Camée skrifaði:
Bonjour, dans l'âge 5 - 6 ans, j'arrive à seulement 12 répétitions du motif par rang..j'ai bien vérifié et fait exactement ce qui est écrit mais au total, il me manquait 28 mailles au total. j'arrive donc à 12 motifs avec 196 mailles.. Où est mon erreur SVP. merci
01.07.2019 - 13:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Camée, en taille 5/6 ans, vous avez 84 m après les côtes du col, soit 14 motifs de 6 mailles = 84 mailles, quand A.1 est terminé en hauteur, vous avez 16 mailles dans chaque A.1 soit 14 motifs x 16 mailles = 224 mailles. Bon tricot!
01.07.2019 - 14:26
Christine Sabatier skrifaði:
Bonjour, il est écrit pour le Dos &Devant "... mesurer maintenant à partir d'ici" et quelques lignes plus bas dans le même paragraphe "A 29-34-38-42-46 cm de hauteur totale, répartir 0-2-0-2-0 diminution." Pour moi la hauteur totale, c'est à partir du début de l'ouvrage, donc des côtes. Que faut-il comprendre ? Merci pour la réponse.
30.05.2019 - 20:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Sabatier, la hauteur totale est ici à partir de la séparation de l'ouvrage, elle correspond ici à la partie entre la fin des emmanchures et la fin (proche) de la robe. Bon tricot!
31.05.2019 - 09:35
Mc skrifaði:
Bonjour, Je ne vois pas d'explications au sujet des diminutions des manches, celles qui se font de part et d'autre du marqueur. Faut il prendre 2 mailles ensemble avant le marqueur, puis une maille coulée, une maille tricotée et repasser par dessus la maille coulée ?
01.03.2019 - 13:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Mc, tout à fait vous diminuez 2 mailles, 1 de chaque côté du marqueur: tricotez jusqu'à ce qu'il reste 2 m avant le marqueur du début du tour, 2 m ens à l'end, marqueur, glissez 1 m à l'end, 1 m end, passez la m glissée par-dessus la m tricotée. Bon tricot!
01.03.2019 - 14:54
Nikole skrifaði:
Hallo Drops Team, ich hab 92 Maschen für Größe 7/8 angeschlagen und dann auf 90 abgenommen. Wie bekommen ich 15 x den Rapport in die Breit und wie nehme ich zu, sodass ich auf 240 M komme?? ich habe schon 3x neu angefangen aber immer das selbe Problem
22.02.2019 - 16:57DROPS Design svaraði:
Liebe Nikole, Sie stricken jetzt A.1 (= 6 Maschen bei der 1. Runde) 15 x in der Breite (in der Runde), in A.1 werden Sie mit Umschläge abwechlungsweise am Anfang und am Ende jedes A.1 zunehmen, wenn A.1 fertig ist, haben Sie 16 M in jedem A.1 = 16 Maschen x 15 = 240 M. Viel Spaß beim stricken!
25.02.2019 - 07:55
Mc skrifaði:
Bonjour et merci pour votre réponse. Pouvez vous me dire à quelle niveau des explications figurent cette indication. Aurai je tronqué mon texte en l'imprimant ?
01.02.2019 - 10:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Mc, c'est indiqué au début du DOS & DEVANT: Placer maintenant 6 marqueurs ainsi: le 1er marqueur au début du tour (= côté).... Bon tricot!
01.02.2019 - 14:36
Mc skrifaði:
Problème au niveau de la pose des marqueurs en débutant la partie dos devant. Pourquoi le 1er marqueur indique le "côté," alors que le tour démarre au demi dos ? Faut il inclure les mailles des manches lorsqu'on compte les mailles pour poser les marqueurs ? merci
30.01.2019 - 17:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mc, le début des tours sur l'empiècement se trouve au milieu dos, mais pour le bas de la robe (dos & devant), on commence sur le côté, au milieu des 6 nouvelles mailles montées sous les manches. Dans cette section, les mailles des manches ont été mises en attente, on tricote la partie sous les manches jusqu'en bas de la robe. Bon tricot!
31.01.2019 - 09:21
Mc skrifaði:
Bonjour, Je profite de cet échange pour vous remercier pour la rapidité avec laquelle vous répondez à mes nombreuses questions. En voici une autre : depuis 2 jours, je n'ai plus accès à "mes favoris" sur votre site et de plus, lorsque j'aimerais sélectionner un modèle je ne vois plus "ajouter à vos favoris ! Que se passe t il ?
17.01.2019 - 10:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Mc, cette fonctionnalité a été momentanément désactivée, mais sera de nouveau disponible très bientôt, merci pour votre patience, bonne continuation!
17.01.2019 - 15:14
Mc skrifaði:
Bonjour, Le diagramme se lit et s'exécute de bas en haut ? La partie basse étant la plus proche du col ? Merci
15.01.2019 - 14:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mc, tout à fait, les diagrammes se lisent de bas en haut, en commençant en bas à droite et on lit de droite à gauche tous les tours. le 1er rang des diagrammes est ainsi le plus près du bord du col. Bon tricot!
15.01.2019 - 16:47
Mc skrifaði:
Bonjour, Je tricote le modèle 3/4 ans, je monte donc 84 mailles, on me dit d'ajuster le nombre de mailles à 78, cela signifie qu'il faut réaliser 6 diminutions, j'ai bien compris ? Merci
13.01.2019 - 14:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mc, tout à fait, vous allez répartir 6 diminutions au tour suivant pour qu'il reste 78 m à la fin de ce tour. Cette leçon explique comment répartir des diminutions. Bon tricot!
14.01.2019 - 11:35
Jinky skrifaði:
Hi, May I know what are the sizes for this nordic dress? Thanks so much. My daughter has a chest size between 26 - 26 1/2 inches, what can size should I follow? Thank you.
07.01.2019 - 16:28DROPS Design svaraði:
Dear Jinky, you will find all finished measurements taken flat from side to side in the chart below, ie for example to this dress, 34 cm x 2 = 68 cm = 26.77 inches. Read more about sizing and convert into inches here. Happy knitting!
08.01.2019 - 08:18
Forest Dance#forestdancedress |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll með norrænu mynstri úr DROPS Karisma. Stærð börn 3-12 ára
DROPS Children 27-9 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið *, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað þá er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Notið e.t.v. grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 84-88-92-96-100 l á stutta hringprjóna nr 3,5 með litnum ljós perlugrár DROPS Karisma. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (= miðja að aftan). Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 3-3-4-4-5 cm (= kantur í hálsmáli). Skiptið yfir á stutta hringprjóna nr 4. Prjónið 1 umf slétt jafnframt er lykkjufjöldinn jafnaður út til 78-84-90-98-105 l. Prjónið nú upphækkun að aftan í sléttprjóni þannig: Prjónið 8 lykkjur slétt framhjá prjónamerki, snúið við, herðið á þræði og prjónið 16 lykkjur brugðið til baka, snúið við, herðið á þræði og prjónið 24 lykkjur slétt, snúið við, haldið áfram að prjóna yfir 8 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við og prjónað hefur verið yfir alls 48-48-64-64-80 lykkjur, snúið við og prjónið 1 umf slétt aftur fram að miðju að aftan. Prjónið síðan A.1 (= 13-14-15-14-15 mynstureiningar á breidd) – sjá mynstur fyrir rétta stærð! LESIÐ LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Skiptið yfir á lengri hringprjóna þegar nægilega margar lykkjur eru komnar. Þegar A.1 er lokið eru 208-224-240-252-270 lykkjur á prjóni. Prjónið síðan 0-0-1-0-1 cm með litnum ljós perlugrár. Stykkið mælist nú ca 15-15-16-17-18 cm fyrir miðju að framan (mælt án stroffs í hálsmáli). Stykkið er prjónað til loka með litnum ljós perlugrár og sléttprjóni. Fyrst er prjónuð 1 umferð þar sem aukið er út 4-4-4-12-10 lykkjur jafnt yfir í umferð = 212-228-244-264-280 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 31-33-35-37-39 lykkjur, setjið næstu 44-48-52-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið 62-66-70-74-78 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 44-48-52-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið 31-33-35-37-39 l. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-144-152-160-168 l. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið nú 6 prjónamerki í stykkið þannig: 1. prjónamerkið er sett í byrjun umferðar (= hlið), 2. prjónamerki er sett eftir 24-25-26-27-28 lykkjur, 3. prjónamerki er sett eftir 20-22-24-26-28 lykkjur, 4. prjónamerki er sett eftir 24-25-26-27-28 lykkjur (= hlið), 5. prjónamerki er sett eftir 24-25-26-27-28 lykkjur, 6. prjónamerki er sett eftir 20-22-24-26-28 lykkjur (nú eru 24-25-26-27-28 lykkjur eftir í umf, á eftir síðasta prjónamerki). Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út þannig: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 1. og 4. prjónamerki, aukið út um 1 lykkju á eftir 2. og 5. prjónamerki og 1 lykkju á undan 3. og 6. prjónamerki – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 8 lykkjur fleiri). Aukið út með 2-2½-2½-3-3 cm millibili alls 13-13-14-14-15 sinnum = 240-248-264-272-288 lykkjur. Þegar stykkið mælist 29-34-38-42-46 cm fækkið um 0-2-0-2-0 lykkjur jafnt yfir í umf = 240-246-264-270-288 lykkjur, prjónið síðan eftir A.1. Þegar A.2 hefur verið prjónað einu sinni á hæð eru 280-287-308-315-336 lykkjur í umf. Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið af. ERMI: Setjið inn lykkjur af öðrum þræðinum á sokkaprjóna nr 4, fitjið að auki upp 6 lykkjur mitt undir erminni (setjið 1 prjónamerki mitt í þessar lykkjur) = 50-54-58-64-68 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós perlugrár. Þegar ermin mælist 2 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkið. Endurtakið úrtöku með 4½-3½-4-3-3½ cm millibili alls 5-7-7-10-10 sinnum = 40-40-44-44-48 lykkjur. Þegar stykkið mælist 20-25-29-32-36 cm stillið lykkjufjöldann til 42-42-48-48-48 lykkjur. Prjónið A.3. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka einu sinni á hæð eru 49-49-56-56-56 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant neðst hringinn á kjólnum með heklunál nr 3,5 með litnum ljós grár þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í 1 loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir 2 eða 3 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun umferðar. Klippið og festið þráðinn. Heklið kant á sama hátt neðst í kringum ermar. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #forestdancedress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 27-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.