= 27 lykkjur) og síðan A.3C (= 20 lykkjur). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er A.1 einnig lokið á hæðina og það eru 308 lykkjur í umferð í öllum stærðum (67 lykkjur á milli prjónamerkis A og B og á milli prjónamerkis C og D, 85 lykkjur á milli prjónamerkis B og C og á milli prjónamerkis D og A og 4 hornlykkjur). Prjónið nú í hring í sléttprjóni með A.4 einungis á milli prjónamerkis B og C þannig: Prjónið hornlykkjur snúnar slétt, aukið út með því að slá uppá prjóninn, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki B, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.4A (= 42 lykkjur – útaukning á undan hornlykkjum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu), prjónið hornlykkjur snúnar slétt, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki D, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, prjónið hornlykkjur snúnar slétt, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki A og aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn = 316 lykkjur í umferð í öllum stærðum. Haldið svona áfram með útaukningu við hornlykkjur í annarri hverri umferð þar til prjónaðar hafa verið alls 2-4-6-8-10-12 umferðir í A.4 (útauknar lykkjur eru alltaf prjónaðar í sléttprjóni). Nú eru 316-324-332-340-348-356 lykkjur í umferð. HANDVEGUR: Prjónið nú fram og til baka á hringprjóna, en ekki er prjónað yfir lykkjur upp við hnakka (þ.e.a.s. á milli prjónamerkis D og A). Byrjið frá réttu við prjónamerki A (= vinstri öxl að aftan), prjónið hornlykkjur snúnar slétt eins og áður, fellið LAUST af næstu 46-48-50-52-56-58 lykkjur fyrir handveg, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki B, aukið út á undan hornlykkju eins og áður, haldið áfram A.4A og A.4B á milli prjónamerkis B og C eins og áður, prjónið hornlykkjur snúnar slétt, aukið út á eftir hornlykkjum eins og áður, prjónið sléttprjón þar til eftir eru 46-48-50-52-56-58 lykkjur á undan prjónamerkis D, fellið laust af næstu 46-48-50-52-56-58 lykkjur fyrir handveg og prjónið hornlykkjur snúnar slétt eins og áður. Þær 87-89-91-93-95-97 lykkjur sem eftir eru á milli prjónamerkis D og prjónamerkis A (= upp við hnakka) eru settar á band. Klippið frá þráðinn sem prjónað er með og setjið síðan hornlykkju við prjónamerki A og prjónamerki D á sitt hvora nælu. Byrjið frá röng og prjónið fram og til baka eins og áður yfir þessar lykkjur í sléttprjóni, A.4A og A.4B á milli prjónamerkis B og C niður á baki og útaukning hvoru megin við 2 hornlykkjur (í hverri umferð frá réttu) þar til prjónaðar hafa verið alls 7 umferðir á eftir affellingu fyrir handveg og síðasta umferð er prjónuð frá röngu, klippið frá – ATH: Gatamynstur í A.4 er prjónað eins og útskýrt er í mynsturteikningu og endurtakið niður yfir bak til loka, þ.e.a.s. sjálft gatamynstrið nær yfir jafn margar lykkjur allan tímann, en það verða fleiri og fleiri lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið við hornlykkjur. Setjið til baka lykkju frá nælu við prjónamerki A á prjóninn. Prjónið þessa lykkju snúna slétt, aukið út á eftir hornlykkju eins og áður, fitjið upp 46-48-50-52-56-58 nýjar lykkjur á prjóninn fyrir handveg, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki B, aukið út á undan hornlykkju eins og áður, haldið áfram með A.4A og A.4B á milli prjónamerkis B og C eins og áður, aukið út á eftir hornlykkju eins og áður, prjónið sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru, fitjið upp 46-48-50-52-56-58 nýjar lykkjur fyrir handveg, aukið út á undan hornlykkju eins og áður, setjið til baka lykkju frá nælu á prjóninn og prjónið þá lykkju snúna slétt = 251-257-263-269-275-281 lykkjur á prjóni. Prjónið til baka frá röngu og fitjið JAFNFRAMT upp 1 nýja lykkju í hvorri hlið (= kantlykkja) = 253-259-265-271-277-283 lykkjur á prjóni. FRAM- OG BAKSTYKKI: Haldið svona áfram fram og til baka á hringprjóna eins og áður, þ.e.a.s. í næstu umferð er prjónað frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið hornlykkju snúna slétt, aukið út á eftir hornlykkju, prjónið sléttprjón fram að hornlykkju við prjónamerki B, aukið út á undan hornlykkju, haldið áfram með A.4A og A.4B á milli prjónamerkis B og C (útaukningar eins og áður), aukið út á eftir hornlykkju, prjónið sléttprjón fram að hornlykkju við prjónamerki D, aukið út á undan hornlykkju, prjónið hornlykkjuna snúnar slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið brugðið til baka frá röngu, en kantlykkja í hvorri hlið er prjónuð slétt og 4 hornlykkjur eru prjónaðar snúnar brugðið eins og áður. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist ca 51-53-55-57-59-61 cm frá hnakka og niður – endið eftir 1 umferð frá röngu. Ef prjónfestan passar á hæðina þá eru nú ca 349-373-379-385-409-415 lykkjur á prjóni. Setjið lykkjur á milli prjónamerkis B og C (meðtaldar hornlykkjur) á band (= ca 129-139-141-143-151-153 lykkjur meðfram neðri kanti á peysu). Aðrar lykkjur á milli prjónamerkis C og til og með prjónamerkis D eru settar á annan þráð (= ca 110-117-119-121-129-131 lykkjur á hægra framstykki). VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið nú 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið yfir lykkjur frá og með prjónamerki A og fram að prjónamerki B þannig (fyrsta umferð = rétta): 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið hornlykkju snúna slétt, aukið út á eftir hornlykkju eins og áður, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið sléttprjón til baka frá röngu, hornlykkjan snúin brugðið og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Snúið stykkinu, prjónið eins og áður þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu eins og áður. Haldið svona áfram með að prjóna yfir 1 lykkju færri við prjónamerki B í hvert skipti sem snúið er við þar til stykkið mælist ca 37-41-45-49-53-57 cm frá prjónamerki (endið eftir 1 umferð frá röngu). Setjið allar lykkjur á vinstra framstykki á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á milli prjónamerkis C og D á hringprjóna 3. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT og prjónið þannig (fyrsta umferð = rétta): Prjónið sléttprjón fram að hornlykkju, aukið út á undan hornlykkju eins og áður, prjónið hornlykkju snúna slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Snúið stykkinu, prjónið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni, hornlykkju snúna brugðið og sléttprjón þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá réttu í sléttprjóni, útaukning á undan hornlykkju, hornlykkja snúin slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Snúið, prjónið frá röngu þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið frá réttu eins og áður. Haldið svona áfram með að prjóna yfir 1 lykkju færri við prjónamerki C í hvert skipti sem snúið er við þar til stykkið mælist ca 37-41-45-49-53-57 cm frá prjónamerki (endið eftir 1 umferð frá röngu). KANTUR MEÐ GARÐAPRJÓNI: Setjið lykkjur meðfram hægra framstykki, neðri kantur og vinstra framstykki á sama hringprjón 2,5 = ca 467-505-523-541-579-597 lykkjur. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjóna 3 og fellið af, en til að affellingarkanturinn verði ekki stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 6. hverri lykkju jafnframt er fellt af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). KANTUR Í HÁLSMÁLI OG AÐ FRAMAN: Prjónið kant efst á stykkinu upp meðfram hægra framstykki, yfir lykkjur aftan við hnakka og síðan niður meðfram vinstra framstykki þannig: Prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni ca 307-331-355-379-403-427 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði) á hringprjóna 3 (ef prjónaðar eru upp fleiri/færri lykkjur er lykkjufjöldinn jafnaður út í réttan lykkjufjölda í fyrstu umferð). Prjónið 3 sléttar umferðir fram og til baka. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.5A þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.5B (= 1 lykkja) og endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.6A (= 5 lykkjur), endurtakið A.6B þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni (= 37-40-43-46-49-52 mynstureiningar 8 lykkjur), prjónið A.6C (= 4 lykkjur) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til allur kanturinn mælist ca 18-18-18-22-22-22 cm – endið eftir eina heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur og fellið af, en til að affellingarkanturinn verði ekki stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar auknar hafa verið út nægilega margar lykkjur. Fitjið upp 49-49-49-57-57-57 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið þannig: A.6A (= 5 lykkjur), endurtakið A.6B yfir næstu 40-40-40-48-48-48 lykkjur (= 5-5-5-6-6-6 mynstureiningar 8 lykkjur), endið með A.6C (= 4 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist ca 12 cm – stillið af eftir eina heila mynstureiningu á hæðina, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-5-7-1-3-5 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING-1 = 52-54-56-58-60-62 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5, prjónið 4 umferðir garðaprjón hringinn. Prjónið síðan A.5A hringinn. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka er skipt yfir á sokkaprjóna 3. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.7 (= 3 lykkjur), 23-24-25-26-27-28 lykkjur sléttprjón, A.7 (= 3 lykkjur) og 23-24-25-26-27-28 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur í sléttprjóni og A.7 mitt ofan á og mitt undir ermi. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING-2. Aukið svona út alls 17-19-20-20-22-23 sinnum í S: Með 2 cm millibili, í M, L og XL: Til skiptis 2 og 1½ cm millibili og í XXL og XXXL: Með 1½ cm millibili = 86-92-96-98-104-108 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 50-51-52-51-52-52 cm prjónið ermakúpu fram og til baka á stutta hringprjóna JAFNFRAMT er fellt af í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2 sinnum. Fellið síðan af 2 lykkju í hvorri hlið þar til stykkið mælist 53-54-55-55-56-56 cm, fellið síðan af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, ermin mælist ca 54-55-56-56-57-57 cm. Prjónið aðra ermi alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið ermar í. Notið endann á þræðinum frá byrjun á stykki til að sauma lítil spor upp og niður í kringum gatið í miðju á ferning. Herðið á þræðinum og dragið gatið saman og festið enda. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #altaircardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.