DROPS / 165 / 1

Sweet As Candy by DROPS Design

Prjónuð DROPS peysa úr Karisma með hringlaga hálsmáli og marglitum mynsturbekk. Stærð S - XXXL

DROPS Design: Mynstur nr u-761
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio
400-450-500-550-600-650 gr litur nr 71, silfur bleikur
50-50-50-50-100-100 gr litur nr 69, ljós grágrænn
50 gr í allar stærðir í eftirfarandi litum:
litur nr 39, dökk bleikvínrauður
litur nr 40, ljós bleikfjólublár
litur nr 52, sinnepsgulur
litur nr 65, gallabuxnablár
litur nr 68, ljós himinblár
litur nr 74, fjólublár

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 l og 28 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 3 – fyrir stroff.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (38)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 7920kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2 (veljið mynstur fyrir rétta stærð). Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni og A.1 er endurtekið upp að handveg á bæði fram- og bakstykki og ermum.

ÚRTAKA-1:
Til þess að reikna út hversu oft eigi að fella af í umf, teljið fjölda lykkja í umf (t.d. 220 l) og deilið með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 44 l) = 5 l. Þ.e.a.s. í þessu dæmi er 4. og 5. hver l prjónuð slétt saman.

ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Byrjið 4 l á undan prjónamerki og prjónið þannig: 2 l slétt saman, 4 l sl, (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri).

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og mitt undir ermi):
Byrjið 2 l á undan prjónamerki og prjónið þannig: Sláið uppá prjóninn, 4 l sl, sláið uppá prjóninn (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat.

LEIÐBEININGAR:
Til þess að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þá er nauðsynlegt þegar mynstrið er prjónað að herða ekki á bandi á bakhlið á stykki. Notið e.t.v. grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman.
-------------------------------------------------------

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Fitjið upp 220-240-260-284-320-348 l á hringprjóna nr 3 með silfur bleikum. Prjónið 1 umf slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 4 cm. Prjónið 1 umf slétt þar sem felldar eru af 44-48-52-56-64-68 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA-1 = 176-192-208-228-256-280 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið mynstur hringinn eftir mynstri A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er sett 1 prjónamerki í byrjun umf og 1 prjónamerki eftir 88-96-104-114-128-140 l (= hliðar). Fækkið um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA-2 (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 3-3-3-3-4½-4½ cm millibili alls 4-4-4-4-3-3 sinnum á hvorri hlið = 160-176-192-212-244-268 l – ATH: Stillið af úrtökuna svo að hún verði í umf með ljós beige.
Þegar stykkið mælist 22-22-23-23-23-23 cm aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 3½-3½-4-4-6-6 cm millibili alls 4-4-4-4-3-3 sinnum = 176-192-208-228-256-280 l.
Þegar stykkið mælist ca 37-38-39-40-41-42 cm – passið uppá að prjónuð sé 1 eða 2 umf með silfur bleikum á eftir 1 umf með “doppum” prjónið næstu umf þannig: Fellið af 4-4-4-5-5-5 l fyrir handveg, prjónið 80-88-96-104-118-130 l (= framstykki), fellið af 8-8-8-10-10-10 l fyrir handveg, prjónið 80-88-96-104-118-130 l (= bakstykki) og fellið af þær 4-4-4-5-5-5 l sem eftir eru fyrir handveg. Geymið stykkið og prjónið ermar.

ERMI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 60-60-64-64-68-68 l á sokkaprjóna nr 3 með silfur bleikum. Prjónið 1 umf sl, prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br). Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umf sl þar sem fækkað er um 12-12-14-12-14-14 l jafnt yfir = 48-48-50-52-54-54 l á prjóni. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið sléttprjón og mynstur eftir A.1. Þegar stykkið mælist 8-8-7-8-8-10 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi. Endurtakið útaukningu með 3½-3-3-2½-2½-2 cm millibili alls 11-13-13-14-14-16 sinnum = 70-74-76-80-82-86 l. Prjónið þar til ermin mælist 46-46-45-45-44-44 cm – stillið af þannig að prjónaðar verði jafnmargar umf með ljós beige og á fram- og bakstykki (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Prjónið 1 umf sl þar sem miðju 8-8-8-10-10-10 l undir ermi eru felldar af = 62-66-68-70-72-76 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi.

BERUSTYKKI:
Setjið ermar á sama hringprjón nr 4 eins og fram- og bakstykki þar sem felldar voru af l fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna l) = 284-308-328-348-380-412 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt með silfur bleikum þar sem felldar eru af 8-8-10-12-14-16 l jafnt yfir = 276-300-318-336-366-396 l í umf – LESIÐ LEIÐBEININGAR. Prjónið síðan mynstur í hring eftir mynstri A.2 (veljið mynstur fyrir rétta stærð og byrjið á umf merktri með ör í mynstri fyrir rétta stærð). Haldið svona áfram með mynstrið.
JAFNFRAMT í umf merktri með ör 1 í mynstri eru felldar af 36-40-42-48-50-56 l jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA-1= 240-260-276-288-316-340 l í umf. Haldið áfram með mynstur.
Í umf merktri með ör 2 í mynstri er fækkað um 40-40-44-48-52-56 l jafnt yfir= 200-220-232-240-264-284 l í umf.
Í umf merktri með ör 3 í mynstri er fækkað um 40-44-44-52-52-60 l jafnt yfir = 160-176-188-188-212-224 l í umf.
Í umf merktri með ör 4 í mynstri er fækkað um 48-60-60-60-64-68 l jafnt yfir = 120-116-128-128-148-156 l í umf.
Þegar A.2 er lokið mælist stykkið ca 53-55-57-59-61-63 cm upp að öxl.

UPPHÆKKUN AFTAN VIÐ HNAKKA:
Til þess að flíkin passi betur er prjónuð upphækkun aftan við hnakka þannig: Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju að aftan. Prjónið sl þar til prjónaðar hafa verið 12-12-14-14-15-15 l framhjá prjónamerki, snúið við, herðið á bandi og prjónið 24-24-28-28-30-30 l br til baka. Snúið við, herðið á bandi og prjónið 36-36-40-40-44-44 l sl, snúið við, herðið á bandi og prjónið 48-48-52-52-58-58 l br til baka. Snúið við, herðið á bandi og prjónið 60-60-64-64-72-72 l sl, snúið við, herðið á bandi og prjónið 72-72-76-76-86-86 l br til baka. Snúið við, herðið á bandi og prjónið 84-84-88-88-100-100 l sl, snúið við, herðið á bandi og prjónið 96-96-100-100-114-114 l br til baka. Snúið við og prjónið sl að miðju að aftan.

HÁLSMÁL:
Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 1 umf sl þar sem felldar eru af 28-32-32-32-44-52 l jafnt yfir = 84-84-96-96-104-104 l í umf. Prjónið nú stroff hringinn (= 2 l sl, 2 l br) í 3 cm. Fellið síðan LAUST af með sl yfir sl og br yfir br.
Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm upp að öxl.

FRÁGANGUR:
Saumið saman op undir ermum.

Mynstur

= silfur bleikur
= ljós grágrænn
= sinnepsgulur
= ljós bleikfjólublár
= dökk bleikvínrauður
= gallabuxnablár
= fjólublár
= ljós himinblár


Pernille Wessel Witte 31.03.2019 - 16:38:

Er denne model stor eller lille i størrelsen, smal eller bred? Jeg kan ikke beslutte mig hvilken størrelse jeg skal strikke,vil normalt strikke en xl da jeg hader små sweatre, men kan ikke rigtig ud fra opskriften finde ud af hvor stor størrelserne er :) og har aldrig strikket i karisma før ;)

DROPS Design 05.04.2019 kl. 14:30:

Hej Pernille. Se her hvordan du vælger størrelser: Således læser du måleskitsen

Tone 13.10.2018 - 10:54:

Hei. Holder på med denne genseren. Har satt på ermer og bol og skal begynne på mønsteret. Hvor begynner jeg mønsteret? ved ermene eller midt på. Hva blir foran og bak?

DROPS Design 22.10.2018 kl. 11:50:

Hei Tone. Begynn i overgangen mellom bol og ermet, på bakstykket. Det pleier som regel å bli litt ugjevnt akkurat i starten/slutten av overgangen, så det er minst synlig om dette blir bak på dene ene skulderen. Siden genseren strikkes helt likt frem til du strikker forhøyning kan du velge hvilken siden du vil ha som forstykke/bakstykke - strikk derfor forhøyningen på samme side som starten/slutten av omgangen = baksiden. God fornøyelse.

Victoria 31.01.2018 - 14:24:

Hallo, welche Stelle ist gemeint bei den Ärmeln mit "an der unteren Ärmelmitte"?

DROPS Design 31.01.2018 kl. 15:49:

Liebe Victoria, "untere Ärmelmitte" ist zwischen Ende der Runde und Anfang der Runde - wo Sie eine Markierung eingesetzt haben, dann wie unter ZUNAHMETIPP (gilt für die Seiten des Rumpteils und die untere Ärmelmitte) zunehmen. Viel Spaß beim stricken!

Sophia 07.10.2017 - 15:00:

Vielen Dank für ihre rasche Antwort. Leider verstehe ich nicht ganz, was sie mit "dann sollen Sie die Abnahmen bei der Passe sicher anpassen." genau meinen. Tatsächlich komme ich schon bei 26 bis 27 Reihen auf 10 cm.

DROPS Design 09.10.2017 kl. 09:59:

Liebe Sophia, wenn Ihre Maschenprobe in der Höhe stimmt, ist also alles in Ordnung. Viel Spaß beim stricken!

Sophia 06.10.2017 - 12:08:

Hallo, ich habe jetzt gerade das Rumpfteil fertig gestrickt, das heißt dieses misst jetzt ganz knapp über 37 cm. Allerdings habe ich in dieser Länge nur 12 farbige Streifen, im Bild sind es 14. Bei mir ist der letzte farbige Streifen ein hellrosa/dunkelrosa Streifen. Außerdem kommen mir die 37 cm sehr kurz vor, habe ich etwas falsch gemacht oder kann ich einfach beruhigt weiterstricken? Vielen Dank!

DROPS Design 06.10.2017 kl. 13:35:

Liebe Sophia, stimmt Ihre Maschenprobe in der Höhe? dh Sie sollen 28 Rd = 10 cm haben. Sollte die Maschenprobe nicht in der Höhe stimmen, dann sollen Sie die Abnahmen bei der Passe sicher anpassen. Viel Spaß beim stricken!

Tinsen Taf 02.01.2017 - 21:35:

Hallo, in der Anleitung steht man soll bei beige zu- bzw. abnehmen. im Material sind aber keine Mengenangaben zu beige. ist damit silberrosa gemeint?

DROPS Design 03.01.2017 kl. 09:21:

Liebe Frau Taf, stimmt, diese Reihe im Hellbeige beschrieben sollen mit Silberrosa gestrickt. Korrektur wird bald gemacht. Viel Spaß beim stricken!

Emma 18.09.2016 - 10:58:

Hi! I have a couple of quick questions before I start. - Should I drop the colour each time on the main body or carry it up the side? I don't want to run out of wool. - What does "adjust to dec on a round with light beige mean? Do you have any advice for decreasing and increasing with the colours or do I do the dec/inc on a light beige row? Thank you!

DROPS Design 19.09.2016 kl. 09:30:

Dear Emma, You can carry the yarn (see here) or cut it when stripes are high. Rather work the dec row when working with light beige, ie work 1 more row or 1 row less if necessary adjusting to work the dec row with that colour. Happy knitting!

RoSi 14.07.2016 - 20:45:

Guten Tag, ich stricke gerade diesen tollen Pulli. Das ist das erste Mal, dass ich einen Pulli mit Rundpasse stricke. Wo beginne ich denn mit dem Steicken nachdem ich die Maschen von den Ärmeln mit auf die Runde adeligen gelegt habe? Hinterlegte Mitte, am Ärmel in der Mitte? Leider finde ich die Information nicht in der Anleitung. Vielen Dank für Ihre Hilfe 😊

DROPS Design 15.07.2016 kl. 14:48:

Liebe Rosi, Sie können die Runde hinten vor dem linken Ärmel beginnen. Meistens wird bei Rundpassenpullis an dieser Stelle begonnen. Alternativ können Sie die hintere Mitte als Rundenanfang wählen.

Liv Helen Nilsen 31.03.2016 - 14:16:

På bilde av genseren stemmer striper på erme og bol overens, men det gjør de ikke når jeg legger de ved siden av hverandre. Har fulgt oppskrift når det gjelder lengder. Strikker str. M. Hva gjør jeg?

DROPS Design 06.04.2016 kl. 10:00:

Hej Liv, Stykkerne er ikke lige lange i alle størrelser, så de skal ikke stemme. Men når du kommer op til bærestykket fortsætter du ifølge samme diagram, så da stemmer mønsteret. God fornøjelse!

KRISTIN BORE 28.03.2016 - 00:18:

Hei! Lurer på hvilket fargenummer det er på bunnfargen "lys beige"? I oppskriften står det nr.71, men hvis du ser på fargenr. 71 i Karisma så er det fargen "sølvrosa". Mvh Kristin

DROPS Design 29.03.2016 kl. 15:47:

Hej Kristin. Det skal vare 71 du skal bruge, vi har aendret farvenavnet siden og ikke faaet rettet til i mönstrene.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 165-1

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.