Cerite Bourgström skrifaði:
En tröja att bli glad både i och över :)
02.06.2015 - 10:42
Christine skrifaði:
Modèle très sympa, joli motif jacquard qui semble accessible, couleurs sympa facile à assortir
01.06.2015 - 19:26
Wolff skrifaði:
Schöne klare Linien, tolle Farbkombination und nicht so dunkel für den Herbst
29.05.2015 - 16:27
Johanna skrifaði:
Fin kofta, enkel, lättburen och samtidigt magisk med det fina mönstret och färgerna.
28.05.2015 - 22:13
Isabel Moratinos skrifaði:
Un noruego diferente. El colorido es alegre para el tiempo gris. Me arece la chaqueta ideal para momentos informales.
28.05.2015 - 19:13
Yvonne Björkholm Norrbacka skrifaði:
Mysigt med dessa färger upptill på tröjan, dom gör mig glad
27.05.2015 - 23:03
Silvia skrifaði:
Finde sowohl Muster als auch Farben toll. Außerdem arbeite ich gerne mit der Wolle Karisma.
27.05.2015 - 16:39
Loredana skrifaði:
Originale lavorazione jacquard....indovinata la scelta dei colori.
27.05.2015 - 15:20
Joyride Cardigan#joyridecardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma með norrænu mynstri og hringlaga berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 166-2 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 l með því að taka upp l frá fyrri umf og prjóna hana slétt. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 7, 15, 23, 31, 39, 47 og 54 cm STÆRÐ M: 9, 17, 25, 33, 41, 49 og 56 cm STÆRÐ L: 11, 19, 27, 35, 43, 51 og 58 cm STÆRÐ XL: 12, 19, 26, 33, 40, 47, 54 og 60 cm STÆRÐ XXL: 9, 17, 25, 33, 41, 49, 56 og 62 cm STÆRÐ XXXL: 9, 17, 25, 33, 41, 49, 57 og 64 cm LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 2 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð). Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þá er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki þegar mynstrið er prjónað. Notið e.t.v. grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 170-186-206-222-246-270 l (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3 með litnum ljós perlugrár. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjum við miðju að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 8 cm er sett 1 prjónamerki í 45-49-54-58-64-70 l inn frá hvorri hlið (= 80-88-98-106-118-130 l á milli prjónamerkja á bakstykki). Nú er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu í hvorri hlið með 8 cm millibili alls 4 sinnum = 186-202-222-238-262-286 l. Þegar stykkið mælist 36-37-38-38-40-41 cm fellið af 6-6-8-8-10-10 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 3-3-4-4-5-5 l á hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 82-90-98-106-116-128 l eftir á bakstykki og 46-50-54-58-63-69 l á hvoru framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 48-48-54-54-54-60 l á sokkaprjóna nr 3 með litnum dökk bleikvínrauður. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1 (= 8-8-9-9-9-10 mynstureiningar í umf). Eftir A.1 er haldið áfram í sléttprjóni með litnum ljós perlugrár. Þegar stykkið mælist 7-9-9-9-10-11 cm er aukið út um 2 l fyrir miðju undir ermi. Endurtakið útaukningu með 3½-2½-3-2½-2-2 cm millibili alls 11-13-11-13-15-14 sinnum (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af miðju 6-6-8-8-10-10 l undir ermum = 64-68-68-72-74-78 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjóna og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 302-326-342-366-390-422 l á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Prjónið síðan sléttprjón með litnum ljós perlugrár (kantur að framan heldur áfram í garðaprjóni). JAFNFRAMT í fyrstu umf frá réttu byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 l færri). Endurtakið úrtöku fyrir laskalínu í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) alls 2-2-3-3-3-3 sinnum = 286-310-318-342-366-398 l. Eftir síðustu umf með úrtöku er prjónuð 1 umf br frá röngu (kantur að framan heldur áfram í garðaprjóni) þar sem fækkað er um 3-11-3-7-13-9 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 283-299-315-335-353-389 l eftir á prjóni. LESIÐ LEIÐBEININGAR! Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.2 þar til 6 l eru eftir á prjóni (veljið mynstur fyrir rétta stærð = 17-18-19-18-19-21 mynstureiningar), endið á 1 l sléttprjón með litnum ljós perlugrár og 5 kantlykkjur í garðaprjóni eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í mynstri. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka (endið á eftir umf merktri með ör í mynstri fyrir rétta stærð) eru 130-137-144-137-144-158 l eftir á prjóni og stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm upp að öxl. UPPHÆKKUN AFTAN Í HNAKKA: Til þess að fá betra form þá er prjónuð upphækkun aftan í hnakka. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju að aftan. Byrjið frá réttu með litnum dökk bleikvínrauður og prjónið eins og áður þar til prjónaðar hafa verið 20-21-22-23-24-25 l framhjá prjónamerki, snúið við, herðið á þræði og prjónið 40-42-44-46-48-50 l br til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 50-52-54-56-58-60 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 60-62-64-66-68-70 l br til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 70-72-74-76-78-80 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 80-82-84-86-88-90 l br til baka. Snúið við og prjónið sl út umf. Prjónið 1 umf br frá röngu með dökk bleikvínrauður þar sem fækkað er um 38-35-38-25-28-38 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 92-102-106-112-116-120 l á prjóni – ATH: Munið að síðasta hnappagatið á að vera staðsett í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og hálsmáls). HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 5 umf sléttprjón (= kantur sem rúllast) með litnum dökk bleikvínrauður, fellið síðan af með br frá röngu. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. VASI: Stykkið er prjónað fram og til baka á sokkaprjóna. Fitjið upp 24-24-26-28-30-30 l á 1 sokkaprjón nr 3 með litnum ljós perlugrár. Prjónið 6 umf garðaprjón. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fellið af þegar vasinn mælist 12-12-13-14-15-15 cm. Prjónið annan vasa til viðbótar á sama hátt. Staðsetjið einn vasa á hvort framstykki, ca 8-9-10-11-12-13 cm frá miðju að framan og ca 6-7-7-8-8-8 cm frá neðri kanti (mátið e.t.v. peysuna og staðsetjið vasana að óskaðri staðsetningu). Saumið vasana niður með lykkjuspori innan við 1 kantlykkju. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #joyridecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.