Bergljot Sand skrifaði:
Etter å ha studert skissene, beskrivelsen , bildene og tidligere kommentarer forstår jeg ikke hvordan boleroen skal monteres. Jeg har sydd sammen sidene, kan ikke se hvordan noen skal kunne kle den på. Det blir jo armhull, men hvordan få armene inn i dem. Skal det sted sammen fra kanten med Fabel-garn til ytterkanten?
25.11.2014 - 02:54DROPS Design svaraði:
Hei Bergljot. Du syer kun sömmen sammen ved pilen. Du skal ikke lukke siderne helt. Aermegabet kommer paa de lige stykke överst paa tegningen.
27.11.2014 - 16:18
Ruth skrifaði:
Je ne comprends pas quel est le nombre de mailles que je dois monter sur mon aiguille circulaire pour faire la robe nouveau-né? Partir avec 34 mailles ce n'est pas assez pour le bas de la robe . Au secours....
13.11.2014 - 05:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Ruth, les 34 m à monter correspondent à la partie jupe (= 14 cm dans le schéma) de la robe. On tricote ensuite la bordure jacquard du bas de la robe puis la bordure jacquard de la taille et l'empiècement. Bon tricot!
13.11.2014 - 10:04
Jennifer skrifaði:
Would like the same in adult size !
19.06.2014 - 13:03
Elizabeth Fison skrifaði:
Just finished this and found the pattern really easy to follow. It looks absolutely fabulous.Just hope it fits!
09.06.2014 - 16:12
Audhild skrifaði:
Jeg strikker kjolen i str 3/4 år, har nå kommet til 60cm på skjørtet, som er størrelse 2 år, så ble det slutt på fabel tråden. Størrelse 3/4 år trenger 200 gram fabel :-( norsk i utlandet, ikke lett å få tak i her..... :-(
21.02.2014 - 22:39
Radka skrifaði:
Nádherné, roztomilé, jedinečné :-) Moc, moc, moc se mi tyto šatečky líbí! Jsem sice začátečník v pletení i háčkování, ale pokusím se o ně...mám dvě malé princezničky, kterým by moc slušely :-) Snad je do příštích Vánoc stihnu :-))
01.01.2014 - 11:49
Elina skrifaði:
Helppo neuloa, kaunis malli. Meillä jo kahdessa koossa tehty tämä mekko, kolmatta aloittelen. Suosittelen!
20.11.2013 - 14:40
Maryse Cutard skrifaði:
J ai commence a realiser ce modele j en suis a la moitie de la jupe et j ai utilise la premiere pelote de FaBEL je n aurai donc pas suffisamment de laine pour faire l empiecement et la bordure du bas ce qui m ennuie beaucoup parceque j habite a grenoble et qu il n y a pas de revendeur j avais acquis les pelotes en etant sur paris donc il me faudra attendre un prochain sejour pour finir l ouvrage ou combiner avec un autre restant de laine mais c est dommage
12.03.2013 - 10:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Madame Cutard, pensez à bien conserver la bonne tension tout le temps, il est parfois facile de relâcher sa tension. Ce modèle a été réalisé maintes fois avec succès. Bonne nouvelle pour vous : il y aura très bientôt un distributeur DROPS près de Grenoble, consultez la liste des détaillants pour en savoir plus. Bon tricot !
12.03.2013 - 13:53
Jeanet Busch skrifaði:
Ik snap alles. behalve de rok.
17.02.2013 - 16:38DROPS Design svaraði:
Kan je een beetje duidelijker uitleggen wat je niet begrijpt. Dan kan ik je ook beter helpen :-)
19.02.2013 - 14:12
Vaike skrifaði:
Seda mustrit ei lase printida
09.07.2012 - 07:25
Petite Heidi#petiteheididress |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaður kjóll fyrir börn með norrænu mynstri og stuttum umferðum, bolero og sokkar, prjónað úr DROPS Fabel og Alpaca.
DROPS Baby 16-25 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR (á við um kjól): Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2 – mynsturteikning sýnir 1 mynstureiningu af mynstri, allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Í 3 miðju umferðum í M.2 sem prjónað er með Fabel, höfum við notað ljós rauðu eininguna í dokkunni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um kjól): Öll úrtakan er gerð frá réttu! Lykkjum er fækkað fyrir handveg innan við 3 lykkjur garðaprjón. Fækkið lykkjum á undan 3 lykkjum þannig: 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir 3 lykkjum þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-7-7 (7-8) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-7-7 (7-8) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 5-6-6 (6-7) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 5-6-6 (6-7) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 8-10-10 (10-12) lykkjur eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um sokka): Fækkið lykkjum á undan stroffi: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir stroffi: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um sokka): Fækkið lykkjum á undan merki: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir merki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kjólinn er fyrst prjónaður frá hlið að hlið, síðan eru teknar upp lykkjur í neðri kanti og prjónaður er faldur. Eftir það eru teknar upp lykkjur í efri kant og berustykkið er prjónað. KJÓLL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 34-52-72 (82-94) lykkjur með DROSP Fabel á hringprjón 3. Prjónið slétt fram og til baka – JAFNFRAMT (til að kjólinn verði víðari í neðri kant) eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR þannig: Prjónið 2 umferðir yfir allar lykkjur, * Prjónið 17-26-36 (41-47) lykkjur, snúið, herðið á þræði, lyftið fyrstu lykkju af prjóni og prjónið til baka, prjónið 4 umferðir yfir allar lykkjur, prjónið 28-43-60 (68-78) lykkjur, snúið, herðið á þræði, lyftið fyrstu lykkju af prjóni og prjónið til baka, prjónið 2 umferðir yfir allar lykkjur *, endurtakið frá *-*. (Þ.e.a.s. 1 mynstureining = 10 umferðir í neðstu lykkju og 6 umferðir í efstu lykkju). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 44-48-54 (60-66) cm efst (það mælist þá ca 73-80-90 (100-110) cm neðst), fellið LAUST af. Saumið kjólinn saman kant í kant, mitt að aftan. FALDUR Í NEÐRI KANTI: Prjónið upp með DROPS Fabel á hringprjón 3: 1 lykkja í annarri hverri umferð neðst á pilsi = ca 175-192-216 (240-264) lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Skiptið yfir í rauður DROPS Alpaca og prjónið 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið. Skiptið yfir í natur DROPS Alpaca og prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn aukinn út til 180-198-234 (252-270) lykkjur. Prjónið síðan M.1 (= 10-11-13 (14-15) mynstureiningar hringinn). Eftir M.1 er skipt yfir í rauður DROPS Alpaca – prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir í DROPS Fabel, prjónið 6 umferðir garðaprjón. Fellið síðan LAUST af. BERUSTYKKI: Prjónið upp með litnum rauður DROPS Alpaca á hringprjón 3 1 lykkju í aðra hverja umferð efst á pilsi = ca 106-116-130 (144-158) lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Skiptið yfir í litinn natur – prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn aukinn út til 112-120-136 (152-168) lykkjur. Prjónið nú M.2 (= 14-15-17 (19-21) mynstureiningar hringinn). JAFNFRAMT í síðustu umferð í M.2 er fækkað um 6-6-6 (8-10) lykkjur jafnt yfir = 106-114-130 (144-158) lykkjur. Setjið eitt merki í hvora hlið (= 53-57-65 (72-79) lykkjur bæði á fram- og bakstykki). Skiptið yfir í litinn rauður DROPS Alpaca, prjónið 2 umferðir garðaprjón, haldið áfram í sléttprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 28-34-42 (47-52) cm prjónið 4 umferðir með garðaprjón yfir 12 lykkjur í hvorri hlið (= 6 lykkjur hvoru megin við hvort merki), aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Í næstu umferð eru felldar af 6 miðjulykkjur í hvorri hlið og fram- og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. FRAMSTYKKI: = 47-51-59 (66-73) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið – JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 4-4-4 (5-5) sinnum = 39-43-51 (56-63) lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-40-48 (53-58) cm eru 9-11-13 (16-17) miðjulykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Fækkið nú lykkjum í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 4 sinnum = 9-10-13 (14-17) lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 38-45-54 (60-66) cm. BAKSTYKKI: = 47-51-59 (66-73) lykkjur. Fækkið lykkjum fyrir handvegi eins og á framstykki og prjónið áfram þar til stykkið mælist 36-43-52 (58-64) cm. Fellið nú af 17-19-21 (24-25) miðjulykkjur af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Fækkið síðan um 1 lykkju í byrjun á hverri umferð frá hálsi 2 sinnum = 9-10-13 (14-17) lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 38-45-54 (60-66) cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp á hringprjón 3 með DROPS Fabel 65-70-75 (80-85) lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan). Prjónið 1 umferð brugðið, 1 umferð slétt, 1 umferð brugðið og fellið síðan af með sléttum lykkjum. ------------------------------------------------------- BOLERO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað með sléttum lykkjum fram og til baka í öllum umferðum (= garðaprjón). BOLERO: Fitjið upp 34-38-40 (44-48) lykkjur á prjón 3 með DROPS Fabel. Prjónið 4 umferðir slétt. Klippið frá. Skiptið yfir í rauður Alpaca, fitjið upp 14-17-21 (24-27) lykkjur í byrjun á prjóni, prjónið síðan 34-38-40 (44-48) lykkjur sem eftir eru og fitjið upp 14-17-21 (24-27) lykkjur í lok umferðar = 62-72-82 (92-102) lykkjur. Prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan – JAFNFRAMT (til að stykkið verði víðari í ystri köntunum) eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR þannig: * Prjónið 5 umferðir yfir allar lykkjur, prjónið 10-12-15 (18-20) lykkjur, snúið, herðið á þræði, lyftið fyrstu lykkju af prjóni og prjónið til baka, prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur, prjónið 10-12-15 (18-20) lykkjur, snúið, herðið á þræði, lyftið fyrstu lykkju af prjóni, prjónið til baka *, endurtakið frá *-* þar til stykkið mælist ca 22-25-28 (31-35) cm fyrir miðju. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð þannig (frá réttu): Fellið af fyrstu 14-17-21 (24-27) lykkjur, prjónið út umferð og fellið af fyrstu 14-17-21 (24-27) lykkjur í hinni hliðinni. Skiptið yfir í DROPS Fabel og prjónið 4 umferðir slétt yfir þær 34-38-40 (44-48) lykkjur sem eftir eru. Fellið af. FRÁGANGUR: Brjótið uppá stykkið tvöfalt í miðju – sjá teikningu 1 og saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana. Heklið í kringum allt opið með litnum rauður DROPS Alpaca og heklunál 3 þannig: * 1 fastalykkja, 4 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-*, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 44-48-48 (52-56) lykkjur á sokkaprjón nr 2,5 með DROPS Fabel. Prjónið stroffprjón = 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðiðr í 7-8-9 (10-11) cm. Haldið eftir fyrstu 18-22-22 (22-26) lykkjum á sokkaprjóni fyrir hæl (setjið aðrar 26-26-26 (30-30) lykkjur á þráð = ofan á fæti). Prjónið sléttprjón yfir hællykkjur í 3-3½-4 (4-4½) cm – setjið merki. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Takið síðan upp 8-9-10 (11-12) lykkjur hvoru megin við hæl og setjið til baka lykkjur af þræði (= ofan á fæti) á prjóninn = 50-54-56 (62-66) lykkjur. Haldið áfram með stroffprjón yfir 26-26-26 (30-30) lykkjur ofan á fæti á sokknum og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við stoffprjónslykkjur – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 í annarri hverri umferð alls 5-7-6 (7-9) sinnum = 40-40-44 (48-48) lykkjur. Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjjur yfir brugðnar lykkjur þar til sokkurinn mælist 7-8-9 (10-12) cm frá merki á hæl (nú eru eftir 3-3-3 (4-4) cm að loka máli). Setjið merki í hvora hlið á sokknum, þ.e.a.s. að það verða 20-20-22 (24-24) lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvort merki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð 3 sinnum og síðan í hverri umferð 5-5-6 (7-7) sinnum = 8 lykkjur eftir á prjóni, klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Sokkurinn mælist nú ca 10-11-12 (14-16) cm. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #petiteheididress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 16-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.