Carole skrifaði:
Bonjour Pour faire que le bonnet et mouffle combien de laine total pour les deux j'aurai besoin Merci
26.10.2017 - 00:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Carole, additionnez les quantités indiquées pour votre taille sous chaque modèle, il est possible que vous ayez besoin d'un peu moins, mais nous n'avons pas les quantités pour ces 2 pièces ensemble, juste pour chacune d'elles. Bon tricot!
26.10.2017 - 10:11
Ksenya skrifaði:
What is the gauge for the hat?
13.08.2015 - 04:54DROPS Design svaraði:
Dear Ksenya, you will find under materials all informations about required yarn, needle size and gauge for hat (and other parts from set) on the right side of the picture, ie for hat 17 sts x 22 rows = 4" x 4" in stocking st. Happy knitting!
13.08.2015 - 09:38Andrea skrifaði:
I'm up to the thumb increases and need help - do I do the pattern across these increased stitches? If yes how do I do it?
21.12.2014 - 10:22DROPS Design svaraði:
Dear Andrea, work all inc thumb sts + sts inc on each side of in light grey, ie not following the pattern. Happy knitting!
22.12.2014 - 15:34
Natiel skrifaði:
Simple et sûrement agréable à porter.
10.07.2014 - 16:01
Natiel skrifaði:
Simple et s et féminin !
10.07.2014 - 16:00
Riitta skrifaði:
Really beutiful and classic
13.06.2014 - 08:13
Ria Kao skrifaði:
Mooi
06.06.2014 - 14:15
Corinne skrifaði:
Bel assortiment
02.06.2014 - 19:16
Dreamin' Again#dreaminagainset |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð húfa, vettlingar og hálsskjól úr DROPS Nepal með norrænu mynstri.
DROPS 156-13 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 – Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna / sokkaprjóna. HÚFA: Fitjið upp 90-96 l á hringprjóna nr 4,5 með litnum ljós grár. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 l sl, 2 l br) þar til stykkið mælist 3 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 6 l = 84-90 l. Prjónið síðan A.1 (= 14-15 mynstureiningar hringinn). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað er prjónað áfram með litnum ljós grár. Þegar stykkið mælist 18 cm eru sett 12 prjónamerki í stykkið þannig: * Setjið 1 prjónamerki eftir 7-7 l, síðan 1 prjónamerki eftir 7-7 l, síðan 1 prjónamerki eftir 7-8 l *, endurtakið frá *-* umf hringinn. Í næstu umf er prjónað 2 l slétt saman á undan öllum prjónamerkjum (= 12 l færri), endurtakið úrtöku í annarri hverri umf í 3. hverri umf alls 5 sinnum = 24-30 l eftir á prjóni. Prjónið 1 umf þar sem allar l eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 12-15 l. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 23-25 cm. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 36 l á sokkaprjóna nr 3,5 með litnum ljós grár. Prjónið stroff (= 1 l sl, 2 l br) í 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4,5 og prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 8 cm. Prjónið A.1 (= 6 mynstureiningar hringinn) – JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 9 umf af A.1 byrjar útaukning fyrir þumal með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við síðustu l í umf – í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt – endurtakið útaukningu í annarri hverri umf með 2 l fleiri á milli uppslátta í hvert skipti alls 5 sinnum (allar útauknar þumallykkjur + lykkjur sem auknar eru út hvoru megin við þær eru prjónaðar með litnum ljós grár). Eftir alla útaukningu eru 11 þumallykkjur og alls 46 l á prjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist alls 14 cm eru 11 þumallykkjurnar settar á þráð og fitjuð er upp 1 ný l yfir lykkjur á þræði = 36 l. Þegar A.1 hefur verið prjónað er haldið áfram með litnum ljós grár til loka. Þegar stykkið mælist 24 cm eru sett 6 prjónamerki í stykkið með 6 l á milli merkja. Í næstu umf er fækkað um 1 l við hvert prjónamerki með því að prjóna 2 l slétt saman eftir öll prjónamerki. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 4 sinnum = 12 l. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6 l. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Vettlingurinn mælist alls ca 28 cm. ÞUMALL: Setjið 11 þumallykkjur á sokkaprjóna nr 4,5 og takið að auki upp 3 l í kanti á bakhlið við þumallykkjur = 14 l. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós grár í 6 cm, prjónið síðan allar l slétt saman 2 og 2 = 7 l. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær 7 l sem eftir eru, herðið að og festið vel. HÆGRI VETTLINGUR: Prjónið eins og sá vinstri, en aukið út fyrir þumal hvoru megin við fyrstu l í umf. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 108-114 l á hringprjóna nr 4,5 með Nepal. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið síðan stroffprjón (= 1 l sl, 2 l br). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 12 cm, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir hverja l sl, uppslátturinn prjónast síðan snúinn br í næstu umf = 144-152 l. Prjónið síðan stykkið áfram með 1 l sl, 3 l br. Endurtakið útaukningu með 4½-5 cm millibili 2 sinnum til viðbótar = 216-228 lykkjur (= 1 l sl, 5 l br). Þegar stykkið mælist 23-25 cm prjónið 2 umf slétt yfir allar l JAFNFRAMT í 1. umf er lykkjum fækkað þannig: Prjónið fyrstu 2 l br eftir hverja l sl slétt saman = 180-190 l. Fellið af. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dreaminagainset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 156-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.