Coutarel skrifaði:
Ou ce trouvent les demies brides et picots ?
26.02.2016 - 14:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Coutarel, les picots (dernier symbole du diagramme) se font au dernier rang de A.3. Bon crochet!
02.03.2016 - 10:23
Coutarel skrifaði:
Au 3 è me rang il faut faire 3 brides avec 3 picots c' est bien ça ?
26.02.2016 - 12:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Courtarel, au 3ème rang de A.1, on a le 8ème symbole, soit 1 B autour de l'arceau, on va ainsi crocheter 3 B autour de chaque arceau d'1 ml du tour 2 - On trouve le symbole du picot (dernier symbole) au dernier rang de A.3 (1 rond (=1 picot) entre chaque B). Bon crochet!
26.02.2016 - 15:59
Maria Bækkelund skrifaði:
Mangler der ikke mønster på side 5?
18.02.2016 - 15:15DROPS Design svaraði:
Hej Maria. Hvilken del af mönstret mener du?
24.02.2016 - 17:06
Susanne Hill skrifaði:
Ein tolles shirt
17.12.2015 - 13:31
Michelle Winther skrifaði:
Extra fina kanter.
13.12.2015 - 14:35
Doris skrifaði:
Klasse Häkelshirt!
10.12.2015 - 13:55
Elvira#elviratop |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður toppur með hekluðum ferning úr DROPS Belle. Stærð S - XXL.
DROPS 168-11 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GALDRAHRINGUR: Til þess að koma í veg fyrir göt í miðju er heklað með þessari aðferð. Haldið í endann með vinstri hendi og gerið lykkju utan um vinstri vísifingur (frá vinstri að hægri). Haldið í lykkjuna með vinstri þumli og vísifingri. Stingið heklunálinni í gegnum lykkjuna, sækið þráðinn frá dokkunni, dragið þráðinn til baka í gegnum lykkjuna, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum l á heklunálinni = 1 fl , heklið 3 ll, heklið síðan 11 st um lykkjuna, endið með 1 kl í þriðju ll. Heklið síðan eins og útskýrt er frá í uppskrift – JAFNFRAMT er dregið í endann á þræðinum þannig að lykkjan dragist saman og gatið hverfi. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta fl í umf er skipt út fyrir 1 ll. Endið umf með einni kl í fyrstu ll. Fyrsta st í umf er skipt út fyrir 3 ll. Endið umf með einni kl í þriðju ll. Fyrsta tbst í umf er skipt út fyrir 4 ll. Endið umf með einni kl í fjórðu ll. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. 4-TBST: Bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum fyrsta st í umf og dragið þráðinn í gegnum fyrsta st, * bregðið þræðinum um heklunálina, dragið þráðinn í gegnum 2 næstu l á heklunálinni *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar = 1 l á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Toppurinn er heklaður í 2 stykkjum sem saumuð eru saman í hliðum og á öxlum, síðan er heklaður kantur neðst niðri. FRAMSTYKKI: Framstykkið er heklað í hring, síðan í ferhyrning frá miðju að framan. Gerið GALDRAHRINGUR með heklunál nr 4 með Belle - sjá útskýringu að ofan = 12 st um hringinn. Heklið síðan A.1, A.1 er heklað 3 sinnum utan um galdrahringinn. ATH! Keðjulykkja sem er útskýrð í byrjun á A.1 er hekluð í lok umf. LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 147 st í hringnum. Heklið síðan þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 st í hvern st, JAFNFRAMT er aukið út um 1 st = 148 st. UMFERÐ 2: Heklið * 1 fl í hvern af fyrstu 8 st, 1 hst í hvorn af næstu 2 st, 1 st í hvorn af næstu 2 st, 1 tbst í hvern af næstu 3 st, 1 3-tbst í hvern af næstu 3 st, 1 4-tbst – sjá útskýringu að ofan, í næsta st, 5 ll, 1 4-tbst í næsta st, 1 3-tbst í hvern af næstu 3 st, 1 tbst í hvern af næstu 3 st, 1 st í hvorn af næstu 2 st, 1 hst í hvorn af næstu 2 st, 1 fl í hvern af næstu 7 st *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar. UMFERÐ 3: Heklið 1 st í hverja l, um ll-bogann í hvert horn er hekla 3 st + 3 ll + 3 st = 172 st (= 43 st í hvorri hlið). Stærð S/M: Endið ferhyrning hér. UMFERÐ 4: Heklið 1 st í hverja l, um ll-boga í hverju horni er heklað 3 st + 3 ll + 3 st = 196 st (= 49 st í hvorri hlið). Stærð L/XL: Endið ferhyrning hér. UMFERÐ 5: Heklið 1 st í hverja l, um ll-boga í hverju horni er heklað 3 st + 3 ll + 3 st = 220 st (= 55 st í hvorri hlið). Stærð XL/XXL: Endið ferhyrning hér. Ferhyrningurinn mælist ca 28-30-32 cm. Klippið frá. Heklið nú meðfram hlið 2, 3 og 4 frá heklaða ferhyrningi (sjá mynsturteikningu): Byrjið í öðru horninu á ferningnum, heklið 3 st um ll-bogann, heklið 1 st í hvern st fram að næsta horni, heklið 3 st + 3 ll + 3 st, heklið 1 st í hvern st fram að næsta horni, heklið 3 st + 3 ll + 3 st, heklið 1 st í hvern st fram að síðasta horni, heklið 3 st um ll-bogann. Nú eru 49-55-61 st í hverja og eina af 3 hliðunum. Heklið fram og til baka, heklið nú eftir A.2, endið á 1 st í síðasta st á undan horni, í hvort horn af þessum tveimur er heklað 3 st + 3 ll + 3 st, nýjar l eru heklaðar jafnóðum inn í A.2. Haldið svona áfram í ca 7-10-15 cm, stykkið mælist nú 42-50-62 cm frá hlið 2 að hlið 4, stillið af eftir óskuðu yfirmáli. Heklið síðan klauf hvoru megin á toppnum þannig: Byrjið meðfram hlið 2 þannig (frá réttu): Heklið 1 fl í hvern st þar til 52 st eru eftir, heklið 1 hst í hvern af næstu 8 st, 1 st í hvern af næstu 8 st, 1 tbst í hvern af næstu 12 st, 1 3-tbst í hvern af næstu 12 st, 1 4-tbst í hvern af síðustu 12 st. Klippið frá í stærð XS/S og M/L. STÆRÐ XL/XXL: Snúið við og heklið 1 4-tbst í hvern 4-tbst, 1 3-tbst í hvern 3-tbst, 1 tbst í hvern tbst, 1 st í hvern st, 1 hst í hvern hst og 1 fl í hverja fl. Klippið frá . Allar stærðir: Heklið klauf alveg eins meðfram hlið (heklið frá efri kanti og niður = frá röngu). Klippið frá. Heklið síðan fram og til baka frá hlið 1 á ferhyrning þannig – frá réttu: Byrjið einni umf á undan ferhyrning (þ.e.a.s. í fyrstu umf sem hekluð var yfir 3 hinar hliðarnar), heklið 3 st um ysta st í umf, heklið 3 st um hornið á ferhyrning, 1 st í hvern st, 3 st um hornið á ferhyrning og 3 st um ysta st í næstu umf = 55-61-67 st. Heklið síðan fram og til baka eftir A.2 (endið á 1 st). Þegar stykkið mælist 7-9-11 cm heklið einungis yfir fyrstu 13 st í umf (= vinstri öxl). Heklið A.2 (endið með 1 st við háls) eins og áður yfir þessar l þar til stykkið mælist 17-19-21 cm, klippið frá og festið enda. Heklið nú yfir síðustu 13 st í umf (= hægri öxl), heklið alveg eins og vinstri öxl. Þær 29-35-41 st fyrir miðju = háls. BAKSTYKKI: Heklið á sama hátt og framstykki. Þegar stykkið mælist 15-17-19 cm er einungis heklað yfir fyrstu 13 st í umf (= hægri öxl). Heklið A.2 eins og áður yfir þessar l þar til stykkið mælist 17-19-21 cm, klippið frá og festið enda. Heklið nú yfir síðustu 13 st í umf (= vinstri öxl), heklið á sama hátt og hægri öxl. Nú eru 29-35-41 st fyrir miðju = hálsmál. FRÁGAGNGUR: Saumið axlasauma og hliðarsauma. KANTUR NEÐST: Heklið 1 kl í annað hornið neðst á toppnum, heklið 1 st í hvern st meðfram neðrikanti á toppnum, um 4 tbst í hliðum eru heklaðir 4 st, JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður til þannig að hann verði deilanlegur með 48. Heklið nú þannig: Heklið A.3A, endurtakið A.3B þar til 12 st eru eftir, heklið A.3C. Klippið frá og festið enda. KANTUR Í KRINGUM HANDVEG: Byrjið á milli handvegs og fram- og bakstykki. Heklið 1 fl, * hoppið fram ca 2 cm, heklið 7 st um næsta st, hoppið fram ca 2 cm, heklið 1 fl um næsta st *, endurtakið frá *-* og endið með einni kl í byrjun umf. Endurtakið í kringum hinn handveginn. KANTUR Í KRINGUM HÁLSMÁL: Byrjið í hlið í hálsmáli á bakstykki. Heklið 1 fl, * 3 ll, hoppið fram ca 1 cm, heklið 1 fl *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kl í byrjun umf. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #elviratop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 168-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.