Anneke De Goeij skrifaði:
Op een hoogte van 23 cm bij het achterpand moet er worden geminderd (16 steken). Als je verder leest, dan zouden het 24 steken zijn. Volgens mij klopt hier iets niet. Volgens mij moet je alleen minderen in A3 aan het begin van de naald voor A1 (32 steken) en het eind van de naald na A1 (32 steken) en niet in het middenstuk (50 steken). Graag nog even goed kijken naar de beschrijving
02.11.2025 - 18:28DROPS Design svaraði:
Dag Anneke,
Je mindert aan beide zijkanten 8 steken waardoor je van 192 naar 176 steken gaat. Daarna brei je A.3 over de eerste en laatste 24 steken (in plaats van over de eerste en laatste 32 steken) vanwege de minderingen die je gemaakt had.
05.11.2025 - 19:25
Kjersti skrifaði:
Hvilken størrelse har modellen på bildet på?
28.10.2025 - 23:24
Ollivier Chantal skrifaði:
Bonjour Je ne comprends pas comment on peut tricoter un modèle avec des aiguilles droites d’après des explications avec des aiguilles circulaires. Merci Chantal Ollivier
26.10.2025 - 15:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Ollivier, quand on tricote en allers et retours sur aiguille circulaire, on peut alors utiliser des aiguilles droites à la place, car on va tourner à la fin de chaque rang pour tricoter alternativement sur l'endroit et sur l'envers; les mailles sont juste plus serrées car les aiguilles droites sont plus courtes. Retrouvez plus d'infos ici et découvrez ici comment on tricote en allers et retours sur aiguille circulaire. Bon tricot!
30.10.2025 - 17:38
Sandra skrifaði:
Kann diese Anleitung nochmal Bitte überprüft werden? Das wäre so toll.
16.10.2025 - 20:11DROPS Design svaraði:
Liebe Sandra, ja, die Anleitung wird noch einmal überprüft.
22.10.2025 - 20:56
Sunny skrifaði:
Also diese Anleitung sollte bitte noch mal überarbeitet werden. Die stimmt ja vorne und hinten nicht. Doof nur wenn man sich schon die Wolle dafür bestellt hat. Eine traumhafte Jacke. Ich hoffe ich kann sie irgendwann mal Stricken.
16.10.2025 - 15:09DROPS Design svaraði:
Liebe Sunny, danke für Ihre Kritik, sie wird ans Designteam weitergeleitet und die Anleitung wird noch einmal überprüft.
22.10.2025 - 20:55
Lieve skrifaði:
Ik vermoed dat de boord fout is aan het einde van de eerste naald. Kan het zijn dat de volgorde van de 15 laatste steken voor de boordsteek omgekeerd moet zijn tov het begin van de naald?
12.10.2025 - 21:30DROPS Design svaraði:
Dag Lieve,
Als het goed is sluit de boorsteek van het achterpand straks aan op de boordsteek van het voorpand in de zijnaden.
21.10.2025 - 22:01
Kathie skrifaði:
The instructions for row 2 of back piece makes no sense. I stopped trying to decipher this pattern after that. I'm going to check to see if any translations in other languages I know make better sense!
26.09.2025 - 02:29
Carol skrifaði:
There are quite a number of mistakes in the pattern. I gave up
25.09.2025 - 07:06
Finnley Cardigan#finnleycardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð síð peysa úr DROPS Lima eða DROPS Karisma. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með ísaumuðum ermum, köðlum, tvöföldu perluprjóni, vösum og sjalkraga. Stærð XS - XXXL.
DROPS 263-13 |
||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Mynsturteikning er lesin frá hægri til vinstri þegar prjónað er frá réttu og frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir A.1 þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman. Fækkið lykkjum á undan A.1 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.1, prjónið 2 lykkjur brugðið saman. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið sjöttu og sjöundu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ XS: 2, 9, 17, 25, 33 og 41 cm. STÆRÐ S: 2, 10, 18, 26, 34 og 42 cm. STÆRÐ M: 3, 11, 19, 27, 35 og 43 cm. STÆRÐ L: 3, 12, 20, 28, 36 og 44 cm. STÆRÐ XL: 4, 13, 21, 29, 37 og 45 cm. STÆRÐ XXL: 5, 14, 22, 30, 38 og 46 cm. STÆRÐ XXXL: 5, 14, 23, 32, 40 og 48 cm. STUTTAR UMFERÐIR (á við um sjalkraga): Til að koma í veg fyrir að sjalkraginn þrengi/dragi stykkið saman á hæðina/lóðrétt eru prjónaðar stuttar umferðir þannig: Byrjið frá miðju að framan og prjónið slétt yfir allar sléttar lykkjur (= kragi), snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið slétt út umferðina. Á hægra framstykki eru prjónaðar stuttar umferðir frá byrjun umferðar frá röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Framstykkin, bakstykkið og ermar er prjónað hvert fyrir sig. Prjónað er neðan frá og upp og stykkin eru saumuð saman. BAKSTYKKI: Fitjið upp 146-156-166-191-206-216-226 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Lima eða DROPS Karisma. UMFERÐ 1 (= rétta): 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – lesið leiðbeiningar að ofan, prjónið stroff (= 3 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur, prjónið A.1a (= 10 lykkjur), prjónið A.2a (= 36 lykkjur), prjónið stroff (2 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið) yfir næstu 22-32-32-47-52-52-52 lykkjur, prjónið A.2a (= 36 lykkjur), prjónið A.1a (= 10 lykkjur), prjónið stroff (= 3 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið stroff eins og áður yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur, prjónið A.1a (= 10 lykkjur), prjónið A.2a (= 36 lykkjur), prjónið stroff eins og áður yfir næstu 22-32-32-47-52-52-52 lykkjur, prjónið A.2a (= 36 lykkjur), prjónið A.1a (= 10 lykkjur), prjónið stroff eins og áður yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 5-5-5-5-6-6-6 cm. Nú eru næstu 2 umferðir prjónaðar þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið saman / 1 lykkja brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur (= 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur), prjónið umferð 3 í A.1 (= 8 lykkjur), prjónið umferð 3 í A.2 (= 34 lykkjur), prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið saman / 1 lykkja brugðið) yfir næstu 22-32-32-47-52-52-52 lykkjur (= 18-26-26-38-42-42-42 lykkjur), prjónið umferð 3 í A.2 (= 34 lykkjur), prjónið umferð 3 í A.1 (= 8 lykkjur), prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið saman / 1 lykkja brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur (= 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur), endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Það eru 128-136-144-164-176-184-192 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2 (= ranga): 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, prjónið umferð 4 í A.1 (= 8 lykkjur), prjónið umferð 4 í A.2 (= 34 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 18-26-26-38-42-42-42 lykkjur, prjónið umferð 4 í A.2 (= 34 lykkjur), prjónið umferð 4 í A.1 (= 8 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið síðan fram og til baka þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.3 yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, A.1x, A.2x, prjónið A.3 yfir næstu 18-26-26-38-42-42-50 lykkjur, prjónið A.2x, prjónið A.1x, prjónið A.3 eins og áður yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 20-21-22-20-21-22-23 cm á að fækka lykkjum í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið innan við 1 kantlykkju í hverjum 6-6-6-3-3-3-3 cm alls 4-4-4-8-8-8-8 sinnum = 120-128-136-148-160-168-176 lykkjur. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð til loka er prjónað þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.3 eins og áður yfir næstu 8-8-12-12-16-20-24 lykkjur, A.1, A.2, prjónið A.3 eins og áður yfir næstu 18-26-26-38-42-42-42 lykkjur, prjónið A.2, prjónið A.3 eins og áður yfir næstu 8-8-12-12-16-20-24 lykkjur, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51-53 cm, á að fella af fyrir handveg. Fellið af 2-2-2-2-3-3-3 lykkjur í byrjun umferðar alls 2 sinnum í hvorri hlið (= 4-4-4-4-6-6-6 lykkjur færri í hvorri hlið) = 112-120-128-140-148-156-164 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 53-54-55-56-57-58-59 prjónið A.4 yfir allar lykkjur innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið jafnframt því sem fækkað er um 18-18-18-18-18-18-18 lykkjur jafnt yfir = 94-102-110-122-130-138-146 lykkjur. Endurtakið A.4 að loka máli, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76-78 cm fellið af miðju 26-26-28-30-32-32-34 lykkjur fyrir hálsmáli = 34-38-41-46-49-53-56 lykkjur fyrir öxl. Síðan er hvor öxl prjónuð fyrir sig. ÖXL: Í næstu umferð frá hálsmáli er fækkað um 1 lykkju í byrjun umferðar = 33-37-40-45-48-52-55 lykkjur. Þegar stykkið mælist 67-69-71-73-75-77-79 cm prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Bakstykkið mælist 68-70-72-74-76-78-80 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 84-89-94-104-114-119-129 lykkjur á hringprjón 3,5. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið A.5 (= 12 lykkjur), prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið) yfir næstu 10-15-15-20-25-25-30 lykkjur, prjónið A.2 (= 36 lykkjur), prjónið A.1a (= 10 lykkjur), prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið) yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið stroff eins og áður yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur, prjónið A.1a (= 10 lykkjur), prjónið A.2a (= 36 lykkjur), prjónið stroff eins og áður yfir næstu 10-15-15-20-25-25-30 lykkjur, endið með A.5 (= 12 lykkjur). Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 5-5-5-5-6-6-6 cm. Nú eru næstu 2 umferðir prjónaðar þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið A.5 (= 12 lykkjur), prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið saman / 1 lykkja brugðið) yfir næstu 10-15-15-20-25-25-30 lykkjur (= 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur), prjónið umferð 3 í A.2 (= 34 lykkjur), prjónið umferð 3 í A.1 (= 8 lykkjur), prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið saman / 1 lykkja brugðið) yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur (= 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur), 1 kantlykkja í garðaprjóni. Það eru 75-79-83-91-99-103-111 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, prjónið umferð 4 í A.1 (= 8 lykkjur), prjónið umferð 4 í A.2 (= 34 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur, endið með A.5 (= 12 lykkjur). Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið A.5 (= 12 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur, prjónið A.2x (= 34 lykkjur), prjónið A.1x (= 8 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.3 yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, prjónið A.1x (= 8 lykkjur), prjónið A.2x (= 34 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur, endið með A.5 (= 12 lykkjur). Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 20-21-22-20-21-22-23 cm. Nú á að fækka lykkjum í annarri hliðinni innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni, lykkjum er fækkað í lok umferðar frá réttu – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hverjum 6-6-6-3-3-3-3 cm alls 4-4-4-8-8-8-8 sinnum = 71-75-79-83-91-95-103 lykkjur. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð til loka er prjónað frá réttu þannig: A.5 (= 12 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur, prjónið A.2x (= 34 lykkjur), prjónið A.1x (= 8 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 8-8-12-12-16-20-24 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 40-41-42-43-44-45-46 cm. Haldið áfram með mynstur eins og áður JAFNFRAMT sem prjónaður er SJALKRAGI – lesið leiðbeiningar að ofan – ATH! Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51-53 cm er lykkjum einnig fækkað fyrir HANDVEG og þegar stykkið mælist 53-54-55-56-57-58-59 cm er prjónað MYNSTUR A.4 yfir allar lykkjur (nema A.5 og sjalkragi við miðju að framan er prjónað eins og áður). Lestu því 3 næstu kafla áður en þú prjónar áfram. SJALKRAGI: Prjónið fyrstu lykkju í A.5, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þær 11 lykkjur sem eftir eru í A.5 eins og áður, fækkið um 1 lykkju – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, prjónið afgang af umferð í mynstri eins og áður (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð frá röngu og síðan er útaukna lykkjan prjónuð í garðaprjóni. Þetta leiðir til þess að A.5 færist inn í umferðina. Prjónið þessa tilfærslu á A.5 í hverjum cm alls 26-26-26-27-28-28-29 sinnum – útauknar lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar jafnóðum inn í garðaprjón, JAFNFRAMT eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR í 14. hverri umferð – lesið leiðbeiningar að ofan. Það eru í lokin 27-27-27-28-29-29-30 lykkjur í garðaprjóni fyrir sjalkraga (= ásamt 1. lykkju í A.5). HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51-53 cm fellið af 2-2-2-2-3-3-3 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum frá röngu (= 4-4-4-4-6-6-6 lykkjur færri fyrir handveg) = 67-71-75-79-85-89-97 lykkjur. MYNSTUR: Þegar stykkið mælist 53-54-55-56-57-58-59 cm eru kragalykkjurnar prjónaðar í garðaprjóni og A.5 eins og áður og A.4 er prjónað yfir þær lykkjur sem eru eftir í umferð JAFNFRAMT er fækkað um 7-7-8-6-8-8-12 lykkjur jafnt yfir í 1. umferð (lykkjum er ekki fækkað yfir kragalykkjurnar eða A.5) = 60-64-67-73-77-81-85 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram með mynstur A.4, A.5 og kragalykkjur í garðaprjóni eins og áður að loka máli. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78-80 cm, fellið af axlalykkjurnar í næstu umferð frá röngu þannig: Fellið af fyrstu 33-37-40-45-48-52-55 lykkjur frá röngu, prjónið garðaprjón yfir þær lykkjur sem eru eftir = 27-27-27-28-29-29-30 lykkjur eru eftir fyrir kraga í umferð. Nú eru prjónaðar stuttar umferðir í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt yfir allar lykkjur. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið slétt yfir 13-13-14-14-15-15-16 fyrstu lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið slétt út umferðina. Prjónið UMFERÐ 1 til 4 þar til kraginn mælist 7-7-7-8-8-8-9 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir öxl. Fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 84-89-94-104-114-119-129 lykkjur á hringprjón 3,5. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið stroff (= 3 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur, prjónið A.1a (= 10 lykkjur), A.2a (= 36 lykkjur), prjónið stroff (= 3 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 10-15-15-20-25-25-30 lykkjur, prjónið A.6 (= 12 lykkjur). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið A.6 (= 12 lykkjur), prjónið stroff eins og áður yfir næstu 10-15-15-20-25-25-30 lykkjur, prjónið A.2a (= 36 lykkjur), A.1a (= 10 lykkjur), prjónið stroff eins og áður yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 5-5-5-5-6-6-6 cm. Nú eru næstu 2 umferðir prjónaðar þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið saman / 1 lykkja brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 15-15-20-25-30-35-40 lykkjur (= 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur), prjónið umferð 3 í A.1 (= 8 lykkjur), prjónið umferð 3 í A.2 (= 34 lykkjur), prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið saman / 1 lykkja brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 10-15-15-20-25-25-30 lykkjur (= 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur), prjónið A.6 (= 12 lykkjur). Það eru 75-79-83-91-99-103-111 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið A.6 (= 12 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur, prjónið umferð 4 í A.2 (= 34 lykkjur), prjónið umferð 4 í A.1 (= 8 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.3 yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, prjónið A.1x (= 8 lykkjur), prjónið A.2x (= 34 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur, endið með A.6 (= 12 lykkjur). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið A.6 (= 12 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur, prjónið A.2x (= 34 lykkjur), prjónið A.1x (= 8 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 12-12-16-20-24-28-32 lykkjur, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 20-21-22-20-21-22-23 cm. Nú á að fækka lykkjum í annarri hliðinni innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni, lykkjum er fækkað í byrjun umferðar frá réttu – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hverjum 6-6-6-3-3-3-3 cm alls 4-4-4-8-8-8-8 sinnum = 71-75-79-83-91-95-103 lykkjur. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð til loka er prjónað frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.3 yfir næstu 8-8-12-12-16-20-24 lykkjur, prjónið A.1x (= 8 lykkjur), prjónið A.2x (= 34 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 8-12-12-16-20-20-24 lykkjur, endið með A.6 (= 12 lykkjur). Prjónið mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 40-41-42-43-44-45-46 cm. Haldið áfram með mynstur eins og áður JAFNFRAMT sem prjónaður er SJALKRAGI – lesið leiðbeiningar að ofan – ATH! Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51-53 cm er lykkjum einnig fækkað fyrir HANDVEG og þegar stykkið mælist 53-54-55-56-57-58-59 cm er prjónað MYNSTUR A.4 yfir allar lykkjur (nema A.6 og sjalkragi við miðju að framan er prjónað eins og áður). Lestu því 3 næstu kafla áður en þú prjónar áfram. SJALKRAGI: Prjónið eins og áður þar til 14 lykkjur eru eftir í umferð, fækkið um 1 lykkju – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, prjónið eins og áður þar til 1 lykkja er eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju í garðaprjóni (= 1 lykkja fleiri og 1 lykkja færri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð frá röngu og síðan er útaukna lykkjan prjónuð í garðaprjóni. Þetta leiðir til þess að A.6 færist inn í umferðina. Prjónið þessa tilfærslu á A.6 í hverjum cm alls 26-26-26-27-28-28-29 sinnum – útauknar lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar jafnóðum inn í garðaprjón, JAFNFRAMT eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR í 14. hverri umferð – lesið leiðbeiningar að ofan. Það eru í lokin 27-27-27-28-29-29-30 lykkjur í garðaprjóni fyrir sjalkraga (= ásamt síðustu lykkju í A.6). HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51-53 cm fellið af 2-2-2-2-3-3-3 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum frá röngu (= 4-4-4-4-6-6-6 lykkjur færri fyrir handveg) = 67-71-75-79-85-89-97 lykkjur. MYNSTUR: Þegar stykkið mælist 53-54-55-56-57-58-59 cm eru kragalykkjurnar prjónaðar í garðaprjóni og A.6 eins og áður og A.4 yfir þær lykkjur sem eru eftir í umferð, JAFNFRAMT er fækkað um 7-7-8-6-8-8-12 lykkjur jafnt yfir í 1. umferð (lykkjum er ekki fækkað yfir kragalykkjurnar eða A.6) = 60-64-67-73-77-81-85 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram með mynstur A.4, A.6 og kragalykkjur í garðaprjóni eins og áður að loka máli. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78-80 cm, fellið af axlalykkjurnar í næstu umferð frá réttu þannig: Fellið af fyrstu 33-37-40-45-48-52-55 lykkjur, prjónið garðaprjón yfir þær lykkjur sem eru eftir = 27-27-27-28-29-29-30 lykkjur eru eftir fyrir kraga í umferð. Nú eru prjónaðar stuttar umferðir í garðaprjóni þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt yfir allar lykkjur. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið slétt yfir 13-13-14-14-15-15-16 fyrstu lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið slétt út umferðina. Prjónið UMFERÐ 1 til 4 þar til kraginn mælist 7-7-7-8-8-8-9 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir öxl. Fellið af. ERMAR: Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp. Fitjið upp 61-66-66-71-71-76-76 lykkjur á hringprjón 3,5. Prjónið stroff (fyrsta umferð = rétta) er prjónuð þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið) þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4-4-4-4-5-5-5 cm – síðasta umferðin er prjónuð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið umferð 1 brugðið frá röngu, JAFNFRAMT sem fækkað er um 11-12-12-13-13-14-14 lykkjur jafnt yfir = 50-54-54-58-58-62-62 lykkjur. Prjónið síðan A.3 innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 7-7-11-9-8-6-5½ cm aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í ca hverjum 2-2-1½-1½-1½-1½-1½ cm alls 22-22-24-24-26-26-26 sinnum = 94-98-102-106-110-114-114 lykkjur. Þegar stykkið mælist 51-51-50-47-46-45-44 cm fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-1-1-2-2-2-2 sinnum, 2 lykkjur 1-1-1-1-1-1-1 sinni og 3 lykkjur 2-2-2-3-3-3-3 sinnum = 72-76-80-72-76-80-80 lykkjur. Fellið af þær lykkjur sem eru eftir. Ermin mælist ca 54-54-53-51-50-49-48 cm. HÆGRI VASI: Vasinn er prjónaður fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 42 lykkjur á hringprjón 4. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt samtímis sem aukið er út um 6 lykkjur með uppslætti jafnt yfir = 48 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt yfir allar lykkjur – uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.2x (= 34 lykkjur), A.1x (= 8 lykkjur), A.3 (= 4 lykkjur), 1 kantlykkja í garðaprjóni. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.3 (= 4 lykkjur), A.1x (= 8 lykkjur), A.2x (= 34 lykkjur), 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið UMFERÐ 3 og 4 alls 19 sinnum (= 38 umferðir prjónaðar). Nú er prjónað og lykkjum fækkað þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónið eins og áður yfir næstu 7 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónið eins og áður yfir næstu 15 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónið eins og áður yfir næstu 12 lykkjur, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 4 umferðir í garðaprjóni yfir allar lykkjur (= 4 umferðir prjónaðar – síðasta umferð er prjónuð frá réttu. Fellið af með sléttum lykkjum frá röngu. HÆGRI VASI: Vasinn er prjónaður fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 42 lykkjur á hringprjón 4. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt samtímis sem aukið er út um 6 lykkjur með uppslætti jafnt yfir = 48 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt yfir allar lykkjur – uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.3 (= 4 lykkjur), A.1x (= 8 lykkjur), A.2x (= 34 lykkjur), 1 kantlykkja í garðaprjóni. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.2x (= 34 lykkjur), A.1x (= 8 lykkjur), A.3 (= 4 lykkjur), 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið UMFERÐ 3 og 4 alls 19 sinnum (= 38 umferðir prjónaðar). Nú er prjónað og lykkjum fækkað þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið eins og áður yfir næstu 12 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónið eins og áður yfir næstu 7 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónið eins og áður yfir næstu 15 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri), endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 4 umferðir í garðaprjóni yfir allar lykkjur (= 4 umferðir prjónaðar – síðasta umferð er prjónuð frá réttu. Fellið af með sléttum lykkjum frá röngu. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið sauma undir ermum og í hliðum á fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið tölur í hægri kant að framan. Saumið affellingarkantinn á kraganum saman fyrir miðju að aftan, saumið kragann við hálsmálið aftan í hnakka. Saumið vasana við framstykkin þannig að mynstrið á vasanum sé staðsett nákvæmlega yfir mynstur á framstykki. Saumið vasann fallega í gegnum bæði lögin í ystu sléttu lykkjuna í hvorri hlið og í botninn á vasanum Klippið og festið þræði. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #finnleycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 263-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.