Zjiraffe skrifaði:
Beautiful pattern. However sleeves are quite tight, and body okay. I would rather take two more stiches at the sleeves and 2x 2 stiches less at the body. I think body-sleeves ratio would be better (size M).
01.10.2016 - 15:13
Gunda Poll skrifaði:
Einfach fantastisch, diese Kollektion, wo soll ich nur anfangen, eins schöner als das andere, herrlich, danke, tausendmal danke!!!
10.02.2016 - 09:19
Ute Berk skrifaði:
Superschön! Nur, wo finde ich die Anleitung?
02.02.2016 - 10:14
Valérie skrifaði:
L'idéal pour cache les rondeurs! Magnifique modèle tant pour son chic et da simplicité!
15.01.2016 - 14:02
ZULIAN EDITH skrifaði:
Confortable
03.01.2016 - 09:03
Schwetta skrifaði:
Très beau modèle ! Idéal pour une cérémonie
02.01.2016 - 23:22
Weimer Sandra skrifaði:
J'adorrrre ! simple et sobre
20.12.2015 - 12:44
Birgit Flatau skrifaði:
Tolles Modell
15.12.2015 - 14:46
Mette skrifaði:
Fin model i lækkert garn.
14.12.2015 - 00:02
Anne Forslund Jensen skrifaði:
Super sød model
12.12.2015 - 23:25
Dune#dunesweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk með öldumynstri og hringlaga berustykki. Prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 169-18 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.2. ÚTAUKNING-1: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt. ÚTAUKNING-2: Prjónið þar til 1 l er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 l sl (prjónamerki er staðsett á milli þessa l), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 l fleiri), prjónið þar til 2 l eru eftir á undan næsta prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= alls 4 l fleiri í umf). Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umf, það eiga að myndast göt. ÚRTAKA: Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan prjónamerki, prjónið næstu 2 l slétt saman, prjónið 2 l sl (prjónamerki er staðsett á milli þessa l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 126-130-138-138-148-156 l á hringprjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er aukið út um 0-5-15-24-23-33 l jafnt yfir í síðustu umf – LESIÐ ÚTAUKNING-1 = 126-135-153-162-171-189 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið A.1 (= 9 l) alls 14-15-17-18-19-21 sinnum á breiddina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 322-345-391-414-437-483 l í umf. Prjónið síðan mynstur á hæðina þannig: Endurtakið A.1b alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, endurtakið síðan A.1c alls 1 sinni, A.1d er endurtekið alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, A.1e er endurtekið alls 1 sinni, A.1f er endurtekið alls 0-0-1-1-1-2 sinnum = 378-405-459-486-513-567 l í umf. Stykkið mælist ca 18-18-20-21-23-24 cm á hæðina. Prjónið síðan þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 51-57-67-71-76-86 l (= hálft bakstykki) JAFNFRAMT er fækkað um 7-7-10-10-9-12 l jafnt yfir, setjið næstu 87-89-96-101-104-111 l á þráð (= ermi), fitjið upp 10 l undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja, sléttprjón yfir næstu 102-113-133-142-153-173 l (= framstykki) JAFNFRAMT er fækkað um 14-13-19-20-19-25 l jafnt yfir, setjið næstu 87-89-96-101-104-111 l á þráð (= ermi), fitjið upp 10 l undir ermi, setjið 1 prjónamerki á milli nýrra lykkja, sléttprjón yfir næstu 51-57-67-71-76-86 l (= hálft bakstykki) JAFNFRAMT er fækkað um 7-7-10-10-9-12 l jafnt yfir = 196-220-248-264-288-316 l (= 98-110-124-132-144-158 l á milli prjónamerkja). FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki í stykkið, HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón. Þegar prjónaðar hafa verið 3 umf í sléttprjóni er aukið út um 1 l hvoru megin við hvert prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING-2! Endurtakið útaukningu í 4. hverri umf þar til stykkið mælist 37-39-39-40-40-41 cm frá prjónamerki = ca 312-344-372-392-416-448 l alls (= ca 156-172-186-196-208-224 l á milli hverra prjónamerkja). Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5. Prjónið A.2 yfir allar l. Fellið af. Þegar stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm alls. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Setjið 87-89-96-101-104-111 l af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna nr 3 og fitjið að auki upp 10 nýjar l mitt undir ermi = 97-99-106-111-114-121 l í umf. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja. Prjónið sléttprjón og í fyrstu umf er fækkað um 15-13-14-15-14-15 l jafnt yfir = 82-86-92-96-100-106 l. Þegar stykkið mælist 3 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA, endurtakið úrtöku með 1½ cm millibili 10-11-13-12-12-12 sinnum til viðbótar = 60-62-64-70-74-80 l. Þegar stykkið mælist 26-26-25-25-24-23 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), skiptið yfir á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið A.2 yfir allar l. Fellið af. Stykkið mælist alls 29-29-28-28-27-26 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dunesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 169-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.