Anne Loua Esbjørn skrifaði:
Jeg er igang med at strikke woodworker vest og har flg spørgsmål Jeg har strikke bagstykke og arbejdet måler 12cm Næste pkt i opskriften er udtagning til ærmegab 1. Pind strik de første 4 masker som før Hvad betyder det? Skal jeg strikke de 2 første i icord kant? Og hvad så med de 2 næste? Og så herefter lave udtagning 1? Håber på hurtigt svar så jeg kan komme videre. Hilsen Anne
20.01.2026 - 20:04
Veerle skrifaði:
Ben zover dat ik de boord ga breien onderaan het vest. Meerder aan de goede kant en begin met de boordsteek staat er, klopt dat ? Of eerst eerst de naald met de meerderingen en de volgende met de boordsteek beginnen ? Ik hoor het graag.
13.01.2026 - 11:01DROPS Design svaraði:
Dag Veerle,
Het is inderdaad handiger om dit vlak voor de boordsteek te doen.
14.01.2026 - 19:22
Bernadette Kop skrifaði:
Is dit patroon vertaald? Een zin als: …neem 1 steek op in elke gebreide naald over de linkerschouder achter, in de binnenkant van de buitenste steek (punnikrand?) vind ik moeilijk te begrijpen. Temeer steken gebreid moeten worden tot 2 of 8 steken over zijn. Lengteafmetingen worden gemeten vanaf deze ‘opneemnaald’. Staan de ‘opneemsteken op een naald of neem je al breiend (vanaf het armgat of hals de steken langs de punnikrand op?
09.01.2026 - 18:14DROPS Design svaraði:
Dag Bernadette,
De opneemnaald is het punt, de rij of de naald waar je steken op hebt genomen. Je neemt de steken op naast de buitenste steek, zodat de buitenste steek wegvalt (= neem steken op aan de binnenkant van de buitenste s steek). Dit is niet in de punnikrand, want over de schouder zit geen punnikrand. Nadat je steken op hebt genomen brei je op een gegeven moment tot er 2 steken over zijn en deze steken brei je in punnikrand (dit is aan de kant van het armsgat).
10.01.2026 - 17:01
Ange Wieberdink skrifaði:
Beste mensen, Ik ben het Woodworker Vest aan het breien en kan geen aanwijzingen vinden voor de knoopsgaten. Waar komen die en hoe moet ik die maken? vriendelijke groet Ange
09.01.2026 - 16:28DROPS Design svaraði:
Dag Ange,
Bovenaan bij de instructies staat dat het eerste knoopsgat op de eerste naald aan de goede kant wordt gebreid nadat de V-hals klaar is. Er staat bij de bies inderdaad geen herinnering dat je knoopsgaten moet maken.
10.01.2026 - 17:05
Veerle skrifaði:
Meerderingen voor het armsgat als het welrk 27 cm meet, wordt dat gemeten va de schouder ?
07.01.2026 - 13:53DROPS Design svaraði:
Dag Veerle,
Nee dit is vanaf de opneemnaald. Alle lengte afmetingen op het voorpand worden vanaf de opneemnaald gedaan.
07.01.2026 - 18:01
Veerle skrifaði:
Mij is niet duidelijk wanneer de punnikrand kantsteek aan weerszijden van de naald moet. Eerst alleen aan het begin van de naald en daarna aan weerszijde va het meerderen van het armsgat ?
04.01.2026 - 20:16DROPS Design svaraði:
Dag Veerle,
De punnikranden worden langs de biezen over de hele lengte gebreid en langs de armsgaten.
05.01.2026 - 19:28
Noëlle skrifaði:
Bonjour, je ne retrouve pas le modèle gilet de berger sans bouton, écru. Pourriez vous m'indiquer où le trouver, ainsi que le descriptif de fabrication complet? Merci par avance. Cordialement.
02.01.2026 - 19:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Noëlle, retrouvez ici tous nos modèles de gilets sans manches, l'un d'eux fera peut-être votre bonheur. Pensez à ajouter des filtres si besoin. Bon tricot!
05.01.2026 - 10:37
Ange Wieberdink skrifaði:
Ik wil graag dit vest breien maar met een andere wol. Bijvoorbeeld Drops Alpaca 5575 maar die is voor dunnere pennen. Kunt u een vergelijkbare wol aanraden voor pennen 5? Alvast dank Ange Wieberdink
03.12.2025 - 09:58DROPS Design svaraði:
Dag Ange,
Met de garenvervanger, waarvan een link staat onder de materialenlijst bij ieder patroon, kun je vervangend garen vinden voor je project. De benodigde hoeveelheid wordt dan ook gelijk aangegeven.
05.12.2025 - 19:51
Sandrine skrifaði:
Merci pour votre retour très rapide En fait ce que je ne comprends pas comment faire le lien entre l bordure gauche et le devant gauche. Y a t il une vidéo sur cette partie car je ne trouve pas ? Merci beaucoup
26.11.2025 - 17:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandrine, les bordures des devants sont d'abord tricotées séparément, elles serviront ensuite de bordure d'encolure au dos (cf cette vidéo pour un autre type de modèle, mais l'idée sera la même); vous tricotez d'abord la bordure du devant gauche pendant 6-7,5 cm puis, à la fin d'un rang sur l'endroit, vous relevez les mailles le long de l'épaule gauche du dos et vous tricotez le dos comme indiqué. Pour le devant droit, vous couperez le fil à la fin de la bordure, vous relèverez les mailles de l'épaule droite et terminerez sur l'endroit par la bordure devant. Bon tricot!
27.11.2025 - 09:16
Regnault Sandrine skrifaði:
Bonjour Je ne comprends pas la partie devant gauche. Comment puis je obtenir de l aide plus détaillée Vous en remerciant
26.11.2025 - 16:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Regnault, retrouvez ici, en vidéo ou bien là, en photos comment on va relever les mailles des devants, dans les deux cas pour un pull, ici vous ferez chaque devant individuellement comme indiqué dans les explications. Bon tricot!
26.11.2025 - 16:38
Woodworker Vest#woodworkervest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, v-hálsmáli og I-cord. Stærð XS - XXXL.
DROPS 262-34 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá RÉTTU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá RÉTTU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá RÖNGU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá RÖNGU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. 2 KANTLYKKJUR I-CORD: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni. RANGA: Prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 6 lykkjur eru eftir í umferð þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að útaukning fyrir v-hálsmáli hefur verið gerð til loka. Fellið síðan af fyrir næstu 3 hnappagötum með ca 9-9-9½-9½-9½-9½-10 cm bili á milli hnappagata. Stillið af að neðsta hnappagatið verði staðsett í skiptingunni á milli sléttprjóns og stroffs á fram- og bakstykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjað er á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkin eru prjónuð. Á framstykkjum er fyrst prjónaður listi meðfram kanti að framan sem síðar er saumaður saman meðfram hnakka í frágangi í lokin, síðan er framstykkið prjónað með því að prjónaðar eru upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki. Prjónað er niður á við að handvegi JAFNFRAMT því sem lykkjur eru auknar út við hálsmál. Þetta er endurtekið á hinni öxlinni. Við handveginn eru framstykkin og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við fram og til baka á hringprjóna. Listi í kanti að framan frá hvoru framstykki er saumaður saman, saumur = mitt að aftan, saumið lista í kanti að framan við lykkjur meðfram hálsmáli aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 22-24-24-26-26-28-28 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Alpaca Bouclé og 1 þræði DROPS Alpaca (= 2 þræðir). UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til vinstri, 3 lykkjur brugðið. EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 12-12-13-13-14-14-15 sinnum (= 24-24-26-26-28-28-30 umferðir prjónaðar), á eftir síðustu útaukningu eru = 70-72-76-78-82-84-88 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hlið. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið síðan í sléttprjóni með 2 KANTLYKKJUR I-CORD í hvorri hlið – lesið leiðbeiningar að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 14-14-13-12-11-10-8 cm mælt frá merki yst meðfram handvegi. Nú er lykkjum aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING HANDVEGUR: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið fyrstu 4 lykkjur eins og áður, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið síðustu 4 lykkjur eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-4-5-7-8-10-12 sinnum (= 6-8-10-14-16-20-24 prjónaðar umferðir) = 76-80-86-92-98-104-112 lykkjur í umferð. Stykkið mælist nú ca 17-18-18-19-19-20-20 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi, endið með umferð frá réttu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er prjónaður vinstri listi í kanti að framan og framstykkið meðfram vinstri öxl frá bakstykki – lesið leiðbeiningar að neðan. VINSTRI LISTI Í KANTI AÐ FRAMAN: Fitjið upp 8 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til listi í kanti að framan mælist ca 6-6½-6½-7-7-7½-7½ cm, endið með umferð frá röngu, prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan á vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur af þræði/hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að handvegi þannig: Prjónið fyrst 8 lykkjur frá lista í kanti að framan frá réttu, prjónið síðan upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju (prjónaðar eru upp 24-24-26-26-28-28-30 lykkjur frá bakstykki) = 32-32-34-34-36-36-38 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkju i-cord. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 12-11-13-12-14-13-15 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að auka út fyrir v-hálsmál, jafnframt því sem einnig er aukið út í hlið við handveg. Útaukning í hlið byrjar áður en útaukning fyrir V-hálsmáli er lokið, lestu því báða næstu kafla áður en prjónað er áfram, til að fá betri yfirsýn yfir þegar útaukning fyrir handveg byrjar. ÚTAUKNING V-HÁLSMÁL: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, aukið út 1 lykkju til vinstri – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. Aukið svona út í 3. hverjum cm alls 3-3-3-3-3-3-3 sinnum og síðan í öðrum hverjum cm alls 5-6-6-7-7-8-8 sinnum. Nú hefur verið aukið út alls 8-9-9-10-10-11-11 sinnum fyrir v-hálsmáli. Ca 3-3-4-4-5-5-5 cm af dýpt á hálsmáli kemur til með að teygja sig yfir á bakstykkið þegar stykkið hefur verið prjónað til loka. Haldið áfram í sléttprjóni og með kantlykkjur að framan. ÚTAUKNING HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 26-26-27-26-27-26-26 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út í hlið við handveg þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið síðustu 4 lykkjur eins og áður (= 2 lykkjur sléttprjón og 2 kantlykkjur i-cord). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-4-5-7-8-10-12 sinnum (= 6-8-10-14-16-20-24 umferðir prjónaðar). Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka, eru 43-45-48-51-54-57-61 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 29-30-32-33-35-36-38 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp - stillið af að endað sé eftir umferð frá réttu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða hjálparprjón, nú er prjónaður hægri listi í kanti að framan og framstykki meðfram hægri öxl frá bakstykki – lesið leiðbeiningar að neðan. HÆGRI LISTI Í KANTI AÐ FRAMAN: Fitjið upp 8 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til listi í kanti að framan mælist ca 6-6½-6½-7-7-7½-7½ cm, endið með umferð frá röngu. Klippið þráðinn og setjið lykkjur á hjálparprjón, fyrst er prjónað áfram yfir lista í kanti að framan þegar lykkjur eru prjónaðar upp fyrir hægra framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við öxl og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju (prjónaðar eru upp 24-24-26-26-28-28-30 lykkjur frá bakstykki), prjónið síðan 8 lykkjur frá lista í kanti að framan frá réttu = 32-32-34-34-36-36-38 lykkjur í umferð. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 12-11-13-12-14-13-15 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að auka út fyrir v-hálsmáli, jafnframt því sem einnig er aukið út í hlið við handveg, lestu því báða næstu kafla áður en prjónað er áfram til að fá betri yfirsýn yfir þegar útaukning fyrir handveg byrjar. ÚTAUKNING V-HÁLSMÁL: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8 kantlykkjur að framan, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. Aukið svona út í 3. hverjum cm alls 3-3-3-3-3-3-3 sinnum og síðan í öðrum hverjum cm alls 5-6-6-7-7-8-8 sinnum. Nú hefur verið aukið út alls 8-9-9-10-10-11-11 sinnum fyrir v-hálsmáli. Ca 3-3-4-4-5-5-5 cm af dýpt á hálsmáli kemur til með að teygja sig yfir á bakstykkið þegar stykkið hefur verið prjónað til loka. Haldið áfram í sléttprjóni og með kantlykkjur að framan. ÚTAUKNING HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 26-26-27-26-27-26-26 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út í hlið við handveg þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkju i-cord. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-4-5-7-8-10-12 sinnum (= 6-8-10-14-16-20-24 umferðir prjónaðar). Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka, eru 43-45-48-51-54-57-61 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist ca 29-30-32-33-35-36-38 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp efst á framstykki, endið með umferð frá réttu, ekki klippa þráðinn. Nú eru framstykkin og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Héðan er nú stykkið mælt frá! FRAM- OG BAKSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu – byrjið með lykkjur frá hægra framstykki og prjónið umferðina þannig: Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið yfir þær 35-37-40-43-46-49-53 lykkjur sem eftir eru á hægra framstykki, fitjið upp 4-6-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur í lok umferðar (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið brugðið yfir 76-80-86-92-98-104-112 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-6-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið brugðið yfir 35-37-40-43-46-49-53 fyrstu lykkjur frá vinstra framstykki og endið með 8 kantlykkjur að framan eins og áður = 170-182-194-210-226-242-262 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt frá! Prjónið fram og til baka frá miðju að framan yfir allar lykkjur í sléttprjóni og kanta að framan eins og áður þar til stykkið mælist ca 27-28-29-29-30-30-30 cm frá handvegi. Í næstu umferð frá réttu byrjar stroffið JAFNFRAMT því sem aukið er út um 31-35-37-41-59-47-49 lykkjur jafnt yfir í umferð (lykkjur eru ekki auknar út yfir kanta að framan) = 201-217-231-251-269-289-311 lykkjur, prjónað er þannig: Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið kant að framan eins og áður, prjónið stroff (= 1 lykkja snúin slétt / 1 lykkja brugðið – munið eftir útaukningunni) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju snúna slétt og kant að framan eins og áður. Þegar stroffið mælist 5-5-5-6-6-7-7 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Vestið mælist ca 58-60-62-64-66-68-70 cm, mælt frá innst við hálsmál. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. Listi í kanti að framan frá hvoru framstykki er saumaður saman – saumur = miðja að aftan, saumið síðan listann við lykkjur í kringum hálsmál. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #woodworkervest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 262-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.