Sarah skrifaði:
Please ignore my previous question as I've figured out that these pieces are worked in sections, so cutting the yarn is necessary. However, I'm confused about the RIGHT FRONT PIECE section instructions. It says "At the same time bind off for armhole in the side as on the back piece". What does this mean?
04.02.2024 - 15:01DROPS Design svaraði:
Dear Sarah, in the back piece, you bind off at the beginning of every row from each side for the armholes. That is because you needed to cast off for both armholes on both sides. Now, as you work each front piece, you will cast off for one single armhole in each front piece, so you will cast off at the beginning of the rows that start from the side edge of the front piece (in each front piece it will be in opposite sides), that is, the side opposite from the neck. Happy knitting!
04.02.2024 - 23:38
Sarah skrifaði:
Hi again -- I'm starting the back piece of this pattern but it's not clear if I need to cut the yarn and put the other stitches on a stitch holder. I presume so in order to work the back piece independently? Thanks, Sarah
03.02.2024 - 19:00DROPS Design svaraði:
Dear Sarah, you will now work only the back piece so you keep the back piece stitches in the needles and put both front pieces' stitches on a stitch holder or thread. You also cut the yarn and rejoin it for working the back piece. Happy knitting!
04.02.2024 - 23:02
Sarah skrifaði:
The M1 chart section has confused me a bit. The pattern says "work diagram M.1 until 15 sts remain, work 1st st in diagram M.1 (so that pattern beg and ends the same way on each side of band)". I thought I did this and have ended up with a mess. Can someone explain to me what "work 1st st in diagram M.1" means - does it mean to knit the last stitch before the 14st section as if it were the 1st st in the next row? Thanks, Sarah
29.01.2024 - 20:24DROPS Design svaraði:
Dear Sarah, what you need to do is, when 15 sts remain, work the very first stitch of M.1 in that specific row. For example, in row 1, you start with the star symbol (beige), work towards the left and work as many repeats of M.1 as necessary and end with the stitch with the star (that is, the rightmost stitch in A.1). Then, in the next rows, work over it as with the other stitches , as indicated in the charts. Happy knitting!
29.01.2024 - 23:34
Yiqi Huang skrifaði:
Hi! For the first button hole, should I do it still with the 4 mm needles as a part of the rib or should I do it with the 5 mm needles as a part of the main body?
27.01.2024 - 20:08DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Huang, the buttonholes are worked with the same needles as the ribbing edges, ie with the larger needles when working body/front piece. Happy knitting!
29.01.2024 - 11:59
Yiqi Huang skrifaði:
So following my previous question (now I realised that one should K on K and P on P indeed for the rib), should I start the WS with 2 garter, K2, then K2/P2 all the way till the 2 garter stitches on the end?
23.01.2024 - 01:13DROPS Design svaraði:
Hi Yiqi, Yes, you continue the rib, starting with 2 garter stitches and K2 and finishing with K2 and 2 garter stitches on the other side, until the rib measures 6 cm. Happy knitting!
23.01.2024 - 06:39
Yiqi Huang skrifaði:
Hi Drops! I already got a bit lost in the instruction of the bottom ribbing. If you end the row (RS) with K2 garter 2, then start the next row (WS) with garter 2 K2, aren’t you K on the K stitches and P on the P stitches? I thought for ribbing we need to K on the P stitches and vice versa on each row.
23.01.2024 - 01:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Huang, you are right, from WS you will K over K and P over P, this means from WS you will work: K2, then repeat (P2, K2) ending with P2, K2. Happy knitting!
23.01.2024 - 07:49
Jeanette Ek skrifaði:
Undrar om mönstret verkligen stämmer när man ska sticka ärmarna Får inte riktigt ihop detta Man ska öka 19ggr vart 4:dje varv Då betyder detta att man alltså ska påbörja rapporten innan alla ökningar är klara? Annars stämmer inte måtten på ärmen Stickar största storlek! Är inte första gången jag haft krångel med just detta mönster stämmer inte 100% i slutet på rapporten på bakstycket Fick göra om lite!
28.03.2023 - 19:02DROPS Design svaraði:
Hej Jeanette, ja du starter mønsteret når ærmet måler 24 cm, du udgår fra midterste maske i mønsteret, og fortsætter mønsteret efterhånden som du får flere masker :)
12.04.2023 - 15:30
Bettina Felden skrifaði:
Liebes Drops-Team, könnte ich auch für die Herrenjacke alternativ 'Drops-Air' oder 'Drops Brushed Alpaca Silk' verwenden, danke und liebe Grüße
28.02.2023 - 15:42DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Felden, also vielleicht am besten DROPS Air - gerne kann Ihnen aber Ihr DROPS Händler die beste Alternative empfehlen - auch per Telefon oder per E-Mail. Viel Spaß beim stricken!
28.02.2023 - 17:53
Louise LAcelle skrifaði:
Bonjour, j’ai presque terminé la veste , mais la je ne comprend pas bien les rangs raccourcis du col. Est ce que je dois casser mon fil après les 10 mailles de début de rang qu’on met en attente ? Tourner l’ouvrage? Bref je suis un peu perdu!
28.02.2023 - 00:56DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lacelle, pour les rangs raccourcis, tricotez les mailles avant de les mettre en attente pour éviter d'avoir à couper le fil, lorsque vous aurez terminé les rangs raccourcis, tournez encore une fois et tricotez jusqu'à la fin du rang d'un côté, puis tournez et tricotez toutes les mailes jusqu'à l'autre côté, et rabattez au rang suivant. Bon tricot!
28.02.2023 - 10:49
Grant Foden skrifaði:
Hello, I am stuck on the instructions for the final row before casting off on the shawl collar. I don't understand the instruction for avoiding holes between the transitions "To avoid holes in every transition where piece was turned, slip loop before next st twisted on needle and work tog with first st on needle. " Where is the loop which is to be slipped onto needle twisted coming from? Many thanks.
21.02.2023 - 16:42DROPS Design svaraði:
Dear Mr Foden, you can see how to do in this video (for a heel with short rows), at time code 04:04 for example: you pick up the strand before the stitch left unworked and you work this strand twisted together with the next stitch. Hipe it will help. Happy knitting!
21.02.2023 - 18:15
Harald#haraldjacket |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Alaska með mynstri og sjalkraga. Stærð S - XXXL
DROPS Extra 0-813 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í vinstr kanti að framan, öll affelling er gerð frá réttu. 1 HNAPPAGAT = prjónið 5. og 6. lykkju frá miðju að framan brugðið saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð S: 6, 14, 23, 31, 40 og 48 cm Stærð M: 6, 15, 24, 32, 41 og 49 cm Stærð L: 6, 15, 24, 33, 42 og 50 cm Stærð XL: 6, 13, 21, 28, 36, 43 og 51 cm Stærð XXL: 7, 14, 22, 29, 37, 44 og 52 cm Stærð XXXL: 7, 15, 22, 30, 37, 45 og 53 cm MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1, mynsturteikning sýnir 2 einingar á breiddina. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um hálsmál að framan): Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkjur þannig: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 226-246-262-286-302-330 lykkjur á hringprjón 4 með litnum grár / blár DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir og endið með 2 lykkjur slétt og 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 6 cm. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6-6-6-6-7-7 cm byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT í vinstri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan. Eftir stroff er skipt yfir á hringprjón 5 og næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið (= 14 kantlykkjur að framan), prjónið sléttprjón þar til 14 lykkjur eru eftir í umferð – JAFNFRAMT er fækkað um 53-61-65-65-69-73 lykkjur jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan), endið með 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón = 173-185-197-221-233-257 lykkjur. Setjið 1 merki 47-50-53-59-62-68 lykkjur inn frá hvorri hlið (= 79-85-91-103-109-121 lykkjur á milli merkja á bakstykki). Látið merkin fylgja með í stykkinu. Prjónið síðan sléttprjón með 14 kantlykkjum að framan í hvorri hlið við miðju að framan eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm prjónið M.1 þannig: Prjónið 14 kantlykkjur að framan eins og áður með litnum grár / blár, prjónið M.1 þar til 15 lykkjur eru eftir, prjónið 1. lykkju í M.1 (þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið í kanti að framan) og endið með 14 kantlykkjur að framan eins og áður í litnum grár / blár. Þegar stykkið mælist 49-50-51-52-53-54 cm prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 13 lykkjur, setjið 1 merki (þetta merki sýnir hvar byrja á að prjóna upp kragann), prjónið 31-34-37-42-45-51 lykkjur (= hægra framstykki), fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 73-79-85-95-101-113 lykkjur (= bakstykki), fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur fyrir handveg og prjónið út umferðina (= 44-47-50-55-58-64 lykkjur á vinstra framstykki). Snúið og fellið af fyrstu 13 lykkjur, setjið 1 merki (þetta merki sýnir hvar enda á að prjóna upp kragann), prjónið út umferðina = 31-34-37-42-45-51 lykkjur. Nú er hvort stykki prjónað til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: = 73-79-85-95-101-113 lykkjur. Haldið áfram með M.1 (þegar M.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram með litnum grár / blár að loka máli) – JAFNFRAMT er nú fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 3 lykkjur 0-0-0-1-1-2 sinnum, 2 lykkjur 1-1-2-2-3-4 sinnum og 1 lykkja 1-3-3-4-4-4 sinnum = 67-69-71-73-75-77 lykkjur eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm, fellið af miðju 21-21-23-23-25-25 lykkjur fyrir hálsmáli. Prjónið hvora öxl til loka fyrir sig. Síðan er felld af 1 lykkja í næstu umferð frá hálsmáli = 22-23-23-24-24-25 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 31-34-37-42-45-51 lykkjur. Haldið áfram með M.1 á sama hátt og á bakstykki með 1 kantlykkju í garðaprjóni við miðju að framan – JAFNFRAMT er fellt af fyrir handvegi í hlið á sama hátt og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm, fækkið um 1 lykkju við hálsmál – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í 4. hverri umferð alls 3-3-4-4-6-6 sinnum og síðan í 8. hverri umferð alls 3-3-3-3-2-2 sinnum. Eftir alla úrtöku eru 22-23-23-24-24-25 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. ERMAR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. Fitjið upp 52-52-56-56-60-60 lykkjur á sokkaprjóna 4 með litnum grár / blár DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff = 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið. Þegar stykkið mælist 6 cm er skipt yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 11-9-11-11-13-13 lykkjur jafnt yfir = 41-43-45-45-47-47 lykkjur. Setjið 1 merki í byrjun umferðar (= mitt undir ermi). Prjónið síðan sléttprjón. Þegar stykkið mælist 7-7-7-7-9-10 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merki mitt undir ermi. Endurtakið útaukningu alls 11-13-14-16-17-19 sinnum í Stærð S: Í 10. hverri umferð, Stærð M: Í 8. hverri umferð. Stærð L: Í 7. hverri umferð, Stærð XL: Í 6. hverri umferð, Stærð XXL: Í 5. hverri umferð, Stærð XXXL: Í 4. hverri umferð = 63-69-73-77-81-85 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 30-30-29-27-26-24 cm er sett 1 merki í miðjulykkju í umferð (= mitt á ermi). Prjónið M.1. ATH: Sú lykkja sem er merkt með ör í mynsturteikningu á að passa við lykkju með merki í mitt á ermi. Þegar M.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram með litnum grár / blár að loka máli. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 54-54-53-51-50-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu) fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur mitt undir ermi. Síðan er stykkið prjónað til loka fram og til baka. JAFNFRAMT er nú fellt af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið: 2 lykkjur 3-3-3-3-3-4 sinnum og 1 lykkja 2-2-2-4-4-5 sinnum. Síðan eru felldar af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 61 cm í öllum stærðum, síðan eru felldar af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, stykkið mælist ca 62 cm í öllum stærðum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. SJALKRAGI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna 4 með litnum grár / blár DROPS Alaska. Prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju meðfram hálsmáli þannig: Byrjið mitt að framan við merki í hægra framstykki: Prjónið upp ca 34 til 44 lykkjur upp að öxl, síðan 22 til 28 lykkjur meðfram hnakka og 34 til 44 lykkjur niður meðfram vinstra framstykki að merki = 90 til 116 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu JAFNFRAMT því sem lykkjufjöldinn er aukinn út til 126-130-138-142-150-154 lykkjur. Prjónið síðan stroff þannig (séð frá réttu): 2 lykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* og endið með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til kraginn mælist ca 5 cm. Nú er aukið út um 1 lykkju í hvera af miðju 12 brugðnu einingunum, séð frá réttu (= aftan í hnakka) = 138-142-150-154-162-166 lykkjur. Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til kraginn mælist ca 7 cm. Nú er prjónað áfram þannig: Prjónið 1 umferð eins og áður og setjið fyrstu 10 lykkjur sem voru prjónaðar á þráð, snúið stykkinu, prjónið út umferðina og setjið fyrstu 10 lykkjur sem voru prjónaðar í byrjun umferðar á annan þráð. Snúið stykkinu, prjónið út umferðina og setjið inn fyrstu 10 lykkjur sem voru prjónaðar í byrjun umferðar á fyrri þráðinn, snúið stykkinu, prjónið út umferðina og setjið fyrstu 10 lykkjur sem voru prjónaðar í byrjun umferðar á seinni þráðinn. Haldið svona áfram þar til það eru alls 40 lykkjur á þræði í hvorri hlið. Síðan eru lykkjurnar settar af þráðunum til baka yfir á prjóninn og prjónuð er 1 umferð eins og áður yfir allar 138-142-150-154-162-166 lykkjur. ATH: Til að koma í veg fyrir göt í hverri skiptingu þegar stykkinu er snúið við er hlekkurinn á undan næstu lykkju prjónaður snúinn á vinstri prjóni og er prjónaður saman með fyrstu lykkju á prjóni. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið kragann fallega niður neðst í hvorri hlið við kant að framan – saumið kant í kant svo saumurinn verði ekki of þykkur. FRÁGANGUR: Saumið ermar í og tölur. ---------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR – sjá mynstur: 135-29 ---------------------------------------------------------- |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #haraldjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-813
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.