Annette Thron skrifaði:
Vielen Dank für die schnelle Antwort, jetzt ist mein Tag gerettet. Ich wünsche Ihnen noch einen schönen Tag.
14.02.2025 - 12:23
Annette Thron skrifaði:
Ich habe totale Probleme die Strickschrift zu verstehen. A2. 2 Reihe!! WIE STRICKE ICH ????So langsam verzweifel ich,nachdem ich schon 3mal neu angefangen habe!!
13.02.2025 - 19:06DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Thron, in allen Größen sind es 5 M in jedem A.2 bei der 1. Reihe, dann wird man bei der 1. Reihe 2 Maschen in jedem A.2 zunehmen = 7 Maschen, so strickt man die 2. Reihe: (1 M links, 6 Maschen rechts), von (bis) die ganze Runde wiederholen. Viel Spaß beim Stricken!
14.02.2025 - 08:31
Jónína Hrönn skrifaði:
Hvernig get ég séð stærð (sentimetrafjölda) fyrir hverja stærð? Ef ég er t.d. 115 cm. ca yfir brjóst/maga á ég þá að nota stærð l eða xl?
05.02.2025 - 15:50DROPS Design svaraði:
Blessuð Jónína Hrönn. Á síðunni okkar (ofarlega) er dálkur sem stendur: Skýringar & aðstoð, þú smellir á hann og velur stærðartöflur. Undir þeim dálki er: Sjá hvernig á að lesa úr töflu hér! Þú velur það og þá kemstu að góðum leiðbeiningum varðandi hvernig þú getur lesið út stærðarteikningu til að finna þína stærð. Gangi þér vel.
06.02.2025 - 09:50
Basso skrifaði:
Quand je commence au bas du diagramme A2 on débute avec 5 mailles et sur ce rang vous dites glisser 2 mailles sur l'aiguille à torsades tricoter 2 mailles augmenter 1 maille reprendre les 2 mailles sur l'aiguille à torsades. Je n'ai fait qu'une augmentation alors qu'au rang suivant j'en ai 2 de plus. Merci pour votre réponse.
07.01.2025 - 11:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Basso, vous devez augmenter 2 mailles ainsi: vous glissez 2 m devant, tricotez 2 mailles endroit, et vous augmentez dans la 1ère maille sur l'aiguille droite comme indiqué sous AUGMENTATIONS-1 = autrement dit vous augmentez dans la 2ème des 2 mailles que vous venez de tricoter (= 1 m en plus), puis vous reprenez les 2 mailles en attente: vous augmentez 1 maille dans la 1ère de ces mailles (= 1 m en plus) et vous tricotez la 2ème maille = vous avez augmenté 2 mailles. Bon tricot!
07.01.2025 - 13:44
Dina skrifaði:
Very beautiful. I hope we will see more models like this.
03.01.2025 - 15:59
Illeana skrifaði:
Hi, I would like to join this yoke with a knit bottom up sweater. It seems to me that I could join these two parts just below the yoke with the invisible "shoulder" seam, is it correct? Then I will add the sleeves. I am autodidactic, so I prefer to ask you, first. Thank you so much for your time!
04.12.2024 - 18:03DROPS Design svaraði:
Dear Illeana, you could adapt a bottom up sweater pattern and then work your desired yoke. For that, we recommend checking our bottom up sweaters, to guide you in the process of how to assemble the piece. First you should work the body, then cast off for the armholes and work the sleeves before starting the yoke. Then, add the sleeves onto the same needles as the body and work the yoke over all stitches. If you work the sleeves separately you will need to be very careful when calculating the yoke pattern, so that it will transition almost seamlessly from the front piece to the sleeve and to the back piece (and the same in the other sleeve). Happy knitting!
08.12.2024 - 01:15
Lou skrifaði:
Hey there! Since the yarn used in this specific pattern - Merino extra fine - is super slippery, I wonder if there is a preferred way to join a new ball of yarn. I am worried that it may come unraveled after a couple of machine washes, when using a regular joining technique (magic knot, Russian knot, etc.). What techniques could you recommend? Just weaving it in as I go? Reinforcing it with a duplicate stitch afterwards?
04.12.2024 - 16:23DROPS Design svaraði:
Dear Lou, if you are afraid of the work getting unraveled you could, apart from the regular knot, reinforce the thread with duplicate stitches and leave the ends hanging and weave them after finishing the piece. The threads should be safely secured then. Happy knitting!
08.12.2024 - 01:09
Isabel ROUVIERE skrifaði:
Bonjour, Ma question est sans doute idiote pour des chevronnées du tricot, ce que je ne suis pas mais je ne comprends pas votre diagramme A2 taille L. Commence -t-on par les 5 mailles (en bas du dessin) ou les 15 mailles en haut. Le tricot se faisant de haut en bas je pensais les 15 mailles, mais là plus rien ne va au niveau mailles me semble-t-il. Merci
11.11.2024 - 12:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Rouviere, les diagrammes se lisent de bas en haut, autrement dit, vous commencez A.2 sur 5 mailles et vous allez augmenter à chaque torsade et ainsi obtenir 15 mailles dans chaque A.2 quand les augmentations sont terminées. Bon tricot!
11.11.2024 - 12:49
Rita skrifaði:
Meget flot
30.09.2024 - 10:51
Ena Bech skrifaði:
Hvor finder jeg et måleskema når jeg ikke ved om jeg skal strikke en bluse i str. L eller XL. Er der altid taget højde gor rummelighed.?
29.09.2024 - 17:12DROPS Design svaraði:
Hej Ena, det finder du i måleskitsen nederst i opskriften :)
10.10.2024 - 14:58
Mermaid Echo#mermaidechosweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, köðlum, tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-3 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: Aukið út um 1 lykkju með því að taka upp lykkju frá umferðinni að neðan, þ.e.a.s. takið upp lykkjuna sem liggur utan um ystu lykkju í umferð og prjónið þessa lykkju slétt. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt – svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA OG ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 300 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 18.3. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna 17. og 18. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út, sláið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 18. hverja lykkju.Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn tvöfaldur að röngu og saumaður niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 106-106-116-116-126-126 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Merino Extra Fine. Skiptið yfir á hringprjón 3 (fitjað er upp á grófari prjóna til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið sléttprjón í 4½ cm. Prjónið 1 umferð brugðið yfir allar lykkjur (= uppábrot). Í næstu umferð er prjónað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan og prjónið þannig: Prjónið 50-50-55-55-60-60 lykkjur sléttprjón, A.1, prjónið 49-49-54-54-59-59 lykkjur sléttprjón = 110-110-120-120-130-130 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur þar til A.1 hefur verið prjóna til loka á hæðina. Kantur í hálsmáli mælist ca 5 cm frá uppábroti (= ca 10 cm frá uppfitjunarkanti). Setjið eitt merki í byrjun umferðar (= mitt að aftan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.2 alls 22-22-24-24-26-26 sinnum hringinn á berustykki. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, eru 330-330-360-408-442-442 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 19-19-22-23-25-25 cm frá merki. Síðan er prjónað sléttprjón jafnframt því sem lykkjufjöldinn er jafnaður út til 312-332-356-392-424-452 lykkjur í fyrstu umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA OG ÚTAUKNING. Þegar berustykkið mælist 21-23-24-24-26-28 cm frá merki mitt að aftan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 48-52-55-60-66-72 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), setjið næstu 60-62-68-76-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermar, fitjið upp 8-10-12-12-12-14 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 96-104-110-120-132-144 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 60-62-68-76-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-12-12-12-14 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 48-52-55-60-66-72 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 208-228-244-264-288-316 lykkjur. Setjið 1 merki í aðra hliðina á stykkinu (= mitt í 8-10-12-12-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi). Prjónið fram að merki, umferðin byrjar hér og prjónað er í hring. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 43-45-46-47-49-51 cm frá merki mitt að aftan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 44-44-48-56-60-64 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 252-272-292-320-348-380 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-4-5-5-5 cm fellið af. Peysan mælist 47-49-50-52-54-56 cm frá merki mitt að framan og ca 52-54-56-58-60-62 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 60-62-68-76-80-82 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 4 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 8-10-12-12-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 8-10-12-12-12-14 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón hringinn – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 1 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur alls 2-3-3-5-5-7 sinnum í annarri hverri umferð, síðan er fækkað um 2 lykkjur í hverjum 2-2-1½-1½-1½-1½ cm alls 5-5-8-9-9-8 sinnum = 54-56-58-60-64-66 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 40-39-39-39-37-36 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 10-12-10-12-12-10 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 64-68-68-72-76-76 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-4-5-5-5 cm fellið af. Ermin mælist ca 44-43-43-44-42-41 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mermaidechosweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.