Wendy skrifaði:
I made this sweater and it is lovely... a joy to make .. thank you
24.11.2008 - 20:26
Inger skrifaði:
God model,der samtidig er pæn og sidder godt.
09.11.2008 - 21:30
Heather skrifaði:
So very cute,I love it!
05.11.2008 - 18:57
Iris skrifaði:
Das ist ein wunderschönes Jäckchen, ich mag Babystrick besonders in den zarten pastelligen Tönen.
04.11.2008 - 22:30
Margreet skrifaði:
Leuk vestje, kan niet wachten op het patroon
04.11.2008 - 19:33
Saskia skrifaði:
Sehr schöne neue Modelle - toll auch viel in Eskimo! Ich freue mich schon auf die Strickmuster!
27.10.2008 - 17:10
Saskia skrifaði:
Sehr schöne neue Modelle - toll auch viel in Eskimo! Ich freue mich schon auf die Strickmuster!
27.10.2008 - 17:10
Saskia skrifaði:
Sehr schöne neue Modelle - toll auch viel in Eskimo! Ich freue mich schon auf die Strickmuster!
27.10.2008 - 17:10
Marianne skrifaði:
Den er sød. mit kommende barnebarn bliver sød i den
26.10.2008 - 13:50
Marjan skrifaði:
Gewoon een goed vest voor zo'n kleintje
19.10.2008 - 15:39
Miss Mossy Jacket#missmossyjacket |
|
|
|
Prjónuð peysa fyrir börn án ermasauma úr DROPS Snow.
DROPS Baby 16-16 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur og sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið umferð 2. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið lykkjum frá réttu á eftir 3 lykkjur garðaprjón þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum frá réttu á undan 3 lykkjur garðaprjón þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. í aftari hluta á lykkju) svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af 3. lykkju frá miðju að framan og fitjið upp 1 nýja lykkju yfir þá sem felld var af í næstu umferð. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ: 1/3 mán: 3, 10, 16 og22 cm STÆRÐ 6/9 mán: 3, 10, 17 og 24 cm STÆRÐ 12/18 mán: 4, 10, 16, 22 og 28 cm STÆRÐ 2 ára: 4, 11, 18, 25 og 31 cm STÆRÐ 3/4 ára: 4, 12, 19, 27 og 34 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð sem eitt stykki – byrjið neðst á framstykki, fitjið upp lykkjur fyrir ermi og fellið af neðst á bakstykki. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar er prjónað fram og til baka á hringprjón. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 18-20-21 (23-25) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 3 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjón 8 með Snow. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan! Haldið áfram í sléttprjóni og 3 kantlykkjur við miðju að framan í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 13-14-17 (20-22) cm prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, prjónið síðan PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – með kanta að framan áfram í garðaprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm fitjið upp nýjar lykkjur í hlið fyrir ermi. Fitjið upp í lok umferðar í hlið: 4 lykkjur 1-1-2 (2-3) sinnum, 5 lykkjur 1-1-1 (1-1) sinni og 8-9-8 (12-12) lykkjur 1 sinni = 35-38-42 (48-54) lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í perluprjóni. ATH! Eftir síðustu útaukningu eiga 3 ystu lykkjur á ermi að prjónast í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 22-24-28 (31-34) cm prjónið 2 umferðir í garðaprjón yfir 9-10-10 (11-11) lykkjur við miðju að framan (meðtaldar 3 kantlykkjur að framan), aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Í næstu umferð frá miðju að framan eru felldar af ystu 6-7-7 (8-8) lykkjur fyrir hálsmáli, fækkið síðan lykkjum fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: 1 lykkja 2 sinnum = 27-29-33 (38-44) lykkjur eftir á öxl/ermi. Prjónið áfram perluprjón og 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm er sett 1 prjónamerki (= mitt á öxl). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar stykkið mælist 1 cm er aukið út um 1 lykkju við hálsmál í næstu umferð, frá réttu, innan við 3 lykkjur garðaprjón – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 28-30-34 (39-45) lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka þannig að næsta umferð sé frá réttu. Setjið lykkjur á þráð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, nema spegilmynd. JAFNFRAMT er fellt af fyrir HNAPPAGAT meðfram kanti að framan – sjá útskýringu að ofan! BAKSTYKKI: Prjónið inn lykkjur frá vinstra framstykki, fitjið upp 8-10-10 (12-12) nýjar lykkjur í hnakka og prjónið inn lykkjur frá hægra framstykki á prjóninn = alls 64-70-78 (90-102) lykkjur. Prjónið áfram þannig: 3 lykkjur garðaprjón, 22-24-28 (33-39) lykkjur perluprjón, 14-16-16 (18-18) lykkjur garðaprjón (= aftan í hnakka), 22-24-28 (33-39) lykkjur perluprjón og 3 lykkjur garðaprjón. Þegar 6 umferðir í garðaprjóni hafa verið prjónaðar yfir lykkju í hnakka, prjónið perluprjón yfir þessar lykkjur. Þegar stykkið mælist 8-8-9 (9-9) cm fellið laust af erma lykkjur í báðum hliðum. Fellið af í byrjun á hverri umferð: 8-9-8 (12-12) lykkjur 1 sinni, 5 lykkjur 1-1-1 (1-1) sinni og 4 lykkjur 1-1-2 (2-3) sinnum = 30-34-36 (40-44) lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 14-15-16 (17-18) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerki á öxl og passið uppá að það séu jafn margar umferðir í perluprjóni prjónaðar á bakstykki eins og á framstykki) prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Prjónið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist ca 24-26-30 (34-37) cm (passið uppá að það séu jafn margar umferðir í sléttprjóni á bakstykki og á framstykki) prjónið 6 umferðir garðaprjón. Fellið laust af. FRÁGANGUR: Brjótið stykkið saman tvöfalt við öxl og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #missmossyjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 16-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.