Sarah skrifaði:
Wow, den möchte ich stricken, genau so. kuschlig weich, elegant, zeitlos, weiblich zart
01.06.2013 - 00:30
José skrifaði:
Mooi vrouwelijk ontwerp. Die zou ik graag maken.
31.05.2013 - 22:42
Ruth skrifaði:
Glæder mig til at strikke denne pullover til min søde datter!!
31.05.2013 - 21:40
Leonel skrifaði:
Diesen Pullover werde ich sricken.
31.05.2013 - 20:01
Willy skrifaði:
Sierlijk en fijntjes
31.05.2013 - 19:50Suzanne skrifaði:
Tout en délicatesse et féminité. Mon favori. J'attend les explications avec impatience
31.05.2013 - 19:48
Mari skrifaði:
Abrigadita y a la vez elegante con este jersey ligero como una pluma. Muy delicado
31.05.2013 - 19:18
Eleonora skrifaði:
Bello!
31.05.2013 - 17:40
Hanne skrifaði:
Den vil jeg gerne strikke
31.05.2013 - 16:42
Ute skrifaði:
Flott!
31.05.2013 - 11:31
Fox Sweater#foxsweater |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk, DROPS Kid- Silk og DROPS Glitter með víðu hálsmáli og gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 150-7 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA (á við um fram- og bakstykki): Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 168-192-216-240 l á hringprjóna nr 5 með 1 þræði af Baby Alpaca Silk + 1 þræði af Kid-Silk + 2 þráðum af Glitter. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú þannig: Prjónið A.1 yfir allar l (= 12 mynstureiningar á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru sett 2 prjónamerki í stykkið, 1 eftir 7.- 8.- 9.- 10. l og 1 eftir 91.- 104.- 117.- 130. l (= prjónamerki í hvorri hlið) fram/bakstykki = 84-96-108-120 l). Prjónið nú sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Þegar stykkið mælist 7 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 3 ½-4-4½-5 cm millibili 3 sinnum til viðbótar (= alls 4 úrtökur) = 152-176-200-224 l. Þegar stykkið mælist 24-26-27-29 cm aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 3-3-2½-2 cm millibili, 3 sinnum til viðbótar (= alls 4 útaukningar) = 168-192-216-240 l. Þegar stykkið mælist 38-38-37-37 cm fellið af 14-16-18-20 l á hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 7-8-9-10 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 70-80-90-100 l eftir á bakstykki/framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 42-48-54-60 l á sokkaprjóna nr 5 með 1 þræði af Baby Alpaca Silk + 1 þræði af Kid-Silk + 2 þráðum af Glitter. Prjónið 2 umf garðaprjón. Prjónið A.1 yfir allar l (= 3 mynstureiningar á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram í sléttprjón. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf(= mitt undir ermi). Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerkin. Endurtakið útaukningu með 5-4-3-2 cm millibili, 6-7-8-9 sinnum til viðbótar (= alls 7-8-9-10 útaukningar) = 56-64-72-80 l. Þegar stykkið mælist 41-38-34-31 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), prjónið A.1 yfir allar l (= 4 mynstureiningar). ATH! Byrjið fyrstu mynstureininguna af A.1 7-8-9-10 l frá prjónamerki! Í síðustu umf í A.1 eru felldar af fyrstu 14-16-18-20 l mitt undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 7-8-9-10 l hvoru megin við prjónamerki)= 42-48-54-60 l eftir á prjóni (= 3 heilar mynstureiningar af A.1). Ermin mælist nú 46-44-41-39 cm. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki = 224-256-288-320 l. Prjónið A.1 yfir allar l (= 16 mynstureiningar á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina er prjónað áfram með A.2 yfir A.1. Haldið svona áfram með mynstur. Skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörf. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 96-128-160-192 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt, JAFNFRAMT í 1. umf er fækkað um 22-50-68-92 l jafnt yfir = 74-78-92-100 l. Prjónið nú upphækkun að aftan í sléttprjóni. Setjið 1 prjónamerki í miðju l (= miðja að aftan), klippið frá og byrjið þannig: Prjónið 7 l sl framhjá prjónamerki við miðju að aftan, snúið við, herðið á þræði og prjónið 14 l br til baka, snúið við, herðið á þræði og prjónið 21 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 28 l br til baka. Haldið svona áfram – prjónið yfir 7 l fleiri í hvert skiptið sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 56-56-70-70 l, snúið við og prjónið 1 umf slétt fram að miðju að aftan. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af með sl frá réttu. Berustykkið mælist ca 20-24-27-31 cm (fyrir miðju að framan) og öll peysan mælist ca 58-62-64-68 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #foxsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 150-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.