LE BERRE skrifaði:
Quelle type de laine me conseillez vous pour un modèle plus printanier et coloré pour une petite fille de 6 ans. Merci de votre réponse. Cordialement
22.02.2017 - 17:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Madame Le Berre, vous avez plusieurs alternatives pour remplacer 2 fils du groupe A tricotés ensemble, je vous invite à consulter cette page pour en savoir plus. Votre magasin DROPS saura vous aider pour les couleurs si besoin. Bon tricot!
23.02.2017 - 09:40
Nel Oudijk skrifaði:
Kan dit leuke vestje ook op gewone breinaalden worden gebreid?
12.10.2016 - 12:19DROPS Design svaraði:
Hoi Nel. Ja, je breit heen en weer op de rondbreinaalden, dus het is ook mogelijk op rechte naalden als je ruimte genoeg hebt voor alle steken.
12.10.2016 - 12:24
Sailler Marie-Hélène skrifaði:
Un grand merci pour vos précisions !
11.10.2016 - 18:52
SAILLER Marie-Héléne skrifaði:
Bonjour. Pour la taille 7/8 ,pour le devant droit, il est dit de commencer la manche à 23 cm de hauteur, et dans le diagramme, il est indiqué 38 cm. Quelle est la bonne hauteur: 23 ou 38 ? Merci de me renseigner.
11.10.2016 - 09:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Sailler, la manche commence bien à 23 cm de hauteur totale, dans le diagramme, les 38 cm correspondent à la hauteur totale, soit 23 cm avant la manche + 15 cm d'emmanchure = 38 cm de hauteur totale. Bon tricot!
11.10.2016 - 11:07
Tamara Brander skrifaði:
Kan dit patroon ook gebreid worden zonder de kid sik garen en wat verandert er dan als je het met een draad breid?
31.08.2016 - 21:15DROPS Design svaraði:
Hoi Tamara. Je kan de Kid-Silk vervangen door nog een draad Alpaca. Brei je met 1 draad verandert de stekenverhouding.
01.09.2016 - 12:16
Titania#titaniacardigan |
|
|
|
Prjónuð vafningspeysa í garðaprjóni úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stærð börn 3-12 ára
DROPS Children 27-13 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið l innan við 4 l við miðju að framan (= innan við picotkant). Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á eftir 4 l þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið l á undan 4 l þannig: Prjónið 2 l slétt saman. PICOTKANTUR (prjónaður fram og til baka): HÆGRA FRAMSTYKKI: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sl þar til 4 l eru eftir, þær eru prjónaðar þannig: 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, í hvora af síðustu 2 lykkjjum eru prjónaðar 2 lykkjur = 2 nýjar l á prjóni. UMFERÐ 3 (= rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 1 l sl, steypið öftustu l á hægri prjóni yfir fremstu l, nú hefur verið fækkað um 2 l – prjónið nú sl út umf. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umf 1 til 4. VINSTRA FRAMSTYKKI: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl þar til 4 l eru eftir, þær eru prjónaðar þannig: 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, í hvora af síðustu 2 lykkjum eru prjónaðar 2 lykkjur = 2 nýjar l á prjóni UMFERÐ 2 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 1 l sl og steypið öftustu l á hægri prjón yfir fremstu l, fækkað hefur verið um 2 l – prjónið nú sl út umf. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umf 1 til 4. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: -------------------------------------------------------- PEYSA: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á öðru framstykkinu, fitjið upp l fyrir ermi og prjónið upp að öxl. Prjónið hitt framstykkið, tengið saman 2 framstykkin og prjónið niður yfir bakstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið LAUST upp 44-46-50-52-54 l á hringprjóna nr 5 með einu þræði Kid-Silk og einu þræði Alpaca (= 2 þræðir) og prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (1. umf = rétta). Prjónið picotkant yfir 4 síðustu l við miðju að framan (þ.e.a.s. fyrstu 4 l á prjóni). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Þegar stykkið mælist 3-5-6-9-10 cm – passið að næsta umf sé prjónuð frá réttu, fækkið um 1 l innan við picotkant í byrjun umf – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í hverjum cm 24-24-27-28-29 sinnum til viðbótar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-20-23-26-27 cm fitjið upp nýja l í lok umf í hlið fyrir ermi þannig: 5-4-4-4-4 l alls 5-7-9-9-11 sinnum og síðan 25-28-27-30-28 l 1 sinni. Eftir allar útaukningar og úrtökur eru 69-77-85-89-96 l á prjóni fyrir öxl/ermi. Haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist 30-34-38-42-44 cm. Setjið 1 prjónamerki = mitt ofan á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 2 cm frá prjónamerki, endið með 1 umf slétt frá röngu. Setjið allar l á þráð. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd, þ.e.a.s. að l er fækkað fyrir hálsmáli innan við picotkant í lok umf frá réttu (í stað byrjun umf frá réttu). BAKSTYKKI: Prjónið inn vinstra framstykki á hringprjóna (= sl frá réttu), fitjið upp 16-16-18-18-20 nýjar l (= aftan við hnakka) og prjónið inn hægra framstykki á hringprjóna (= sl frá réttu) = 154-170-188-196-212 l. NÚ ER STYKKIÐ MÆLT FRÁ PRJÓNAMERKI Á ÖXLUM. Haldið áfram í garðaprjóni fram og til baka. Þegar stykkið mælist 9-9-9-10-10 cm fellið af erma-l þannig: Fellið af í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: 25-28-27-30-28 l 1 sinni og 5-4-4-4-4 l alls 5-7-9-9-11 sinnum = 54-58-62-64-68 l á prjóni. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 30-34-38-42-44 cm – leggið stykkið saman tvöfalt við prjónamerki á öxlum og athugið að framstykki og bakstykki séu jafn löng – fellið síðan laust af. FRÁGANGUR: Saumið hliðar- og ermasauma kant í kant yst í lykkjubogana. SNÚRA: Þar sem l var fækkað við hálsmál á hægra framstykki er hekluð snúra með 1 þræði af hvorri tegund með heklunál nr 5 þannig: 1 fl í hornið, heklið síðan ll í ca 20-25 cm, snúið við og heklið 1 kl í hverja ll til baka. Heklið eina snúru til viðbótar alveg eins utanverðu við sauminn á vinstri hlið – passið uppá að snúran verði í sömu hæð og á framstykki. Heklið síðan 1 alveg eins snúru innan við sauminn á hægri hlið þar sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjar á vinstri hlið – passið uppá að snúran verði í sömu hæð á öllum stöðum. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #titaniacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 27-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.