Elham skrifaði:
Hi my mother in law knitted this knitwear for my son, and it was awesome. thanks for sharing it
13.01.2014 - 05:52Ev skrifaði:
Pattern php?id=3496 it says to inc and dec on RS but these start and row 1, and also appear on row 4 which is a WS please explain also, i have started this 3 times and the st between the markers do not remain even/balanced as to the 2 sides of the head
18.12.2013 - 09:02DROPS Design svaraði:
Dear Ev, dec and inc are done from RS, when you inc/dec every 4th row, it means : 1 row with dec/inc, 3 rows without inc/dec, i.e. every other row from RS. Happy knitting!
18.12.2013 - 10:36
Megan Demitt skrifaði:
So when the pattern says to work every 4th row is that every 4th right side row or every 4th row?
15.11.2013 - 17:52DROPS Design svaraði:
Dear Megan, it should be every 4th row, ie every 2nd row from RS (and every 2nd row is every row from RS). Happy knitting!
15.11.2013 - 18:41
Gritt skrifaði:
Bei jeder 4. R. 5 Mal und danach bei jeder 2. R. auf beiden Seiten des 4. Markierungsfadens 1 M. abn. Wenn ich so arbeite, wird die Maschenzahl immer geringer, oder muß ich dann Bei jeder 2. R. vor dem 5. Markierungsfaden 1 M. aufnehmen.
07.11.2013 - 10:13DROPS Design svaraði:
Liebe Gritt, die Maschenzahl bleibt gleich, bis zu der Stelle, an der Sie beginnen an der 4. Markierung in jeder 2. R anzunehmen - dann verringert sich die Maschenzahl.
08.11.2013 - 08:40Manon skrifaði:
Bonjour Je comprend pas l'écharpe à la fin on reprend toute les maille ensemble et on le tricote ensemble le bout es fermer ? Merci votre cité es super je prend tout mes modèle ses vraiment super
12.10.2013 - 15:31
Ellen Jensen skrifaði:
Kan man hækle denne hue?? Hvis ja- Hvor kan jeg finde opskriften på den??
04.10.2013 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hej Ellen. Desvaerre har vi ikke en haeklet version af denne hue.
08.10.2013 - 13:55
Petra skrifaði:
Hallo, ich habe eine Frage zu den Aufnahmen an den Markierungsfäden. Wenn vor und nach dem Markierungsfaden 1 M. aufgenommen wird, bleibt die markierte M. in der Mitte frei? Vielen Dank für Ihre Hilfe.
19.09.2013 - 21:38DROPS Design svaraði:
Liebe Petra, die markierte Masche wird gestrickt.
20.09.2013 - 14:57
Adelinde Graf skrifaði:
Betr.: Mütze Es ist angegeben "Bei jeder 4. Reihe 3 x und danach bei jeder 2. Reihe auf beiden Seiten des 4. Markierungsfadens 1 M. abnehmen. Somit würden, wenn die angegebenen 3 x 1 M abnehmen beendet ist, in jeder 2. Reihe am Ende 2 Maschen fehlen. Ist das eine gewollte Abnahme oder ein Fehler? Bitte um schnelle Rückantwort, damit ich weiterstricken kann. Danke. Mit freundlichen Grüssen Adelinde Graf
07.04.2013 - 23:21DROPS Design svaraði:
Liebe Adeline, bitte achten Sie darauf, dass Sie ALLE Auf- und Abnahmen zum richtigen Zeitpunkt stricken. In unserem Instruktionsvideo können Sie die Form der noch nicht zusammengenähten Mütze erkennen.
09.04.2013 - 19:45
Nicole skrifaði:
Danke für die Antwort! Noch eine Sache: Bei der Abnahme, wie hebe ich die Masche ab, wie zum li. o. re. stricken?
20.03.2013 - 14:29DROPS Design svaraði:
Liebe Nicole, wenn nichts anderes erwähnt ist heben Sie die Masche re ab.
27.03.2013 - 17:21
Nicole skrifaði:
A)Ich komme mit der Formulierung "eine Runde rechts auf links stricken" nicht zurecht. Heißt das, ich stricke erst eine Reihe li und dann die nächste wieder re.? b)Nach der Angabe, wo die Mark.fäden sein sollen, heißt es: "Gleichz. bei der 1. Runde mit Auf-u. Abn. anfangen". Die Abnahmeangaben beginnen aber doch erst ab der 2. Runde, oder? Danke schon mal!
13.03.2013 - 15:35DROPS Design svaraði:
Die erste Formulierung bedeutet: 1 Rückreihe rechts stricken. Die Formulierung rechts auf links ist tatsächlich etwas missverständlich, wir werden es in dieser Anleitung korrigieren. In den neueren Anleitungen ist es anders formuliert. Und: die 1. Reihe zählt als Reihe 1 in der Anleitung, es stimmt, dass Sie in R 2 beginnen.
14.03.2013 - 14:10
Little Acorn#littleacornset |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónuð hjálmhúfa á börn í garðaprjóni og hálsklútur með hekluðum köntum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 18-1 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð til ekki myndist gat (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu. Lykkjum er fækkað hvoru megin við lykkju með prjónamerki. Byrjið í lykkju á undan lykkju með prjónamerki: Setjið 1 lykkju á hjálparprjón aftan við stykkið, takið 1 lykkju óprjónaða (= lykkja með prjónamerki), prjónið næstu lykkju og lykkju af hjálparprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka – lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum (= garðaprjón). HÚFA: Fitjið upp 97-105-109 (113-121) lykkjur á prjón 4 með litnum ljós beige. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið 7 prjónamerki í stykkið þannig (frá réttu): 1. prjónamerki í fyrstu lykkjur á prjóni. 2. prjónamerki í lykkju nr 18-20-21 (22-24) 3. Prjónamerki í lykkju nr 35-39-41 (43-47) 4. Prjónamerki í lykkju nr 49-53-55 (57-61) 5. prjónamerki í lykkju nr 63-67-69 (71-75) 6. prjónamerki í lykkjur nr 80-86-89 (92-98) 7. prjónamerki í síðust lykkju á prjóni. Haldið áfram að prjóna slétt – JAFNFRAMT í umferð 1 byrjar útaukning og úrtaka – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og LEIÐBEININGAR ÚRTAKA – að ofan. Aukið út um 1 lykkjur á eftir 1. prjónamerki í annarri hverri umferð. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við 2. prjónamerki í annarri hverri umferð. Aukið út um 1 lykkju á undan 3. prjónamerki í annarri hverri umferð. Aukið út um 1 lykkju á eftir 3. prjónamerki í 4. hverri umferð. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við 4. prjónamerki í 4. hverri umferð 5-7-8 (10-11) sinnum og síðan í annarri hverri umferð til loka. Þ.e.a.s. þegar byrjað er að fækka lykkjum í annarri hverri umferð kemur lykkjufjöldinn til með að fækka. Aukið út um 1 lykkju á undan 5. prjónamerki í 4. hverri umferð. Aukið út um 1 lykkju á eftir 5. prjónamerki í annarri hverri umferð. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við 6. prjónamerki í annarri hverri umferð. Aukið út um 1 lykkju á undan 7. prjónamerki í annarri hverri umferð. Þegar stykkið mælist 13-15-16 (18-19) cm (mælt frá neðsta horni við 2. eða 6. prjónamerki og upp að lykkju á prjóni). Prjónið næstu umferð þannig frá réttu: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman *, endurtakið frá *-* JAFNFRAMT er fellt af. FRÁGANGUR: Bakhlið á húfu = fellið af kantinn, þ.e.a.s. tvö heil horn og tvö hálf horn. Miðju hornið á þessum þremur heilu hornum á gagnstæðri hlið á stykki (= uppfitjunarkantur) nær niður á enni að framan. Saumið húfuna saman kant í kant með smáu spori í hverja lykkju meðfram affellingarkantinum þannig: Saumið saman fyrsta hálfa hornið við fyrri helming á fyrsta heila horninu. Síðan er seinni helmingurinn á fyrsta heila horninu saumað saman við fyrri helming á seinna heila horninu. Eftir það er seinni helmingur á seinna heila horninu saumað saman við seinna hálfa hornið. Að lokum er húfan saumuð saman við miðju að aftan – saumið kant í kant þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. HEKLAÐUR KANTUR: Byrjið neðst í öðru hliðar horninu. Heklið með heklunál 4 með litnum natur þannig: 1 fastalykkja í hornið, síðan eru heklaðir 20-22-24 (26-28) cm með loftlykkjum, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju (= snúra). Heklið síðan kanti í kring á húfu þannig: * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* að hinu hliðar horninu. Heklið 20-22-24 (26-28) cm með loftlykkjum, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka og endið með 1 keðjulykkju í fastalykkju í hornið, heklið síðan kant í kring á húfu þannig: * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* að fyrsta hliðar horni, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. ------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað slétt fram og til baka í öllum umferðum (= garðaprjón). HÁLSKÚTUR: Fitjið upp 18-20-22 (24-26) lykkjur á prjón 4 með litnum ljós beige. Prjónið þar til stykkið mælist ca 8-9-10 (11-12) cm. Skiptið stykkinu í miðju (= fyrir gat), setjið helming af lykkjum á þráð = 9-10-11 (12-13) lykkjur. Prjónið áfram yfir lykkjur á prjóni í 4-5-5 (6-6) cm (stykkið mælist alls 12-14-15 (17-18) cm). Setjið lykkjur á þráð og setjið lykkjur til baka af fyrri þræði á prjóninn. Prjónið þar til stykkið nær sama máli beggja vegna við gatið. Setjið allar lykkjur til baka á prjóninn og prjónið áfram þar til hálsklúturinn mælist ca 44-47-51 (55-60) cm. Fellið af. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið í kringum hálsklútinn með litnum natur og heklunál 4 þannig: * 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í 1 fastalykkju í byrjun á umferð. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littleacornset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 18-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.