Mussul,Anita skrifaði:
Würde mich über eine Anleitung von Spiralsocken freuen.lieben gruß ans Team.
10.06.2013 - 13:45
DURAND skrifaði:
Sympa
08.06.2013 - 10:31
Petra skrifaði:
Tolle Socke
02.06.2013 - 21:30
Theresea skrifaði:
Love it! Vote yes. Thank you!
01.06.2013 - 20:02
Sarah skrifaði:
Wunderschön
01.06.2013 - 00:01
Kirsi skrifaði:
Hienot sukat, tehtävien listalle laittaisin nämä
31.05.2013 - 15:15
Lilian Simonsen skrifaði:
De skønneste sokker til mine støvler - kan ikke vente på at komme i gang med at strikke.
30.05.2013 - 18:23
Natalja skrifaði:
Super!Mal mal anderes.
30.05.2013 - 16:12
Herringbone#herringbonesocks |
|
|
|
Prjónaðir sokkar með snúningi úr DROPS Delight. Stærð 35-43
DROPS 149-23 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-9 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 15-15-15 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 68-68-72 l á sokkaprjóna nr 2,5 með Delight. Prjónið 1 umf slétt. Prjónið nú stroffprjón = 3 l br, 1 l sl. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið stroffprjón í 3 cm, prjónið nú þannig: Haldið áfram með stroffprjón yfir fyrstu 27-27-31 l (þ.e.a.s. að endað er á 3 l br), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, haldið áfram með stroffprjón yfir næstu 18 l, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið stroffprjón yfir næstu 18 l, prjónið 2 l slétt saman. Endurtakið útaukningu og úrtöku í annarri hverri umf, uppslátturinn er prjónaður slétt (þannig að það myndist göt) og nýju l eru prjónaðar jafn óðum inn í stroffprjón. ATH! Lykkjufjöldinn verður allan tíman stöðugur. Þegar stykkið mælist 19 cm er haldið eftir fyrstu 27-27-31 l á prjóni fyrir hæl, aðrar 41 l eru settar á þráð = ofan á fæti. Haldið áfram fram og til baka í stroffprjóni yfir hæl-l í i 5½ cm. Setjið prjónamerki mitt í hælinn – héðan er nú mælt! Prjónið HÆLÚRTAKA – lesið útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 13 l hvoru megin við hæl og 41 l af þræði eru settar aftur á prjóninn = 82 l. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 41 l ofan á fæti. Haldið nú áfram með stroffprjón með úrtöku og útaukningu ofan á fæti og sléttprjón undir fæti. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu l á undan 41 l ofan á fæti snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) og 2 fyrstu l á eftir 41 l ofan á fæti slétt saman (= 2 l færri. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umf 11 sinnum til viðbótar (= alls 12 sinnum) = 58 l. Prjónið nú áfram þar til stykkið mælist 17-19-22 cm frá prjónamerki á hæl (= 5 cm að loka máli). Nú er sett 1 prjónamerki í hvora hlið svo að það verða 30 l ofan á fæti og 28 l undir fæti. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar l – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin með því að prjóna þannig: Prjónið 2 l slétt saman, 1 l sl, prjónamerki, 1 l sl og 2 l snúnar slétt saman (= 2 l færri á hvorri hlið). Endurtakið úrtöku í hvorri hlið í annarri hverri umf 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 sinnum) og síðan í hverri umf alls 5 sinnum = 14 l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2 l. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem efir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #herringbonesocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 149-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.