Magda skrifaði:
Który to schemat A.2? Jestem już na wykonywaniu połączonych przodów i tyłów i nie bardzo rozumiem, który wzór mam wykonywać. Pogubiłam się w tym opisie. Pomocy
18.07.2025 - 12:03DROPS Design svaraði:
Witaj Magdo, jak połączysz tył i przody to przerabiasz już tylko schemat A.2B zgodnie z opisem - patrz część TYŁ & PRZODY. Pozdrawiamy!
18.07.2025 - 12:35
Delphine W skrifaði:
Bonjour, me revoilà. L'ouvrage est presque fini mais je n'arrive pas à commencer les côtes 1/1 en augmentant en même temps pour finir le pull. Tout se met mal et je n'ai pas d'alternance 1 maille endroit - 1 maille envers pour les cotes. Merci de m'aider. Belle journée
18.07.2025 - 07:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Delphine, ex. 1 maille end, vous augmentez 1 maille (jete, ce sera maille envers, vu sur l'endroit), 1 maille end, etc. Vous pouvez aussi augmenter dans le rang end, just avant les cotes. Bon tricot!
18.07.2025 - 07:41
Ewa skrifaði:
Tak zrobiłam :) bardzo dziękuję!
17.07.2025 - 11:23DROPS Design svaraði:
Witaj Ewo, koniecznie wyślij zdjęcie projektu do naszej galerii TUTAJ. Pozdrawiamy!
17.07.2025 - 17:41
Ewa skrifaði:
Ale w ten sposób tyko zaburza się ładna linia dodawanych oczek. Czy ma to jakiś cel?
17.07.2025 - 10:19DROPS Design svaraði:
Witaj Ewo, tak jest zaprojektowana ta bluzeczka. Jeśli uważasz, że będzie to wyglądać lepiej po modyfikacjach, to oczywiście śmiało je zastosuj. Sama robię to bardzo często :) Pozdrawiamy!
17.07.2025 - 10:29
Ewa skrifaði:
Dzień dobry, czy w schemacie A.1 dla rozm. L-XL na pewno przed ostatnim narzutem (w przedostatnim rzędzie) jest 3 oczka prawe?
15.07.2025 - 14:18DROPS Design svaraði:
Witaj Ewo, tak jest. Powodzenia!
16.07.2025 - 08:42
Delphine W skrifaði:
Bonjour, Dans le paragraphe DOS & DEVANT - rang 1, vous parlez du diagramme A.2B et puis rangs 2, et suivants, vous parlez de A.2. Quel diagramme dois-je choisir à partir du rang 2? Merci
26.06.2025 - 19:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Delphine, continuez toujours A.2B, c'est le diagramme qui correspond au point fantaisie, sans les augmentations de l'encolure/des emmanchures. Bon tricot!
27.06.2025 - 07:51
Sigrid skrifaði:
Hvor finner jeg diagram for A2b?
12.04.2025 - 00:00DROPS Design svaraði:
Hei Sigrid, Diagram A.2b er til venstre på bunnen av diagrammene, før målskissen. God påske!
13.04.2025 - 17:58
Ywe Hellman skrifaði:
"BAKSTYCKE: Lägg upp 52-54-60-64-70-74 maskor på rundsticka 3 och sticka 3 rätstickning. Byt till rundsticka 4, och sticka så här:" 3 vad rätstickning? Varv? Cm? Maskor?
21.10.2024 - 15:44DROPS Design svaraði:
Hej. Tack för info, det ska vara 6 varv rätstickning (detta är nu rättat i texten). Mvh DROPS Design
22.10.2024 - 10:12
Jen skrifaði:
I have been following knitting patterns for nearly 60 years but after I finished A1 I gave up. I tried multi times but it has defeated me. I wanted to make it for my granddaughter. 😔
10.10.2024 - 18:49DROPS Design svaraði:
Dear Jen, when A.1 is done, you have 29-31 or 33 sts on needle (see size), then work these stitches as follows (seen from RS): A.2A (=7, 8 or 9 sts), repeat the 8 sts A.2B a total of 2 times (16 sts) and finish with A.2C (= 6, 7 or 8 sts) so that in the first size you get: 7+16+6= 29 sts, in the next 2 sizes: 8+16+7=31 sts and last 2 sizes: 9+16+8 =33 sts , now you continue increasing on each side as before and as shown in A.2A and A.2C and continue lace pattern inbetween with A.2B. Happy knitting!
11.10.2024 - 09:46
Karina Shantilal skrifaði:
I don't understand how to continue with the A2 pattern once you've attached the sides. I tried just repeating A2B but it doesn't look right.
28.07.2024 - 19:21DROPS Design svaraði:
Dear Karina, you worked A.2b with A.2a and C before in the front pieces, and the other 2 charts are for increases that you won't be working here. So you simply continue with A.2b. When you continue, continue with the next row after the last row of A.2b worked in the front pieces (for example, if you ended on the 2nd row, continue with the 3rd one, don't restart the pattern). It's important to align A.2b over the front pieces, so that the position of the pattern matches the position before; you can work incomplete repeats of the pattern at the beginning and end of the row to adjust this. Happy knitting!
28.07.2024 - 23:38
Freshwater Pearl Top#freshwaterpearltop |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónaður toppur / vesti úr DROPS Cotton Light. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri á framstykkjum og v-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 249-24 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (kantur að framan): Öll útaukning er gerð frá réttu! AUKIÐ ÚT Í HÆGRA FRAMSTYKKI ÞANNIG: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt framan við og aftan við næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri), prjónið 1 lykkja slétt. AUKIÐ ÚT Í VINSTRA FRAMSTYKKI ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 1 lykkju slétt framan við og aftan við næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri). ÚTAUKNING-2 (bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður brugðið, svo það myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚTAUKNING-3 (hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-4 (jafnt yfir): Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA-1 (hliðar á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum á sama hátt við hinn merkiþráðinn. HNAPPAGAT (ofan frá og niður): Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar prjónaður hefur verið ca 1 cm á eftir síðustu útaukningu í kanti að framan. Fellið síðan af fyrir 3 næstu hnappagötum með ca 7-7½-7½-8-8-8 cm á milli hnappagata. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Á böndum á öxl / hlýrum er prjónað garðaprjón, gatamynstur á framstykkjum og sléttprjón á bakstykki. Byrjað er á að fitja upp lykkjur fyrir bandi á öxl / hlýra á hægra framstykki og prjónað er niður á við jafnframt því sem aukið er út hvoru megin á stykki fyrir handveg og V-hálsmáli. Þegar handvegur og V-hálsmál hefur verið prjónað til loka, er hægra stykkið sett til hliðar, á meðan bakstykkið er prjónað. Þegar bakstykkið hefur verið prjónað niður að handvegi, prjónið vinstra framstykki á sama hátt eins og hægra framstykki. Við handveg eru framstykkin og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki er prjónað niður á við fram og til baka á hringprjóna. Í lokin er bönd á öxlum / hlýrar fest við bakstykkið. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 7-7-9-9-11-11 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Cotton Light og prjónið GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan. Þegar band á öxl / hlýi mælist 7-7-7-7-7-8 cm, setjið 1 merki í umferð, þetta merki merkir öxl. Prjónið síðan í garðaprjóni þar til band á öxl / hlýri mælist 11-11-11-11-11-13 cm, endið eftir umferð frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan, þ.e.a.s. prjónið A.1 og aukið út í hvorri hlið fyrir handveg og v-hálsmáli eins og útskýrt er í mynsturteikningu (umferð 1 = rétta). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, eru 29-29-31-31-33-33 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.2A, prjónið A.2B alls 2 sinnum, prjónið A.2C. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar 4 umferðir eru eftir í A.2 (sjá sviga fyrir rétta stærð) og næsta umferð er prjónuð frá réttu, aukið út 1 lykkju fyrir kant að framan í lok umferðar – lesið ÚTAUKNING-1. Endurtakið útaukningu í næstu umferð frá réttu (þessar 2 lykkjur gera að kantur í hálsmáli nær yfir að kanti að framan). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, eru 47-49-53-57-61-65 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 18-19-20-21-22-24 cm frá merki á bandi á öxl / hlýra. Klippið þráðinn, leggið stykkið til hliðar og prjónið bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 52-54-60-64-70-74 lykkjur á hringprjón 3 og prjónið 3 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): 3 lykkjur í garðaprjóni, aukið út 1 lykkju fyrir handveg – lesið ÚTAUKNING-2, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju fyrir handveg, prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): 3 lykkjur í garðaprjóni, prjónið brugðið (uppslátturinn er prjónaður brugðið, svo það myndist gat) þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni. Endurtakið 1. og 2. umferð þar til aukið hefur verið út alls 16-17-18-20-21-23 sinnum í hvorri hlið = 84-88-96-104-112-120 lykkjur og síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Klippið þráðinn, leggið stykkið til hliðar og prjónið vinstra framstykki eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 7-7-9-9-11-11 lykkjur á hringprjón 3 og prjónið garðaprjón. Þegar band á öxl / hlýi mælist 7-7-7-7-7-8 cm, setjið 1 merki í umferð, þetta merki merkir öxl. Prjónið síðan í garðaprjóni þar til band á öxl / hlýri mælist 11-11-11-11-11-13 cm, endið eftir umferð frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan, þ.e.a.s. prjónið A.1 og aukið út í hvorri hlið fyrir v-hálsmáli og handveg eins og útskýrt er í mynsturteikningu (umferð 1 = rétta). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, eru 29-29-31-31-33-33 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.2A, prjónið A.2B alls 2 sinnum, prjónið A.2C. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar 4 umferðir eru eftir í A.2 og næsta umferð er prjónuð frá réttu, aukið út 1 lykkju fyrir kant að framan í byrjun umferðar – lesið ÚTAUKNING-1. Endurtakið útaukningu í næstu umferð frá réttu (þessar 2 lykkjur gera að kantur í hálsmáli nær yfir að kanti að framan). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, eru 47-49-53-57-61-65 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 18-19-20-21-22-24 cm frá merki á bandi á öxl / hlýra. Ekki klippa þráðinn, nú eru stykkin sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Byrjið frá réttu og prjónið stykkin í eftirfarandi röð þannig: Vinstra framstykki, bakstykki, hægra framstykki: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni (= kantur að framan), haldið áfram með mynstur eins og útskýrt er í A.2B þar til eftir eru 3 lykkjur á vinstra framstykki, prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni, fitjið upp 6-8-8-10-14-18 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið), prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni, 78-82-90-98-106-114 lykkjur slétt, 3 lykkjur í garðaprjóni frá bakstykki, fitjið upp 6-8-8-10-14-18 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið), prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með mynstur eins og útskýrt er í A.2B þar til 5 lykkjur eru eftir á hægra framstykki, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni (= kantur að framan) = 190-202-218-238-262-286 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 6-8-8-10-14-18 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið. Látið merkiþræðina fylgja áfram með í stykkinu, merkiþræðirnir eru notaðir þegar fækka á lykkjum og auka út í hliðum. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með A.2 þar til eftir eru 6-7-7-8-10-12 lykkjur á undan fyrri merkiþræði, prjónið 12-14-14-16-20-24 lykkjur í garðaprjóni (merkiþráðurinn situr mitt í þessum lykkjum), prjónið 78-82-90-98-106-114 lykkjur brugðið, 12-14-14-16-20-24 lykkjur í garðaprjóni (merkiþráðurinn situr mitt í þessum lykkjum), haldið áfram með A.2 þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með A.2 þar til eftir eru 6-7-7-8-10-12 lykkjur á undan fyrri merkiþræði, prjónið 12-14-14-16-20-24 lykkjur í garðaprjóni, prjónið 78-82-90-98-106-114 lykkjur slétt, 12-14-14-16-20-24 lykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með A.2 þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni – munið eftir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með A.2 þar til eftir eru 6-7-7-8-10-12 lykkjur á undan fyrri merkiþræði, prjónið 12-14-14-16-20-24 lykkjur í garðaprjóni (merkiþráðurinn situr mitt í þessum lykkjum), prjónið 78-82-90-98-106-114 lykkjur brugðið, 12-14-14-16-20-24 lykkjur í garðaprjóni (merkiþráðurinn situr mitt í þessum lykkjum), haldið áfram með A.2 þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið síðan fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan, A.2 á framstykki og sléttprjón á bakstykki. Prjónið A.2 eins langt og hægt er að merkiþræði í hvorri hlið – lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í heila mynstureiningu við merkiþráðinn, eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 6-6-7-7-8-8 cm frá þar sem stykkin voru sett saman, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við báða merkiþræðina – lesið ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 13-13-14-14-15-15 cm frá þar sem stykkin voru sett saman = 182-194-210-230-254-278 lykkjur. Þegar stykkið mælist 19-19-20-21-22-22 cm frá þar sem stykkin voru sett saman, aukið út 1 lykkju hvoru megin við báða merkiþræðina – lesið ÚTAUKNING-3 (= 4 lykkjur fleiri) = 186-198-214-234-258-282 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 24-25-26-26-27-27 cm frá þar sem stykkin voru sett saman – stillið af að prjónaðar séu nokkrar umferðir í sléttprjóni eftir umferð með gatamynstri á framstykkjum. Í næstu umferð (= rétta) byrjar stroff jafnframt því sem aukið er út um 17-19-19-21-23-27 lykkjur jafnt yfir í umferð (lykkjum er ekki aukið út yfir kanta að framan) – lesið ÚTAUKNING-4 = 203-217-233-255-281-309 lykkjur, prjónið þannig: Skiptið yfir á hringprjón 3, prjónið kant að framan eins og áður, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið – munið eftir útaukningu) þar til 6 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og kant að framan eins og áður. Þegar stroffið mælist 2-2-2-3-3-3 cm, fellið af. Stykkið mælist ca 44-46-48-50-52-54 cm frá merki á bandi á öxl / hlýra. FRÁGANGUR: Saumið bönd á öxl / hlýra við bakstykki – byrjið sauminn yst í hvorri hlið og saumið lykkju á móti lykkju. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #freshwaterpearltop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 249-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.