Andreasson skrifaði:
Hej! Det gäller knapphålen. Hittar inte i mönstret var jag ska börja med dem.
18.10.2025 - 09:30DROPS Design svaraði:
Hi, see BUTTONHOLES section: Work the buttonholes on the right band (when the garment is worn) . The first buttonhole is worked on the first row from the right side after the V-neck is finished. Then work the other 3 buttonholes with 9-9-9½-9½-9½-9½-10 cm between each one. Adjust so the bottom buttonhole is worked in the transition between the stocking stitch and rib. Happy knitting!
18.10.2025 - 10:06
Jill skrifaði:
Please show how to add the left band and pick up stitches.
11.10.2025 - 23:05
Nath skrifaði:
Bonsoir Que peut-on faire sur les augmentations de sous manches pour avoir quelque chose de plus fini de plus propre ? Merci de votre réponse 🤗
08.10.2025 - 21:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Nath, au 1er rang après avoir monté les mailles sous les manches, vous pouvez relever le fil entre 2 mailles et le tricoter torse avec la maille suivante pour éviter tout "décrochage" ou éventuel trou entre les mailles montées et les mailles du devant/du dos. Bon tricot!
09.10.2025 - 08:45
Sheila skrifaði:
Can I add pockets to this pattern?
04.10.2025 - 11:59DROPS Design svaraði:
Dear Sheila, yes, you can add pockets, but we don't make custom garments. Here are some videos on how to work pockets, which you could choose from. Happy knitting!
05.10.2025 - 17:59
Christina skrifaði:
Hallo Team Drops, Mir sind die I cord am Rückenteil ganz unklar. Könnte man das noch näher beschreiben.
29.09.2025 - 20:13DROPS Design svaraði:
Liebe Christina, die I-Cord-Maschen sind bei den HINWEISEN ZU ANLEITUNG genau beschrieben (2 I-CORD-MASCHEN AM RAND). Die je 2 Maschen (= die 2 ersten Maschen und die 2 letzten Maschen beim Stricken des Rückenteils) werden am Anfang und am Ende der Reihe wie beschrieben gestrickt.
25.10.2025 - 00:43
Catherine skrifaði:
Avez vous des explications pour des modèles qui se tricotent en aller retour et non en rond ?
29.09.2025 - 10:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Catherine, tout à fait, c'est d'ailleurs le cas de celui-ci, où on utilise une aiguille circulaire juste pour avoir suffisamment de place pour toutes les mailes lorsque l'on réunit le dos et les devants. Vous trouverez ici quelques astuces pour faire les ajustements pour aiguilles droites. Bon tricot!
30.09.2025 - 17:10
Monika skrifaði:
Guten Tag, zuerst einmal möchte ich danke sagen für die vielen kostenlosen Anleitungen. Nun meine Frage, ich verstehe das mit der Blende nicht. Nehme ich die Maschen aus der Schräge für die Blende? Oder stricke ich das vorgestrickte Teil weider. Aber wenn ja, wie mache ich es dann an den icord Rand.
29.09.2025 - 00:26DROPS Design svaraði:
Liebe Monika, Sie stricken die linke Blende wie beschrieben und fassen dann direkt in derselben Reihe aus dem Rand des Rückenteils Maschen für das Vorderteil auf. Die Blende "baumelt" dann erst mal am Anfang der Reihe, sie wird dann später an den Halsausschnitt des Rückenteils genäht. Die Blende samt I-Cord stricken Sie wie zuvor weiter, die I-Cord bleibt am vorderen Rand - achten Sie darauf, dass Sie die Blende nicht falschrum anstricken, die I-Cord muss außen liegen. Beim rechten Vorderteil verläuft es umgekehrt - erst Maschen aus dem Rückenteil auffassen, dann die Blende stricken. Gutes Gelingen!
24.10.2025 - 11:15
B Groenestein skrifaði:
Kan je dit patroon ook met gewonen pennen breien van beneden naar boven. met dit garen kan ik nl niet zien of ik op de juiste manier meerder en krijg steeds gaatjes . Rond brei naald vind ik ook niet prettig werken
24.09.2025 - 23:45DROPS Design svaraði:
Hi, you may make this vest using straight needles and sew the sides together at the end, but still it has to be done top down due to its construction. Happy knitting!
25.09.2025 - 06:36
Woodworker Vest#woodworkervest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, v-hálsmáli og I-cord. Stærð XS - XXXL.
DROPS 262-34 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. 2 KANTLYKKJUR I-CORD: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni. RANGA: Prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 6 lykkjur eru eftir í umferð þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að útaukning fyrir v-hálsmáli hefur verið gerð til loka. Fellið síðan af fyrir næstu 3 hnappagötum með ca 9-9-9½-9½-9½-9½-10 cm bili á milli hnappagata. Stillið af að neðsta hnappagatið verði staðsett í skiptingunni á milli sléttprjóns og stroffs á fram- og bakstykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjað er á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkin eru prjónuð. Á framstykkjum er fyrst prjónaður listi meðfram kanti að framan sem síðar er saumaður saman meðfram hnakka í frágangi í lokin, síðan er framstykkið prjónað með því að prjónaðar eru upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki. Prjónað er niður á við að handvegi JAFNFRAMT því sem lykkjur eru auknar út við hálsmál. Þetta er endurtekið á hinni öxlinni. Við handveginn eru framstykkin og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við fram og til baka á hringprjóna. Listi í kanti að framan frá hvoru framstykki er saumaður saman, saumur = mitt að aftan, saumið lista í kanti að framan við lykkjur meðfram hálsmáli aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 22-24-24-26-26-28-28 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Alpaca Bouclé og 1 þræði DROPS Alpaca (= 2 þræðir). UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur brugðið. EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 12-12-13-13-14-14-15 sinnum (= 24-24-26-26-28-28-30 umferðir prjónaðar), á eftir síðustu útaukningu eru = 70-72-76-78-82-84-88 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hlið. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið síðan í sléttprjóni með 2 KANTLYKKJUR I-CORD í hvorri hlið – lesið leiðbeiningar að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 14-14-13-12-11-10-8 cm mælt frá merki yst meðfram handvegi. Nú er lykkjum aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING HANDVEGUR: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið fyrstu 4 lykkjur eins og áður, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið síðustu 4 lykkjur eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-4-5-7-8-10-12 sinnum (= 6-8-10-14-16-20-24 prjónaðar umferðir) = 76-80-86-92-98-104-112 lykkjur í umferð. Stykkið mælist nú ca 17-18-18-19-19-20-20 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi, endið með umferð frá réttu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er prjónaður vinstri listi í kanti að framan og framstykkið meðfram vinstri öxl frá bakstykki – lesið leiðbeiningar að neðan. VINSTRI LISTI Í KANTI AÐ FRAMAN: Fitjið upp 8 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til listi í kanti að framan mælist ca 6-6½-6½-7-7-7½-7½ cm, endið með umferð frá röngu, prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan á vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur af þræði/hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að handvegi þannig: Prjónið fyrst 8 lykkjur frá lista í kanti að framan frá réttu, prjónið síðan upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju (prjónaðar eru upp 24-24-26-26-28-28-30 lykkjur frá bakstykki) = 32-32-34-34-36-36-38 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkju i-cord. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 12-11-13-12-14-13-15 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að auka út fyrir v-hálsmál, jafnframt því sem einnig er aukið út í hlið við handveg. Útaukning í hlið byrjar áður en útaukning fyrir V-hálsmáli er lokið, lestu því báða næstu kafla áður en prjónað er áfram, til að fá betri yfirsýn yfir þegar útaukning fyrir handveg byrjar. ÚTAUKNING V-HÁLSMÁL: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, aukið út 1 lykkju til vinstri – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. Aukið svona út í 3. hverjum cm alls 3-3-3-3-3-3-3 sinnum og síðan í öðrum hverjum cm alls 5-6-6-7-7-8-8 sinnum. Nú hefur verið aukið út alls 8-9-9-10-10-11-11 sinnum fyrir v-hálsmáli. Ca 3-3-4-4-5-5-5 cm af dýpt á hálsmáli kemur til með að teygja sig yfir á bakstykkið þegar stykkið hefur verið prjónað til loka. Haldið áfram í sléttprjóni og með kantlykkjur að framan. ÚTAUKNING HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 26-26-27-26-27-26-26 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út í hlið við handveg þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið síðustu 4 lykkjur eins og áður (= 2 lykkjur sléttprjón og 2 kantlykkjur i-cord). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-4-5-7-8-10-12 sinnum (= 6-8-10-14-16-20-24 umferðir prjónaðar). Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka, eru 43-45-48-51-54-57-61 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 29-30-32-33-35-36-38 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp - stillið af að endað sé eftir umferð frá réttu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða hjálparprjón, nú er prjónaður hægri listi í kanti að framan og framstykki meðfram hægri öxl frá bakstykki – lesið leiðbeiningar að neðan. HÆGRI LISTI Í KANTI AÐ FRAMAN: Fitjið upp 8 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til listi í kanti að framan mælist ca 6-6½-6½-7-7-7½-7½ cm, endið með umferð frá röngu. Klippið þráðinn og setjið lykkjur á hjálparprjón, fyrst er prjónað áfram yfir lista í kanti að framan þegar lykkjur eru prjónaðar upp fyrir hægra framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við öxl og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju (prjónaðar eru upp 24-24-26-26-28-28-30 lykkjur frá bakstykki), prjónið síðan 8 lykkjur frá lista í kanti að framan frá réttu = 32-32-34-34-36-36-38 lykkjur í umferð. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 12-11-13-12-14-13-15 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að auka út fyrir v-hálsmáli, jafnframt því sem einnig er aukið út í hlið við handveg, lestu því báða næstu kafla áður en prjónað er áfram til að fá betri yfirsýn yfir þegar útaukning fyrir handveg byrjar. ÚTAUKNING V-HÁLSMÁL: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8 kantlykkjur að framan, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. Aukið svona út í 3. hverjum cm alls 3-3-3-3-3-3-3 sinnum og síðan í öðrum hverjum cm alls 5-6-6-7-7-8-8 sinnum. Nú hefur verið aukið út alls 8-9-9-10-10-11-11 sinnum fyrir v-hálsmáli. Ca 3-3-4-4-5-5-5 cm af dýpt á hálsmáli kemur til með að teygja sig yfir á bakstykkið þegar stykkið hefur verið prjónað til loka. Haldið áfram í sléttprjóni og með kantlykkjur að framan. ÚTAUKNING HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 26-26-27-26-27-26-26 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út í hlið við handveg þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið slétt þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkju i-cord. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-4-5-7-8-10-12 sinnum (= 6-8-10-14-16-20-24 umferðir prjónaðar). Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka, eru 43-45-48-51-54-57-61 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist ca 29-30-32-33-35-36-38 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp efst á framstykki, endið með umferð frá réttu, ekki klippa þráðinn. Nú eru framstykkin og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Héðan er nú stykkið mælt frá! FRAM- OG BAKSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu – byrjið með lykkjur frá hægra framstykki og prjónið umferðina þannig: Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið yfir þær 35-37-40-43-46-49-53 lykkjur sem eftir eru á hægra framstykki, fitjið upp 4-6-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur í lok umferðar (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið brugðið yfir 76-80-86-92-98-104-112 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-6-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið brugðið yfir 35-37-40-43-46-49-53 fyrstu lykkjur frá vinstra framstykki og endið með 8 kantlykkjur að framan eins og áður = 170-182-194-210-226-242-262 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt frá! Prjónið fram og til baka frá miðju að framan yfir allar lykkjur í sléttprjóni og kanta að framan eins og áður þar til stykkið mælist ca 27-28-29-29-30-30-30 cm frá handvegi. Í næstu umferð frá réttu byrjar stroffið JAFNFRAMT því sem aukið er út um 31-35-37-41-59-47-49 lykkjur jafnt yfir í umferð (lykkjur eru ekki auknar út yfir kanta að framan) = 201-217-231-251-269-289-311 lykkjur, prjónað er þannig: Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið kant að framan eins og áður, prjónið stroff (= 1 lykkja snúin slétt / 1 lykkja brugðið – munið eftir útaukningunni) þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju snúna slétt og kant að framan eins og áður. Þegar stroffið mælist 5-5-5-6-6-7-7 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Vestið mælist ca 58-60-62-64-66-68-70 cm, mælt frá innst við hálsmál. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. Listi í kanti að framan frá hvoru framstykki er saumaður saman – saumur = miðja að aftan, saumið síðan listann við lykkjur í kringum hálsmál. |
|
|
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #woodworkervest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 262-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.