Nadiné skrifaði:
Würde gerne dieses schöne stück stricken
27.06.2013 - 18:07
Bello skrifaði:
Magnifico y original
27.06.2013 - 17:10
Truus skrifaði:
Het wachten word een beetje lang hoor wat een super mooi vest
27.06.2013 - 15:11
Li skrifaði:
Perfect vest!
27.06.2013 - 13:40
Mona skrifaði:
Sind die 80er zurück? Gruselig...
27.06.2013 - 02:59
Hanneke skrifaði:
Ik vind dit een geweldig mooi vest
26.06.2013 - 19:39
Fulconis skrifaði:
Wahou!! ce gilet est MAGNIFIQUE!!!! En espérant que les explications ne tarderont pas. merci
22.06.2013 - 22:28
Taina skrifaði:
Erittäin kaunis, upea, juhlava!
19.06.2013 - 17:08
Céline skrifaði:
À quand les explications hâte de l'avoir sur mes épaules
16.06.2013 - 22:21
Runa Morten skrifaði:
Nydelig ! Vil strikke nå :-) !
16.06.2013 - 14:12
Dove#dovecardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónað poncho úr DROPS Nepal og DROPS Kid-Silk með köðlum og áferðamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 150-12 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S/M: 7, 15, 23, 31, 39 og 47 cm. STÆRÐ L: 8, 16, 25, 33, 42 og 50 cm. STÆRÐ XL/XXL: 7, 16, 25, 34, 43 og 52 cm. STÆRÐ XXXL: 8, 18, 27, 37, 46 og 55 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 108-112-118-122 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 4 l með garðaprjóni, 3 l sl, 3 l br, 88-92-98-102 l sléttprjón, JAFNFRAMT er aukið út um 12 l með því að prjóna 2 l í hverja af fyrstu 6 l og 2 l í hverja af síðustu 6 l í sléttprjóni (= 12 l fleiri), 3 l br, 3 l sl, 4 l garðaprjón = alls 120-124-130-134 l á prjóni. Prjónið 1 umf til baka frá röngu þannig: Prjónið 4 l garðaprjón, 3 l br, 3 l sl, 100-104-110-114 l sléttprjón, 3 l sl, 3 l br, 4 l garðaprjón. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið A.1 (= 22 l), prjónið 76-80-86-90 l sléttprjón og prjónið A.2 (= 22 l). Haldið svona áfram með mynstur, þ.e.a.s að í annarri hverri umf verður einingin með sléttprjón í miðju minni, á meðan A.1 og A.2 verður stærra – lykkjufjöldinn verður þar af leiðandi stöðugur. Þegar kaðlar í A.1 og A.2 hafa verið prjónaðir 10-11-11-12 sinnum á hæðina í hvorri hlið er haldið áfram með A.1 og A.2 án uppsláttar og snúning (l yfir köðlum eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar stykkið mælist 53-56-59-62 cm eru felldar af af miðju 16-18-18-20 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið nú um 1 l í næstu umf frá hálsmáli = 51-52-55-56 l eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 55-58-61-64 cm og fellið af. Endurtakið á hinni öxlinni. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 59-61-64-66 l (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af hvorri gerð. Prjónið 6 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 44-46-49-51 l sléttprjón JAFNFRAMT er aukið út um 6 l með því að prjóna 2 l í hverja af síðustu 6 l í sléttprjóni (= 6 l fleiri), 3 l br, 3 l sl, 4 l garðaprjón = alls 65-67-70-72 l á prjóni. Prjónið 1 umf til baka frá röngu þannig: Prjónið 4 l garðaprjón, 3 l br, 3 l sl, 50-52-55-57 l sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, 38-40-43-45 l sléttprjón og síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.2 (= 22 l). Haldið svona áfram með mynstur, þ.e.a.s að einingin með sléttprjóni við miðju að framan verður minni, á meðan A.2 verður stærri, (lykkjufjöldinn helst stöðugur). Munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATH: Þegar A.2 hefur verið prjónað alls 9-10-10-11 sinnum á hæðina, haldið áfram með A.2 án kaðla (lykkjur yfir köðlum eru prjónaðar í sléttprjóni) þar til A.2 hefur verið prjónað jafn oft og á bakstykki með útaukningu, haldið síðan áfram án útaukninga, eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 47-50-52-55 cm (passið uppá að prjóna 1 umf eftir síðasta hnappagati og að kaðall í A.2 hefur verið prjónaður), setjið fyrstu 10-11-11-12 l við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli (l eru prjónaðar áður en þær eru settar á þráðinn og því þarf ekki að klippa frá). Fækkið nú l í byrjun á hverri umf frá hálsmáli: Prjónið 2 l 1 sinni og 1 l 2 sinnum = 51-52-55-56 l eftir á öxl. Prjónið nú áfram þar til stykkið mælist 55-58-61-64 cm – stillið af eftir bakstykki, fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. Prjónið mynstur eftir A.1 í stað A.2. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið 2 tölur neðst niðri í kant með garðaprjóni 3 og 9 cm frá kanti í hvorri hlið (saumið í gegnum bæði stykkin þannig að fram- og bakstykki er tekið saman lengst út í hvorri hlið neðst niðri á stykki). HÁLSMÁL: Prjónið upp ca 60 til 70 l frá réttu í kringum hálsmál (meðtaldar l af þræði við miðju að framan) með 1 þræði af hvorri tegund á hringprjóna nr 6. Prjónið 6 umf garðaprjón fram og til baka. Fellið laust af með sl frá röngu. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dovecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 150-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.