Iris Draeger skrifaði:
Liebes Drops-Team, wo finde ich die Angaben für die Knopflöcher?
16.02.2025 - 19:41DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Draeger, die Knöpfe werden einfach zwischen Maschen der rechten Blende geknöpft, so es sind keine extra Löcher dazu. Viel Spaß beim Stricken!
17.02.2025 - 10:03
Judith skrifaði:
Vorder- und Rückenteil: Wie folgt Markierung einziehen. Bei Größe M nach 21M, 4M, 36M, 4M. Für was sind diese Markierungen und warum nur auf einer Seite des Strickstückes, da insgesamt 86 M angeschlagen wurden?
05.10.2024 - 13:21DROPS Design svaraði:
Liebe Judith, nach der letzen Markierungen haben Sie 21 Maschen übrig, so sind diese 4 Maschen mit je einer Markierung beidseitig an beiden Seiten der Jacke. Es wird dann beidseitig von diesen 4 Maschen an jeder Seite abgenommen, dann später zugenommen. Viel Spaß beim Stricken!
09.10.2024 - 09:00
Coline skrifaði:
After casting on for the body, the next row will be the WS so do I start with a row of purl as my first row?
10.02.2022 - 19:07DROPS Design svaraði:
Hi Coline, You can work a row of purl to start with if you wish or start the rib straight away, in which case this first row will be the right side. Happy knitting!
11.02.2022 - 08:00
Gitta skrifaði:
Very disappointed ☹️
12.01.2022 - 21:18
Gitta skrifaði:
I just finished the Drops 134-17 in a Medium and I usually take a small . It is a way to small. I can’t even close it
12.01.2022 - 21:16DROPS Design svaraði:
Dear Gitta, we feel so sorry, did you get and keep the correct tension all the way? You should have 9 sts x 12 rows in stocking stitch = 10 x 10 cm and with that tension, you should get the same measurements as shown in the chart. This lesson explains how to choose a size if it can help. Happy knitting!
13.01.2022 - 09:12
Kirsten Sofie Sebulonsen skrifaði:
Hej, det ser ud til, I har glemt knaphullerne I opskriften.
11.12.2021 - 10:34
Sando skrifaði:
Bonjour, je ne sais pas comment contacter le webmaster et si c'est un problème de site ou d'ordinateur personnel mais aucune image ne s'affiche sur beaucoup des modèles proposés. De ce fait, je n'ai pas non plus les diagrammes pour les points fantaisies. Que puis-je faire?
04.10.2021 - 16:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Sando, nous avons effectivement eu quelques soucis d'affichage des images ces derniers temps, mais tout devrait être revenu en ordre, merci pour votre compréhension. Bon tricot!
06.10.2021 - 07:02
Ann skrifaði:
Ska ärmen sys ihop innan man sätter den på samma rundsticka som fram- och bakstycket?
06.05.2021 - 18:33DROPS Design svaraði:
Hej Ann, det kan du godt, men gør det du synes er lettest :)
07.05.2021 - 08:48
Britta skrifaði:
Funderar kring första minskningen, ska den göras på samma sätt på båda sidorna? Blir inte de minskade maskorna då att luta åt vänster på båda sidorna? Tänker att det borde luta åt olika håll för att få symmetri?
12.03.2021 - 21:18DROPS Design svaraði:
Hei Britta. På denne modellen er "fletten" lik både på høyre og venstre side og da med samme felling. Om du ønsker at de skal vend hver sin vei, kan du fint gjøre det. mvh DROPS design
15.03.2021 - 14:36
Paz Rodríguez Leiva skrifaði:
Que significa MP? "Insertar 4 MP en la pieza de la manera sig:" Gracias por su respuesta
30.01.2021 - 03:54DROPS Design svaraði:
Hola Paz Rodríguez Leiva, MP = marcapunto. Buen trabajo!
30.01.2021 - 18:45
Mist#mistcardigan |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Prjónuð peysa í sléttprjóni, köðlum og berustykki úr DROPS Andes eða DROPS Snow. Stærð S - XXXL
DROPS 134-17 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ÚRTAKA-1: Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið lykkjum á undan 4 l í hlið þannig: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, prjónið næstu 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir 4 l í hlið þannig: Takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ÚRTAKA-2: Fækkið um 1 l hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, (prjónamerki), prjónið næstu 2 l slétt saman. ÚTAUKNING: Útaukningin er gerð frá réttu. Aukið er út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 (mynsturteikningin sýnir mynstur séð frá réttu). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 78-86-94-102-114-122 l (meðtaldar eru 3 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna nr 10 með Andes. Umferð 1 (= rétta) er prjónuð þannig: Prjónið 3 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið M.1 (= 7 l), * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 10 l eru eftir á prjóni, prjónið M.1 og endið með 3 kantlykkjum í garðaprjóni. ATH: Kantlykkjur að framan eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Prjónið svona í 4 umf, næsta umf (= rétta) er prjónuð þannig: Prjónið 3 kantlykkjur, prjónið M.1, prjónið sléttprjón þar til 10 l eru eftir á prjóni, prjónið M.1, endið með 3 kantlykkjum. Prjónað er sléttprjón með M.1 og 3 kantlykkjum í hvorri hlið. Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig: Prjónið 19-21-23-25-28-30 l, 1 prjónamerki, prjónið 4 l, 1 prjónamerki, prjónið 32-36-40-44-50-54 l, 1 prjónamerki, prjónið 4 l, 1 prjónamerki, prjónið út umf (= 4 l á milli prjónamerkja í hvorri hlið). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10 cm frá uppfitjunarkanti er fækkað um 1 l hvoru megin við 4 l í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-1 að ofan. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 20 cm = 70-78-86-94-106-114 l. Haldið áfram í sléttprjóni með M.1 og 3 kantlykkjum í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 31-32-32-33-33-34 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við 4 l í hliðum – Lesið ÚTAUKNING að ofan = 74-82-90-98-110-118 l. Haldið áfram þar til stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm. Prjónið nú næstu umf frá röngu þannig: Prjónið 18-20-22-24-27-29 l, fellið af næstu 4 l, prjónið 30-34-38-42-48-52 l, fellið af næstu 4 l og prjónið síðustu 18-20-22-24-27-29 l. Geymið stykkið = 66-74-82-90-102-110 l eftir á prjóni. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 22-22-22-26-26-26 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 10. Prjónið umf 1 (= rétta) stroff þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram þar til stroffið mælist ca 4 cm. Prjónið nú áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í hvorri hlið – Jafnframt í umf 1 frá réttu er lykkjufjöldinn jafnaður til 22-23-23-25-27-27 l. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið innan við 1 kantlykkju. Endurtakið útaukningu með 6-6-5-5-5-4 cm millibili alls 6-6-7-7-7-8 sinnum = 34-35-37-39-41-43 l. Þegar stykkið mælist ca 43-42-42-41-40-40 cm (ATH! Styttri mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) fellið af 3 l í byrjun á næstu 2 umf = 28-29-31-33-35-37 l. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermar saman innan við 1 kantlykkju. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 122-132-144-156-172-184 l. Setjið prjónamerki eftir 19-17-16-18-18-20 l, setjið síðan aukalega 7-7-7-8-8-8 prjónamerki með 12-14-16-15-17-18 l á milli hverra = 19-17-16-18-18-20 l eftir síðasta prjónamerki (= alls 8-8-8-9-9-9 prjónamerki). Stykkið er nú mælt héðan. Haldið áfram í sléttprjóni með M.1 og 3 kantlykkjum í hvorri hlið eins og áður. Þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við hvert prjónamerki (= 16-16-16-18-18-18 l færri) – Lesið ÚRTAKA-2. Endurtakið úrtöku með 4½-5-5-5½-4½-4½ cm millibili alls 4-4-4-4-5-5 sinnum = 58-68-80-84-82-94 l. Haldið áfram þar til stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm. ATH: Passið uppá að síðasta umf sé 4. umf í M.1. Prjónið nú upphækkun við hnakka með stuttum umferðum þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 3 kantlykkjur, prjónið umf 1 með M.1, prjónið sléttprjón JAFNFRAMT er fækkað um 12-18-30-30-28-36 l jafnt yfir (fækkið ekki yfir M.1 og kantlykkjum að framan), prjónið umf 1 í M.1 og endið með 3 kantlykkjum = 46-50-50-54-54-58 l, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 3 kantlykkjur, prjónið umf 2 í M.1, prjónið br – en snúið við þegar 10 l eru eftir á prjóni. UMFERÐ 3: Herðið á þræði og prjónið slétt frá réttu þar til 10 l eru eftir í hinni hliðinni. Snúið við og herðið á þræði. UMFERÐ 4: Prjónið 1 umf br frá röngu þar til 10 l eru eftir við miðju að framan, prjónið umf 2 í M.1 yfir næstu 7 l og endið með 3 kantlykkjum að framan. Í næstu umf (= rétta) prjónið nú þannig: Prjónið 3 kantlykkjur, M.1, * 2 l sl, 2 l br *, 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 10 l eru eftir, prjónið M.1 og endið með 3 kantlykkjum. Haldið áfram þar til stroffið mælist 3 cm, fellið síðan laust af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið 7 tölur jafnt yfir á vinstri kant að framan, götin á milli l í hægri kanti að framan eru notuð sem hnappagöt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mistcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 134-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.