Vera skrifaði:
Liebes Drops Team, Wie viel Garn wird benötigt, wenn die Jacke einfarbig gestrickt wird (Größe M)? Vielen Dank, Vera
23.11.2017 - 21:19DROPS Design svaraði:
Liebe Vera, Sie können alle Garnmenge zusammenrechnen, vielleicht brauchen Sie etwas weniger. Hier finden Sie unsere Anleitung für Weste in diese Garngruppe. Viel Spaß beim stricken!
24.11.2017 - 08:44
Marit skrifaði:
Hur mycket garn går åt om man vill göra den enfärgad? Mvh Marit
28.11.2016 - 13:38DROPS Design svaraði:
Hej Marit. Det ved jeg desvaerre ikke. Men en lignende jakke i Karisma kan du finde her. Jeg vil gaa ud fra nogenlunde det samme her - evt med et nöste ekstra for at vaere helt sikker.
28.11.2016 - 16:44Liz skrifaði:
I think I'm putting the sleeve pieces in wrong when doing the yoke section. Any advice about getting it right?
29.02.2016 - 19:37DROPS Design svaraði:
Dear Liz, the video below shows how to insert sleeves on the same circular needle as both front pieces and back piece, ie the 8-10 sts cast off mid under sleeve should face the 8-10 sts you cast off for armhole on body. Happy knitting!
01.03.2016 - 09:00
Sarah Jenny skrifaði:
Hello, in choosing amongst the lovely variety of Sweet As Candy fair isle pattern shapes, which all appear to be done in the SAME COLORS, I noticed while loading my cart with yarn that all versions EXCEPT the short sleeve cardigan - #7225 - list ALL the same colors except in 7225 #69 light grey green is changed to #68 light sky blue. So which color is used in the photos? Which color should I buy to get the same look as the photos of 7225? Thank you!
14.09.2015 - 20:39DROPS Design svaraði:
Dear Sarah Jenny, all patterns are worked with the same colors, DROPS Extra 0-1140 also use color no 69, light gray green (50-100 g - see size) + 50 g color no 68, light sky blue (+ all other colors). Happy knitting!
15.09.2015 - 09:48
Sweet As Candy Short Sleeve |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með stuttum ermum úr DROPS Karisma með hringlaga hálsmáli og marglitum mynsturbekk. Stærð S - XXXL
DROPS Extra 0-1140 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. A.1 er endurtekið upp að handveg á bæði fram- og bakstykki og ermum. LEIÐBEININGAR-1 (á við um kant að framan): Í þeim umf þar sem annað hvort eru rendur eða mynsturbekkur er prjónað með lit í röndum eða grunnlit í mynsturbekk einnig yfir 5 kantlykkjur í hvorri hlið. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Byrjið 4 l á undan prjónamerki og prjónið þannig: 2 l slétt saman, 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Byrjið 2 l á undan prjónamerki og prjónið þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn (2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 2, 11, 20, 29, 38, 46 og 54 cm STÆRÐ M: 2, 11, 20, 29, 38, 47 og 56 cm STÆRÐ L: 2, 10, 18, 26, 34, 42, 50 og 58 cm STÆRÐ XL: 2, 11, 20, 28, 36, 44, 52 og 60 cm STÆRÐ XXL: 2, 9, 17, 24, 32, 39, 47, 54 og 62 cm STÆRÐ XXXL: 2, 10, 18, 26, 34, 42, 50, 57 og 64 cm LEIÐBEININGAR-2: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þegar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir í eitt númer grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 232-252-272-296-332-360 l (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna nr 3 með litnum silfur bleikur DROPS Karisma. Prjónið 1 umf br frá röngu. Prjónið nú stroff (= 2 l sl, 2 l br) með 5 kantlykkjum að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og 2 l sl í hvorri hlið við miðju að framan (séð frá réttu). Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umf sl frá réttu þar sem fækkað er um 45-49-53-57-65-69 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 187-203-219-239-267-291 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið sléttprjón og mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (1. umf = ranga), en 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan halda áfram í garðaprjóni til loka – LESIÐ LEIÐBEININGAR-1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 8 cm í öllum stærðum eru sett 2 prjónamerki 49-53-57-62-69-75 l inn frá hvorri hlið (= 89-97-105-115-129-141 l á milli prjónamerkja á bakstykki). Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 3-3-3-3-4½-4½ cm millibili alls 4-4-4-4-3-3 sinnum á hvorri hlið = 171-187-203-223-255-279 l – ATH: Stillið úrtöku af þannig að fækkað er í einni umf með litnum ljós beige. Þegar stykkið mælist 22-22-23-23-23-23 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 3½-3½-4-4-6-6 cm millibili alls 4-4-4-4-3-3 sinnum = 187-203-219-239-267-291 l. Þegar stykkið mælist ca 37-38-39-40-41-42 cm – stillið af að prjónuð sé 1 eða 2 umf með litnum ljós beige á eftir 1 umf með “doppum" og að síðasta umf sé prjónuð frá röngu, prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 45-49-53-57-64-70 l (= hægra framstykki), fellið af 8-8-8-10-10-10 l fyrir handveg, prjónið 81-89-97-105-119-131 l (= bakstykki), fellið af 8-8-8-10-10-10 l fyrir handveg og prjónið næstu 45-49-53-57-64-70 l (= vinstra framstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 88-92-96-100-104-108 l á sokkaprjóna nr 3 með litnum silfur bleikur. Prjónið 1 umf sl, prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br). Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónuð 1 umf sl þar sem fækkað er um 18-18-20-20-22-22 l jafnt yfir = 70-74-76-80-82-86 l á prjóni. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið 1 umf slétt þar sem felldar eru af miðju 8-8-8-10-10-10 l mitt undir ermi = 62-66-68-70-72-76 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjóna nr 4 eins og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna l) = 295-319-339-359-391-423 l á prjóni. Prjónið 1 umf br frá röngu með litnum ljós beige (kantur að framan heldur áfram í garðaprjóni) þar sem fækkað er um 8-8-10-12-14-16 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 287-311-329-347-377-407 l á prjóni – munið eftir LEIÐBEININGAR-1 og LEIÐBEININGAR-2. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.2 þar til 6 l eru eftir á prjóni (veljið mynstur fyrir rétta stærð og byrjið umf merkta með ör í réttri stærð), prjónið fyrstu l í A.2 (þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið við miðju að framan) og endið á 5 kantlykkjum í garðaprjóni eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umf merktri með ör 1 í mynstri er fækkað um 36-40-42-48-50-56 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 251-271-287-299-327-351 l á prjóni. Haldið áfram með mynstur. Í umf merktri með ör 2 í mynstri er fækkað um 40-40-44-48-52-56 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 211-231-243-251-275-295 l á prjóni. Í umf merktri með ör 3 í mynstri er fækkað um 40-44-44-52-52-60 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 171-187-199-199-223-235 l á prjóni. Í umf merktri með ör 4 í mynstri er fækkað um 48-60-60-60-64-68 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 123-127-139-139-159-167 l á prjóni. Þegar A.2 er lokið mælist stykkið ca 53-55-57-59-61-63 cm upp að öxl. UPPHÆKKUN AFTAN VIÐ HNAKKA: Til þess að flíkin passi betur er prjónuð upphækkun aftan við hnakka þannig: Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju að aftan. Byrjið frá réttu með litnum silfur bleikur og prjónið sl þar til prjónaðar hafa verið 12-12-14-14-15-15 l framhjá prjónamerki, snúið við, herðið á þræði og prjónið 24-24-28-28-30-30 l br til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 36-36-40-40-44-44 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 48-48-52-52-58-58 l br til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 60-60-64-64-72-72 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 72-72-76-76-86-86 l br til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 84-84-88-88-100-100 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 96-96-100-100-114-114 l br til baka. Snúið við og prjónið út umf. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 1 umf br frá röngu (kantur að framan heldur áfram í garðaprjóni) þar sem lykkjum er fækkað um 27-31-31-31-43-51 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 96-96-108-108-116-116 l á prjóni. Prjónið nú stroff (= 2 l sl, 2 l br) með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni og 2 l sl í hvorri hlið við miðju að framan (séð frá réttu) – ATH: Síðasta hnappagatið er fellt af í hægri kanti að framan og þegar hálsmálið mælist ca 1½-2 cm. Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br í stroffi og sl yfir garðaprjóns l í kanti að framan. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm upp að öxl. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. ---------------------------------------------------------- Handstúkur: Sjá DROPS 165-5. ---------------------------------------------------------- |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1140
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.