Gunda Poll skrifaði:
Einfach fantastisch, diese Kollektion, wo soll ich nur anfangen, eins schöner als das andere, herrlich, danke, tausendmal danke!!!
10.02.2016 - 09:13
Marilyn skrifaði:
Lovely pattern. Available to order
14.01.2016 - 23:01
Janne Yde skrifaði:
Jeg er helt vild med den her sommerbluse
14.01.2016 - 22:28
Päivi skrifaði:
Every pattern of Baby Alpaca Silk is intresting in my opinion
03.01.2016 - 19:32
Roswitha skrifaði:
Sehr schön. Dazu eine Jacke. Das gäbe ein tolles Twinset.
22.12.2015 - 17:57
Fresh Lemonade#freshlemonadetop |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS BabyAlpaca Silk prjónaður ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri. Stærð XS - XXL.
DROPS 169-36 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ATH: Veljið mynstur fyrir rétta stærð. LASKALÍNA: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við l með prjónamerki í (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið lykkjum hvoru megin við A.2. Byrjið 2 l á undan A.2, prjónið 2 l slétt saman, prjónið A.2 (= 15-15-17-17-19-19 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út hvoru megin við A.2. Byrjið 1 l á undan A.2, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 l sl, A.2 og 1 l sl (= 17-17-19-19-21-21 l), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Berustykki að framan og að aftan er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig þar til garðaprjóni er lokið. Síðan eru stykkin sett saman og prjónað er í hring til loka. BERUSTYKKI AÐ FRAMAN: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 96-96-102-102-112-114 l á hringprjóna nr 3 með BabyAlpaca Silk. Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5. Setjið 1 prjónamerki í 24.-24.-26.-26.-28.-28. l inn frá hvorri hlið (= 48-48-50-50-56-58 l á milli prjónamerkja). Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Prjónið 1 umf slétt frá réttu þar sem aukið er út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 2 l með prjónamerki í – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (1. umf = ranga) JAFNFRAMT sem útaukning í laskalínu er endurtekin í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) – ATH: Í 4. umf í A.1 eru prjónaðar 2 l slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn þar til 1 eða 2 l eru eftir á undan l með prjónamerki í, síðasta l á undan l með prjónamerki í er prjónuð slétt, aukið út eins og áður hvoru megin við l með prjónamerki í og prjónið 0 eða 1 l sl á eftir l með prjónamerki í svo að mynstrið byrji og endi alveg eins hvoru megin við l með prjónamerki í. Eftir A.1 er prjónað garðaprjón fram og til baka yfir allar l. Þegar auknar hafa verið út alls 14-17-17-19-19-22 fyrir laskalínu eru 152-164-170-178-188-202 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt til baka frá röngu á eftir síðustu útaukningu. Stykkið mælist nú ca 6-7-7-8-8-9 cm. Næsta umf er prjónið frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 37-40-42-44-46-49 l (= band /hlýri), prjónið sl yfir næstu 78-84-86-90-96-104 l (sú fyrsta af þessum l er nú þegar á hægri prjóni), fellið síðan af síðustu 37-40-42-44-46-49 l (= band/hlýri), klippið frá. Næsta umf er prjónuð frá röngu: Fitjið upp 6-8-12-15-17-20 nýjar l í byrjun umf, prjónið 78-84-86-90-96-104 l og fitjið upp 6-8-12-15-17-20 nýjar l í lok umf = 90-100-110-120-130-144 l. Prjónið garðaprjón fram og til baka í 4-4-4-5-5-5 cm – JAFNFRAMT eftir 3-3-3-4-4-4 cm fellið af 1 l í hvorri hlið með því að prjóna 2 næst síðustu l í hvorri hlið, slétt saman frá réttu = 88-98-108-118-128-142 l. Passið að síðasta umf sé umf frá röngu. Geymið stykkið. BERUSTYKKI AÐ AFTAN: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og berustykki að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Stykkið nú prjónað í hring á hringprjóna. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Setjið l frá fram- og bakstykki á sama hringprjón nr 3. Prjónið 1 umf slétt yfir allar l = 176-196-216-236-256-284 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt, en endið umf þegar 8-8-9-9-10-10 l eru eftir í umf. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN BYRJAR SÍÐAN UMF! Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið A.2 (veljið mynstur fyrir rétta stærð = 15-15-17-17-19-19 l), prjónið 16-21-25-22-26-33 l sléttprjón, prjónið A.3 (veljið mynstur fyrir rétta stærð = 41-41-41-57-57-57 l), prjónið 16-21-25-22-26-33 l sléttprjón, prjónið A.2 (= 15-15-17-17-19-19 l), prjónið 16-21-25-22-26-33 l sléttprjón, prjónið A.3 (= 41-41-41-57-57-57 l) og endið á 16-21-25-22-26-33 l sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið nú sléttprjón yfir þessar l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10 cm frá prjónamerki (stykkið mælist ca 30-31-32-34-35-36 cm frá öxl), fellið af 1 l hvoru megin við A.2 í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri) = 172-192-212-232-252-280 l eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 14-15-15-16-16-17 cm frá prjónamerki (allur toppurinn mælist ca 34-36-37-40-41-43 cm frá öxl), aukið út um 1 l hvoru megin við A.2 í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 3-3-3-2½-2½-2 cm millibili alls 7-7-7-8-9-10 sinnum = 200-220-240-264-288-320 l. Þegar stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm frá öxl, skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN prjónað í hring – sjá útskýringu að ofan, áður er fellt er LAUST af. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og saum undir handveg – saumið kant í kant í ysta lykkjubogann. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #freshlemonadetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 169-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.