DROPS / 169 / 28

Dune Top by DROPS Design

Prjónaður DROPS toppur úr BabyAlpaca Silk með öldumynstri og hringlaga berustykki. Prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur nr bs-092
Garnflokkur A
----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS BABYALPACA SILK frá Garnstudio
300-350-350-400-450-500 g nr 1306, púðurbleikur

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 l x 32 umf með sléttprjóni eða 28 l með öldumynstri verði 10 cm á breiddina.
DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 2,5 – fyrir kant með garðaprjóni.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

70% Alpakka, 30% Silki
frá 787.00 kr /50g
DROPS BabyAlpaca Silk uni colour DROPS BabyAlpaca Silk uni colour 787.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4722kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 til A.2.

ÚTAUKNING-1:
Aukið út um 1 l með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til þess að koma í veg fyrir göt.

ÚTAUKNING-2:
Prjónið þar til 1 l er eftir á undan prjónamerki, sláið uppá prjóninn, 3 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), sláið uppá prjóninn (= 2 l fleiri), prjónið þar til 2 l eru eftir á undan næsta prjónamerki, sláið uppá prjóninn, 3 l sl, sláið uppá prjóninn (= alls 4 l fleiri í umf). Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umf, það eiga að myndast göt.
----------------------------------------------------------

BERUSTYKKI:
Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður.
Fitjið upp 126-130-138-138-148-156 á hringprjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, JAFNFRAMT er aukið út um 0-5-15-24-23-33 l jafnt yfir í síðustu umf – LESIÐ ÚTAUKNING-1 = 126-135-153-162-171-189 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið A.1 (= 9 l) alls 14-15-17-18-19-21 sinnum á breiddina.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar A.1a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 322-345-391-414-437-483 l á prjóni. Prjónið nú mynstur á hæðina þannig: Endurtakið A.1b alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, síðan er endurtekið A.1c alls 1 sinni, A.1d er endurtekið alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, A.1e er endurtekið alls 1 sinni, A.1f er endurtekið alls 0-0-1-1-1-2 sinnum = 378-405-459-486-513-567 l á prjóni. Stykkið mælist ca 18-18-20-21-23-24 cm á hæðina.
Prjónið síðan þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 51-57-67-71-76-86 l (= hálft bakstykki) JAFNFRAMT er fækkað um 7-7-10-10-9-12 l jafnt yfir, setjið næstu 87-89-96-101-104-111 l á band (= ermi), fitjið upp 10 l undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra l, sléttprjón yfir næstu 102-113-133-142-153-173 l (= framstykki) JAFNFRAMT er fækkað um 14-13-19-20-19-25 l jafnt yfir, setjið næstu 87-89-96-101-104-111 l á band (= ermi), fitjið upp 10 l undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra l, sléttprjón yfir næstu 51-57-67-71-76-86 l (= hálft bakstykki) JAFNFRAMT er fækkað um 7-7-10-10-9-12 l jafnt yfir = 196-220-248-264-288-316 l (= 98-110-124-132-144-158 l á milli prjónamerkja).

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Setjið 1 prjónamerki í stykkið, HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón. Þegar prjónaðar hafa verið 3 umf með sléttprjóni er aukið út um 1 l hvoru megin við hvert prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING-2! Endurtakið útaukningu í 4. hverri umf þar til stykkið mælist 37-39-39-40-40-41 cm frá prjónamerki = ca 312-344-372-392-416-448 l alls (= ca 156-172-186-196-208-224 l á milli hverra prjónamerkja). Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5. Prjónið A.2 yfir allar l. Fellið af. Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm alls.

KANTUR Á ERMUM:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Setjið 87-89-96-101-104-111 l af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjóna nr 3 og fitjið að auki upp 10 nýjar l mitt undir ermi = 97-99-106-111-114-121 l á prjóni. Prjónið sléttprjón og í fyrstu umf er fækkað um 15-13-14-15-14-15 l jafnt yfir = 82-86-92-96-100-106 l. Prjónið 6 umf sléttprjón. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af. Endurtakið í kringum hina ermina.

FRÁGANGUR:
Saumið saman op undir ermum.

Mynstur

= sl
= br
= 2 l slétt saman
= sláið uppá prjóninn á milli 2 l


Margit Nærdal 08.02.2017 - 20:38:

Hei, i stedet M skal A1b strikkes en eller to ganger?

DROPS Design 09.02.2017 kl. 14:25:

Hej Margit. Til str M skal du strikke A.1b én gang i höjden.

Patricia 12.06.2016 - 05:10:

Excelente la explicación del modelo. Trabajé en talla S y cambié un poco el cuerpo, dejándolo con menos amplitud y menos largo. Alargué las mangas a la altura del borde del ruedo. Quedó precioso. Muchas gracias.

Gabriella Moglia 05.03.2016 - 18:43:

Come faccio a sapere quale è la taglia che va bene per me? Nel modello che vorrei fare si può scegliere, per me ci vorrebbe, penso, la xl. Che circonferenza seno? Grazie

DROPS Design 05.03.2016 kl. 18:47:

Buonasera Gabriella, se scorre in fondo alla pagina delle spiegazioni c'è uno schema delle misure finite del modello nelle diverse taglie. Le confronti con un capo simile che ha già o con le sue misure per scegliere la taglia corretta. Buon lavoro!

Emilia 10.12.2015 - 18:08:

Älskar mönstret upptill, fräscht och lätt!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 169-28

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.