Sissel Ødgaard skrifaði:
Hvordan skal boleroen syes sammen? Det ser ut som det er ermer i den og det skjønner jeg ikke hvordan jeg skal få til når jeg leser oppskriften.
18.06.2012 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hei. Om du ser på målskissen er det to skisser til boleroen. Her ser du hvordan boleroen skal brettes og hvor du skal sy. Da får du noen veldig korte ermer som strikkes samtidlig med hele stykket (boleroen).
26.06.2012 - 16:04
Drops Design France skrifaði:
Effectivement Tiffanie, il manquait 6 rangs point mousse en Fabel, ils y sont désormais, merci.
31.10.2011 - 09:17
Tiffanie skrifaði:
Il me semble que pour la bordure du bas de la robe, il faut continuer quelques rangs au point mousse avec le fil fabel (comme sur la photo) car j'ai fait selon les explications rabattre après les rangs avec le fil alpaca et ma robe roule (elle remonte)
29.10.2011 - 21:55
DROPS Deutsch skrifaði:
Das stimmt natürlich. Ich habe das gleich auf "4 R." geändert.
03.11.2009 - 08:39
Silke skrifaði:
Kann es sein, dass in der Erklärung für den Rock bei dem Rapport für gekürzte Reihen eine Zahl fehlt (mit xx markiert)? * 17-26-36 (41-47) M. stricken, ... zurück stricken, xx R. über alle M. Stricken, 28-43-60 (68-78) M. stricken, ... * Es müsste, wenn der Rest der Beschreibung zum Rock korrekt ist, eine '4' sein.
02.11.2009 - 23:59
Helena skrifaði:
Tosi kaunis mekko! Ja kiitos ohjeista! Aion kokeilla!
09.12.2008 - 08:10
Mona-Lisa Larsson skrifaði:
Hej! Jag tyckte den här klänningen var helt underbar! Skulle gärna sticka en sådan till mitt barnbarn som gillar vackra kläder, speciellt klänningar.
06.12.2008 - 16:39
Irenesol skrifaði:
Likte den ikke da jeg så bildet, men det hang en modell hos min lokale garnpusher og den er heeelt fantastisk! Kjøpte med garn og skal strikke den til fadderbarnet mitt på 2 år.
06.12.2008 - 15:41
Petra skrifaði:
Nej den här tyckte jag inte om.
04.12.2008 - 19:39
Tove skrifaði:
Den är bara helt underbar!!! Färger mönster & allt, som gjort för fest. Ska absolut sticka den till något av mina syskonbarn.
29.11.2008 - 11:08
Petite Heidi#petiteheididress |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaður kjóll fyrir börn með norrænu mynstri og stuttum umferðum, bolero og sokkar, prjónað úr DROPS Fabel og Alpaca.
DROPS Baby 16-25 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR (á við um kjól): Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2 – mynsturteikning sýnir 1 mynstureiningu af mynstri, allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Í 3 miðju umferðum í M.2 sem prjónað er með Fabel, höfum við notað ljós rauðu eininguna í dokkunni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um kjól): Öll úrtakan er gerð frá réttu! Lykkjum er fækkað fyrir handveg innan við 3 lykkjur garðaprjón. Fækkið lykkjum á undan 3 lykkjum þannig: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir 3 lykkjum þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-7-7 (7-8) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-7-7 (7-8) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5-6-6 (6-7) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 5-6-6 (6-7) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 8-10-10 (10-12) lykkjur eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um sokka): Fækkið lykkjum á undan stroffi: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir stroffi: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um sokka): Fækkið lykkjum á undan merki: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir merki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kjólinn er fyrst prjónaður frá hlið að hlið, síðan eru teknar upp lykkjur í neðri kanti og prjónaður er faldur. Eftir það eru teknar upp lykkjur í efri kant og berustykkið er prjónað. KJÓLL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 34-52-72 (82-94) lykkjur með DROSP Fabel á hringprjón 3. Prjónið slétt fram og til baka – JAFNFRAMT (til að kjólinn verði víðari í neðri kant) eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR þannig: Prjónið 2 umferðir yfir allar lykkjur, * Prjónið 17-26-36 (41-47) lykkjur, snúið, herðið á þræði, lyftið fyrstu lykkju af prjóni og prjónið til baka, prjónið 4 umferðir yfir allar lykkjur, prjónið 28-43-60 (68-78) lykkjur, snúið, herðið á þræði, lyftið fyrstu lykkju af prjóni og prjónið til baka, prjónið 2 umferðir yfir allar lykkjur *, endurtakið frá *-*. (Þ.e.a.s. 1 mynstureining = 10 umferðir í neðstu lykkju og 6 umferðir í efstu lykkju). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 44-48-54 (60-66) cm efst (það mælist þá ca 73-80-90 (100-110) cm neðst), fellið LAUST af. Saumið kjólinn saman kant í kant, mitt að aftan. FALDUR Í NEÐRI KANTI: Prjónið upp með DROPS Fabel á hringprjón 3: 1 lykkja í annarri hverri umferð neðst á pilsi = ca 175-192-216 (240-264) lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Skiptið yfir í rauður DROPS Alpaca og prjónið 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið. Skiptið yfir í natur DROPS Alpaca og prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn aukinn út til 180-198-234 (252-270) lykkjur. Prjónið síðan M.1 (= 10-11-13 (14-15) mynstureiningar hringinn). Eftir M.1 er skipt yfir í rauður DROPS Alpaca – prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir í DROPS Fabel, prjónið 6 umferðir garðaprjón. Fellið síðan LAUST af. BERUSTYKKI: Prjónið upp með litnum rauður DROPS Alpaca á hringprjón 3 1 lykkju í aðra hverja umferð efst á pilsi = ca 106-116-130 (144-158) lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Skiptið yfir í litinn natur – prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn aukinn út til 112-120-136 (152-168) lykkjur. Prjónið nú M.2 (= 14-15-17 (19-21) mynstureiningar hringinn). JAFNFRAMT í síðustu umferð í M.2 er fækkað um 6-6-6 (8-10) lykkjur jafnt yfir = 106-114-130 (144-158) lykkjur. Setjið eitt merki í hvora hlið (= 53-57-65 (72-79) lykkjur bæði á fram- og bakstykki). Skiptið yfir í litinn rauður DROPS Alpaca, prjónið 2 umferðir garðaprjón, haldið áfram í sléttprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 28-34-42 (47-52) cm prjónið 4 umferðir með garðaprjón yfir 12 lykkjur í hvorri hlið (= 6 lykkjur hvoru megin við hvort merki), aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Í næstu umferð eru felldar af 6 miðjulykkjur í hvorri hlið og fram- og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. FRAMSTYKKI: = 47-51-59 (66-73) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið – JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 4-4-4 (5-5) sinnum = 39-43-51 (56-63) lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-40-48 (53-58) cm eru 9-11-13 (16-17) miðjulykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Fækkið nú lykkjum í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 4 sinnum = 9-10-13 (14-17) lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 38-45-54 (60-66) cm. BAKSTYKKI: = 47-51-59 (66-73) lykkjur. Fækkið lykkjum fyrir handvegi eins og á framstykki og prjónið áfram þar til stykkið mælist 36-43-52 (58-64) cm. Fellið nú af 17-19-21 (24-25) miðjulykkjur af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Fækkið síðan um 1 lykkju í byrjun á hverri umferð frá hálsi 2 sinnum = 9-10-13 (14-17) lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 38-45-54 (60-66) cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp á hringprjón 3 með DROPS Fabel 65-70-75 (80-85) lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan). Prjónið 1 umferð brugðið, 1 umferð slétt, 1 umferð brugðið og fellið síðan af með sléttum lykkjum. ------------------------------------------------------- BOLERO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað með sléttum lykkjum fram og til baka í öllum umferðum (= garðaprjón). BOLERO: Fitjið upp 34-38-40 (44-48) lykkjur á prjón 3 með DROPS Fabel. Prjónið 4 umferðir slétt. Klippið frá. Skiptið yfir í rauður Alpaca, fitjið upp 14-17-21 (24-27) lykkjur í byrjun á prjóni, prjónið síðan 34-38-40 (44-48) lykkjur sem eftir eru og fitjið upp 14-17-21 (24-27) lykkjur í lok umferðar = 62-72-82 (92-102) lykkjur. Prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan – JAFNFRAMT (til að stykkið verði víðari í ystri köntunum) eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR þannig: * Prjónið 5 umferðir yfir allar lykkjur, prjónið 10-12-15 (18-20) lykkjur, snúið, herðið á þræði, lyftið fyrstu lykkju af prjóni og prjónið til baka, prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur, prjónið 10-12-15 (18-20) lykkjur, snúið, herðið á þræði, lyftið fyrstu lykkju af prjóni, prjónið til baka *, endurtakið frá *-* þar til stykkið mælist ca 22-25-28 (31-35) cm fyrir miðju. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð þannig (frá réttu): Fellið af fyrstu 14-17-21 (24-27) lykkjur, prjónið út umferð og fellið af fyrstu 14-17-21 (24-27) lykkjur í hinni hliðinni. Skiptið yfir í DROPS Fabel og prjónið 4 umferðir slétt yfir þær 34-38-40 (44-48) lykkjur sem eftir eru. Fellið af. FRÁGANGUR: Brjótið uppá stykkið tvöfalt í miðju – sjá teikningu 1 og saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana. Heklið í kringum allt opið með litnum rauður DROPS Alpaca og heklunál 3 þannig: * 1 fastalykkja, 4 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-*, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 44-48-48 (52-56) lykkjur á sokkaprjón nr 2,5 með DROPS Fabel. Prjónið stroffprjón = 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðiðr í 7-8-9 (10-11) cm. Haldið eftir fyrstu 18-22-22 (22-26) lykkjum á sokkaprjóni fyrir hæl (setjið aðrar 26-26-26 (30-30) lykkjur á þráð = ofan á fæti). Prjónið sléttprjón yfir hællykkjur í 3-3½-4 (4-4½) cm – setjið merki. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Takið síðan upp 8-9-10 (11-12) lykkjur hvoru megin við hæl og setjið til baka lykkjur af þræði (= ofan á fæti) á prjóninn = 50-54-56 (62-66) lykkjur. Haldið áfram með stroffprjón yfir 26-26-26 (30-30) lykkjur ofan á fæti á sokknum og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við stoffprjónslykkjur – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 í annarri hverri umferð alls 5-7-6 (7-9) sinnum = 40-40-44 (48-48) lykkjur. Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjjur yfir brugðnar lykkjur þar til sokkurinn mælist 7-8-9 (10-12) cm frá merki á hæl (nú eru eftir 3-3-3 (4-4) cm að loka máli). Setjið merki í hvora hlið á sokknum, þ.e.a.s. að það verða 20-20-22 (24-24) lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvort merki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð 3 sinnum og síðan í hverri umferð 5-5-6 (7-7) sinnum = 8 lykkjur eftir á prjóni, klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Sokkurinn mælist nú ca 10-11-12 (14-16) cm. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #petiteheididress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 16-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.