Nina skrifaði:
Flott
23.07.2014 - 19:15
Marit Elise Gjølstad skrifaði:
Lekker
29.06.2014 - 20:36
Catia skrifaði:
Non ci deludete mai! bellissimo
25.06.2014 - 22:46
Eva Røvik skrifaði:
Nydelig
25.06.2014 - 16:45
Christina Inhammar skrifaði:
En andvändbar ljus och vacker tröja med vackert okmönster
20.06.2014 - 14:59
Nicol skrifaði:
Sehr schön - allerdings sollte man daran denken, dass Frauen mit viel Oberweite das Muster nur dann tragen können, wenn es auch entsprechend weit runter geht - das ist eine Frage der Proportionen, wie ich aus bitterer Erfahrung weiß!
20.06.2014 - 09:28
Xicila skrifaði:
Muy elegante.
19.06.2014 - 18:00
Vallet skrifaði:
Trésclasse ce modéle
18.06.2014 - 22:04
BOUILLET skrifaði:
Un modèle qui donne envie de tricoter
15.06.2014 - 15:56
Solange skrifaði:
Un modèle superbe que je réaliserai très prochainement
15.06.2014 - 15:30
Elinor Dashwood Cardigan#elinordashwoodcardigan |
||||||||||
|
||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alaska með áferðamynstri og hringlaga berustykki, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 157-4 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1- A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING 1 (á við berustykki + og aðsnið): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. ÚTAUKNING 2 (á við um hliðar): Prjónið fram að 1 l á undan merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l sl (merkið er á milli þessa l), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (prjónað aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA (á við um aðsnið + ermi): Fækkið lykkjum á eftir merki þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið um 2 lykkjum á undan merki þannig: 2 lykkjur slétt saman. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist (mælt frá uppfitjunarkanti): STÆRÐ S: 2, 9, 16, 23, 30, 38, 45 og 53 cm. STÆRÐ M: 2, 9, 16, 23, 31, 39, 47 og 55 cm. STÆRÐ L: 2, 10, 17, 24, 32, 40, 48 og 56 cm. STÆRÐ XL: 2, 10, 18, 26, 34, 42, 50 og 58 cm. STÆRÐ XXL: 2, 10, 18, 26, 35, 43, 51 og 59 cm. STÆRÐ XXXL: 2, 10, 18, 26, 36, 44, 52 og 60 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 79-86-90-94-97-101 l á hringprjóna nr 4 með Alaska. Prjónið 8 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið nú yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið (kantlykkjurnar halda áfram i garðaprjóni til loka), JAFNFRAMT er aukið út um 41-45-52-59-67-85 l jafnt yfir frá réttu – LESIÐ ÚTAUKNING 1! Nú eru 120-131-142-153-164-186 l á prjóni. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka þannig: Prjónið 69-76-81-88-93-105 l, snúið við, prjónið 18-20-20-22-22-24 l til baka, snúið við, prjónið 27-30-30-33-33-36 l, snúið við, prjónið 36-40-40-44-44-48 l til baka, snúið við, 45-50-50-55-55-60 l, snúið við, prjónið 54-60-60-66-66-72 l, snúið við, prjónið út umf. Í næstu umf frá réttu, prjónið og aukið út eftir mynstri A.1 – veljið mynstur fyrir rétta stærð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll mynsturteikning A.1 hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 230-252-274-296-318-362 l á prjóni. Í næstu umf er prjónuð 1. umf í A.2, JAFNFRAMT er aukið út um 8-8-8-10-16-0 l jafnt yfir = 238-260-282-306-334-362 l. Næsta umf er prjónuð þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2. umf í A.2 yfir næstu 31-35-39-43-48-53 l (= framstykki), setjið næstu 51-55-57-61-65-69 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar l (= undir ermi), haldið áfram með A.2 yfir næstu 64-70-80-88-98-108 l (= bakstykki), setjið næstu 51-55-57-61-65-69 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar l undir ermi, A.2 yfir næstu 31-35-39-43-48-53 l (= framstykki), 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Nú eru 152-166-184-200-220-240 l fyrir fram- og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Haldið síðan áfram fram og til baka með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið og sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm frá nýju l undir ermum, setjið 6 merki í stykkið þannig: 5 kantlykkjur að framan, 17-20-23-25-28-31 l sléttprjón, setjið merki, 36-38-40-44-48-52 l sléttprjón, setjið merki, 36-40-48-52-58-64 l sléttprjón, setjið merki, 36-38-40-44-48-52 l sléttprjón, setjið merki, 17-20-23-25-28-31 l sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni. Í næstu umf frá réttu byrjar úrtaka – LESIÐ ÚRTAKA! Fækkið um 1 l á undan 1. og 3. merki og 1 l á eftir 2. og 4. merki (ATH! 1. merki er 1. merki í umf frá réttu). Endurtakið úrtöku með 1-1-1½-2-3½-3½ cm millibili alls 4-4-4-3-2-2 sinnum = 136-150-168-188-212-232 l. Setjið nú merki mitt á milli 36-38-40-42-48-52 l á hvorri hlið (þ.e.a.s. á milli 1. og 2. merkis og á milli 3. og 4. merkis) = 5. og 6. merkis. Þegar stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm frá nýju l undir ermum byrjar útaukning – munið eftir ÚTAUKNING 1! Aukið út á undan 1. og 3. merki og á eftir 2. og 4. merkis. Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili alls 4 sinnum til viðbótar, JAFNFRAMT 2., 3. og 4. skiptis sem aukið er út, aukið út um 1 l hvoru megin við 5. og 6. merkis (= hliðar) – LESIÐ ÚTAUKNING 2! Þegar útaukningu er lokið eru 168-182-200-220-244-264 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm frá nýju l undir ermum er aukið út um 4-2-2-0-0-4 l = 172-184-202-220-244-268 l. Prjónið síðan A.3 með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru auknar út 43-46-52-67-79-91 l jafnt yfir = 215-230-254-287-323-359 l. Prjónið 1 umf til baka. Skiptið nú yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið stroff þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 6 l eru eftir á prjóni, 1 l sl, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram þar til stroffið mælist 8 cm. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna/hringprjóna. Setjið til baka 51-55-57-61-65-69 l af þræði á sokkaprjóna nr 5. Prjónið 2. umf í A.2, fitjið upp 8 nýjar l undir ermi í lok umf = 59-63-65-69-73-77 l. Setjið eitt merki mitt á milli nýju 8 l (þ.e.a.s. 4 l hvoru megin við merki). Prjónið síðan í hring. Haldið áfram með mynstur eftir A.2 – ATH: Stillið mynstrið af eftir miðju, ör í mynstri merkir miðju-l ofan á ermi, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm frá merki byrjar úrtaka – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku með 2-1½-1½-1½.-1½-1 cm millibili 8-10-11-10-12-14 sinnum til viðbótar = 41-41-41-47-47-47 l eftir. Þegar stykkið mælist 34 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 l = 42-42-42-48-48-48 l. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.3. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru auknar út 3 l jafnt yfir = 45-45-45-51-51-51 l. Skiptið nú yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið stroff (1 l sl, 2 l br). Fellið af með sl yfir sl og br yfir br þegar stroffið mælist 8 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #elinordashwoodcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 157-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.