Monique skrifaði:
Bonjour ,je voudrai télécharger le PDF d'un modèle sans l'imprimer , comment je peux faire ? je pense que c'est possible ,je n'ai pas d'imprimante .... merci ,cordialement Monique
26.10.2025 - 10:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Monique, nos modèles peuvent seulement être imprimés, mais en choisissant une imprimante virtuelle, vous pourrez alors les sauvegarder en format . PDF. Bon tricot!
28.10.2025 - 19:22
Serene skrifaði:
Bonjour, Faut-il continuer la bordure I-CORD quand on fait les rangs raccourcis à l'allemande ? Merci !
19.10.2025 - 14:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Serene, non, vous tricotez les rangs raccourcis à l'allemande, sans la bordure I-cord. Bon tricot!
19.10.2025 - 17:59
Eliane Bernard skrifaði:
LES AIGUILLES CIRCULAIRE SONT ELLES OBLIGATOIRES POUR CE MODELE PULL SANS MANCHES DRIFTWWOOD VEST MERCI
15.10.2025 - 17:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Eliane, vous pouvez realiser ce pull sur les aiguilles droites. Seul le col est fait en rond sur les aiguilles circulaires ou double pointes. Bon tricot!
16.10.2025 - 09:44
Vale skrifaði:
Je ne comprend rien aux explications
26.09.2025 - 12:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vale, vous trouverez sous les onglets "Vidéos" et "Leçons" en haut de page différentes aides/astuces qui pourront vous aider; n'hésitez pas à poser votre question et à exposer ici ce que vous ne comprenez pas, nous pourrons alors plus facilement tenter de vous aider. Merci pour votre compréhension.
26.09.2025 - 16:55
Judy skrifaði:
Struggling with short rows at shoulder. Knitting the right shoulder first - do the \'short rows\' come onto the arm border side? If so, how do I knit the wool which is passed over on row 2 as they seem to be left after the turns? Sorry can you understand what I\'m trying to say - I seem to be ending up with too many stitches as I don\'t have a way to knit in the wool passed over on the purl on row 2.
16.08.2025 - 16:17DROPS Design svaraði:
Dear Judy, in this video we show how to work the short rows for the diagonal shoulders for this pattern, this might help you. Happy knitting!
18.08.2025 - 08:31
Inger Eriksson skrifaði:
Hej! Varför hamnar knapphålen längst ut mot kanten istället för mitt I, gäller västen
17.05.2025 - 08:59DROPS Design svaraði:
Hej Inger, du strikker 4. og 5. masker (set fra kanten) ret sammen, så kommer de et stykke inde på vesten :)
21.05.2025 - 14:13
Anita Andersson skrifaði:
Hej, undrar varför inte avmaskning för halsringning är lika på höger o vänster sida. På höger sida är det ett antal avmaskningar vav och sedan 1 minskning vart 4de v. Och på vänster sida samma avmaskning vav och sedan varje varv. Är det felskrivet eller ska det vara så? Mvh Anita
23.04.2025 - 15:13DROPS Design svaraði:
Hej Anita. Tack för info, det var fel i den svenska översättningen. Det ska vara likadant på höger och vänster sida, detta har nu rättats. Mvh DROPS Design
25.04.2025 - 10:36
Pascale TROY skrifaði:
Bonjour Je ne comprends pas comment faire les augmentations côté encolure lors de la réalisation des épaules biaisées Merci de votre réponse Car là je ne peux plus avancer dans mon ouvrage .
01.04.2025 - 22:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Troy, dans cette vidéo, nous montrons comment tricoter l'encolure et les épaules de ce modèle, cela devrait vous aider à comprendre comment procéder. Bon tricot!
02.04.2025 - 08:02
VERONIQUE MIGNEAU skrifaði:
Graag zou ik deze slipover breien ENKEL in drops alpaca, zonder de silk drops draad. Wat zijn dan het aantal steken op te zetten, af te boorden.... Is daar een berekeningsmethode voor? Ik zou werken met naalden 3.5 ipv 4.5. Hartelijk dank voor uw antwoord. Veronique Migneau
31.03.2025 - 06:54DROPS Design svaraði:
Dag Veronique,
Hierdoor krijg je een andere stekenverhouding. Maak eerst een proeflapje en op basis hiervan kun je het aantal op te zetten steken omrekenen. Het is helaas voor ons niet mogelijk om patronen aan te passen naar persoonlijke wensen.
02.04.2025 - 10:11
Bogusia skrifaði:
Wykonałam ściśle według opisu.Wyszlo bardzo dobrze.Opis zrozumiały. Dziękuję 🙂
20.02.2025 - 18:03
Driftwood Vest#driftwoodvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk eða DROPS Flora og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað með skáhallandi öxl. Stærð S - XXXL.
DROPS 255-9 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 4 lykkjur í garðaprjóni. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í báðum köntum að framan frá réttu: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið lykkju 4 og 5 frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið síðan áfram eins og áður þar til 5 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju 4 og 5 frá kanti slétt saman. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn slétt, þannig að það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm, fellið síðan af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman eins og þær væru 1 lykkja í næstu umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Framstykkið er prjónað upp að hálsmáli og axlir eru prjónaðar með skáhallandi öxl hvor fyrir sig. Síðan eru axlirnar settar saman og bakstykkið er prjónað til loka ofan frá og niður. Bakstykkið er lengra en framstykkið. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. FRAMSTYKKI: Prjónið fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 113-119-129-139-151-165 lykkjur á hringprjón 3 með 1 þræði DROPS Alpaca og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir), eða 1 þræði DROPS Flora og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið stroff með byrjun frá röngu þannig: Prjónið 6 lykkjur KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið, endið með 6 kantlykkjur að framan með i-cord. Prjónið stroff með 6 kantlykkjum að framan í hvorri hlið þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið 1 umferð sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan í hvorri hlið jafnframt því sem fækkað er um 15-15-17-19-21-23 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð (lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan) = 98-104-112-120-130-142 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 6 lykkjur í kanti að framan í hvorri hlið – munið eftir HNAPPAGAT. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, prjónið síðan þannig í 2 cm: Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið 7-8-10-12-15-19 lykkjur í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, prjónið sléttprjón þar til eftir eru 13-14-16-18-21-25 lykkjur í umferð, prjónið 7-8-10-12-15-19 lykkjur í garðaprjóni, endið með 6 kantlykkjur að framan eins og áður. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm fellið af 7-8-10-12-15-19 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg þannig: UMFERÐ 1: Fellið af 7-8-10-12-15-19 lykkjur fyrir handveg í byrjun umferðar þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), fellið af 6-7-9-11-14-18 lykkjur, prjónið afgang af umferð eins og áður = 91-96-102-108-115-123 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), fellið af 6-7-9-11-14-18 lykkjur, prjónið eins og áður þar til eftir eru 6 lykkjur, endið með 6 kantlykkjur að framan = 84-88-92-96-100-104 lykkjur. Prjónið síðan fram og til baka í sléttprjóni með 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51 cm, byrjið síðustu umferð frá réttu JAFNFRAMT sem miðju 24-24-26-26-28-28 lykkjur eru settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. HÆGRI ÖXL (þegar flíkin er mátuð): = 33-32-33-35-36-38 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Nú er prjónað fram og til baka í sléttprjóni og kantur að framan eins og áður JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Fellið af fyrstu lykkju frá hálsmáli í annarri hverri umferð 5-6-5-5-5-5 sinnum og í 4. hverri umferð 1-1-2-2-2-2 sinnum = 24-25-26-28-29-31 lykkjur fyrir öxl. Nú mælist stykkið ca 51-53-55-56-57-58 cm, prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður í 0-0-0-1-2-3 cm. Þegar stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm, lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN og prjónið HÆGRI SKÁHALLANDI ÖXL eins og útskýrt er að neðan, umferð 1 er prjónuð frá réttu. HÆGRI SKÁHALLANDI ÖXL: Prjónið skáhallandi öxl með German Short Rows þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 22-23-24-26-27-29 lykkjur frá réttu eins og áður, snúið. UMFERÐ 2 (= ranga): Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði þar til í ljós koma 2 lykkjur á prjóninn, prjónið út umferðina frá röngu eins og áður. Prjónið síðan fram og til baka á sama hátt, en prjónað er yfir færri lykkjur í hvert skipti. UMFERÐ 3: Prjónið 20-21-22-24-25-27 lykkjur frá réttu eins og áður, snúið UMFERÐ 4: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 5: Prjónið 18-19-20-22-23-25 lykkjur frá réttu eins og áður, snúið UMFERÐ 6: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 7: Prjónið 15-16-16-18-19-21 lykkjur frá réttu eins og áður, snúið UMFERÐ 8: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 9: Prjónið 12-13-12-14-15-16 lykkjur frá réttu eins og áður, snúið UMFERÐ 10: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 11: Prjónið 9-10-8-10-11-11 lykkjur frá réttu eins og áður, snúið UMFERÐ 12: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 13: Prjónið 5-6-4-6-7-6 lykkjur frá réttu eins og áður, snúið UMFERÐ 14: Prjónið eins og umferð 2. Síðan á að auka út á öxl við hálsmál þannig: Aukið út um 1 lykkju með því að fitja upp 1 nýja lykkju í lok umferðar við hálsmál. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 4 sinnum = 28-29-30-32-33-35 lykkjur. Síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Klippið þráðinn. Nú er vinstri öxl prjónuð. VINSTRI (þegar flíkin er mátuð): = 30-32-33-35-36-38 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Nú er prjónað fram og til baka JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Fellið af fyrstu lykkju frá hálsmáli í annarri hverri umferð 5-6-5-5-5-5 sinnum og í 4. hverri umferð 1-1-2-2-2-2 sinnum = 24-25-26-28-29-31 lykkjur fyrir öxl. Nú mælist stykkið ca 51-53-55-56-57-58 cm, prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður í 0-0-0-1-2-3 cm. Þegar stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm, lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN og prjónið VINSTRI SKÁHALLANDI ÖXL eins og útskýrt er að neðan, umferð 1 er prjónuð frá röngu. VINSTRI SKÁHALLANDI ÖXL: Prjónið skáhallandi öxl með German Short Rows þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 22-23-24-26-27-29 lykkjur frá röngu eins og áður, snúið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði þar til í ljós koma 2 lykkjur á prjóninn, prjónið út umferðina frá röngu eins og áður. Prjónið síðan fram og til baka á sama hátt, en prjónað er yfir færri lykkjur í hvert skipti. UMFERÐ 3: Prjónið 20-21-22-24-25-27 lykkjur frá röngu eins og áður, snúið UMFERÐ 4: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 5: Prjónið 18-19-20-22-23-25 lykkjur frá röngu eins og áður, snúið UMFERÐ 6: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 7: Prjónið 15-16-16-18-19-21 lykkjur frá röngu eins og áður, snúið UMFERÐ 8: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 9: Prjónið 12-13-12-14-15-16 lykkjur frá röngu eins og áður, snúið UMFERÐ 10: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 11: Prjónið 9-10-8-10-11-11 lykkjur frá röngu eins og áður, snúið UMFERÐ 12: Prjónið eins og umferð 2 UMFERÐ 13: Prjónið 5-6-4-6-7-6 lykkjur frá röngu eins og áður, snúið UMFERÐ 14: Prjónið eins og umferð 2. Setjið 1 merki í stykkið alveg yst að öxlinni (= mitt á öxl), héðan er nú stykkið mælt frá! Síðan á að auka aftur út á öxl við hálsmál þannig: Aukið út um 1 lykkju með því að fitja upp 1 nýja lykkju í lok umferðar við hálsmál. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 4 sinnum = 28-29-30-32-33-35 lykkjur. Nýjar lykkjur eru síðan prjónaðar í sléttprjóni. Síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Nú eru alxarnar settar saman sem eitt bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Haldið áfram frá vinstri öxl og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið yfir lykkjur frá vinstri öxl eins og áður, fitjið upp 28-30-32-32-34-34 nýjar lykkjur í umferð, prjónið lykkjur frá hægri öxl frá réttu út umferðina = 84-88-92-96-100-104 lykkjur. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni með kant að framan í hvorri hlið eins og áður þar til stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm frá merki yst á öxl. Fitjið upp 7-8-10-12-15-19 nýjar lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið sléttprjón þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, endið með því að fitja upp 7-8-10-12-15-19 nýjar lykkjur í umferð = 91-96-102-108-115-123 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið 7-8-10-12-15-19 lykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, endið með því að fitja upp 7-8-10-12-15-19 nýjar lykkjur í umferð = 98-104-112-120-130-142 lykkjur. Prjónið síðan þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan, prjónið 7-8-10-12-15-19 lykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón þar til eftir eru 13-14-16-18-21-25 lykkjur í umferð, prjónið garðaprjón þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 6 kantlykkjum að framan. Þegar stykkið mælist 23-24-25-26-27-28 cm frá merki yst á öxl, prjónið sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan í hvorri hlið þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm frá merki yst á öxl. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð JAFNFRAMT er aukið út um 15-15-17-19-21-23 lykkjur jafnt yfir, endið með 6 kantlykkjur að framan eins og áður = 113-119-129-139-151-165 lykkjur. Prjónið stroff með 6 kantlykkjum að framan í hvorri hlið í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Bakstykkið mælist 53-55-57-59-61-63 cm frá merki yst á öxl. Þar sem stykkið er með skáhallandi öxl, mælist heildarlengd frá efst á öxl við hálsmál ca 54-56-58-60-62-64 cm á framstykki og 56-58-60-62-64-66 cm á bakstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3 og 1 þráð í hvorri tegund (= 2 þræðir). Byrjið frá réttu við hægri öxl og prjónið upp ca 108 til 126 lykkjur í kringum hálsmál – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið 1 umferð brugðið, prjónið síðan 1 umferð slétt. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3½ cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og fellið af aðeins laust. FRÁGANGUR: Saumið tölur í hvora hlið á bakstykki. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #driftwoodvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.