Julia skrifaði:
Sieht einfach sehr gemütlich aus. Ein Wohlfühlpulli. Kuschelpulli würde ich ihn nennen.
26.12.2012 - 19:47
Inger Knudsen skrifaði:
Liker veldig godt at den er lengre bak.
26.12.2012 - 00:59
Solfrid skrifaði:
Fin modell, men blir laget i et annet garn.
18.12.2012 - 09:39
Ela skrifaði:
Dat is precies het type trui dat je wilt aandoen na een dag op het strand.
18.12.2012 - 00:01
Laila Jensen skrifaði:
Sød med de lange falde ned masker.
17.12.2012 - 15:07
Karin skrifaði:
Flot trøje hvis man undlader at strikke den længere på ryggen
13.12.2012 - 01:09
Chris skrifaði:
Sieht wundervoll kuschelig weich aus, möchte ich auf jeden Fall nacharbeiten.
12.12.2012 - 22:12Verotte skrifaði:
Looks very yummy and soft. Nice pattern.
12.12.2012 - 10:57
Jocelyne skrifaði:
Douce france
10.12.2012 - 21:09
Douce#doucesweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé, DROPS Symphony og DROPS Cotton Viscose eða DROPS Alpaca Bouclé, DROPS Melody og DROPS Cotton Viscose með löngum lykkjum. Stærð S – XXXL.
DROPS 146-18 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Í þeim umf þar sem langar lykkjur eru prjónaðar, verður að slá aukalega uppá prjóninn innan við kantlykkju í hvorri hlið (þ.e.a.s. 3 uppslættir í umf með stórum löngum lykkjum og 2 uppslættir í umf með smáum löngum lykkjum). Uppslættirnir eru látnir falla niður í næstu umf eins og áður. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að kantarnir á stykkinu verði of stífir. MÆLING: Vegna þyngdar á garninu er öll mæling á stykkinu gerð þegar stykkinu er haldið uppi, annars verður flíkin of síð þegar hún er mátuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið laust upp 36-40-44-48-52-56 l á prjóna nr 12 með 1 þræði af hverri tegund (= 3 þræðir). Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (1. umf = rétta). Prjónið nú mynstur eftir A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – LESIÐ LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 51-52-53-53-55-56 cm – LESIÐ MÆLING, fitjið upp 2 nýjar l í lok 2 næstu umf = 40-44-48-52-56-60 l. Haldið áfram með A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – ATH: Mikilvægt er að í umf með löngum lykkjum verður einnig að slá uppá prjóninn aukalega áður en kantlykkja er prjónuð í hvorri hlið (uppslátturinn er látinn falla niður í næstu umf). Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kantarnir verði of stífir. Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm – munið eftir MÆLING, fellið af miðju 10-10-10-12-12-12 l af fyrir hálsmál frá réttu og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið nú af 1 l í næstu umf frá hálsi = 14-16-18-19-21-23 l eftir á öxl. Prjónið 1 umf slétt frá réttu og 1 umf slétt frá röngu áður en fellt er LAUST af með sl frá réttu, stykkið mælist ca 66-68-70-72-74-76 cm. Endurtakið eins á hinni öxlinni. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki – nema það er prjónað 10 cm styttra á hæðina. Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 41-42-43-43-45-46 cm – munið eftir MÆLING. Fitjið upp 2 nýjar l í lok næstu 2 umf = 40-44-48-52-56-60 l. Haldið áfram með A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – ATH: Mikilvægt er að slá aukalega uppá prjóninn fyrir innan kantlykkju í hvorri hlið í umf með löngum lykkjum eins og á bakstykki. Þegar stykkið mælist 50-52-54-55-57-59 cm – munið eftir MÆLING, fellið af miðju 8-8-8-10-10-10 l af fyrir hálsmáli og hvor öxl er nú prjónuð fyrir sig. Fellið nú af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umf frá miðju að framan: Fellið af 1 l 2 sinnum = 14-16-18-19-21-23 l eftir á prjóni. Prjónið nú áfram þar til stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm, prjónið 1 umf sl frá réttu og 1 umf sl frá röngu áður en fellt er LAUST af með sl frá réttu. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma með lykkjuspori innan við affellingarkantinn. ERMI: Prjónið upp 24-26-28-30-30-32 l frá réttu innan við kantlykkju meðfram handveg á prjóna nr 12 með 1 þræði af hverri tegund (ef prjónaðar eru upp fleiri eða færri l en þetta verður að auka/fækka jafnt yfir í fyrstu umf). Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Prjónið nú mynstur eftir A.2 með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – munið eftir LEIÐBEININGAR. Þegar ermin mælist 4-4-2-2-2-2 cm – munið eftir MÆLING, fækkið um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið úrtöku með 11-11-9-8-8-6 cm millibili, 3-3-4-4-4-5 sinnum til viðbótar (= 4-4-5-5-5-6 l færri alls) = 16-18-18-20-20-20 l eftir á prjóni. Haldið áfram með mynstur þar til ermin mælist 44-42-41-39-38-36 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 10 og prjónið garðaprjón fram og til baka þar til ermin mælist 49-47-46-44-43-41 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Fellið laust af. Prjónið hina ermina á sama hátt. MEIRI FRÁGANGUR: Saumið erma- og hliðarsauma í eitt yst í lykkjubogann – passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. HÁLSMÁL: Prjónið upp frá réttu ca 30 til 36 l í kringum hálsmál á hringprjóna nr 10 með 1 þræði af hverri tegund (= 3 þræðir). Prjónið 1 umf br, 1 umf sl og 1 umf br, fellið síðan LAUST af með sléttum lykkjum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #doucesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 146-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.