Bettina skrifaði:
Größe S hat einePulloverbreite von 38cm. Ist das korrekt? Meine Pullover haben ca 50-55cm bei Größe S. Muss ich dann XXL stricken? Danke für Ihre Antwort
25.02.2025 - 11:54DROPS Design svaraði:
Liebe Bettina, also ja 4. Größe sieht so am besten für Sie aus - hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim Stricken!
25.02.2025 - 16:36
Luisa skrifaði:
Ich bin jetzt vor der Erhöhung am Hals. Frage mich aber wo die hintere Mitte ist. Mein Rundenmarkierer sitzt nämlich vor einem Ärmel, also müssen es von da an ja weniger als 50 Maschen sein
22.07.2024 - 22:18DROPS Design svaraði:
Liebe Luisa, Sie können sich an den Musterrapporten orientieren oder Sie legen sich den Pulli flach hin und markieren jeweils die Mitte der Schulter (zwischen den Markierern müssen dann in Gr. S und M je 50 Maschen vorhanden sein) und zählen von dort aus ab (also 25 Maschen ab der Schultermitte). Der Markierer am Übergang zum Ärmel bringt beim Ermitteln nicht mehr so viel, weil ja inzwischen etliche Maschen gleichmäßig verteilt abgenommen wurden. Gutes Gelingen!
23.07.2024 - 10:16
Pia Christensen skrifaði:
Hvad betyder den øverste række i dig. A 2?
17.07.2024 - 20:34
Avril skrifaði:
Hi. I’m afraid I have another question… so I’ve now finished the Ferry Cross jumper and I’m pleased with the result. I would like to know if I can block the garment (I used drops Alpaca) using damp cloth and iron. If not which would be the best method to use. Thank you so much for all the help you have given me.
30.01.2023 - 14:39DROPS Design svaraði:
Dear Avril, some customers block, some other never block, so it's up to you, but remember you always should follow the instructions on the label - see shadecard or even more - and do not hesitate to contact your DROPS store for even more tipps and help. Enjoy your jumper!
30.01.2023 - 16:03
Avril skrifaði:
Hi. I’m about to start the yoke, please can you advise if the beginning of the round is centre back or under the sleeve. Thank you Avril
16.01.2023 - 19:23DROPS Design svaraði:
Hi Avril, The beginning of the round is mid-back. Happy knitting!
17.01.2023 - 07:24
Avril skrifaði:
I am starting to knit Ferry Cross for my daughter. She would like it to be longer than stated in the pattern. Please could you confirm that to increase the overall length I should knit the extra centimetres before the first decreases. Thank you
14.12.2022 - 15:58DROPS Design svaraði:
Hi Avril, The best way to increase the length is to add the cms before starting the decreases, as you say. Happy knitting!
15.12.2022 - 06:56
Edith skrifaði:
Hallo, ich finde nicht, wo im Rumfteil das Muster A2 VOR A1 anfängt. Bitte um Hilfe! Liebe Grüße Edith
31.07.2022 - 14:36DROPS Design svaraði:
Liebe Edith, A.2 wird in die Passe gearbeitet.
31.07.2022 - 19:04
Stefanie Boucher skrifaði:
Bonjour J'ai eu le même soucis que Louise pour le col. Une fois le pull fini pas moyen de le mettre. Beaucoup trop serré pour rentrer la tête. Je fais taille S j'ai dû me résoudre à le détricoter et le refaire en taille M.
04.01.2021 - 16:39
Louise skrifaði:
Bonjour, . J'ai tricoté la taille S. L'encolure mesure les 16cm indiqués sur le schéma Si on la compare à la photo , elle est beaucoup plus montante et plus étroite. En utilisant la méthode de rabattage préconisée dans les vidéos explicatives, il est impossible d'enfiler le pull qui d'après mes calculs est adapté à 50cm de tour de tête sans l'élargissement dû à l'élasticité de la laine. Que me conseillez vous de faire?.
04.01.2021 - 10:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Louise, essayez de tricoter les côtes avec les aiguilles 3 pour voir si vous pouvez conserver la circonférence souhaitée, et rappelez-vous de bien rabattre souplement. Bon tricot!
05.01.2021 - 10:22
Stefanie Boucher skrifaði:
Bonsoir. Je suis à la partie ré-hausse encolure dos et je ne comprends pas du tout. Après mon diagramme A3 j'ai mes 100m. Est-ce que je dois continuer un tour en Jersey jusqu'au milieu du dos et à combien de mailles ça fait au milieu dos ? Je ne comprends vraiment pas du tout cette explication 😕 Merci de votre réponse 😊
30.12.2020 - 21:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Boucher, pour bien définir le milieu dos, posez votre ouvrage bien à plat, et marquez le milieu dos. Tricotez ensuite jusqu'au milieu dos et commencez la réhausse. Bon tricot!
04.01.2021 - 13:14
Ferry Cross#ferrycrosssweater |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca með norrænu mynstri og hringlaga berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 165-14 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚRTAKA-1: Til þess að reikna út hversu oft eigi að taka úr í umf, þá eru tekin heildartala í umf (t.d. 248 l) og deilt með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 64) = 3,88. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá er ca 3. hver og 4. hver l prjónuð slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram – og bakstykki): Fækkið um 1 l hvoru megin við prjónamerkin þannig: Byrjið 5 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 6 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerkin þannig: Byrjið 3 l á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3 (veljið mynstur fyrir rétta stærð). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þá er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki þegar mynstrið er prjónað. Notið e.t.v. grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 248-272-296-336-376-408 l á hringprjóna nr 2,5 með litnum ljós grár. Prjónið 1 umf sl. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 4 cm. Prjónið 1 umf sl þar sem fækkað er um 64-68-72-84-96-100 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA-1 = 184-204-224-252-280-308 l. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið (= 92-102-112-126-140-154 l á milli prjónamerkja á fram- og bakstykki). Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA-2 (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 3 cm millibili alls 3 sinnum í öllum stærðum = 172-192-212-240-268-296 l. Þegar stykkið mælist 20 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 2½-2½-2½-4½-4½-4½ cm millibili 5-5-5-4-4-4 sinnum = 192-212-232-256-284-312 l. Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm (öll útaukning á nú að vera lokið), prjónið nú mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1 – LESIÐ LEIÐBEININGAR. Eftir A.1 er prjónuð 1 umf sl með litnum natur þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-6 l fyrir handveg, prjónið 88-98-106-118-130-144 l (= framstykki), fellið af 8-8-10-10-12-12 l fyrir handveg, prjónið 88-98-106-118-130-144 l (= bakstykki) og fellið af síðustu 4-4-5-5-6-6 l fyrir handveg (stykkið mælist nú ca 36-37-38-39-40-41 cm). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 64-64-68-68-72-72 l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum ljós grár. Prjónið 1 umf sl. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 4 cm. Prjónið 1 umf sl þar sem fækkað er um 8-8-8-8-10-10 l jafnt yfir = 56-56-60-60-62-62 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 8-11-10-10-7-10 cm aukið út um 2 l mitt undir ermi. Endurtakið útaukningu með 4-3-3-2½-2½-2 cm millibili alls 10-12-12-14-15-17 sinnum = 76-80-84-88-92-96 l. Þegar stykkið mælist 44-44-43-43-42-42 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla – og öll útaukning á nú að vera lokið), prjónið nú mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1. Eftir A.1 er prjónuð 1 umf sl með natur þar sem miðju 8-8-10-10-12-12 l undir ermi eru felldar af = 68-72-74-78-80-84 l eftir á prjóni (stykkið mælist nú ca 48-48-47-47-46-46 cm). Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna l) = 312-340-360-392-420-456 l. Prjónið 1 umf sl með litnum natur þar sem fækkað er um 8-4-8-8-4-8 l jafnt yfir = 304-336-352-384-416-448. Prjónið síðan mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.2 (veljið mynstur fyrir rétta stærð). JAFNFRAMT í umf merktri með ör 1 í mynstri er fækkað um 38-42-44-48-52-56 l jafnt yfir (þ.e.a.s. prjónið 7. og 8. hverja l slétt saman) = 266-294-308-336-364-392 l. Í umf merktri með ör 2 í mynstri er fækkað um 38-42-44-48-52-56 l aftur jafnt yfir (þ.e.a.s. prjónið 6. og 7. hverja umf slétt saman) = 228-252-264-288-312-336 l. Í umf merktri með ör 3 í mynstri er fækkað um 4-12-8-0-8-0 l jafnt yfir, þ.e.a.s. fækkið lykkjum þannig: Stærð S: Prjónið 56. og 57. hverja l slétt saman. Stærð M: Prjónið 20. og 21. hverja l slétt saman. Stærð L. Prjónið 32. og 33. hverja l slétt saman. Stærð XXL: Prjónið 38. og 39. hverja l slétt saman. (Ekki er lykkjum fækkað í stærð XL + XXXL) = 224-240-256-288-304-336 l. Haldið áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og úskýrt er í mynstri = 196-210-224-252-266-294 l í umf á undan ör 4. Í umf merktri með ör 4 í mynstri er fækkað um 28-30-32-36-38-42 l jafnt yfir (þ.e.a.s. prjónið 6. og 7. hverja l slétt saman) = 168-180-192-216-228-252 l. Prjónið A.2 til loka (endið eftir umf merktri með ör fyrir rétta stærð) Prjónið síðan mynstur hringinn eftir mynstri A.3 (veljið mynstur fyrir rétta stærð). JAFNFRAMT í umf merktri með ör 5 í mynstri er fækkað um 16-12-8-16-20-28 l jafnt yfir, þ.e.a.s. fækkið lykkjum þannig: Stærð S: Prjónið til skiptis 9. og 10. hverja l og 10. og 11. hverja l slétt saman. Stærð M: Prjónið 14. og 15. hverja l slétt saman. Stærð L: Prjónið 23. og 24. hverja l slétt saman. Stærð XL: Prjónið til skiptis 12. og 13. hverja l og 13. og 14. hverja l slétt saman. Stærð XXL: Prjónið til skiptis 10. og 11. hverja l og 11. og 12. hverja l slétt saman. Stærð XXXL: Prjónið 8. og 9. hverja l slétt saman = 152-168-184-200-208-224 l. Haldið áfram með mynstur. Í umf merktri með ör 6 í mynstri er fækkað um 24-32-32-40-40-48 l jafnt yfir, þ.e.a.s. fækkið lykkjum þannig: Stærð S: Prjónið 5. og 6. hverja l slétt saman, Stærð M + XL + XXL: Prjónið ca 4. og 5. hverja l slétt saman Stærð L: Prjónið til skiptis 4. og 5. hverja l og 5. og 6. hverja l slétt saman. Stærð XXXL: Prjónið til skiptis 3. og 4. hverja l og 4. og 5. hverja l slétt saman = 128-136-152-160-168-176 l. Í umf merktri með ör 7 í mynstri er fækkað um 28-36-44-52-52-60 l jafnt yfir, þ.e.a.s. fækkið lykkjum þannig: Stærð S: Prjónið til skiptis í 3. og 4. hverja l og 4. og 5. hverja l slétt saman. Stærð M + L: Prjónið ca aðra hverja og 3. hverja l og 3. hverja og 4. hverja l slétt saman. Stærð XL + XXL + XXXL: Prjónið ca aðra hverja og 3. hverja l slétt saman = 100-100-108-108-116-116 l eftir á prjóni. UPPHÆKKUN AFTAN Í HNAKKA: Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju að aftan. Byrjið fyrir miðju að aftan og prjónið með litnum ljós grár þannig: Prjónið 8 l sl framhjá prjónamerki, snúið við, herðið á þræði og prjónið 16 l br til baka. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 24 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 32 l br til baka. Haldið áfram að prjóna 8 l sl fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 64-64-64-80-80-80 l, súið við og prjónið sl aftur að miðju að aftan. HÁLSMÁL. Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5 og prjónið 1 umf sl, 1 umf br og 1 umf sl með litnum ljós grár. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 3 cm. Fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm upp að öxl. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ferrycrosssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 165-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.