Lory skrifaði:
Modello adorabile e veloce da fare. Quest'anno i miei pensierini di Natale saranno questa bella porta. Grazie per il modello e per tutti i modelli che ci mettete a disposizione!
06.12.2020 - 17:26
Bi skrifaði:
Ik heb dit model met veel plezier gemaakt en nu krijg complimenten! mijn vriendin vond dat ook super leuk en wil een...apotheekzakje maken))
04.03.2015 - 22:09
Bi. skrifaði:
Ik vind dat ook zeer leuk, maar Kersttijd is snel voorbij... Daarom wil ik een tijdschriftenrek van dit patroon nadoen en de hele jaar door te gebruiken!
07.01.2015 - 07:35
Mamie skrifaði:
J'adore ce modèle de poignée de porte, j'en fais trois pour mes soeurs
03.12.2014 - 10:02
Christmas Treat |
|
![]() |
![]() |
Hekluð dagatals - hurð með vasa úr DROPS Cotton Viscose. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1070 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Hver umf byrjar á 1 ll, þessi kemur EKKI í stað fyrstu fl. LEIÐBEININGAR FYRIR KÖGUR: Til þess að fá fallegt kögur er hægt að gera eftirfarandi: Vætið endana, hengið hnútinn upp til þerris og látið endana þorna á meðan þeir hanga beint niður. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- DAGATALS - HURÐ MEÐ VASA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Veggskrautið samanstendur af nokkrum stykkjum sem hekluð eru hvert fyrir sig og saumað saman í lokin. BAKGRUNNUR: Heklið 37 ll með litnum mosagrænn og heklunál nr 3. Snúið við og heklið til baka í ll-umf þannig: UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 1 fl í hverja ll, byrjið í 2. ll frá heklunálinni = 36 fl. Haldið áfram að hekla 1 fl í hverja fl í hverri umf þar til stykkið mælist ca 22 cm. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið nú kant kringum allan bakgrunninn með litnum kastaníubrúnn þannig: Snúið stykkinu þannig að þú sért tilbúin til að hekla niður yfir aðra langhliðina: Heklið * 1 fl, 1 ll og hoppið yfir 1 umf *, endurtakið frá *-* niður yfir langhlið, stillið að að umf endi á 1 fl í síðustu umf og heklið 1 ll. Síðan er heklaður picot-kantur meðfram skammhlið: Heklið 1 fl í fyrstu fl, * heklið 3 ll og 1 st í 3. ll frá heklunálinni, hoppið yfir 2 fl og heklið 1 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* út umf. Heklið 1 ll, heklið nú eins á hinni langhliðinni. Heklið picot-kant meðfram skammhlið sem og hinni skammhliðinni. Endið á einni kl í fyrstu fl. Klippið frá og festið enda. HURÐ: Heklið 23 ll með litnum rauður og heklunál nr 3. Snúið við og heklið til baka í ll-umf þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 fl í hverja fl, byrjið í 2. ll frá heklunálinni = 22 fl. Snúið við. Haldið áfram að hekla 1 fl í hverja fl í hverri umf þar til stykkið mælist ca 13 cm. Í næstu umf er hekluð 1 fl framan í lykkjubogann á hverri fl út umf. Klippið frá og festið enda. DYRAKARMUR: Skiptið yfir í litinn vínrauður og heklið kant í kringum hurðina, brjótið síðustu umf fram og heklið aftan í lykkjubogann í næst síðustu umf sem hekluð var (= skammhlið). Meðfram skammhlið er hekluð 1 fl í hverja fl, í hornið er hekluð 1 fl, 1 ll, 1 fl og meðfram langhlið er heklað * 1 fl, 1 ll, hoppið yfir 1 umf *, endurtakið frá *-* út umf. Endið á 1 kl í fyrstu fl, klippið frá og festið enda. SNJÓKANTUR: Heklið nú snjókant með litnum hvítur meðfram síðustu fl-umf með rauður sem hekluð var inn, með byrjun frá réttu á hægri hlið þannig: Heklið 1 fl í fyrstu fl, * 3 ll og 1 st í 3. ll frá heklunálinni, hoppið yfir 2 fl og heklið 1 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* út umf = 7 picot. Klippið frá og festið enda. GLUGGI: Heklið 11 ll með litnum hvítur og heklunál nr 3. Snúið við og heklið til baka í ll-umf þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 fl í hverja fl, byrjið í 2. ll frá heklunálinni = 10 fl. Snúið við. Haldið áfram að hekla 1 fl í hverja fl í umf þar til heklaðar hafa verið alls 10 umv. Klippið frá og festið enda. GLUGGAKARMUR: Skiptið yfir í litinn vínrauður og heklið kant í kringum gluggann. Meðfram skammhliðum er heklað * 1 fl, 1 ll, hoppið yfir 1 umf *, endurtakið frá *-* út umf. Meðfram langhliðum er hekluð 1 fl í hverja fl og í hornið er heklað 1 fl, 1 ll, 1 fl. Endið á 1 kl í 1 kl í fyrstu fl, klippið frá og festið enda. Saumið smá spor með vínrauðu í kross í gluggann til þess að gera rúður. Klippið frá og festið enda. HJARTA: Heklið 2 ll með litnum kastaníubrúnn og heklunál nr 3. UMFERÐ 1: Snúið við og heklið 3 fl í 2. ll frá heklunálinni = 3 fl. Snúið við. UMFERÐ 2: Heklið 1 fl í hverja fl = 3 fl. Snúið við. UMFERÐ 3: Heklið 1 fl í fyrstu fl, 3 fl í næstu fl og 1 fl í síðustu fl = 5 fl. Snúið við. UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í hvora af fyrstu 2 fl, 3 fl í næstu fl, 1 fl í hvora af næstu 2 fl = 7 fl. Snúið við. UMFERÐ 5: Heklið 1 fl í hverja af fyrstu 3 fl, 3 fl í næstu fl, 1 fl í hverja af næstu 3 fl = 9 fl. Snúið við. UMFERÐ 6: Heklið 1 fl í hverja af fyrstu 4 fl, 3 fl í næstu fl, 1 fl í hverja af næstu 4 fl = 11 fl. Snúið við. UMFERÐ 7: Heklið 1 fl í hverja af fyrstu 5 fl, 3 fl í næstu fl, 1 fl í hverja af næstu 5 fl = 13 fl. Snúið við. UMFERÐ 8: Heklið 1 ll, hoppið yfir 2 fl, í næstu fl eru heklaðir 2 st og 3 tbst. Í næstu fl eru heklaðir 3 tbst og 2 st. Hoppið yfir 2 fl, í næstu fl er hekluð 1 kl, 12 ll (= lykkja) og 1 kl í sömu fl. Hoppið yfir 2 fl, í næstu fl er heklað 2 st og 3 tbst. Í næstu fl eru heklaðir 3 tbst og 2 st, hoppið yfir 2 fl og heklið 1 kl í byrjun frá fyrri umf. Klippið frá og festið enda. SNÚRA: Klippið 2 þræði með litnum rauður og 2 þræði með litnum vínrauður ca 1 meter hver. Tvinnið þræðina saman og leggið þá saman tvöfalda til þess að búa til snúru. Hnýtið einn hnút í hvorn enda og látið hann hanga niður ca 6-7 cm með þráðum á hverjum enda fyrir kögur. – LESIÐ LEIÐBEININGAR UM KÖGUR! FRÁGANGUR: Saumið niður gluggann, hjartað og töluna á hurðina – sjá mynd. Saumið síðan niður hurðina á bakgrunninn, EN saumið ekki meðfram efsta kantinum, þar verður vasinn. Brjótið fram efsta hlutann á bakgrunninum í kringum tréprik eða álíka, saumið niður brotið með smáu spori svo að stykkið liggi þétt utan um prikið. Þræðið inn snúruna í hvorn enda á prikinu og látið kögrið hanga niður neðan við prikið. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1070
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.