Katty Ribbens skrifaði:
Hoe kan je bij a5 a c b a5b herhalen?? Zit je midden in een steek??
10.04.2025 - 07:50DROPS Design svaraði:
Dag Katty,
Helaas begrijp ik je vraag niet helemaal. Je breit eerst A.5A, dan herhaal je A.5B in de breedte op de naald en je eindigt met A.5C
13.04.2025 - 09:33
Heidi Krogh Lauritzen skrifaði:
Jeg forstår ikke afsnittet A. 5A til A. 5C pind 3,5 og 7 skal man også starte A5A og A5C i disse pinde ? Er lidt forvirret 🤷♀️
31.03.2025 - 16:45DROPS Design svaraði:
Hei Heidi. Under RYG & FORSTK der du har skiftet til pinne 3,5 og skal strikke A.5A , A.5B og A.5C, skal du strikke A.5A over 7 masker, så skal du strikke/gjenta A.5B til det gjenstår 6 masker på pinnen. Så strikker du A.5C. Fremdeles usikker? Husk å oppgi hvilken str. du strikker, så kan vi gi et mer nøyaktig svar /maskeantall. mvh DROPS Design
07.04.2025 - 08:30
Gun skrifaði:
Förlåt en kanske dum fråga men jag kan inte se när (var i möntret) jag stickar axelbanden? Jag har försökt rita upp efter beskrivningen men får det inte att stämma.
20.01.2025 - 21:24DROPS Design svaraði:
Hej Gun, hvis du følger mønsteret, så får du automatisk axelbanden når du starter udtagningerne, de strikkes som et raglanmønster. Men bare følg opskriften. Se skissen nederst i opskriften
23.01.2025 - 14:53
Ingrid Bach skrifaði:
Ich stricke gerade das Kleid Mallorca. Bei dem Muster A.6 sind 2 mal die Muster nach links verschoben in der 11 und 17 Reihe.Können sie mir bitte erklären, wie diese Reihen gestrickt werden? Vielen Dank für die Hilfe. MfG Ingrid Bach
21.02.2024 - 23:53DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Bach, am Anfang dieser beiden Runden haben Sei die 2 ersten Maschen ab, ohne sie zu stricken; dann stricken Sie das Diagram wie gezeichnet: die letzte Masche stricken Sie zusammen mit den 2 ersten Maschen vom nächsten Rapport und am Ende der Runde mit den 2 ersten Maschen der Runden. Viel Spaß beim stricken!
22.02.2024 - 09:17
Nathalie Lampe skrifaði:
Bonjour, J'aimerais réaliser le modèle Mallorca mais je n'ai jamais tricoter en rond, pourriez vous m'aider pour réaliser ce magnifique modèle avec de simples aiguilles, Merci d'avance.
17.07.2023 - 10:09
Katrin skrifaði:
Hallo, ich finde nicht wieviel gramm bzw, was für eine Lauflänge benötigt wird. Gibt es dazu irgndwo Angaben? Vielen Dank für die Hilfe.
22.04.2023 - 20:58DROPS Design svaraði:
Liebe Katrin, Garnmengen finden Sie für jede Größe in dem oberen Teil der Seite (Kopfzeilen), so brauchen Sie in S 650 g DROPS Muskat/50 g das Knäuel = 13 Knäuel in S. Viel Spaß beim stricken!
24.04.2023 - 09:59
Cinzia skrifaði:
Buongiorno,vorrei un chiarimento per quanto riguarda la riga 11 del diagramma A6:come devo iniziare il giro, in quanto è rientrata di due maglie, ma se comincio secondo il diagramma con una maglia dritta lo schema non viene corretto. Grazie per il vostro aiuto Cinzia
03.01.2023 - 23:15DROPS Design svaraði:
Buonasera Cinzia, deve iniziare il giro 3 maglie dopo. Buon lavoro!
05.01.2023 - 23:11
Ingeborg skrifaði:
Hei! Jeg ønsker å hekle denne som en maxikjole. Jeg er normalt en litt stor 36 og er 170 cm høy. Hvilken størrelse anbefaler dere og hvilken lengde anbefaler dere for å få kjolen ankellang? På forhånd tusen takk for hjelpen!
18.08.2022 - 09:47DROPS Design svaraði:
Hei Ingeborg. Om du har en kjole fra før som du liker godt og som er ankellang, anbefaler jeg deg å måle den og sammenligne den med målskissen til denne kjolen. Da vil du finne den str. som vil passe deg. Det er litt tyngde i garnet DROPS Muskat og mulig den vil sige bittelitt, men siden kjolen er strikket ovenfra og ned kan prøve den underveis og avslutte når du syns lengden er der du vil ha den, minus et par cm. mvh DROPS Design
22.08.2022 - 10:41
Cornelia Carlowitz skrifaði:
Hi, der Mustersatz A6, ist an 2 Stellen verschoben - es fehlen am Anfang der Zeile, 2 Zeichen und am Ende der Zeile, sind 2 Zeichen zu viel. Wie wird es in den beiden Zeilen gestrickt?
10.07.2022 - 00:16DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Carlowitz, am Anfang dieser Runde heben Sie die 2 ersten Maschen ab - am Ende vom jeden Rapport stricken Sie die letzte Masche mit der 2 ersten maschen vom nächsten Rapport zusammen. Der Umschlag wird dann die 1. Masche der nächsten Runde vom nächsten Rapport sein. Viel Spaß beim stricken!
11.07.2022 - 08:31
Arleen skrifaði:
Jeg er small i alle andre klær, lager denne i small og strikkefasthet stemmer med pinne nr 3. Har strikker ene bærestykke bak men den virker foreløpig alt for liten til meg. Så lurer på hvilke str jeg må velge nå. Er den veldig liten i str?
02.01.2022 - 12:07DROPS Design svaraði:
Hei Arleen, Det er en målskisse på bunnen av oppskriften som gir alle mål til hver størrelse. Håper dette hjelper og god fornøyelse!
03.01.2022 - 07:49
Mallorca#mallorcadress |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll úr DROPS Muskat, prjónaður ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 169-25 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING-1: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við l með prjónamerki í (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (á við um dreifingu á úrtöku/útaukningu): Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út/fækka í umf, teljið fjölda lykkja í umf (t.d.154 l) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 10 l) = 15,4. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá er aukið út til skiptis í 14. og 15. hverja lykkju og 15. og 16. hver lykkja er prjónuð slétt saman (ef fækka á lykkjum), eða aukið út til skiptis í ca 15. og 16. hverja lykkju. ATH: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er berustykkið prjónað fram og til baka í 2 stykkjum, síðan eru l settar saman og stykkið er prjónað í hring til loka. BERUSTYKKI AÐ AFTAN: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 71-71-77-81-85-91 l á hringprjóna nr 3,5 með Muskat. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og setjið 1 prjónamerki í 18.-18.-20.-22.-22.-24. l inn frá hvorri hlið (= 35-35-37-37-41-43 l á milli prjónamerkja). Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Prjónið síðan GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í fyrstu umf frá réttu er aukið út hvoru megin við 2 l með prjónamerki í – LESIÐ ÚTAUKNING-1 (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) alls 18-20-20-22-25-25 sinnum = 143-151-157-169-185-191 l á prjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 1 umf slétt til baka frá röngu á eftir síðustu útaukningu. Stykkið mælist nú ca 8-9-9-10-11-11 cm. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 35-37-39-43-46-48 l (= band á öxl), prjónið sl yfir næstu 73-77-79-83-93-95 l (sú fyrsta af þessum l er nú þegar á hægri prjóni), fellið síðan af síðustu 35-37-39-43-46-48 l (= band á öxl), klippið frá. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Fitjið upp 3-5-9-12-14-20 nýjar l í byrjun umf, prjónið 73-77-79-83-93-95 l af prjóni og fitjið upp 3-5-9-12-14-20 nýjar l í lok umf = 79-87-97-107-121-135 l. Prjónið garðaprjón fram og til baka í 4-4-4-5-5-5 cm – JAFNFRAMT eftir 3-3-3-4-4-4 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið með því að prjóna 2 næst síðustu l í hvorri hlið slétt saman frá réttu = 77-85-95-105-119-133 l. Þegar garðaprjóni er lokið – passið uppá að síðasta umf sé frá röngu, geymið stykkið. BERUSTYKKI AÐ FRAMAN: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og berustykki að aftan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið lykkjur frá berustykki að framan og að aftan á sama hringprjón nr 3,5 = 154-170-190-210-238-266 l. Prjónið mynstur í hring eftir A.1 og fækkið JAFNFRAMT um 10-14-10-6-10-14 l jafnt yfir í 1. umf – LESIÐ ÚRTAKA-/ÚTAUKNING = 144-156-180-204-228-252 l og 12-13-15-17-19-21 mynstureiningar 12 l. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er mynstur prjónað í hring eftir A.2 JAFNFRAMT er fækkað um 0-4-4-4-4-4 l jafnt yfir í 1. umf = 144-152-176-200-224-248 l. Eftir A.2 er prjónað mynstur í hring eftir A.3 (ATH: Veljið mynstur fyrir rétta stærð = 18-19-22-25-28-31 mynstureining 8 l). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 180-190-220-225-252-279 l á prjóni. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 4 umf garðaprjón þar sem auknar eru út 12-14-8-15-12-9 l jafnt yfir í 1. umf = 192-204-228-240-264-288 l. Skiptið til baka yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið síðan mynstur í hring eftir A.4A (= 16-17-19-20-22-24 mynstureiningar 12 l). Þegar A.4A hefur verið prjónað 1-2-2-2-2-2 sinnum á hæðina er prjónað A.4B. Eftir A.4B eru 224-238-266-280-308-336 l í umf. Prjónið nú mynstur í hring eftir A.4C alls 1-3-3-3-4-4 sinnum á hæðina, prjónið síðan A.4D 1 sinni á hæðina = 256-272-304-320-352-384 l í umf. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 4 umf garðaprjón þar sem auknar eru út 3-5-3-5-3-1 l jafnt yfir í 1. umf = 259-277-307-325-355-385 l. Skiptið til baka yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið 2 umf sléttprjón. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið A.5A (= 7 l), endurtakið A.5B þar til 6 l eru eftir í umf (= 41-44-49-52-57-62 mynstureiningar 6 l) og endið á A.5C (= 6 l). Þegar A.5 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina er skipti aftur yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið 4 umf garðaprjón þar sem auknar eru út 5-11-5-11-5-11 l jafnt yfir í 1. umf = 264-288-312-336-360-396 l. Eftir garðaprjón er skipt yfir á hringprjóna nr 3,5 og mynstur prjónað í hring eftir A.6 (= 22-24-26-28-30-33 mynstureiningar 12 l). Þegar A.6 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina eru 286-312-338-364-390-429 l í umf. Endurtakið síðan A.X yfir A.6 þar til stykkið mælist ca 86-89-92-95-98-101 cm – eða að óskaðri lengd (nú eru eftir ca 4 cm til loka). Prjónið 2 umf garðaprjón og endið með mynstur eftir A.2 áður en felldar eru LAUST af allar l. Kjóllinn mælist ca 90-93-96-99-102-105 cm frá öxl og niður (mælt flatt). FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma á berustykki kant í kant í ysta lykkjubogann svo að saumurinn verði flatur. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mallorcadress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 169-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.