Lisaa skrifaði:
Muss ich bei dem Abschnitt „Raglanzunahmen“ im Prinzip genauso vorgehen wie bei „Passe“, aber indem ich die Diagramme beachte? Also passieren die Raglanzunahmen in jeder Runde, auch wenn z.B. die zweite Zeile der Diagramme ohne weitere Zunahmen sind?
06.11.2024 - 22:39
Ewa skrifaði:
Hej Är diagrammen borta?? Helt plötsligt kan jag inte se diagrammen, har varit så i 2 dagar nu.
03.11.2024 - 11:03
Isabelle skrifaði:
Partie empiècement et augm du raglan: la m raglan est une m endroit. Il est mentionné que les augm autour de la m raglan sont indiquées sur les diagrammes et qu'il faut augmenter de chaque côté de (1 m envers+1 m endroit+1 m envers). Cela veut-il dire qu'il faut augmenter de 3 mailles de chaque côté de la m raglan ts les 2 rangs? Merci de réexpliquer quand et comment faire (relever 1 m ou faire 1 jeté) les augm autour de la maille raglan. Merci.
30.10.2024 - 08:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Isabelle, les mailles du raglan sont les 3 mailles tricotées (1 m env, 1 m end, 1 m env), autrement dit la maille endroit + l'augmentation faite avant + après cette maille endroit au 1er tour de l'empiècement; les augmentations des raglans figurent dans les diagrammes A.2 et A.4 et ne sont pas faites en plus de ces augmentations. Autrement dit, lorsque vous avez bien les 3 m de chaque raglan, vous augmentez uniquement comme indiqué dans les diagrammes. Bon tricot!
30.10.2024 - 13:30
Servien skrifaði:
Ik heb de mouwen op een hulpdraad. 2 maal 13 extra steken opgezet. Nu staat er doorbeien in patroon. Moeten de raglan steken blijven of gaan die mee op in het patroon. Ik neem aan dat vanaf nu alleen A3 gebreid wordt?
28.10.2024 - 18:54DROPS Design svaraði:
Dag Servien,
Vanaf nu brei je inderdaad alleen in patroon en geen raglanlijnen meer.
31.10.2024 - 20:24
Karen skrifaði:
Er udtagninger ikke vr masker der samles op eller er det omslags symbolerne der er udtag?
28.10.2024 - 14:51
Karen skrifaði:
Efter jeg har tumlet med den udtagnings række over to dage til 160 masker er det gået op for mig, at det ikke er maskerne på pinden der skal tælles, men vide der skal være 8 i hver A3. Det er meget dårlig forklaret. Nu er det så næste række, det volder også problemer, firkanten der symboliserer der ingen maske er, gør jeg ikke kan få det til at gå op. Skal der laves nye vr masker på hver pind til raglan????
28.10.2024 - 11:49DROPS Design svaraði:
Hei Karen. Et godt tips før man begynner å strikke er å lese og forstå oppskriften før man starter. Det står tydelig i begynnelsen av oppskriften under MØNSTER: A.3 tælles altid som 8 masker. I begynnelsen av oppskriften står det også under RAGLAN: De nye masker strikkes løbende ind i mønsteret. Udtagningerne er tegnet ind i diagrammerne. mvh DROPS Design
28.10.2024 - 14:36
Johanna skrifaði:
Hej! OK första varvet: Ska jag sticka vridet avigt direkt eller på nästa varv? Hur kan det bli 160 maskor när jag tar av en maska och stickar 2 och sedan lyfter över den lösa i A3? OK andra varvet: A2 ska vara 3 maskor men jag har ytterligare 2 ( har plockat upp en och gjort ett omslag). Hur stickar jag dessa två? Är raglan en rät maska (raglanlinje) med en avig maska på var sida? Varför står inte dessa avigmaskor med på A2 och A4?
27.10.2024 - 16:08DROPS Design svaraði:
Hej Johanna, vi har en video som viser hvordan du strikker selve hulmønsteret. A.3 räknas alltid som 8 maskor. Ja det stemmer at du har en avig maske på hver side af retmasken i raglanlinjen :)
29.10.2024 - 09:39
Gabi skrifaði:
Vielen Dank für die schnelle Antwort, aber A1 kommt in der Passe gar nicht vor?
25.10.2024 - 20:35DROPS Design svaraði:
Liebe Gabi, nach der letzten Runde A.1 sollte das Muster über A.1 durch die Zunahmen in A.1 passen: die erste Masche A.1 ist jetzt die Raglanmasche, dann die rechte Masche M+ die 2 Zunahmen sind für das Zöpfchen, dann hat man abwechslungsweise 1 rechte Masche wie in A.2, A.3, A.4 und die rechte Masche + die 2 Zunahmen für die Zöpfe (3 ersten Maschen in A.3). Viel Spaß beim Stricken!
28.10.2024 - 07:55
Rebecca skrifaði:
Under the Raglan section it states to continue as shown in the diagram. Are we to follow the diagram only, or should the repeats of A3 as in the previous row be included? Thank you!
25.10.2024 - 19:27DROPS Design svaraði:
Dear Rebecca, the raglan is worked as: raglan line, A.2, several repeats of A.3, A.4, raglan line, A.2, several repeats of A.3, A.4....e.t.c. The increases are shown in charts A.2 and A4 and are worked as indicated in these charts. Meanwhile, in-between charts A.2 and A.4, you will continue working A.3 as before. As you continue increasing, eventually, you will add more repeats of A.3 in-between A.2 and A.4. Happy knitting!
27.10.2024 - 18:46
Gabi skrifaði:
Hallo Strickteam, sind die Zunahmen in Reihe 1 von A2 und A3 bereits die Raglanzunahmen oder mache ich diese zusätzlich?
25.10.2024 - 14:48DROPS Design svaraði:
Liebe Gabi, bei der 1. Runde der Passe sind es 2 verschiedene Zunahmen: die in A.1 und A.3 = die Raglanzunahmen und diejenigen die beidseitig von der rechten Masche gearbeitet werden (damit die Raglanmaachen von 1 M rechts zu 1 M links, 1 M rechts, 1 M links zugenommen werden). Dann wird man nur wie im A.1 und A.3 zunehmen. Viel Spaß beim Stricken!
25.10.2024 - 16:12
Winter Pearl Sweater#winterpearlsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 255-1 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. A.3 er alltaf talið sem 8 lykkjur. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu á undan / á eftir 1 lykkju brugðið + 1 lykkja slétt + 1 lykkja brugðið (= laskalína). Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Útaukningin er teiknuð í mynsturteikningu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermi): Lykkjum er fækkað í hvorri hlið um 1 lykkju slétt, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman (= 2 lykkjur færri). Lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í heilan kaðal eru prjónaðar slétt. ----------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn tvöfaldur að röngu og saumaður niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 108-108-108-120-120-132 lykkjur á hringprjón 3 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið stroff eins og útskýrt er í A.1 yfir allar lykkjur, prjónið eins og útskýrt er í fyrstu 4 umferðum í A.1. Prjónið stroff þar til stykkið mælist 9-9-9-11-11-11 cm, kantur í hálsmáli er brotinn niður tvöfaldur síðar. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið síðustu umferð í A.1 (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð) = 144-144-144-160-160-176 lykkjur. Setjið 1 merki eftir fyrstu 52-52-52-57-57-61 lykkjur í umferð (= ca mitt að framan), stykkið er mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Haldið áfram hringinn með mynstur þannig: Takið upp 1 lykkju frá umferðinni að neðan (allar lykkjur sem eru teknar upp frá umferðinni að neðan eru prjónaðar snúnar brugðið), 1 lykkja slétt (= laskalína), takið upp 1 lykkju frá umferðinni að neðan, A.2, prjónið A.3 yfir næstu 24 lykkjur, prjónið fyrstu 3 lykkjur í A.3, A.4 (= ermi), takið upp 1 lykkju frá umferðinni að neðan, 1 lykkja slétt (= laskalína), takið upp 1 lykkju frá umferðinni að neðan, A.2, prjónið A.3 yfir næstu 32-32-32-40-40-48 lykkjur, prjónið fyrstu 3 lykkjur í A.3, A.4 (= framstykki), takið upp 1 lykkju frá umferðinni að neðan, 1 lykkja slétt (= laskalína), takið upp 1 lykkju frá umferðinni að neðan, A.2, prjónið A.3 yfir næstu 24 lykkjur, prjónið fyrstu 3 lykkjur í A.3, A.4 (= ermi), takið upp 1 lykkju frá umferðinni að neðan, 1 lykkja slétt (= laskalína), takið upp 1 lykkju í umferðinni að neðan, A.2, prjónið A.3 yfir næstu 32-32-32-40-40-48 lykkjur, prjónið fyrstu 3 lykkjur í A.3, A.4 (= bakstykki). ATH! Passið uppá að mynstrið passi yfir lykkjur frá stroffi. Útaukning fyrir laskalínu er teiknuð inn í mynsturteikningu og teknar eru upp 8 auka lykkjur = 160-160-160-176-176-192 lykkjur í umferð. LASKALÍNA: Aukið síðan út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Aukið er út hvoru megin við 1 lykkju brugðið + 1 lykkju slétt + 1 lykkju brugðið í hverri laskalínu. Í hvert skipti sem A.2 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, er pláss fyrir 2 nýjar mynstureiningar af A.3 á breidd. Haldið áfram með mynstur og útaukningu þar til A.2, A.3 og A.4 er prjónað alls 3-4-4-4-5-5 sinnum á hæðina. Nú eru 344-408-408-424-488-504 lykkjur í umferð. Nú er einungis aukið út á framstykki / bakstykki, útaukning á ermum er nú lokið. Prjónið 2 mynstureiningar til viðbótar á hæðina með útaukningu eins og útskýrt er í A.2 og A.4 á framstykki / bakstykki, á ermum er síðan prjónað áfram með mynstur án útaukninga. Það eru nú 408-472-472-488-552-568 lykkjur í umferð. Prjónið síðan án þess að auka út þar til stykkið mælist 25-30-30-30-35-35 cm frá merki mitt að aftan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Jafnframt sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Haldið eftir 2 fyrstu lykkjum í umferð (tilheyrir bakstykki), setjið næstu 81-97-97-97-113-113 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 13-13-13-13-13-21 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi), prjónið næstu 123-139-139-147-163-171 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 81-97-97-97-113-113 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 13-13-13-13-13-21 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi), prjónið 121-137-137-145-161-169 lykkjur eins og áður (bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 272-304-304-320-352-384 lykkjur. Haldið áfram að prjóna mynstur yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm frá merki mitt að framan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff eins og útskýrt er í A.5 í 6 cm, passið uppá að það verði 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt yfir kaðal og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir hinar lykkjurnar. Fellið af. Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá merki mitt að framan og 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl. ERMI: Setjið 81-97-97-97-113-113 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 4,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 13-13-13-13-13-21 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi + 1 lykkja aukalega í hvorri hlið = 96-112-112-112-128-136 lykkjur. Setjið einn merkiþráð mitt undir ermi. Haldið áfram að prjóna mynstur hringinn yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í ca hverjum 4-2-2-2½-1-1 cm alls 8-14-13-11-18-20 sinnum = 80-84-86-90-92-96 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 37-32-34-34-30-30 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff eins og útskýrt er í A.5 í 6 cm, passið uppá að það verði 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt yfir kaðal og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir hinar lykkjurnar. Fellið af. Ermin mælist ca 43-38-40-40-36-36 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu á stykki og saumið niður, passið uppá að saumurinn sé teygjanlegur og ekki of stífur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterpearlsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.