Nicole skrifaði:
Hallo, Ich habe das gleiche Problem wie Theresia... Wird die Knopfblende extra gestrickt und am Schluss angenäht, oder werden die 12 Maschen aus dem Rand aufgenommen?
31.05.2013 - 18:51DROPS Design svaraði:
Liebe Nicole, diese Stelle war etwas ungenau übersetzt, wir werden es gleich korrigieren. Die Maschen werden aus dem Rand aufgenommen. Danke für die Rückmeldung!
03.06.2013 - 09:46
Theresia skrifaði:
Hallo, ich verstehe nicht so richtig, wo ich die Knopfblende anbringen soll. Wird die gleich angestrickt oder später angenäht? Und werden die Hals- und Armkanten rundgestrickt oder hin und her?
10.02.2013 - 09:06
Tatjana skrifaði:
Liebes Drops-Team, mir ist der Schlitz im Rückenteil nicht klar. Der hintere Halsausschnitt ist dadurch stufenförmig, das kann doch nicht richtig sein!? Wofür ist der Schlitz gedacht? Vielen Dank für eine Rückmeldung Tatjana
12.12.2012 - 12:46DROPS Design svaraði:
Hallo Tatjana, der Schlitz dient dazu, dass der Pullunder gut angezogen werden kann. Es gibt den hinteren Halsausschnitt und zusätzlich den Schlitz.
13.12.2012 - 08:30
Vaike skrifaði:
Kuidas saab õla- ja kaelaaugu laius jääda 11 ja 19,kui käeauk on maha lastud
02.07.2012 - 07:39
DROPS Deutsch skrifaði:
Einmal für das Rückenteil und einmal für das Vorderteile.
18.11.2011 - 08:54
Marion Jagusch skrifaði:
Sehr geehrtes Team, bei dem Modell BabyDROPS 19-20 (Weste im Strukturmuster) ist mir etwas unklar. Die Anleitung für die rechte und linke Schulter ist zweimal aufgeführt. Mit freundlichen Grüßen Marion Jagusch --
18.11.2011 - 07:18
Drops Design skrifaði:
Rettelserne er lagt ind i opskriften. Så opskriften på nettet stemmer!
17.05.2011 - 10:26
Mille skrifaði:
Der står, at der er en del rettelser til den mindste størrelse, når jeg klikker på "se rettelse" - men rettelserne står der ikke??
16.05.2011 - 18:24
Drops Design skrifaði:
Jo når du deler arbejdet bagpå så får du en slids. For at denne slids skal nå sammen så du kan knappe vesten midt bagpå, så strikker du en knapkant langs med slidsens kant. God fornøjelse!
04.02.2011 - 14:20
Hella Regenberg skrifaði:
Jeg kan ganske enkelt ikke forstå opskriften under montering/rygstykke. Slå 16 masker op langs slidsen mod højre o.s.v. - og så ender det med en knapkant. Jeg kan slet ikke se knapkanten for mig. Kan ikke komme videre.Findes der et billede af rygstykket/knapkanten. Med venlig hilsen Hella
03.02.2011 - 16:50
Petit Lord#petitlordslipover |
|||||||
|
|||||||
Prjónað vesti / slipover fyrir börn með áferðamynstri úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 19-20 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. TVÖFALT PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. UMFERÐ 3: brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur og sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. UMFERÐ 4: Eins og umferð 2. Endurtakið umferð 1 til 4. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. VESTI / SLIPOVER: Fitjið upp 136-148-164 (188-196) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er fækkað um 24-24-24 (32-32) lykkjur jafnt yfir = 112-124-140 (156-164) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar og eitt prjónamerki á eftir 56-62-70 (78-82) lykkjum = mitt í hlið. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 13-14-15 (18-20) cm. Prjónið nú M.1 yfir allar lykkjur. Þegar M.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram í TVÖFALT PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 19-20-22 (26-30) cm felið af 6 lykkjur í hvorri hlið (þ.e.a.s. 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) fyrir handveg. Síðan er fram- og bakstykki prjónað hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 50-56-64 (72-76) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í tvöföldu perluprjóni. JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 4 sinnum og 1 lykkja 1 sinni = 32-38-46 (54-58) lykkjur. Þegar felldar hafa verið af allar lykkjur fyrir handveg er M.2 prjónað yfir allar lykkjur. Þegar M.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram í tvöföldu perluprjóni. JAFNFRAMT þegar 4 umferðir hafa verið prjónaðar á eftir M.2, eru miðju 6-6-6 (6-6) lykkjur felldar af fyrir opi og hvor öxl er prjónuð fyrir sig. HÆGRI ÖXL: = 13-16-20 (24-26) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í tvöföldu perluprjóni þar til stykkið mælist 26-28-31 (36-41) cm. Fellið nú af 6-8-9 (10-12) lykkjur við hálsmál. Í næstu umferð er felld af 1 lykkja til viðbótar við hálsmál = 6-7-10 (13-13) lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 28-30-33 (38-43) cm. Fellið af. VINSTRI ÖXL: Prjónið á sama hátt og hægri öxl, nema spegilmynd. FRAMSTYKKI: = 50-56-64 (72-76) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í tvöföldu perluprjóni. JAFNFRAMT er fellt af fyrir handvegi á sama hátt og á bakstykki = 32-38-46 (54-58) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið felldar af fyrir handveg er prjónað M.2 yfir allar lykkjur. Þegar M.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram í tvöföldu perluprjóni. Þegar stykkið mælist ca 24-25-28 (32-37) cm fellið af miðju 10-14-16 (18-22) lykkjur af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. HÆGRI ÖXL: = 11-12-15 (18-18) lykkjur. Prjónið áfram í tvöföldu perluprjóni. JAFNFRAMT er fellt af fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 1 sinni = 6-7-10 (13-13) lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 28-30-33 (38-43) cm. Fellið af. VINSTRI ÖXL: Prjónið á sama hátt og hægri öxl, nema spegilmynd. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. KANTUR MEÐ HNAPPAGÖTUM Á BAKSTYKKI: Prjónið upp 12-16-16 (20-20) lykkjur frá réttu á prjón 2,5 meðfram hægri hlið á opi á bakstykki. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Næsta umferð er frá réttu og er prjónuð þannig: 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* 2-3-3 (4-4) sinnum og endið með 2 lykkjur slétt og 1 lykkju garðaprjón. Haldið svona áfram þar til kanturinn mælist ca 1 cm. Fellið nú af fyrir 1-1-1 (2-2) hnappagötum þannig (frá réttu): STÆRÐ 1/3 mán: 1 lykkja garðaprjón, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, fellið af 2 lykkjur, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt og 1 lykkja garðaprjón. STÆRÐ 6/9 + 12/18 mán: 1 lykkja garðaprjón, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, fellið af 2 lykkjur, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt og 1 lykkja garðaprjón. STÆRÐ 2 + 3/4 ára: 1 lykkja garðaprjón, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, fellið af 2 lykkjur, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, fellið af 2 lykkjur, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt og 1 lykkja garðaprjón. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af. Haldið síðan áfram eins og áður þar til kanturinn mælist ca 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið upp lykkjur og prjónið kant alveg eins í vinstri hlið á opi, en án þess að fella af fyrir hnappagötum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp 88 til 128 lykkjur (deilanlegt með 4) frá réttu í kringum hálsmál (kantur með hnappagötum á bakstykki er talinn með) á hringprjón 2,5. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan þannig (frá réttu): 1 lykkja garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* og endið með 2 lykkjur slétt og 1 lykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til kanturinn mælist ca 1 cm. Fellið nú af til viðbótar fyrir einu hnappagati yfir hin hnappagötin. Prjónið síðan eins og áður þar til kanturinn mælist ca 2-2-2 (3-3) cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR Í KRINGUM HANDVEG: Byrjið mitt undir handvegi. Prjónið upp 52 til 84 lykkjur (deilanlegt með 4) frá réttu í kringum handveg á sokkaprjón 2,5. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið þar til kanturinn mælist ca 2-2-2 (3-3) cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #petitlordslipover eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.