DROPS Design skrifaði:
Hej, Du lyfter maskan av stickan som om du skulle sticka den, den hamnar alltså på den andra stickan, det är denna maskan som du sedan lyfter över. Se gärna på våra instruktionsvideos på minskning! Lycka till!
08.01.2010 - 14:09
Kerstin P skrifaði:
Har kommit på hur jag ska sticka mössan Tack ändå
07.01.2010 - 16:48
Stina skrifaði:
Jag blir oxå tokig på minskningen. Vad menas med "lyft 1 maska"? Vad ska jag göra med den? Vart ska den lyftas? Sen undrar jag över "drag den lyfta maskan över"? Vadå "drag över", vad göra? HJÄLP!
02.01.2010 - 20:39
Kerstin P skrifaði:
Det skall minskas en maska men det blir 2 minskade maskor varje gång.sedan blir det snett vid 2dra o 6te markören blir tokig hjälp
28.12.2009 - 11:14
DROPS Design skrifaði:
Hej Kerstin, Som det står i minskningstips:Börja en maska före maskan med markören: Sätt 1 maska på hjälpsticka bakom arb, lyft 1 maska (= m med markören), sticka nästa maska och maskan från hj.st räta tillsamman, drag sedan den lyfta maskan över. Lycka till!!
16.12.2009 - 12:12
Kerstin Paulsson skrifaði:
Kan någon förklara hur man gör vid mask minskningarna på mössan.Det att man minskar 2 m istället för 1. Jag blir galen! Mvh Kerstin
16.12.2009 - 11:58
DROPS Design skrifaði:
1 rm betyder en räta (maska) 2 rm tills betyder att du skall sticka 2 räta maskor tillsammans. Lycka till!
12.10.2009 - 15:07
Shradha skrifaði:
* 1 rm, 2 rm tills *, upprepa *-* SAMTIDIGT som det maskas av vad exakt meanar de med *1 rm, 2 rm tills* ? Har fastnat och försökt klura på detta men jag fattar inte. (Har precis börjat sticka, har inte lärt mig så mycket)
12.10.2009 - 14:54
Vini Jørgensen skrifaði:
Det kunne være skønt med nogle flere damebukse- opskrifter. Det er meget morderne med strikbukser, så kunne det være dejligt at lave dem selv. (=billigere) Jeg har godt set der er et enkelt par her, men nogle flere modeller at vælge imellem og evt. nogle cashmeremodeller? 1000 tak
25.09.2009 - 21:27
Eks Lilla Bod skrifaði:
Hej! Har kollat mönstret och du skall ha vanliga raka stickor nr 4 till mössan och halsduken samt virknäl nr 4 till kanterna. något oklart hör av dig. ha det gott mvh Iréne
25.06.2009 - 20:06
Little Acorn#littleacornset |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónuð hjálmhúfa á börn í garðaprjóni og hálsklútur með hekluðum köntum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 18-1 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð til ekki myndist gat (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu. Lykkjum er fækkað hvoru megin við lykkju með prjónamerki. Byrjið í lykkju á undan lykkju með prjónamerki: Setjið 1 lykkju á hjálparprjón aftan við stykkið, takið 1 lykkju óprjónaða (= lykkja með prjónamerki), prjónið næstu lykkju og lykkju af hjálparprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka – lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum (= garðaprjón). HÚFA: Fitjið upp 97-105-109 (113-121) lykkjur á prjón 4 með litnum ljós beige. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið 7 prjónamerki í stykkið þannig (frá réttu): 1. prjónamerki í fyrstu lykkjur á prjóni. 2. prjónamerki í lykkju nr 18-20-21 (22-24) 3. Prjónamerki í lykkju nr 35-39-41 (43-47) 4. Prjónamerki í lykkju nr 49-53-55 (57-61) 5. prjónamerki í lykkju nr 63-67-69 (71-75) 6. prjónamerki í lykkjur nr 80-86-89 (92-98) 7. prjónamerki í síðust lykkju á prjóni. Haldið áfram að prjóna slétt – JAFNFRAMT í umferð 1 byrjar útaukning og úrtaka – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og LEIÐBEININGAR ÚRTAKA – að ofan. Aukið út um 1 lykkjur á eftir 1. prjónamerki í annarri hverri umferð. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við 2. prjónamerki í annarri hverri umferð. Aukið út um 1 lykkju á undan 3. prjónamerki í annarri hverri umferð. Aukið út um 1 lykkju á eftir 3. prjónamerki í 4. hverri umferð. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við 4. prjónamerki í 4. hverri umferð 5-7-8 (10-11) sinnum og síðan í annarri hverri umferð til loka. Þ.e.a.s. þegar byrjað er að fækka lykkjum í annarri hverri umferð kemur lykkjufjöldinn til með að fækka. Aukið út um 1 lykkju á undan 5. prjónamerki í 4. hverri umferð. Aukið út um 1 lykkju á eftir 5. prjónamerki í annarri hverri umferð. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við 6. prjónamerki í annarri hverri umferð. Aukið út um 1 lykkju á undan 7. prjónamerki í annarri hverri umferð. Þegar stykkið mælist 13-15-16 (18-19) cm (mælt frá neðsta horni við 2. eða 6. prjónamerki og upp að lykkju á prjóni). Prjónið næstu umferð þannig frá réttu: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman *, endurtakið frá *-* JAFNFRAMT er fellt af. FRÁGANGUR: Bakhlið á húfu = fellið af kantinn, þ.e.a.s. tvö heil horn og tvö hálf horn. Miðju hornið á þessum þremur heilu hornum á gagnstæðri hlið á stykki (= uppfitjunarkantur) nær niður á enni að framan. Saumið húfuna saman kant í kant með smáu spori í hverja lykkju meðfram affellingarkantinum þannig: Saumið saman fyrsta hálfa hornið við fyrri helming á fyrsta heila horninu. Síðan er seinni helmingurinn á fyrsta heila horninu saumað saman við fyrri helming á seinna heila horninu. Eftir það er seinni helmingur á seinna heila horninu saumað saman við seinna hálfa hornið. Að lokum er húfan saumuð saman við miðju að aftan – saumið kant í kant þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. HEKLAÐUR KANTUR: Byrjið neðst í öðru hliðar horninu. Heklið með heklunál 4 með litnum natur þannig: 1 fastalykkja í hornið, síðan eru heklaðir 20-22-24 (26-28) cm með loftlykkjum, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju (= snúra). Heklið síðan kanti í kring á húfu þannig: * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* að hinu hliðar horninu. Heklið 20-22-24 (26-28) cm með loftlykkjum, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka og endið með 1 keðjulykkju í fastalykkju í hornið, heklið síðan kant í kring á húfu þannig: * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* að fyrsta hliðar horni, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. ------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað slétt fram og til baka í öllum umferðum (= garðaprjón). HÁLSKÚTUR: Fitjið upp 18-20-22 (24-26) lykkjur á prjón 4 með litnum ljós beige. Prjónið þar til stykkið mælist ca 8-9-10 (11-12) cm. Skiptið stykkinu í miðju (= fyrir gat), setjið helming af lykkjum á þráð = 9-10-11 (12-13) lykkjur. Prjónið áfram yfir lykkjur á prjóni í 4-5-5 (6-6) cm (stykkið mælist alls 12-14-15 (17-18) cm). Setjið lykkjur á þráð og setjið lykkjur til baka af fyrri þræði á prjóninn. Prjónið þar til stykkið nær sama máli beggja vegna við gatið. Setjið allar lykkjur til baka á prjóninn og prjónið áfram þar til hálsklúturinn mælist ca 44-47-51 (55-60) cm. Fellið af. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið í kringum hálsklútinn með litnum natur og heklunál 4 þannig: * 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í 1 fastalykkju í byrjun á umferð. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littleacornset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 18-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.