Lupel skrifaði:
Nn è la solita mantella!
04.06.2014 - 23:30
Gunhild Nielsen skrifaði:
Ser elegant ud. Savner bluser og trøjer til damer i tyndt garn og med mønstre.
04.06.2014 - 16:03
Christina skrifaði:
Even though I don't have votes left, I love this one so much that I want to start knitting now!
03.06.2014 - 19:12Norimar Simonetti skrifaði:
Adorei
03.06.2014 - 14:35
Nathalex skrifaði:
Très jolie, je la mets sur ma liste de toute urgence !
03.06.2014 - 11:56
Annie skrifaði:
Très joli pull avec un empiècement très décoratif.Bravo
03.06.2014 - 10:29
Lucie skrifaði:
Krásná kapucka!
03.06.2014 - 09:16
Christel skrifaði:
Très intéressant modèle !
03.06.2014 - 08:38
Tricoud skrifaði:
Modèle drolement sympa hate d'avoir les explications
02.06.2014 - 22:07
Benthe skrifaði:
Kan næsten ikke vente til opskriften er klar :) håber den er med i de første der kommer på...
02.06.2014 - 19:14
Autumn Stroll#autumnstrollponcho |
|||||||
|
|||||||
Prjónað poncho úr DROPS Alaska með hettu og klauf, prjónað ofan frá og niður. Stærð: S -XXXL
DROPS 157-37 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjónar): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið nýjar l í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist 2 cm frá uppfitjunarkanti. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Poncho og hetta er prjónuð hvor í sínu lagi og saumað saman í lokin. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Prjónað er fram og til baka að þar til lokið er við klauf/opi við miðju að framan í hálsmáli, síðan er prjónað í hring að klauf í byrjun í hvorri hlið, síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka. PONCHO: Fitjið upp 92-102-112 á hringprjóna nr 5 með Alaska. Prjónið 8 umf GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í 7. umf í garðaprjóni (= rétta) aukið út um 30-32-34 l jafnt yfir = 122-134-146 l. Munið eftir HNAPPAGAT! Prjónið síðan frá miðju að framan þannig: 3 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 8-10-12 l sléttprjón, setjið 1. prjónamerki hér, A.2 (= 13 l), setjið 2. prjónamerki hér, 13-15-17 l sléttprjón, setjið 3. prjónamerki hér, A.2, setjið 4. prjónamerki hér, 22-26-30 l sléttprjón, setjið 5. prjónamerki hér, A.2, setjið 6. prjónamerki hér, 13-15-17 l sléttprjón, setjið 7. prjónamerki hér, A.2, setjið 8. prjónamerki hér, 8-10-12 l sléttprjón, 3 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram, JAFNFRAMT í næstu umf frá réttu er aukið út í hvorri hlið í hverri mynstureiningu af A.2- LESIÐ ÚTAUKNING! ATH: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og í stykkjum í hlið: Aukið svona út á undan 1. og 5. prjónamerki og á eftir 4. og 8. prjónamerki: Í annarri hverri umf 5-6-7 sinnum, í 4. hverri umf 4-6-9 sinnum og í 6. hverri umf 6-6-4 sinnum. Einnig er aukið svona út á undan 3. og 7. prjónamerki og á eftir 2. og 6. prjónamerki: Í annarri hverri umf 7-8-9 sinnum og í 4. hverri umf 9-10-11 sinnum og í 6. hverri umf 2-2-2 sinnum. Þegar útaukningu er lokið eru 254-286-314 l í umf. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist alls 11 cm er klauf/op við miðju að framan lokið og prjónað er í hring þannig: Prjónið fram að fyrstu mynstureiningu af A.2 (= byrjun umf), prjónið umf hringinn eins og áður með mynstur og útaukningar að 3 l garðaprjón á undan klauf að framan, prjónið síðan 6 l GARÐAPRJÓN í hring á hringprjóna – sjá útskýringu að ofan, yfir 3 l garðaprjón hvoru megin við klauf. Haldið svona áfram þar til 4 umf í garðaprjóni eru fyrir neðan klauf. Haldið síðan áfram í sléttprjóni, útaukningar og A.2 þar til stykkið mælist 34-36-38 cm. Prjónið nú frá byrjun umf þannig: * A.2, 21-24-27 l sléttprjón, 7 l garðaprjón, 21-24-27 l sléttprjón *, A.2, sléttprjón fram að næsta A.2, endurtakið frá *-*, A.2, prjónið sléttprjón út umf. Haldið svona þar til 4 umf í garðaprjóni eru á hvoru hliðarstykki, JAFNFRAMT í síðustu umf eru felldar af miðju 7 l garðaprjón í hvorri hlið (= 6 l garðaprjón eftir), prjónið fram að affelldu lykkjum í hlið = 252-284-312 l í umf. Prjónið síðan fram- og bakstykki til loka hvort fyrir sig. FRAMSTYKKI: Snúið stykkinu við og prjónið frá röngu þannig. 3 l garðaprjón, sléttprjón yfir næstu 21-24-27 l, A.2 eins og áður, sléttprjón yfir næstu 52-62-70 l, JAFNFRAMT er aukið út um 1-0-1 l, prjónið A.2, 21-24-27 l sléttprjón, 3 l garðaprjón = 127-142-157 l. Þegar stykkið mælist 41-43-45 cm er prjónað frá réttu: 3 l garðaprjón, A.1 þar til 4 l eru eftir, 1 l sl (= 1. l í A.1), 3 l garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist alls 48-50-52 cm. Fellið af. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki. Stillið lengdina af eftir framstykki. HETTA: Hettan er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 92-102-112 l á hringprjóna nr 5 með Alaska. Prjónið 2 umf garðaprjón JAFNFRAMT er aukið út um 8-1-0 l jafnt yfir í síðustu umf = 100-103-112 l. Prjónið nú þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, A.1 (= 3 l) þar til 4 l eru eftir, 1 l sl, 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 30 cm. Prjónið 2 umf garðaprjón. Fellið af. FRÁGANGUR: Brjótið hettuna saman og saumið saman affellingarkantinn með því að sauma l 1 og 1 fallega saman. Saumið hettuna við poncho, saumið l 1 og 1 saman. Saumið tölu 2 cm frá uppfitjunarkant í vinstri kant að framan. Klippið frá og festið enda. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #autumnstrollponcho eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 157-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.