Asta Istola skrifaði:
Mycket rolig och intressant mönster :) 👍🏽
29.01.2019 - 23:43
Jenny Crawley skrifaði:
You said " only 1 stitch towards bottom edge (marker B) every other row until piece measures 37-57 cm (see size) from. . . " how can this reduce the stitch count by 2? I have already worked out I need to decrease by 2 and am progressing, but the instructions are confusing.
08.10.2018 - 20:35
Jenny Crawley skrifaði:
But the pattern says: ". Continue like this by working 1 stitch less towards marker thread B on every turn until piece measures approx. 37-41-45-49-53-57 cm from marker (finish after 1 row from wrong side). Put all stitches on left front piece on a stitch holder. " How do you decrease by 2 stitches when the pattern says 1 stitch less, not 2?
08.10.2018 - 11:20DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Crawley, you first slip 1 st 1 time, then 2 sts then only 1 stitch towards bottom edge (marker B) every other row until piece measures 37-57 cm (see size) from marker. Happy knitting!
08.10.2018 - 14:12Jenny Crawley skrifaði:
I'm sorry but your reply to my question does not help. The diagram clearly show the side pieces getting narrower but the instructions will keep a constant number of stitches on the needle and produces a rectangle, not the shape on the diagram. The lower edge needs to decrease more than one stitch every other row to get that shape.
05.10.2018 - 19:22DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Crawley, you will continue increasing as before but at the same time work short rows (= leaving 2 ss unworked towards bottom edge of the jacket), so that you should get the shape as shown in the chart = less rows worked towards the bottom of the jacket and more rows worked towards the top of the jacket. Happy knitting!
08.10.2018 - 07:55
Jenny Crawley skrifaði:
How can I achieve the shape for the side pieces (which appear to get narrower) when the instructions state to increase 1stitch at one end and turn the work 1stitch before the end of the row, which, surely keeps the number of stitches being worked constant?
04.10.2018 - 00:41DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Crawley, you continue increasing on the corner as before, but at the same time, work 2 sts then only 1 st less toward marker-B every other row, this way you will get the shape shown in the chart. You willl then work later an edge in garter stitch along right front piece, bottom of back piece and left piece. Happy knitting!
04.10.2018 - 10:17
Paula skrifaði:
Hallo! Ich habe ein Problem: Wie breit in cm ist die Breite des Rückens zw. den beiden Armlöchern, damit ich die richtige Größe auswählen kann. Meine Maschenprobe für (‚Safran‘) stimmt entw. bei den Maschen od. den Reihen. Das Foto zeigt überschnittene Schultern, doch z.B. 37 cm Viereck + etwas glatt rechts an beiden Rändern erscheinen mir viel zu schmal dafür. Wo ist mein Denkfehler?
15.02.2018 - 12:46DROPS Design svaraði:
Liebe Paula, Rückenteil ist - wie in der Skizze - oben zwischen Ärmel 37 cm in der 1. Größe (von Schulter bis Schulter). Viel Spaß beim stricken!
15.02.2018 - 16:08
Alicja skrifaði:
Witam, w schemacie A.3B jest błąd, w ostatnim rzędzie wyrabiania splotu, na brzegach schematu: początek rzędu powinien być 1 o. prawe, narzut, zdjąć 1 oczko jak do przerobienia na prawo, 1 oczko prawe, przełożyć oczko zdjęte nad przerobionym oczkiem. Na końcu rzędu: 2 o. razem na prawo, narzut, 1 o. prawe. pozdrawiam Alicja
02.10.2017 - 18:26DROPS Design svaraði:
Witaj Alicjo! Bardzo dziękujemy, korekta zgłoszona :) Pozdrawiamy!
15.12.2020 - 08:44
Anne skrifaði:
Venstre forstykke: Arbeidet måles fra merket. Men måles det i høyden ved å følge maskene rett opp, eller langs kanten der en øker? Blir forskjellige mål siden det skrår fordi man øker. Noen cm forskjell blir det etter hvordan en måler.
09.09.2017 - 21:08DROPS Design svaraði:
Hei Anne, Du måler rett opp ikke langs kanten du øker på. God fornøyelse!
11.09.2017 - 10:33
Sonja skrifaði:
Fort: Når man øker 6 masker på annen hver pinne er det enkel matte som sier at dette ikke går opp. Med en strikkefasthet på 32 omganger på 10 cm er 2 omganger bare 0,625 cm. 2 cm i høyden med økning på 6 masker annen hver omgang gir ca 36 masker. Derfor forskyver feilen seg. Jeg har strikket etter antall cm. Så får jeg se når jeg er ferdig. Men ellers, en nydelig jakke som jeg gleder meg til å bli ferdig med!
07.09.2017 - 17:26
Sonja Marie skrifaði:
Tror ikke dere skjønte hva jeg mente. Jeg strikker med riktig garn og strikkefastheten er riktig. Men det står at arbeidet skal måle 53 cm i str M og det da er ca 373 masker på pinnen. Samtidig skal str L måle 55 cm og da være ca 379 masker på pinnen. Altså 2 cm mer, men bare 6 masker mer.
07.09.2017 - 17:07DROPS Design svaraði:
Hei Sonja Marie, Antall masker gir forskjell i bredden. Lengden er endret ved antall rader/omganger, så forskjell i lengden har ingenting med antall masker å gjøre. Håper dette hjelper og god fornæyelse!
08.09.2017 - 08:57
Altair#altaircardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð ferhyrnd peysa með gatamynstri á baki úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 177-32 |
||||||||||||||||||||||||||||
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 49 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d.3) = 16,3. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 16. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um miðju undir ermi): Aukið út hvoru megin við 5 miðju lykkjur undir ermi þannig: Byrjið 1 lykkju á undan A.7, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, A.7, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ---------------------------------------------------------- FRAM- OG BAKSTYKKI: Peysan er prjónuð eins og ferningur frá miðju að aftan og út. Prjónað er í hring á sokkaprjóna. Skipt er yfir á hringprjón eftir þörf. Þegar ferningurinn hefur verið prjónaður til loka er prjónað niður yfir bakstykki og út að hvorri hlið á framstykki. Að lokum er prjónaður samfelldur kantur í hálsmáli/framstykki áður en ermar eru prjónaðar. FERNINGUR: Fitjið upp 8 lykkjur á 1 st sokkaprjón nr 3 með BabyAlpaca Silk (hafið endann ca 20 cm, það á að nota hann við frágang). UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið allar lykkjur brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): * Prjónið 1 lykkju snúna slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 16 lykkjur. Skiptið lykkjum á 4 sokkaprjóna nr 3 með 4 lykkjur á hverjum prjóni (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju á fyrsta sokkaprjón (= prjónamerki A = byrjun á umferð), setjið að auki 1 prjónamerki í fyrstu lykkju á hverjum og einum af 3 næstu sokkaprjónum (= prjónamerki B, prjónamerki C og prjónamerki D). Nú er 1 prjónamerki í hverju horni – látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið í hring þannig: A.1 (= 4 lykkjur), A.2 (= 4 lykkjur), A.1 (= 4 lykkjur) og A.2 (= 4 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað yfir lykkjur á milli prjónamerkis B og C og prjónamerkis D og A þannig: Prjónið A.3A (= 21 lykkjur), A.3B (= 27 lykkjur) og síðan A.3C (= 20 lykkjur). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er A.1 einnig lokið á hæðina og það eru 308 lykkjur í umferð í öllum stærðum (67 lykkjur á milli prjónamerkis A og B og á milli prjónamerkis C og D, 85 lykkjur á milli prjónamerkis B og C og á milli prjónamerkis D og A og 4 hornlykkjur). Prjónið nú í hring í sléttprjóni með A.4 einungis á milli prjónamerkis B og C þannig: Prjónið hornlykkjur snúnar slétt, aukið út með því að slá uppá prjóninn, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki B, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.4A (= 42 lykkjur – útaukning á undan hornlykkjum eru teiknaðar inn í mynsturteikningu), prjónið hornlykkjur snúnar slétt, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki D, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, prjónið hornlykkjur snúnar slétt, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki A og aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn = 316 lykkjur í umferð í öllum stærðum. Haldið svona áfram með útaukningu við hornlykkjur í annarri hverri umferð þar til prjónaðar hafa verið alls 2-4-6-8-10-12 umferðir í A.4 (útauknar lykkjur eru alltaf prjónaðar í sléttprjóni). Nú eru 316-324-332-340-348-356 lykkjur í umferð. HANDVEGUR: Prjónið nú fram og til baka á hringprjóna, en ekki er prjónað yfir lykkjur upp við hnakka (þ.e.a.s. á milli prjónamerkis D og A). Byrjið frá réttu við prjónamerki A (= vinstri öxl að aftan), prjónið hornlykkjur snúnar slétt eins og áður, fellið LAUST af næstu 46-48-50-52-56-58 lykkjur fyrir handveg, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki B, aukið út á undan hornlykkju eins og áður, haldið áfram A.4A og A.4B á milli prjónamerkis B og C eins og áður, prjónið hornlykkjur snúnar slétt, aukið út á eftir hornlykkjum eins og áður, prjónið sléttprjón þar til eftir eru 46-48-50-52-56-58 lykkjur á undan prjónamerkis D, fellið laust af næstu 46-48-50-52-56-58 lykkjur fyrir handveg og prjónið hornlykkjur snúnar slétt eins og áður. Þær 87-89-91-93-95-97 lykkjur sem eftir eru á milli prjónamerkis D og prjónamerkis A (= upp við hnakka) eru settar á band. Klippið frá þráðinn sem prjónað er með og setjið síðan hornlykkju við prjónamerki A og prjónamerki D á sitt hvora nælu. Byrjið frá röng og prjónið fram og til baka eins og áður yfir þessar lykkjur í sléttprjóni, A.4A og A.4B á milli prjónamerkis B og C niður á baki og útaukning hvoru megin við 2 hornlykkjur (í hverri umferð frá réttu) þar til prjónaðar hafa verið alls 7 umferðir á eftir affellingu fyrir handveg og síðasta umferð er prjónuð frá röngu, klippið frá – ATH: Gatamynstur í A.4 er prjónað eins og útskýrt er í mynsturteikningu og endurtakið niður yfir bak til loka, þ.e.a.s. sjálft gatamynstrið nær yfir jafn margar lykkjur allan tímann, en það verða fleiri og fleiri lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið við hornlykkjur. Setjið til baka lykkju frá nælu við prjónamerki A á prjóninn. Prjónið þessa lykkju snúna slétt, aukið út á eftir hornlykkju eins og áður, fitjið upp 46-48-50-52-56-58 nýjar lykkjur á prjóninn fyrir handveg, prjónið sléttprjón fram að prjónamerki B, aukið út á undan hornlykkju eins og áður, haldið áfram með A.4A og A.4B á milli prjónamerkis B og C eins og áður, aukið út á eftir hornlykkju eins og áður, prjónið sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru, fitjið upp 46-48-50-52-56-58 nýjar lykkjur fyrir handveg, aukið út á undan hornlykkju eins og áður, setjið til baka lykkju frá nælu á prjóninn og prjónið þá lykkju snúna slétt = 251-257-263-269-275-281 lykkjur á prjóni. Prjónið til baka frá röngu og fitjið JAFNFRAMT upp 1 nýja lykkju í hvorri hlið (= kantlykkja) = 253-259-265-271-277-283 lykkjur á prjóni. FRAM- OG BAKSTYKKI: Haldið svona áfram fram og til baka á hringprjóna eins og áður, þ.e.a.s. í næstu umferð er prjónað frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið hornlykkju snúna slétt, aukið út á eftir hornlykkju, prjónið sléttprjón fram að hornlykkju við prjónamerki B, aukið út á undan hornlykkju, haldið áfram með A.4A og A.4B á milli prjónamerkis B og C (útaukningar eins og áður), aukið út á eftir hornlykkju, prjónið sléttprjón fram að hornlykkju við prjónamerki D, aukið út á undan hornlykkju, prjónið hornlykkjuna snúnar slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið brugðið til baka frá röngu, en kantlykkja í hvorri hlið er prjónuð slétt og 4 hornlykkjur eru prjónaðar snúnar brugðið eins og áður. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist ca 51-53-55-57-59-61 cm frá hnakka og niður – endið eftir 1 umferð frá röngu. Ef prjónfestan passar á hæðina þá eru nú ca 349-373-379-385-409-415 lykkjur á prjóni. Setjið lykkjur á milli prjónamerkis B og C (meðtaldar hornlykkjur) á band (= ca 129-139-141-143-151-153 lykkjur meðfram neðri kanti á peysu). Aðrar lykkjur á milli prjónamerkis C og til og með prjónamerkis D eru settar á annan þráð (= ca 110-117-119-121-129-131 lykkjur á hægra framstykki). VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið nú 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið yfir lykkjur frá og með prjónamerki A og fram að prjónamerki B þannig (fyrsta umferð = rétta): 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið hornlykkju snúna slétt, aukið út á eftir hornlykkju eins og áður, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið sléttprjón til baka frá röngu, hornlykkjan snúin brugðið og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Snúið stykkinu, prjónið eins og áður þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu eins og áður. Haldið svona áfram með að prjóna yfir 1 lykkju færri við prjónamerki B í hvert skipti sem snúið er við þar til stykkið mælist ca 37-41-45-49-53-57 cm frá prjónamerki (endið eftir 1 umferð frá röngu). Setjið allar lykkjur á vinstra framstykki á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á milli prjónamerkis C og D á hringprjóna 3. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT og prjónið þannig (fyrsta umferð = rétta): Prjónið sléttprjón fram að hornlykkju, aukið út á undan hornlykkju eins og áður, prjónið hornlykkju snúna slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Snúið stykkinu, prjónið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni, hornlykkju snúna brugðið og sléttprjón þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá réttu í sléttprjóni, útaukning á undan hornlykkju, hornlykkja snúin slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Snúið, prjónið frá röngu þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið frá réttu eins og áður. Haldið svona áfram með að prjóna yfir 1 lykkju færri við prjónamerki C í hvert skipti sem snúið er við þar til stykkið mælist ca 37-41-45-49-53-57 cm frá prjónamerki (endið eftir 1 umferð frá röngu). KANTUR MEÐ GARÐAPRJÓNI: Setjið lykkjur meðfram hægra framstykki, neðri kantur og vinstra framstykki á sama hringprjón 2,5 = ca 467-505-523-541-579-597 lykkjur. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjóna 3 og fellið af, en til að affellingarkanturinn verði ekki stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 6. hverri lykkju jafnframt er fellt af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). KANTUR Í HÁLSMÁLI OG AÐ FRAMAN: Prjónið kant efst á stykkinu upp meðfram hægra framstykki, yfir lykkjur aftan við hnakka og síðan niður meðfram vinstra framstykki þannig: Prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni ca 307-331-355-379-403-427 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði) á hringprjóna 3 (ef prjónaðar eru upp fleiri/færri lykkjur er lykkjufjöldinn jafnaður út í réttan lykkjufjölda í fyrstu umferð). Prjónið 3 sléttar umferðir fram og til baka. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.5A þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.5B (= 1 lykkja) og endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.6A (= 5 lykkjur), endurtakið A.6B þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni (= 37-40-43-46-49-52 mynstureiningar 8 lykkjur), prjónið A.6C (= 4 lykkjur) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til allur kanturinn mælist ca 18-18-18-22-22-22 cm – endið eftir eina heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur og fellið af, en til að affellingarkanturinn verði ekki stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar auknar hafa verið út nægilega margar lykkjur. Fitjið upp 49-49-49-57-57-57 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið þannig: A.6A (= 5 lykkjur), endurtakið A.6B yfir næstu 40-40-40-48-48-48 lykkjur (= 5-5-5-6-6-6 mynstureiningar 8 lykkjur), endið með A.6C (= 4 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist ca 12 cm – stillið af eftir eina heila mynstureiningu á hæðina, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-5-7-1-3-5 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING-1 = 52-54-56-58-60-62 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5, prjónið 4 umferðir garðaprjón hringinn. Prjónið síðan A.5A hringinn. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka er skipt yfir á sokkaprjóna 3. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.7 (= 3 lykkjur), 23-24-25-26-27-28 lykkjur sléttprjón, A.7 (= 3 lykkjur) og 23-24-25-26-27-28 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur í sléttprjóni og A.7 mitt ofan á og mitt undir ermi. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING-2. Aukið svona út alls 17-19-20-20-22-23 sinnum í S: Með 2 cm millibili, í M, L og XL: Til skiptis 2 og 1½ cm millibili og í XXL og XXXL: Með 1½ cm millibili = 86-92-96-98-104-108 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 50-51-52-51-52-52 cm prjónið ermakúpu fram og til baka á stutta hringprjóna JAFNFRAMT er fellt af í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2 sinnum. Fellið síðan af 2 lykkju í hvorri hlið þar til stykkið mælist 53-54-55-55-56-56 cm, fellið síðan af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, ermin mælist ca 54-55-56-56-57-57 cm. Prjónið aðra ermi alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið ermar í. Notið endann á þræðinum frá byrjun á stykki til að sauma lítil spor upp og niður í kringum gatið í miðju á ferning. Herðið á þræðinum og dragið gatið saman og festið enda. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #altaircardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.